Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 6
SANDKORN n Fólk hefur skiptar skoðanir á ágæti þess að Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti ákvað að þiggja boð um að fara til Davos á ráð- stefnu World Economic Forum-sam- takanna sem hafa löngum boðið fyrir- mennum í stjórnmálum og viðskiptum til fundar. Ráðstefnurnar hafa í seinni tíð verið harkalega gagn- rýndar af andstæðingum hnatt- væðingar og aukinna áhrifa auðvalds á stefnumótun og þróun samfélagsins. Hafa því einhverjir á orði að hinn útrás- arsinnaði forseti sé sjálfum sér samkvæmur að þiggja boðið á ráðstefnuna. n Bjarni Karlsson prestur er kominn í athyglisverða stöðu eftir að ljóst varð að hann braut reglur sem gilda um auglýsing- ar í tengsl- um við prófkjör Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Eitt af því sem prestar hafa lagt áherslu á í gegnum tíðina er auðvitað að fólk eigi að breyta rétt og víst að sumir eru á því að það hafi presturinn ekki gert í þetta sinn. Hins vegar er spurning hvort hann hafi brotið regl- urnar viljandi eða einfaldlega misskilið þær. Og spurning er hvort ekki sé rétt að fyrirgefa honum ef hann veit eigi hvað hann gjörir. n Það voru Páli Hreinssyni hæstaréttardómara og for- manni rannsóknarnefndar Alþingis áreiðanlega nokk- ur vonbrigði þegar spurðist að Davíð Þór Björgvinsson mundi áfram gegna embætti dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu til ársins 2013. Páll og Hjördís Hákonardótt- ir hæstaréttardómari höfðu verið tilnefnd af hálfu Íslands, ásamt Davíð Þór fyrir næsta kjörtímabil sem efst í nóvem- ber næstkomandi. Kvisast hafði að Davíð Þór kæmi heim og Páll biði í ofvæni eftir að kom- ast úr landi til að sinna sínum einkamálum eftir erilsamt starf í rann- sóknar- nefnd- inni. 6 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR „Þetta mál er allt með miklum ólíkind- um og mér er algjörlega haldið í gísl- ingu,“ segir Einar Magnússon, tann- læknir í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú í þrjú og hálft ár rannsakað kæru Tryggingastofnunar á hendur Einari. Honum er gefið að sök að hafa falsað reikninga til Tryggingastofnunar gagn- vart sautján viðskiptavinum og áður hafa talsmenn stofnunarinnar lýst því yfir að um stórfelld svik sé að ræða. Einar hefur sjálfur í samtali við DV vísað því á bug. „Ég get ekki sætt mig endalaust við það að vera sakborning- ur og þá iðulega undir grun. Ég vil bara vera hreinsaður af málinu því þetta er sannarlega hvorki skemmtilegt fyrir mig né fjölskyldu mína,“ segir hann. Á haustmánuðum taldi lögregl- an sig hafa lokið rannsókn og sendi málið til ríkissaksóknara. Þar á bæ var ákveðið að senda málið aftur til baka en hvorugt embættið gefur svör við því hvers vegna það hafi verið gert. Einar telur ljóst að lögreglu skorti sannanir gegn sér og því sé hún í vand- ræðum með rannsóknina. „Númer eitt hjá mér er að fá málið út af borð- inu. Rannsóknin hefur tekið ótrúlegan tíma og ég hef lagt fram fullt af sönn- unum þess efnis að kæran sé tómt bull og vitleysa. Þeir hafa, að ég held, ekki eina sönnun um að ég hafi gert eitt- hvað rangt, þær sannanir hef ég alla vega hvorki fengið að sjá né heyra um. Ég get hins vegar sannað mál mitt og hef fullt af sönnunum sem sýna að þessar ásakanir eru algjört bull,“ seg- ir Einar. „Af minni hálfu er þetta ólíð- andi en ég á ekki von á öðru en því að þetta verði á endanum fellt niður. Mál- ið hefur skaðað mig verulega mikið með ýmsum hætti, bæði í vinnunni og í einkalífinu. Þú getur rétt ímynd- að þér.“ Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins á lokastigi og aðeins dagas- pursmál hvenær rannsókninni lýkur að fullu. trausti@dv.is Einar Magnússon tannlæknir hefur í tæp fjögur ár legið undir grun um fjársvik: Tannlæknir í „gíslingu“ Mannréttindabrot Einar segir það ólíðandi hversu lengi hann hafi þurft að þola að liggja undir grun og segist hafa lagt fram sannanir fyrir því að kæran sé ekki á rökum reist. