Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 42
THOMAS
BROLIN
L E E D S U N I T E D
n Á hátindi ferils síns fór
Svíinn Thomas Brolin til Leeds
árið 1995 eftir fimm ára dvöl
hjá Parma á Ítalíu. Brolin var
af mörgum talinn einn besti
leikmaður heims og sannaði
hann gildi sitt á HM 1994
þegar Svíar náðu bronsinu. En
dvölin hjá Leeds reyndist hrein
martröð og Brolin náði sér
aldrei á strik. Hann kostaði 4,5
milljónir punda þegar hann
var keyptur en var í lélegu
formi; allt of þungur og hægur
fyrir enska boltann. Svo fór
að hann var lánaður til Sviss
og svo aftur til Parma áður en
hann fór til Crystal Palace árið
1998. Í raun lauk ferli Brolin
sem heimsklassaleikmanns
daginn sem hann skrifaði
undir hjá Leeds.
42 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010
FLOPPINí enska boltanum
RAMON VEGA
TO T T E N H A M H O T S PU R
n Forráðamenn Tottenham bundu miklar vonir við þennan svissn-
eska landsliðsmann þegar hann kom til liðsins frá Cagliari árið 1997.
Þar hafði hann átt flotta leiki sem varð til þess að Tottenham keypti
hann á 3,5 milljónir punda. Skemmst er frá því að segja að Vega náði
sér aldrei á strik með félaginu og var aðeins varaskeifa fyrir minni
spámenn í liði Tottenham. Fór þremur árum síðar á frjálsri sölu til
Glasgow Celtic þar sem ekki tók betra við. Ári síðar var hann kominn
til Watford.
PER KROLDRUP
E V E R TO N
n Það er blóðugt að borga fimm milljónir punda fyrir
leikmann sem spilar einn leik fyrir félagið. Það gerði einmitt
Everton þegar það festi kaup á danska varnarmanninum
Per Kroldrup frá Udinese. Eftir að hafa spilað einn leik með
félaginu var Kroldrup seldur aftur til Ítalíu, nú til Fiorentina.
Kroldrup fer væntanlega í sögubækurnar sem einhver dýrasti
leikmaður heims sé miðað við fjölda leikja sem hann spilaði.
JEAN-ALAIN
BOUMSONG
N E WC A S T L E U N I T E D
n Boumsong skapaði sér frábært
orðspor með Glasgow Rangers í
skosku úrvalsdeildinni og vakti áhuga
fjölmargra liða. Svo fór að Graeme
Souness, þáverandi stjóri Newcastle,
splæsti hvorki meira né minna en
átta milljónum punda í miðvörðinn í
janúar 2005 og gerði við hann fimm
og hálfs árs samning! Hafi það ekki
verið ljóst áður átti það eftir að koma
í ljós að skoska deildin er ekki sú sama
og sú enska. Boumsong átti hvern
hörmungarleikinn á fætur öðrum
og náði sér engan veginn á flug. Svo
fór að Juventus keypti hann átján
mánuðum síðar og gerði við hann
fimm og hálfs árs samning!
Stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni eiga það öll sameiginlegt að hafa oft gert góð kaup en oft sérstaklega
slæm. Hér að neðan er úrvalslið leikmanna sem miklar vonir voru bundnar við en brugðust gjörsamlega.
VÖRNIN
FLORIN
RADUCIOIU
W E S T H A M U N I T E D
n Harry Redknapp taldi sig vera að
gera afar góð kaup þegar hann fékk
rúmenska landsliðsframherjann Florin
Raducioiu til liðsins. Redknapp borgaði
2,4 milljónir punda fyrir leikmanninn
frá Espanyol þar sem hann hafði leikið
ágætlega. Raducioiu var sjóðandi
heitur með rúmenska landsliðinu en
náði þó aldrei að festa sig í sessi hjá
evrópskum liðum. Það gerði hann svo
sannarlega ekki hjá West Ham því eftir
aðeins tólf leiki var hann farinn frá
liðinu – aftur til Espanyol.
