Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 27
HELGARBLAÐ 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 27 HÁTT Í HUNDRAÐ FARNIR Þóra Tómasdóttir vildi ekki tjá sig um uppsögn sína þegar blaðamaður DV hafði samband við hana en hún hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á Facebook-síðu sinni. „Meira bullið í Páli Magnússyni að nú sé ekki hægt að kaupa íslenskar kvikmynd- ir. Það er ekki ofurverðið á þeim sem hefur dregið þessa stofnun í tækni- legt gjaldþrot. Og nú er kominn tími á nýjan útvarpsstjóra,“ segir Þóra sem tilheyrir hópi íslenskra kvikmynda- gerðarmanna. Í nýlegu samtali við DV.is segir Þóra, sem annast hefur dagskrárgerð í Kastljósinu, uppsögnina ekki hafa komið á óvart. Aðspurð hvað taki við hjá henni segist hún vera að hugsa um að flytja til Noregs. „Ég er að velta því fyrir mér að flytja til Noregs. Er að skipuleggja það, það tekur smátíma, en ég get vonandi farið þangað sem fyrst,“ sagði Þóra en hún vildi þó lít- ið annað gefa upp um framtíðarplön sín. Þóra segir að það hafi lengi legið fyrir að Kastljósþátturinn yrði skor- inn niður. Hún segir það liggja fyrir að fréttum af daglegu lífi fólks verði fækkað en Þóra hefur lagt áherslu á slíkar fréttir. „Miðað við ástandið í samfélag- inu þá er á einhvern hátt auðveldara að rökstyðja það að „fréttaoríenterað“ fólk haldi áfram starfi sínu,“ sagði Þóra í samtali við DV.is. Hún sagði sorglegt til þess að vita að minni áhersla yrði lögð á mannlegar fréttir. „Það á að leggja starfið niður,“ segir Katrín Brynja Hermannsdóttir þula en þulurnar sem hafa fylgt RÚV frá því að sjónvarpsútsendingar hófust heyra nú sögunni til. Katrín ber barn undir belti en það gera einnig tvær starfssystur hennar, þær Anna Rún Frímannsdóttir og Matthildur Magn- úsdóttir. „Þegar það eru hópupp- sagnir þá skiptir ekki máli hvort kon- ur eru óléttar eða ekki,“ segir Katrín. Katrín hefur starfað sem þula í ein níu ár og segist munu sakna þess mikið. „Ég átti níu ára starfsafmæli núna í janúar. Þetta er frábært starf og ég á eftir að sakna þess ofboðslega mikið. Þetta er frábær vinnustaður og maður hlakkaði alltaf til þess að koma í vinnuna.“ Þulustarfið hefur oft verið deilu- efni en mörgum þykir það tíma- skekkja á meðan öðrum þykir vænt um þulurnar og vilja alls ekki missa þær af skjánum. „Það eru voðalega misjafnar skoðanir á þessu. Maður hefur heyrt bæði sjónarmið í mörg- um fjölskylduboðunum til dæm- is,“ segir Brynja en hún segir upp- sögnina ekki hafa komið sér í opna skjöldu. „Þetta hefur alltaf verið rætt við og við. Að leggja starfið niður. Svo þegar maður heyrir að uppsagnir séu á annað borð þá setur maður sig í stellingar.“ Þrátt fyrir að hafa verið við öllu búin hafi henni engu að síð- ur brugðið þegar uppsögnin barst. Katrín er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku og hefur sterkar skoðanir á þeim uppsögn- um og hagræðingu sem fréttastofa RÚV hefur orðið fyrir. „Ég hef veru- legar áhyggjur af því að það sé ver- ið að segja upp svona mörgu reyndu fréttafólki. Ég verð bara pirruð þeg- ar ég hugsa til þess. Það hefur sýnt sig, sérstaklega undanfarið, hversu miklu máli það skiptir að það sé al- mennilegt fólk sem sinnir þessu starfi. Ég er ekki að segja að fólk á aldrinum 25 til 40 ára geti ekki sinnt því starfi en fréttamenn eiga að end- urspegla alla aldurshópa en ekki bara einn.“ Þulustarfið heyrir sögunni til: Þrjár þulur óléttar „Þetta kom ekki mjög flatt upp á mig,“ segir Kastljósskonan Elsa María Jak- obsdóttir um uppsögn hennar á RÚV. „Andrúmsloftið hefur verið erf- itt, enda búið að skera niður áður en að þessum aðgerðum kom og mað- ur þóttist nú vita að niðurskurðurinn yrði meiri,“ segir hún en viðurkennir að fjöldi uppsagnanna hafi komið sér á óvart. „Já, hann gerði það. Það kom mér svolítið á óvart hvernig staðið var að þessu.