Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 13
hverja þúsundkalla með því að fara með dúkana heim sjálf og þvo þá,“ segir viðmælandi blaðsins. Akkeri í Sjálfstæðisflokknum Þarna kemur viðmælandi DV inn á mikilvægt atriði í persónusögu Guð- bjargar: Tengsl hennar við Sjálfstæð- isflokkinn. „Hún er akkeri ákveðins kjarna í Sjálfstæðisflokknum,“ seg- ir einn af viðmælendum blaðsins en þessi hópur manna er oft kenndur við heimastjórnararminn í flokknum, mennina í kringum Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú- verandi Morgunblaðsritstjóra. Þetta akkerishlutverk Guðbjarg- ar lýsir sér meðal annars í því að hún hefur í gegnum árin komið að mörg- um viðskiptum með þekktum sjálf- stæðismönnum og virðist eins og leit- að sé til hennar eftir stuðningi. Guðbjörg er, eins og áður seg- ir, stærsti hluthafi Morgunblaðsins eftir sölu blaðsins í fyrra og var það án nokkurs vafa meðal annars með hennar vilja og samþykki sem Dav- íð var ráðinn ritstjóri þess. Útgefandi Morgunblaðsins, Óskar Magnússon, hefur sömuleiðis lengi fylgt Guð- björgu, meðal annars þegar hún var stór hluthafi í Tryggingamiðstöðinni og náin tengsl Gunnlaugs Sævars og Davíðs hafa löngum verið kunn. Eftir kaup Guðbjargar og félaga á blaðinu hefur ritstjórnarstefna þess tekið mikla hægribeygju frá Evrópu- sambandinu og frá gagnrýni á kvóta- kerfið yfir í að vera andstætt aðild að sambandinu og fylgni við kvótakerfið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðbjörg kemur að kaupum á blaði þar sem þetta gerist í kjölfarið. Árið 2001 stofnuðu Óli Björn Kárason, Ág- úst Einarsson, bróðir Sigurðar heit- ins og mágur Guðbjargar, og Einar Sigurðsson, sonur Guðbjargar, félag um rekstur gamla DV. Blaðið undir stjórn Óla Björns varð að hörðu mál- gagni ákveðinna skoðana innan Sjálf- stæðisflokksins. Blaðið lifði hins veg- ar ekki lengi og varð gjaldþrota 2003. Eins mun Guðbjörg hafa lagt Við- skiptablaðinu til fjármuni á meðan Óli Björn ritstýrði því á sínum tíma. Baráttan um Tryggingamiðstöðina Guðbjörg hefur því tekið þátt í ýms- um þekktum gerningum í þjóð- og viðskiptalífinu en sem fyrr seg- ir er óvíst hversu mikil bein aðkoma hennar hefur verið í þessum tilfell- um. Leiðir Guðbjargar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar lágu til að mynda saman í valdabaráttu um Trygg- ingamiðstöðina árið 2002. Baráttan stóð á milli þeirra sem stóðu nærri Guðbjörgu annars vegar og Jóni Ás- geiri Jóhannessyni hins vegar. Agnes Bragadóttir fjallaði um þessa valda- baráttu í Morgunblaðinu 2003. Þessi barátta er svo aftur lýsandi fyrir þá pólaríseringu í íslensku sam- félagi sem átti sér stað á þessum árum - og gerir líklega enn - á milli Sjálfstæðisflokksins og Baugs; bar- áttu sem náði hámarki í fjölmiðla- málinu árið 2004. Til þess að ná yfirráðum í Trygg- ingamiðstöðinni þurfti Jón Ásgeir að komast yfir hlut fjárfestingabankans Straums í tryggingafélaginu. Kjart- an Gunnarsson, þáverandi varafor- maður bankaráðs Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, beitti sér fyrir því að Landsbank- inn keypti hlutinn af Straumi. Keypti Landsbankinn bréfin á 1.700 milljón- ir króna og seldi þau áfram til Guð- bjargar Matthíasdóttur. Í mars 2002 hætti Hreinn Loftsson, einn nánasti samstarfsmaður Jóns Ásgeirs í gegn- um tíðina og núverandi útgefandi DV, sem stjórnarformaður Trygg- ingamiðstöðvarinnar og tók Gunn- laugur Sævar, fjárhaldsmaður Guð- bjargar, við af honum. Í desember 2002 fóru Hreinn og Jón Ásgeir svo úr stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Fékk 15 milljarða Jón Ásgeir komst ekki yfir Trygginga- miðstöðina fyrr en nærri fimm árum síðar, eða í september 2007. Þá keypti FL Group, sem Jón Ásgeir stýrði, þriðjungshlut Guðbjargar Matthí- asdóttur í Tryggingamiðstöðinni og borgaði henni 18 milljarða króna fyr- ir. Ellefu milljarðar af kaupverðinu voru í reiðufé og sjö milljarðar voru í hlutabréfum í Glitni. Frá hruninu 2008 hefur nafn Guð- bjargar hvað helst ratað í fréttirn- ar vegna þessara viðskipta þar sem hluti af samkomulaginu við FL Group gekk út á að Glitnir sölutryggði helm- ing þeirra hlutabréfa í bankanum sem Guðbjörg fékk. Þetta þýddi að á tilteknum degi, einu ári eftir að við- skiptin áttu sér stað, gat Guðbjörg selt bankanum helminginn af nærri 3,5 prósenta eign sinni í bankanum á ákveðnu gengi. Svo vildi til að Guðbjörg hafði þennan sölurétt á bréfunum dagana fyrir yfirtöku ríkisins á Glitni en þann 26. september 2008 seldi hún 1,71 prósents hlut