Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 8
SANDKORN n Enn er óvíst hvort feðgarn- ir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfs- son mæti í dómsal þegar réttað verður í meiðyrðamáli þeirra gegn Óskari Hrafni Þorvalds- syni og Gunnari Erni Jónssyni, fréttamanni á Stöð 2, vegna fréttar í fyrra um að feðgarn- ir, Magnús Þorsteins- son og Karl Werners- son hefðu flutt fé úr landi í kringum hrun. Lögmaður þeirra sagði við mál- flutning á fimmtudag að þeir hefðu enga ákvörðun tekið um slíkt. Hún varðist hins vegar kröfu Óskars og Gunnars um að feðgarnir greindu frá öllum fjármunafærslum sínum um þetta leyti og sagði að þeim kæmu þessar færslur ekkert við. n Magnús Þorsteinsson fékk ansi háan reikning á fimmtudag þegar Héraðsdómur Norður- lands eystra úrskurðaði að hann yrði að standa við ábyrgð sína á láni frá Straumi. Lánið fékk BOM ehf. til að kaupa bréf í Iceland- ic. Magnús sagðist hafa sam- þykkt að gangast í ábyrgð fyrir láninu vegna mikils þrýstings frá Straumi en að sjálfur hefði hann engan ávinning haft af því og lítið þekkt til félagsins. Þessi vörn Magnúsar féll í grýttan jarð- veg og sagði dómarinn sýnt fram á að félag í eigu Magn- úsar hefði keypt BOM skömmu fyr- ir lánveiting- una. Magnús hefur verið lýstur gjaldþrota og býr í Rússlandi svo óvíst er hve mikið af tæplega milljarðs króna ábyrgðinni innheimtist. 8 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR „Ef fólk sér auglýsingar á netinu þar sem dýr raftæki eru auglýst til sölu á góðu verði þá á fólk að hafa varann á. Sérstaklega ef engar upplýsingar um aldur tækisins eru fáanlegar, engir bæklingar eða upplýsingar um kaup- in,“ segir Geir Jón. Hann segir að ef seljandinn hefur engar upplýsingar um til dæmis GPS-tæki eða tölvur, þá séu það sterkar vísbendingar um eitt- hvað misjafnt. „Ég tala nú ekki um ef engar festingar fylgja með tækjunum eða snúrur. Þá ætti fólk ekki að kaupa hlutinn og tilkynna til lögreglunar ef það telur að um þýfi geti verið að ræða,“ segir Geir Jón. Of gott til að vera satt Geir Jón segir að vísbendingar um þýfi geti einnig falist í verðinu. Æskilegt sé að fólk hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvað hluturinn ætti að kosta mið- að við ástand hans og aldur. „Söluverð á þýfi er oft í hróplegu ósamræmi við raunverulegt verðgildi hluta. Það er oft skýr vísbending um að varan sé illa fengin,“ segir hann og heldur áfram. „Til dæmis má nefna að ef nýlegt GPS- tæki, eins og eru í sumum bílum, sem kosta um 80 til 100 þúsund úr búð, eru boðin á 15, 20 eða 30 þúsund, án festinga, þá getur fólk nánast sagt sér það að um þýfi sé að ræða. Menn eru stundum að reyna að selja dýr verk- færi, sem eru jafnvel númeruð eða merkt fyrirtækjum, án þess að seljand- inn sé fulltrúi þeirra,“ segir Geir Jón. Hann hvetur fólk, sem ætlar að kaupa notuð raftæki á borð við tölvur, flatskjái, GPS-tæki og flakkara, til að að kaupa vöruna ekki óséða. „Fólk á að fara og hitta seljandann, skoða vöruna og athuga hvort eitthvað sé grunsam- legt eða óeðlilegt við kaupandann eða vöruna,“ segir Geir Jón. Stundum sé hægt að leggja mat á það hvernig sölu- maðurinn lítur út og hvort hann líti út fyrir að vera traustsins verður. Situr uppi með tjónið Ef fólk tekur gylliboðum þjófa, vitandi eða óafvitandi, er það í vondum mál- um. Ef lögreglan hefur uppi á þjófnum eða finnur stolna hluti, þá gerir hún þá upptæka án þess að grunlaus kaup- andinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. „Þá er hann einfaldlega búinn að tapa þeim verðmætum sem hann lagði í hlutinn. Hann situr uppi með tjónið jafnvel þó að hann hafi ekki vitað af því að um þýfi hafi verið að ræða,“ segir Geir Jón. Getur fengið dóm Geir Jón seg- ir alveg ljóst að of mikið sé um að þýfi gangi kaupum og sölum. Menn væru ekki að stela þessum hlutum í svona miklu magni nema hægt væri að koma þeim í verð. Fólk virðist freistast til þess að kaupa hluti sem ætla megi að séu þýfi, einfaldlega vegna þess að verðið er lygi- lega gott. „Ef lögreglan getur sannað að viðkomandi hefði mátt vita að um þýfi hafi verið að ræða, þá getur kaupandinn fengið dóm fyrir það. Það kallast hlutdeild að málinu,“ segir hann. Geir hvetur fólk til að láta lögregluna vita ef það grunar að þýfi sé til sölu, á netinu eða annars staðar. n Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 4 árum. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Úr hegningarlögum: VARAÐU ÞIG Á OF GÓÐUM TILBOÐUM Ef seljandi notaðra raftækja þekkir ekki aldur tækisins, á enga bæklinga eða snúr- ur sem eiga að fylgja með eða selur það á lygilega góðu verði eru allar líkur á því að um þýfi sé að ræða. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn bendir á að kaupendur þýfis geti sjálfir fengið dóm. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Söluverð á þýfi er oft í hróplegu ósamræmi við raunveru- legt verðgildi hluta. Þýfi í vörslu lögreglunnar Lögreglan hvetur fólk til að láta vita ef grunur leikur á að þýfi sé til sölu á netinu eða annars staðar. Sá sem kaupir stolnar vörur getur setið í súpunni. MYND SIGTRYGGUR ARI Geir Jón Þórisson „Til dæmis má nefna að ef nýlegt GPS-tæki eins og eru í sumum bílum, sem kosta um 80 til 100 þúsund út úr búð, eru boðin á 15, 20 eða 30 þúsund, án festinga, þá getur fólk nánast sagt sér það sjálft að um þýfi sé að ræða.“ LEIÐRÉTTING Frétt DV á miðvikudag um laun varaborgarfulltrúa hefur vakið athygli, sérstaklega þáttur Mar- grétar Sverrisdóttur. Í fréttinni sagði ranglega að hún væri með tæpar 300 þúsund krónur en þar sem hún er aðeins í einni fastanefnd hjá borginni lækka launin um 25 prósent og eru því 212 þúsund á mánuði. Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir hana harðlega fyrir slaka fundarsókn í fyrirspurn hjá borginni, rúmlega fimmtíu prósent í fastanefnd og fyrir að mæta ekki á fundi í hverfisráði Úlfarsfells síðan í apríl. Sjálf bendir Margrét á að hún mæti oft á borgarstjórnarfundi þó hún eigi þar ekki seturétt. n Þekkir seljandinn aldur hlutarins og sögu? n Fylgja bæklingar með? n Á seljandinn kvittun eða ábyrgð- arskírteini? n Fylgja festingar og snúrur? n Lítur seljandinn grunsamlega út? n Er verðið lygilega gott? n Er hluturinn merktur einhverju fyrirtæki? Ertu að kaupa þýfi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.