Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 37
SAKAMÁL 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 37 MORÐIÐ Á BLAÐBURÐARDRENGNUM Árið 1923 var Susan Newell hengd í Skotlandi. Fimmtíu ár voru þá liðin frá því að kona hafði verið tekin af lífi í landinu. Susan var sakfelld fyrir að hafa kyrkt blaðburðardreng sem neitaði að láta hana fá síðdegisblaðið án greiðslu fyrir. Við réttarhöldin bar Susan við geðveiki en tókst hvorki að sannfæra kvið- dómara né dómara, og varð síðasta konan sem tekin var af lífi í Skotlandi. Lesið um Susan Newell og morðið á blaðburðardrengnum í næsta helgarblaði DV. SKAPBRÁÐI STEPHANUS SWART Til að koma í veg fyrir að vitnað yrði gegn honum tók Stephanus Swart lögin í sínar hendur. Nágrannar hans í Charlestown í Suður-Afríku vissu um skapofsa hans og eftir árangurslausar samningaviðræður umkringdi lögregla býli hans. Swart sýndi engan bilbug og fjöldi lögreglumanna féll í valinn. En Swart átti eftir að koma fleirum fyrir kattarnef. Stephanus Swart hafði alla tíð hneigst til ofbeldis og hafði til margra ára sýnt einkenni geð- klofa og ofsóknarbrjálæðis. En fáir hefðu getað séð fyrir atburð- ina sem áttu sér stað í grennd við Charlestown í Suður-Afríku í byrj- un maí 1927. Þegar þar var komið sögu var Stephanus nýlega skilinn við eig- inkonu sína sem var þrjátíu árum eldri en hann og margir töldu að hann hefði kvænst til fjár. Swart var lítt menntaður maður en hafði þó lærst á sínum þrjátíu og sjö árum að réttlæti fyrirfyndist ekki í dómsölum. Þá niðurstöðu byggði hann meðal annars á máli sem hann hafði tapað nokkrum árum áður. Síðar hafði Swart fengið átj- án fangelsisdóma fyrir að ganga í skrokk á ættingja sínum. Swart var þess fullviss að dómurinn hefði byggt á persónulegri óvild dóm- arans og tók þá ákvörðun að fram- vegis myndi hann leysa sín vanda- mál sjálfur. Sakaður um kynferðisbrot Þegar Swart losnaði úr fangelsi snemma árs 1927 fór hann til Potter’s Hill til eiginkonu sinn- ar þrátt fyrir að þau væru skil- in að lögum. Skömmu síðar var hann ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur fyrrverandi eiginkonu sinnar og vitnaleiðslur áttu að hefjast 4. maí. Swart stóð frammi fyrir því að eiginkona hans fyrrverandi, stjúp- dóttir hans, frú Knight og Visser, ráðsmaðurinn á býlinu, myndu bera vitni gegn honum. Swart ákvað að leysa þetta vandamál á einfaldan og bein- skeyttan hátt og hótaði að drepa þau ef vitnisburður þeirra yrði honum í óhag. Visser hafði unn- ið nógu lengi á býlinu til að vita að Swart stæði við hótanirnar og sömu sögu var að segja um eigin- konu hans fyrrverandi og þau lof- uðu að þegja um brot hans gegn stjúpdótturinni. Swart fer á taugum Undir lok apríl 1927 var Swart sektaður um 10 skildinga fyrir að aka óskráðu farartæki og varð þetta litla atvik kornið sem fyllti mælinn og í bræði ók hann til næsta býlis og hóf skothríð á eig- anda þess, án nokkurrar sjáan- legrar ástæðu. Lögreglan gaf út handtöku- skipun á Swart en ekki voru öll kurl komin til grafar og Swart hóf að skipuleggja lokaatriðið. Hann byrjaði á því að boða lögfræð- ing sinn, Maasdorp, á sinn fund á Potter’s Hill og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum. Eftir að hafa ráðfært sig við lög- regluna fór Maasdorp við annan mann til Potter’s Hill 4. maí. Þang- að kominn neyddist Maasdorp til að hlusta á rausið í Swart langt fram á nótt og að lokum skipaði Swart honum að skrifa lokayfirlýs- ingu sína. Í henni hótaði Swart að skjóta niður óvini sína einn af öðr- um og fremja síðan sjálfsmorð. Eftir árangurslausar samninga- viðræður ákvað Ashman lögreglu- foringi að fátt væri til ráða ann- að en umkringja býlið og helst ná Swart á lífi. Swart kemst undan Tólf lögreglumenn undir forystu Ashman skiptu liði við Potter’s Hill, en áður en þeir réðust til at- lögu kom verkamaður af býlinu ríðandi og upplýsti Ashman um að Swart væri að vígbúast og hefði yfirgefið húsið og leyndist á ökr- unum. Sá fyrsti sem var skotinn var lögreglumaðurinn Feucht. Hann komst þó við illan leik til Ash- man og var honum komið í lækn- ishendur. Ashman var nú ljóst að líkur á því að Swart næðist á lífi voru engar og gaf út skipun um að Swart skyldi drepinn ef færi gæfist. Skömmu síðar skaut Swart tvo lögreglumenn til bana, en gerði sér þó grein fyrir því að hann yrði á endanum handtekinn. Áður en það yrði þurfti hann að ljúka nokkrum erindum. Swart ákvað að notfæra sér mistrið sem lá yfir engjunum til að komast undan og náði að skjóta enn einn lögreglu- mann til bana. Swart þurfti að komast til Charlestown og varð því að koma höndum yfir hest verkamannsins sem varaði lögregluna við. Hest- urinn var í vörslu Ashmans og annars lögreglumanns og skaut Swart þá báða til bana, hirti Web- ley-skammbyssu Ashmans og lagði af stað til Charlestown. Hreykti sér af morðunum Á leiðinni til Charlestown kom hann við á Swanpoel-býlinu og fékk sér kaffisopa. Hann lék á als oddi, hreykti sér af því að hafa myrt fimm manns og sagðist vera á leið til Charlestown til að drepa þrjár manneskjur í viðbót. Swanpoel hlustaði á frásögn Swarts og um leið og Swart yfirgaf býlið hraðaði hann sér til lögregl- unnar. Á leiðinni mætti Swanpoel mönnum sem afhentu honum orðsendingu frá Swart þar sem hann fullvissaði Swanpoel um að dagar hans væru einnig taldir. Skömmu áður hafði Swart myrt stjúpdóttur sína, frú Knight, og ráðsmann af nálægu býli. Þegar Swart kom til Charles- town fór hann rakleiðis þangað sem eiginkona hans fyrrverandi hélt til og skaut hana tvisvar, einu skoti í bringuna og öðru í ennið. Síðasta skotið Voðaverk Swarts voru nú á allra vörum í grennd við Charlestown og lögreglan og bændur á svæð- inu skipulögðu leitarhóp til að elta hann uppi og tókst það að lokum rétt hjá Swanpoel-býlinu. Einn úr hópnum skaut þremur skotum í röð að Swart sem fleygði sér niður á graslendi í vegarkant- inum. Örfáum andartökum síð- ar ómaði fjórði skothvellurinn. Steph anus Swart hafði efnt loforð sitt og skotið sjálfan sig í höfuðið með Webley-skammbyssu Ash- mans lögregluforingja. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is Swart ákvað að notfæra sér mistrið sem lá yfir engjunum til að kom- ast undan og náði að skjóta enn einn lög- reglumann til bana. Webley-skammbyssa Swart batt enda á eigið líf með Webley- skammbyssu lögregluforingjans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.