Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Side 29
HELGARBLAÐ 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 29 Þetta snýst ekki bara um bætur. Þetta snýst um réttlæti gagnvart dóttur minni sem lét lífið og gagnvart okkur í fjöl-skyldunni,“ segir Guðbrandur Kr. Har- aldsson sem missti dóttur sína í aurflóði á Patreksfirði fyrir 27 árum. Frá þeim degi hefur Guðbrandur barist fyrir rétti sínum og fjölskyld- unnar í héraðsdómi, Hæstarétti og fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópu en án árangurs. Það er mat Guðbrands auk margra sérfræðinga sem til málsins þekkja að nýgerður varnargarður ofan við Patreksfjarðarbæ hafi stýrt flóðinu af mikl- um krafti á hús Guðbrands og fjölskyldu með þessum skelfilegu afleiðingum. Guðbrandur segir kerfið hafa brugðist sér og fjölskyldu sinni í einu og öllu eftir þetta mikla áfall. Hann og eiginkona hans, Vigdís Helga- dóttir, hafi ekki fengið nokkra áfallahjálp frá ríkinu eða kirkjunni eftir atburðinn aðra en í pilluformi. Þeim var engin aðstoð veitt og eng- ar athugasemdir gerðar við það að fjölskyldan gerði upp og flutti aftur inn í húsið sem þekkist ekki að sé gert. Til að auka enn á harm fjölskyld- unnar misstu þau hjón aðra dóttur árið 1986. Guðbrandur sneri sér að brennivíni til þess að lina þjáningar sínar en honum tókst að sigrast á Bakkusi á endanum og hefur nú verið edrú í 20 ár. Fyrir fjórum árum greindist Guðbrandur svo með krabbamein en hann lét það ekki stöðva sig og hefur ekki gefið upp von um að réttlætið nái fram að ganga. „Ef maður gefur upp vonina og hættir að berjast á maður ekkert eftir.“ ÞUNGT HÖGG OG DAUÐAÞÖGN „Allt í einu kom bara þungt högg og svo lengi á eftir var dauðaþögn,“ segir Guðbrandur um stundina þegar krapa- og aurflóðið dundi á húsi fjölskyldunnar fyrir nákvæmlega 27 árum, 22. janúar 1983. Atvikið átti sér stað um fjögurleyt- ið seinnipartinn þann dag en Guðbrandur var heima ásamt eiginkonu sinni Vigdísi, dóttur og syni. Yngri sonur þeirra hjóna var ekki heima. „Þetta var ekki ósvipað og jarðskjálfti skömmu áður og svo stóð maður bara í miðj- unni á þessu.“ Hús fjölskyldunnar var á tveimur hæðum og sneri eldhúsið á efri hæðinni út að gilinu sem flóðið féll úr. „Mestur þungi flóðsins kom inn um eldhúsgluggann en þar sátu börnin og voru að fá sér síðdegiskaffi. Þau sátu bara þar að spjalla systkinin,“ en dóttir Guðbrands var þá sex ára og sonur hans tólf ára. Sjálfur var Guðbrandur inni í stofu og Vig- dís á neðri hæð hússins þegar flóðið skall á því. „Allt í einu var maður bara kominn í aðstæður sem maður hvorki þekkir né skilur.“ Þegar Guð- brandur hafði áttað sig á því hvað hefði gerst var hans fyrsta hugsun hvar börnin væru stödd í húsinu. „Þá gerði ég mér ekki grein fyrir því að þau hefðu verið frammi í eldhúsi og þegar ég fór að rifja upp hvar þau hefðu verið bara blokker- aðist allt.“ Mesti snjórinn og krapinn var eins og áður sagði í eldhúsinu en flóðinu fylgdi einnig gríð- arlega mikið magn af vatni og drullu sem leit- aði beint inn í stofu og þaðan niður á neðri hæð- ina. „Ég byrjaði á því að hjálpa konunni út um glugga og fór svo að leita að börnunum niðri því mig minnti að strákurinn hefði verið niðri í her- bergi og stelpan á stigapallinum.“ MINNINGARNAR ENN JAFNSÁRAR Nágranni Guðbrands kom fljótt á staðinn og hjálpaði honum að leita að börnunum við skelfilegar aðstæður. „Við þurftum að vaða vatn og drullu upp í klof í myrkrinu. Síðan fór fólk fljótt að drífa að til að hjálpa við leitina þegar við fundum ekki krakkana þarna niðri í myrkrinu og bleytunni,“ segir Guðbrandur og hljóðnar skyndilega því minningarnar frá þessum mikla harmi eru enn jafnsárar þótt 27 ár séu liðin. Eftir skamma stund heldur Guðbrandur áfram og segir: „Þá voru menn byrjaðir að grafa í eldhúsinu þar sem mesti snjórinn var,“ en fljótt kom í ljós að þar hefðu börnin verið þegar flóð- ið féll. „Blautur snjórinn var búinn að þjappast mikið og svo blandaðist við það innréttingin og allt annað sem var í maski þarna inni.