sinn í bankanum fyr- ir 4,1 milljarð króna. Að frádregnum arðgreiðslum og þóknun fékk Guð- björg um 3,5 milljarða króna í sinn hlut fyrir bréfin. Þremur dögum síð- ar tók íslenska ríkið yfir 75 prósenta hlut í bankanum og hluthafar hans töpuðu hlutafjáreign sinni. Þar tapaði Guðbjörg hinum helmingi hlutabréfa sinna í bankanum. Guðbjörg fékk því samtals um 15 milljarða króna fyrir hlutabréf sín í Tryggingamiðstöðinni. Því má segja að tilviljunin ein hafi ráðið því að Guðbjörg seldi bréfin svo skömmu fyrir hrun bankans og er þetta ástæðan fyrir því að Guðbjörg er ekki til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara út af málinu. Ísfélagið í erfiðleikum Þetta er eitt af þeim atriðum í hruninu sem komið hefur sér illa fyrir Guð- björgu. Og þó að fjárhagsleg staða hennar sé góð miðað við svo margra annarra hefur hún vissulega tekið á sig högg að öðru leyti líka. Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur þannig ekki farið varhluta af gengis- hruni íslensku krónunnar. Í byrjun mars 2009 sagði Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, upp framkvæmdastjór- anum Ægi Páli Friðbertssyni og fjár- reiðustjóranum Baldvini Johnsen. Var ástæða uppsagnarinnar sögð tap félagsins á afleiðusamningum við ís- lenska banka. Taldi stjórnin að Ægir Páll og Baldvin hefðu farið út fyrir heimildir sínar við gerð afleiðusamn- inga. Samkvæmt ársreikningi Ísfélags- ins fyrir árið 2008 nam tap félags- ins 6,3 milljörðum króna þrátt fyrir 2,2 milljarða króna rekstrarhagnað. Skýrist það aðallega af níu milljarða króna tapi vegna gengisbreytinga. Fé- lagið skuldar 15 milljarða króna í er- lendum gjaldmiðlum en einungis 300 milljónir í íslenskum krónum. Félagið á þó dágóðar eignir sem nema 16,4 milljörðum króna. 6,3 milljarða króna í aflaheimildum, einn milljarð í fasteignum, 3,5 milljarða króna í fiskiskipum,1.300 milljón- ir króna í vélum og framleiðslutækj- um auk 3,8 milljarða króna í veltu- fjármunum. Þrátt fyrir þessar eignir var eigið fé félagsins neikvætt um 2,7 milljarða í árslok 2008. Þó má segja að miðað við stöðu margra íslenskra fyrirtækja í dag sé staða Ísfélagsins - flaggskips Guð- bjargar - alls ekki slæm. Ef fyrirtæk- ið fengi 25 prósenta afskrift af er- lendum lánum, líkt og Íslandsbanki er sem dæmi að bjóða fyrirtækjum, færi eiginfjárhlutfallið í nærri 30 pró- sent. Ríkasta kona hrunsins Þegar litið er á þessa stöðu Guð- bjargar eftir hrunið, og þær fjár- festingar sem hún hefur ráðist í eftir það, sést að fáir fjárfestar í ís- lensku viðskiptalífi standa betur en hún um þessar mundir. Hugs- anlega má nefna menn eins og Jón Helga Guðmundsson í Krónunni sem einnig hefur staðið hremm- ingarnar vel af sér eftir atvikum en hann tapaði stórum hluta í Kaup- þingi í hruninu. Alveg ljóst er að Guðbjörg hlýt- ur að minnsta kosti að vera ríkasta kona landsins og sennilega einn ríkasti einstaklingurinn og má bú- ast við því að hún haldi áfram að sýna fjárhagslegan styrk sinn á næstunni með frekari fjárfesting- um. Meðal annars verður spenn- andi að fylgjast með því hvort Guðbjörg fær að kaupa 49 pró- senta hlut Glitnis í Skeljungi þegar gengið verður frá sölunni á hlutn- um á næstu mánuðum. Guðbjörg er því ekki aðeins heppnasta kona hrunsins, líkt og sagt hefur verið um hana vegna sölunnar á Glitnisbréfunum skömmu fyrir hrun, hún er senni- lega líka ríkasta kona íslensku kreppunnar. FRÉTTIR 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 13 RÍKASTA KONA KREPPUNNAR Hún veltir millj-örðum á hverju ári en samt vildi hún spara Sjálfstæðisfélag- inu einhverja þúsund- kalla með því að fara með dúkana heim sjálf og þvo þá. Lágstemmd og vel látin Guðbjörg er lágstemmd og alþýðleg kona, segja viðmælendur DV. Staða hennar eftir hrunið er mjög sterk eftir atvikum. n Kristinn ehf. Verðbréf 18,3 milljarðar Skuldir 8,4 milljarðar Eigið fé 11,5 milljarðar Félagið heldur meðal annars utan um eignina í Ísfélaginu. Heimild: Ársreikningur 2008 n Ísfélag Vestmannaeyja Tap 6,3 milljarðar Rekstrarhagnaður 2,2 milljarðar Skuldir 15,0 milljarðar Eignir* 16,4 milljarðar Eigið fé -2,7 milljarðar *Meðal annars 6,3 milljarðar í afla- heimildum, 3,5 milljarðar í fiskiskipum, 1,3 milljarðar í vélum og framleiðslutækjum, 3,8 milljarðar í veltufjármunum. Heimild: Ársreikningur 2008 Stærstu félögin Eignir Guðbjargar Hlutur í Árvakri (Morgunblaðið) og Lýsi Eignir sem tengjast ekki sjávarútvegi: Skeljungur Eign sem Guðbjörg falast eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.