“ Elsa segist vel skilja að RÚV hafi þurft að skera niður. Hún er þó ekki fullkomlega sátt við hvar hnífurinn féll. „Auðvitað þarf að skera niður alls staðar, það skil ég vel. Mér finnst samt að það hefði mátt standa að þessu með öðrum hætti. Mér finnst til dæmis athyglisvert að það hafi enginn millistjórnandi verið látinn fara. Þetta er þriðji niðurskurðurinn á stuttum tíma og alltaf er það fólkið á gólfinu, fólkið sem hleypur, sem er látið fara en enginn þar fyrir ofan,“ segir hún. Skipulagið segir hún eitthvað sem megi hagræða betur. „Það er engin hagræðing í skipuritinu, þessu skipu- riti sem hefur bólgnað út í þessu ohf. sem hefur ekki gefist mjög vel. Það er margt sem þarf að endurskoða þarna.“ Elsa María hefur starfað á RÚV frá árinu 2004. Hún byrjaði sem skrifta í Spaugstofunni og síðar í Kastljósinu. Hún hefur undanfarin ár verið dag- skrárgerðarkona í Kastljósinu og tón- listarstjóri þar. Ásamt því hefur hún starfað við ýmislegt í Sjónvarpinu, bæði fyrir framan og aftan myndavél- ina. Þrátt fyrir uppsögnina ber hún RÚV sem fyrirtæki vel söguna. „Vissu- lega fann maður fyrir því síðastliðið ár að það lægi eitthvað í loftinu. Það hef- ur samt verið alveg ótrúlega gaman að vinna þarna og verið frábær reynsla. Ég hef átt stórkostlegt samstarfsfólk og það var frábært að kynnast öllu þessu fólki,“ segir Elsa sem ætlar að nýta þessi tímamót til að taka upp gamlan þráð. „Heyrðu, ég er komin í nám í há- skólanum,“ svarar hún glaðbeitt um næsta skref í lífi sínu. „Ég er að fara að klára BA-prófið í félagsfræði. Það er eitthvað sem ég lagði til hliðar 2005 og ætla að taka upp þráðinn í núna,“ segir Elsa María Jakobsdóttir. Elsa María Jakobsdóttir, Kastljósi: Margt sem þarf að endurskoða Karl Eskil Pálsson er öllum hlust- endum RÚV að góðu kunnur. Hann hefur verið rödd Akureyrar í mörg ár, enda hefur Karl starfað sem fréttamaður hjá RÚV í heil nítján ár og mánuð til viðbótar. Hann fékk, eins og svo margir aðr- ir, uppsagnarbréf frá RÚV og lýk- ur brátt farsælu samstarfi við sinn miðil. „Já, það er alltaf þannig hjá öllum, held ég, sem fá uppsagnar- bréf,“ svarar hann aðspurður hvort uppsögnin hafi komið flatt upp á hann. „Uppsögn kemur alltaf við mann. Það er bara eðlilegt. Það á enginn von á uppsögn, svona al- mennt séð, hvað þá þegar maður er með flekklausan starfsferil.“ Þótt fjöldi uppsagnanna hjá RÚV kæmi mörgum á óvart kom hann Karli ekkert sérstaklega á óvart. „Það var búið að boða að það yrðu fjöldauppsagnir. Maður vonaði auðvitað að svo yrði ekki en maður gat samt alveg eins bú- ist við því,“ segir Karl. Aðspurður hvað honum finnist um hversu mikið niðurskurðinn bitnaði á fólkinu segir Karl: „Ég veit ekki hve launakostnaðurinn er mikill hjá stofnuninni en launa- kostnaður er yfirleitt stór hluti af kostnaði fyrirtækja. Það gerist oft hjá fyrirtækjum sem eru í vanda að skorið sé niður í launakostnaði. En það er nú líka verið að skera niður á fjölmörgum öðrum svið- um.“ Karl segist hafa ákveðnar skoð- anir um RÚV og það sem mætti betur fara. Hann vildi þó ekk- ert segja um þær að svo stöddu. Hann er sallarólegur yfir sínum málum þrátt fyrir uppsögnina. „Ég er nú bara að ná áttum, eins og staðan er. Samt er ég nú alveg pollrólegur. Í því sem maður hefur lesið sér til um svona stöðu þá gildir það eitt að halda ró sinni. Þetta eru nú ekki endalokin,“ segir Karl Eskil yfirvegaður. Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á Akureyri: „Þetta eru ekki endalokin“ Þóra Tómasdóttir, Kastljósi: Vill nýjan útvarpsstjóra Sjónvarpshúsið í Efstaleiti Niðurskurður- inn hefur ekki hvað síst bitnað á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.