Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 15 Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, og fjölskylda hans, hefðu þurft að telja helming 65 milljóna króna arðgreiðslu árið 2008 sem laun miðað við skattaregl- ur sem tóku gildi um nýliðin ára- mót. Í stað 10 prósenta fjármagns- tekjuskatts af milljónunum 65 hefði Ásbjörn og fjölskylda orðið að telja 32,5 milljónir króna fram sem laun og greiða af þeim tekjuskatt og út- svar, sem Snæfellsbær varð af. Á þeim tíma var Ásbjörn forseti bæj- arstjórnar Snæfellsbæjar. Þess má geta að Nesver ehf., fjöl- skyldufyrirtæki Ásbjörns, skuld- aði á annan milljarð króna og eig- ið fé félagsins var neikvætt um 156 milljónir króna árið 2008. Á sama tíma og fjölskyldan greiddi sér 65 milljóna króna arð og þær skatt- lagðar sem 10 prósenta fjármagns- tekjuskattur varð ríkið og Snæfells- bær af tekjuskatti og útsvari vegna neikvæðrar stöðu Nesvers. DV hefur ekki heimildir um það hversu háar tekjur Ásbjörn reikn- aði sér í fyrirtækinu, en þær geta ekki farið niður fyrir tiltekið lág- mark samkvæmt lögum. Þannig voru takmörk fyrir því hversu hátt hlutfall tekna sinna Ásbjörn gat lát- ið skattleggja sem fjármagnstekjur. Ásbjörn sagði sig frá ábyrgðar- stöðum í Nesveri ehf. þegar hann var kjörinn á þing síðastliðið vor. Brot gegn lögum um einkahlutafélög Endurskoðendur, sem DV hefur ráð- fært sig við, segja ótvírætt að ólöglegt hafi verið að taka arð úr Nesveri eins og Ásbjörn gerði árið 2007 vegna ársins á undan. Þá var eigið fé Nes- vers ehf. neikvætt um 213 milljónir króna. Ásbjörn hefur nú endurgreitt þær 20 milljónir króna sem hann og fjölskylda hans tóku sér árið 2007 úr fyrirtækinu sem árið 2006 átti ekki fyrir skuldum. Eins og fram hefur komið við- urkennir Ásbjörn að hafa með arð- greiðslunni 2007 brotið lög en það hafi hann ekki gert viljandi eða vís- vitandi. Möguleg brot hans gegn lögum um einkahlutafélög eru nú til rannsóknar hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. Við blasir, eftir að Ásbjörn skil- aði 20 milljóna króna arðgreiðsl- unni og viðurkenndi brot sitt, að fjárhæðin verður skattlögð sem tekjur samkvæmt lögum um tekju- skatt.Í 11. grein laganna stendur orðrétt: „Úthlutun verðmæta til hluthafa eða hlutareiganda sem jafnframt er starfsmaður félags, eða tengds félags, telst vera laun ef hún er óheimil samkvæmt lög- um um hlutafélög eða lögum um einkahlutafélög. Ef úthlutun til annarra en starfsmanna er óheim- il samkvæmt lögum um hlutafé- lög eða lögum um einkahlutafélög skal skattleggja úthlutunina sem tekjur.“ Þannig verður upphæðin skatt- lögð sem tekjur hvernig sem allt veltur. Á umræddum tíma var tekjuskattur og útsvar um 37 pró- sent. Því má ætla að Ásbjörn og fjölskylda hans verði nú að greiða 7,4 milljónir króna í tekjuskatt og útsvar til Snæfellsbæjar. Þessi upp- hæð getur orðið lægri, svo sem vegna ýmissa frádráttarliða. Endurskoðendur, sem DV hef- ur ráðfært sig við, segja augljóst að arður sem tekinn er með ólögmæt- um hætti úr einkahlutafélagi geri neikvæða eiginfjárstöðu enn nei- kvæðari. Þegar skuldir eru orðnar langt umfram eignir hljóti það að snerta hagsmuni lánadrottna. Hafi arður verið tekinn með ólögmæt- um hætti og lagður á hann tekju- skattur koma einnig til álita regl- ur um staðgreiðslu tekjuskatts og möguleg brot gegn slíkum reglum. Óskýr kvótaeign Í ársskýrslu Nesvers frá árinu 2008 eru óskýrðar svonefndar ósundur- liðaðar aflaheimildir fyrir um 240 milljónir króna. Þetta er kvóti sem ekki er tilgreindur í neinum fisk- tegundum, svo sem ráð má gera fyrir, og flokkast sem óefnisleg eign félagsins. Lausleg athugun á aflahlut- deild Nesvers varpar engu ljósi á það hvers vegna ósundurliðað- ar aflaheimildir fyrir 240 milljónir króna eru færðar sem eign félags- ins enda aðeins heimilt að eign- færa kvóta sem hefur verið keyptur. Að meðtöldum 240 milljónunum var kvótaeign Nesvers metin á um 940 milljónir króna árið 2008. Vert er að taka fram að kvóti er færð- ur sem óefnisleg eign rétt eins og viðskiptavild. Kvóti, eða fiskveiði- heimildir, eru hins vegar ófyrnan- legar og ekki hægt að afskrifa. Líklegt má telja að þetta skýrist við frekari rannsókn þar sem rakin yrði saga kaupa og sölu Nesvers á kvóta frá öðrum útgerðarfélögum á undanförnum árum sem og á milli stóra og litla kvótakerfisins sem svo eru nefnd. Traust og trúverðugleiki Þó svo að Ásbjörn Óttarsson hafi nú viðurkennt óviljandi brot gegn lögum um hlutafélög er óútkljáð hvort hann og fjölskylda hans hafi enn fremur brotið lög um tekju- skatt. Slíkt verður rannsókn að leiða í ljós. Staða Ásbjörns á Alþingi hef- ur veikst eins og sannaðist fyr- ir helgi þegar hann sagði sig úr níu manna þingmannanefnd sem leggja á fram tillögur um hvað gert skuli með niðurstöður rannsókn- arnefndar Alþingis þegar þar að kemur. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst fullum stuðningi við Ás- björn og sagði meðal annars í Kast- ljósþætti síðastliðinn miðvikudag, að hann hefði gert mjög vel grein fyrir málinu. „Hann hefur gert það sem hann gat til þess að leiðrétta þessi mistök ... Og meira finnst mér í sjálfu sér ekki um málið að segja, annað en að hann hafi mjög vel gert hreint fyrir sínum dyrum.“ Bjarni var einnig spurður um það hvort hann teldi eðlilegt að Ás- björn héldi sæti sínu í áðurgreindri þingmannanefnd. „Hann hefur fullt traust frá mér til að sitja áfram í þeirri nefnd, nefnd sem á að fjalla um rannsóknarskýrsluna um að- draganda hrunsins. Þetta mál er svo afmarkað, tengist hans einka- hlutafélagi: hann er búinn að gera grein fyrir því hvernig í pottinn var búið og ég sé enga ástæðu til þess að vandtreysta Ásbirni til þess að sitja í nefndinni,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismaðurinn Albert Guðmundsson var iðnaðarráð- herra í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar snemmvetrar 1987 þegar upp komst að Albert hafði ekki talið fram greiðslur til sín frá Hafskipi hf. fram til skatts. Þor- steinn Pálsson var þá fjármála- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins. Ólíkt Bjarna þá tók Þorsteinn afstöðu gegn þingmanni sínum og ráðherra, sem endaði með því að Albert sagði af sér ráðherraemb- ætti. Albert klauf sig síðan frá Sjálf- stæðisflokknum, stofnaði Borg- araflokkinn sama ár og kom sjö mönnum á þing. n „Mat mitt á því, að þetta er alvarlegt mál, byggist að stærstum hluta á því, að Albert var fjármálaráðherra á þeim tíma er hann tók við greiðslunum,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, á blaðamannafundi síðdegis í gær. Þar staðfesti hann blaðafréttir þess efnis, að tvær greiðslur, sem Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, fékk frá Hafskip 1984 og 1985, að upphæð 117 þúsund krónur og 130 þúsund krónur, hefðu ekki verið taldar fram til skatts. Albert Guðmundsson, sem í gær sat fund iðnaðarráðherra Norðurlanda í Kaupmanna- höfn, sagði í samtali við Morgunblaðlð, að hann hefði ekki haft afskipti af rekstri Heildverzlunar Alberts Guðmundssonar í 13-14 ár, en ástæðan fyrir því, að þessar greiðslur hefðu ekki komið fram í bókhaldi heildverzlunarinnar væri sú, að ekki hefði tekizt að fá fylgiskjöl frá Hafskip með þessum greiðslum, þrátt fyrir tilraunir til þess.“ (Morgunblaðið 20. mars árið 1987) Morgunblaðið gerir málið síðan upp í löngu máli 5. apríl 1987 og hefur eftirfarandi eftir frammámanni í Sjálfstæðisflokknum: n „Mistök þau sem Albert verða þarna á, eru auðvitað ekki stórkostlega saknæm, en þau eru alvarlega ámælisverð. Þessu gera forystumenn Sjálfstæðisflokksins sér strax grein fyrir og telja að ekki verði komist hjá því að Albert víki úr ríkisstjórn, þar sem hann hafi látið renna í eigin vasa afsláttargreiðslur, sem að líkindum hafi átt að renna til annarra, auk þess sem þær voru ekki taldar fram til skatts.“ Þegar Albert sagði af sér Fyrrverandi formaður flokksins Þorsteinn Pálsson, sem var formaður Sjálf- stæðisflokksins 1987, studdi ekki Albert Guðmundsson, þingmann sinn og ráðherra, þegar upp komst um skattalagabrot hans. Arðtaka Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr fjölskyldufyrirtæki hans árið 2007 verður skattlögð sem tekjur. Verði hann sekur fundinn um ólöglega arðtöku úr Nesveri, fjölskyldufyr- irtæki sínu, er líklegt að einnig sé um að ræða skattalagabrot. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir stuðningi við Ásbjörn sem sagði sig þó úr hrunnefnd Alþingis í gær. ÁSBJÖRN STEYTIR Á SKERI JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Því má ætla að Ásbjörn og fjöl- skylda hans verði nú að greiða 7,4 milljónir króna í tekjuskatt og út- svar til Snæfellsbæjar. Formaðurinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir fullum stuðningi við setu Ásbjörns í þingmannanefnd um rannsóknarnið- urstöður bankahrunsins. Athafnamaðurinn Albert Guð- mundsson varð að segja af sér vegna skattalagabrota enda var það skoðun formanns flokksins að hann ætti að gera það. Athafnamaðurinn Ásbjörn kann einnig að hafa brotið skattalög verði hann sekur fundinn um að hafa brotið gegn lögum um arðgreiðslu úr einkahlutafélagi fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.