SÓKNIN
MIÐJAN
MASSIMO TAIBI
M A N C H E S T E R U N I T E D
n Sir Alex Ferguson var viss um að hafa
fundið arftaka Peters Schmeichel þegar
hann nældi í ítalska markvörðinn Massimo
Taibi. Taibi kom til United þegar hann var á
besta aldri og kostaði 4,5 milljónir punda frá
Venezia. Það var allan tímann vitað að erfitt
væri fyrir Taibi að feta í fótspor Schmeichels
þar sem hann er að öðrum ólöstuðum besti
markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Það óraði væntanlega fáa fyrir því hversu
Taibi yrði slakur. Eftir fjóra leiki fékk
Sir Alex sig fullsaddan og fjórum
mánuðum síðar var Taibi
kominn aftur heim til Ítalíu.
JUAN VERON
M A N C H E S T E R U N I T E D
n Kaup Sir Alex Ferguson á Dimitar Berbatov eru
frábær séu þau borin saman við kaupin á Juan
Sebastian Veron. Stuðningsmenn United voru
margir hverjir í sjöunda himni þegar Veron kom
til liðsins á 28 milljónir punda árið 2001. Ekkert
skrítið þar sem Veron hafði verið frábær í ítölsku
deildinni, og þá einn besti miðjumaður heims. En
dvölin hjá United reyndist martröð. Hann náði sér
aldrei á strik og var að lokum seldur til Chelsea
þar sem hann var engu betri.
Í MARKI
SALIF DIAO
L I V E R P O O L
n Eftir að hafa slegið í gegn með landsliði
Senegala á HM 2002 var Diao nefndur sem
næsti Patrick Vieira. Gerard Houllier splæsti
fimm milljónum punda í leikmanninn sem
kom til liðsins frá Sedan í Frakklandi. Það
er skemmst frá því að segja að Diao var
aldrei nema skugginn af Vieira, enda allt of
klaufskur og klunnalegur. Hann lék aðeins
37 leiki fyrir Liverpool áður en hann var fyrst
lánaður til Birmingham, svo Portsmouth og
loks Stoke.
HUGO VIANA
N E WC A S T L E
n Í raun væri hægt að búa til heilt lið
með leikmönnum sem hafa gjörsam-
lega floppað hjá Newcastle. Hugo Viana
er þó án efa eitt mesta floppið. Hann
var kjörinn efnilegasti leikmaður Evrópu
árið 2001 og í kjölfarið festi Newcastle
kaup á honum fyrir tólf milljónir evra.
Hann eyddi hins vegar mest öllum tíma
sínum á varamannabekknum meðan
hann var hjá Newcastle. Það var svo sem
skiljanlegt miðað við frammistöðu hans.
Viana var loks seldur til Valencia árið
2005 fyrir brot af þeim tólf milljónum
evra sem Newcastle lagði í hann.
ANDRIY SHEVCHENKO
C H E L S E A
n Það er leitun að félagi sem hefur gert jafnslæm kaup og
Chelsea þegar það fékk markamaskínuna Andriy Shev-
chenko til sín. Hann kostaði 30 milljónir punda þegar hann
kom frá AC Milan árið 2006. Þar skoraði hann 127 mörk í 208
leikjum en árangurinn hjá Chelsea var annar og verri; 9 mörk
í 48 deildarleikjum. Shevchenko var skugginn af sjálfum sér
hjá Chelsea og virtist þjást af skorti á sjálfstrausti, rétt eins
og félagi hans Rebrov hafði gert hjá Tottenham nokkrum
árum áður. Hann var lánaður aftur til AC Milan en fann ekki
fjölina sína aftur. Skoraði ekki mark í átján deildarleikjum. Nú
er Shevchenko farinn heim til Úkraínu og til liðsins sem hann
sló fyrst í gegn með, Dynamo Kiev.
SERGEI REBROV
TO T T E N H A M H O T S PU R
n Tottenham splæsti hvorki meira né minna en 11,5
milljónum punda í Rebrov árið 2000 sem varð þar
með langdýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.
Rebrov hafði myndað baneitrað par með Andriy
Shevchenko hjá Dynamo Kiev þar sem hann sallaði
inn mörkunum. Hjá Tottenham gekk honum hins
vegar ekki jafn vel. Hann lék 60 leiki fyrir félagið og
skoraði aðeins 10 mörk í þeim. Sjálfstraustið var
ekkert og klaufaskapurinn upp við mark
andstæðinganna ótrúlegur. Rebrov
lagði skóna á hilluna á síðasta ári.