Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 44
Alexander Petersson
„Hrikalega kynþokkafullur og hreinlega geislavirkur af
sjarma. Hefur þetta strákslega útlit, hlédrægur og feiminn
en samt svo mikill nagli á vellinum.“
„Sjóðheitur og með dass af „vonda stráknum“ útliti sem er
stundum svo ómótstæðilegt.“
„Fáránlega hot!“
„Svakalega mikill töffari.“
„Myndarlegur, sýnilega óeigingjarn og flott hvað hann er í
góðu jafnvægi - flottur karlmaður.“
„Sjúklega myndarlegur, rugl góður handboltamaður,
meiriháttar að horfa á hann í leik. Mætti samt alveg syngja
með þegar íslenski þjóðsöngurinn er spilaður.“
„Með flotta skeggrót og fríður í andliti. Mjög flottur
kroppur.“
„Hefur eitthvað mikið við sig, sætur og góðlegur ásamt því
að vera karlmannlegur og sexí.“
„Dökkur og dularfullur! Virðist vera hógværðin uppmáluð
og það er kynþokkafullt.“
„Fjallmyndarlegur! Ég er frekar fyrir þá dökkhærða og skeg-
grótin hans skemmir svo sannarlega ekki fyrir. Flottur inni á
vellinum, alltaf svolítið dularfullur sem ég kann að meta.“
„Efstur á lista hjá mér! Algjör ofurkroppur, laus við allt
yfirlæti og virðist vera heill í gegn.“
„Gæðin geisla af þeim manni um langan veg. Hann er glæsi-
legur á allan hátt og virðist þar fyrir utan vera draumaeigin-
maður. Það er ekkert tilgerðarlegt við hann. Fullkominn.“
„Svo einbeittur á EM, finnst það bara hot!“
„Það er eitthvað einstaklega sjarmerandi við þennan
hávaxna, dökkahærða mann. Þokkinn skín sérstaklega úr
augum hans.“
„Flottur handboltafoli, fallega stórskorinn í andliti, dökkur
og svolítið suðrænn. Gæti leikið kynþokkafullan lækni í
Grey’s sem allar kikna í hnjánum í kringum. Góðlegur og
sexí, sem er sjaldgæf blanda.“
„Dulúðlegur, seiðandi og út úr kortinu myndarlegur!“
„Fáránlega myndarlegur og sjúklega getnaðarlegur.“
„Flottur, algjör töffari.“
„Hefur margt sem töfrar mann upp úr skónum. Sérdeilis
formfagur maður með augnaráð sem er seiðandi og
ógleymanlega fagurt.“
1. sæti
44 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 HELGARBLAÐ
Helgarblað DV leitaði til hóps föngulegra kvenna í leitinni að kynþokkafyllsta handboltamanni landsins. Horna-
mennirnir Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson bera af að mati álitsgjafa en félagarnir háðu einvígi
um fyrsta sætið. Guðjón Valur þykir minna á norrænan handboltavíking og er að mati álitsgjafa sá maður sem
konur vilja helst eignast börn með. Hinn hlédrægi Alexander Petersson sigraði að lokum en yfir 70% álitsgjafa
blaðsins völdu Alexander í fyrsta sæti. Alexander þykir í senn karlmannlegur og strákslegur með seiðandi augna-
ráð og flottan kropp. Aðrir heitir eru meðal annars hinn yfirvegaði Ólafur Stefánsson, hinn villti Björgvin Páll og
bangsinn Róbert Gunnarsson.
HORNAMENNIRNIR ERU HEITASTIR
Björgvin Páll Gústavsson
„Óheflaður og grófur.
Eitthvað mjög sexí við hann
þarna í markinu. Það væri
gaman að fá að temja hann
aðeins.“
„Þessi með síða hárið er
svolítið sexí.“
„Alveg með þetta. Traustur
sem klettur í markinu. Unun
að fylgjast með þessum
tignarlega manni verja hvert
skotið á fætur öðru.“
„Töffari sem minnir helst á
Kurt Cobain. Þeir eru alveg
skuggalega líkir. Hann
virkar aðeins villtari en
Guðjón Valur og þær eru
margar meyjarnar sem falla
fyrir þeirri týpu eða „óþekka
stráknum“.“
„Alveg að skora stig hjá
okkur vinkonunum. Mjög
sætur, flottur strákur. Kemur
sterkur inn þegar hann er
ekki sveittur með hárbandið
sitt í markinu.“
Logi Geirsson
„Það er eitthvað við Loga, ætli
það sé ekki þetta óbilandi
sjálfstraust sem gerir hann
kynþokkafullan þrátt fyrir
hræðilegt hárið.“
„Brosið. Alltaf svo stutt í það.“
„Hvolpakrútt.“
„Geislandi. Með einstaklega
fallegt bros. Held hann sé
hrikalega skemmtilegur og
fyndinn.“
4. sæti 5-6. sæti
Ólafur Stefánsson
„Lumar á földum kynþokka sem glittir stundum svo skemmtilega í.“
„Virkar mjög jákvæður og krúttlegur, en kannski ekki sexí.“
„Flottur maður sem verður bara flottari með aldrinum.“
„Yfirvegaður, eitthvað spennandi við hann. Mjög fylginn sér - sem er
ekkert nema kynþokkafullt!“
„Fallegur maður og laus við alla tilgerð.“
„Einn af mínum uppáhalds, er með forganginn á hreinu, það eitt gerir
hann áhugaverðan og þokkafullan. Svo er hann einfaldlega glæsilegur
íslenskur karlmaður!“
„Yfirvegaður, traustur og mjög sexí.“
3. sæti