“ Minningar Guðbrands frá þessari stundu er nokkuð óljósar en hann segist ekki muna hvort það var dóttir hans eða sonur sem fannst á und- an. „Mig minnir að það hafi verið stelpan en það var strax farið með hana upp á heilsugæslu.“ Þar voru gerðar endurlífgunartilraunir en án árang- urs. „Hún hafði verið algjörlega óvarin þarna í snjónum og krapanum en drengurinn kýldist undir innréttinguna og eldhúsborðið sem skýldi honum frá því versta. Því slapp hann lifandi sem betur fer.“ ENGIN SÁLGÆSLA Dagarnir á eftir voru í mikilli móðu og sorg hjá Guðbrandi og fjölskyldu. „Það var engin sál- gæsla að neinu leyti. Presturinn var örugglega störfum hlaðinn og kom ekki upp á spítala fyrr en seint um kvöldið. Við þurftum svo að segja drengjunum hvað hefði komið fyrir systur þeirra.“ Guðbrandur segir að eina hjálpin sem hann og kona hans hafi fengið hafi verið í pillu- formi. „Það var dælt í okkur pillum. Það var eina hækjan sem við fengum þarna fyrir vestan.“ Eitt skiptið þegar Guðbrandur og Vigdís fóru svo til læknis að „endurnýja huggunina“ eins og hann orðar það var þeim sagt að þetta væri hættuleg braut og ráðlagt að fara varlega. „Þannig að við sögðum skilið við pillurnar.“ En fljótlega fór Guðbrandur að misnota brennivín til þess að deyfa tilfinningar sínar. „Fyrst voru það helgarnar eins og gengur og gerist en svo fór þetta að ágerast. Maður vann líka mikið sem var ágætis flóttaleið en alltaf bættist við í brenni- víninu. Svo árið 1990 var ég bara kominn tilfinn- ingalega í þrot og leitaði mér hjálpar. Þá fór ég inn á Vog.“ Það var fyrst þá sem Guðbrandur fór að vinna úr þessum mikla harmi. „Þá sá maður stöðuna og hvert stefndi. Þá fór ég í raun fyrst að vinna í og úr mínum tilfinningum. Ég er mjög þakklátur fyr- ir það og þátttaka mín í AA-samtökun- um hefur í raun leitt mig í gegnum þetta. Þetta eru bara mannræktarsamtök.“ ENGIN AFSKIPTI Guðbrandur og fjölskylda fengu tjónið á húsi sínu bætt úr tryggingum en þegar kom að því að taka ákvarðanir um framtíðina segir Guðbrand- ur hvorki sig né aðra í fjölskyldunni hafa verið í nokkru ástandi til þess. „Við ákváðum að gera húsið upp og það gerði enginn neinar athuga- semdir við það. Hvorki bærinn né félagsmálayf- irvöld gerðu nokkrar athugasemdir við það eða nokkuð annað sem snerti okkur. Afskiptaleysið var algjört.“ Guðbrandur segir það einsdæmi að fólk flytji aftur inn í hús sem á hefur fallið ofanflóð. Á stað þar sem fjölskyldan hafði upplifað jafn- hræðilega atburði enda kom það fljótt á daginn að fjölskyldan gat ekki búið í húsinu. Fljótlega kom í ljós að sonur Guðbrands, sem grófst und- ir í flóðinu, treysti sér ekki til að búa í húsinu. „Það má í raun segja um okkur öll. Við vorum bara andlega illa farin og í stöðugum ótta.“ Guð- brandur segir ekkert annað hafa verið í stöð- unni en að selja húsið og setja heilbrigði fjöl- skyldunnar í fyrsta sæti. „Við neyddumst til að selja húsið því hvorki bærinn né ríkið vildi kaupa húsið af okkur. Jafn- vel þótt fordæmi hafi verið fyrir því. Við vor- um bara skilin ein eftir og vorum ekki í neinu ástandi til að takast á við þessa hluti. Það barst eitt tilboð í húsið og við neyddumst til þess að selja það á minna en helming af kostnaðarvirði þess,“ en Guðbrandur og fjölskylda höfðu flutt Guðbrandur Kr. Haraldsson og fjölskylda lentu í ofanflóði á Patreksfirði árið 1983 þar sem dóttir hans lést. Breytingar á vegum bæjarins á gili fyrir ofan hús fjölskyldunnar ollu því að flóðið lenti á húsinu og hefur hann í 27 ár leitað réttar síns vegna þess. Guðbrandur og eiginkona hans misstu aðra dóttur þremur árum síðar en hann hefur einnig glímt við krabbamein og alkóhólisma. Guð- brandur sagði Ásgeiri Jónssyni frá raunum sínum og hvað lægi að baki ódrepandi baráttuvilja hans í leit að réttlæti. FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU ALLT Í EINU KOM BARA ÞUNGT HÖGG OG SVO LENGI Á EFTIR VAR DAUÐAÞÖGN. Klár í hvað sem er Guðbrandur ætlar ekki að gefast upp. MYND KARL PETERSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.