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ætlar að úthluta 130 þúsund tonna makrílkvóta um leið og settar verði strangar reglur um veiðarnar. Ætl- unin er að skipta kvóta á skip og leita leiða til að auka fjölbreytni makríl- veiða. Bent er á að úthlutun makríl- kvóta stríði gegn áformum stjórn- valda um að leysa allan kvóta til ríkisins samkvæmt svonefndri fyrn- ingarleið. Verði 130 þúsund tonn af makríl veidd til manneldis má gera ráð fyr- ir því að verðmæti aflans verði allt að 30 milljarðar króna. Yrði kvótinn varanlegur og framseljanlegur, gæti hann í heildina numið 60 til 90 millj- örðum króna. Áhugamenn um sjávarútveg og breytingar á kvótakerfinu benda á að unnt sé að stjórna makrílveiðum án þess að úthluta aflamarki. Banna mætti veiðar með flotvörpu, banna mætti veiðar á ákveðnu tímabili eða á ákveðnum svæðum. Þetta megi gera með því að beita reglugerð- um sem hvíla á lögum um veiðar í landhelgi Íslands. Með því að banna veiðar á ákveðnum árstíma væri til dæmis hægt að koma í veg fyrir veiðar áður en makríllinn henti til manneldis. Slík reglugerð yrði í eðli sínu svipuð reglum um hrognkelsa- veiðar. Því ekki að bjóða makrílinn út? Þá er á það bent að álitamál sé hvort heimilt sé að takmarka veið- ar á makríl yfirleitt. Tilraunir til að kvótasetja makrílinn séu því gerðar í pólitískum tilgangi og geti hæglega strítt gegn hagsmunum um veiðar á öðrum tegundum sem hafi einnig fæðu sína úr lífríkinu á Íslandsmið- um. Geta má þess að makrílveiðarn- ar hefjast hugsanlega eftir um fjóra mánuði. Þá sé einnig hætta á að makríl- kvótanum verði aðeins úthlutað til örfárra útgerða, hugsanlega 10 en ekki mikið fleiri. Heppilegt væri fyr- ir ríkisstjórnina að taka fyrsta skref- ið að veiðileyfagjaldi og bjóða upp 130 þúsund tonn af makríl. Þessar fáu útgerðir gætu þá samið innbyrð- is um skiptinguna og boðið í hvert kíló. Sem kunnugt er hefur Lands- samband íslenskra útvegsmanna tekið tillögum Jóns Bjarnasonar um að leigja árlega út 2.000 tonn af skötusel næstu tvö fiskveiðiár svo fálega að jaðrar við stríðsástand. Um makrílinn gilda aðrar reglur þar sem um er að ræða flökkustofn sem semja verður um við aðrar fiskveiði- þjóðir. Engar varanlegar heimildir, segir ráðherra Jón Bjarnason segir að með ein- hverjum hætti verði að stýra makríl- veiðunum. „Menn mega ekki fara fram úr sér. Þetta mál er til vinnslu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ósamið við nágrannaþjóðir um skiptingu heildaraflans og nokkur spenna milli Norðmanna, Íslend- inga og Færeyinga varðandi þessar veiðar. Það verður reynt að semja um skiptinguna, líklega í mars næst- komandi.“ Jón bætir við að sú túlkun eigi ekki við rök að styðjast að ætlunin sé að úthluta makrílkvótanum til var- anlegrar eignar. „Það er ekkert slíkt á döfinni. Tillögur um þetta og ráð- stöfun aflans eru til vinnslu í ráðu- neytinu. Það er yfir vafa hafið að út- hlutun aflaheimilda í makríl skapar engar varanlegar heimildir. Þetta vita útgerðirnar einnig mæta vel.“ Flottrollsveiðar með kraftmikl- um skipum hafa verið gagnrýnd- ar enda miðast þær við að ná sem mestum afla sem gjarnan hefur far- ið til bræðslu en ekki verið verkaður til manneldis. Jón leggur hins vegar áherslu á að makríll verði fyrst og fremst unninn til manneldis. Jón Bjarnason (VG) var á sínum tíma meðal flutningsmanna þings- ályktunartillögu um breytta stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindanefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu að fiskveiðistjórnunarkerfi Íslend- inga bryti í bága við alþjóðasamn- ing um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Því yrði að breyta lögunum um stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndarinnar til að tryggja jafnræði borgaranna, sanngirni og mannréttindi. Til stendur að stjórna makrílveiðum með úthlutun kvóta. Þetta þykir stríða gegn áformum ríkisstjórnarinnar um innlausn fiskveiðikvóta á 20 árum. Makrílveiðar gætu skilað þjóðarbúinu verulegum tekjum ef fiskurinn yrði allur unninn til manneldis. MAKRÍLSTRÍÐ FRAM UNDAN JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Það er yfir vafa hafið að út- hlutun aflaheimilda í makríl skapar engar varanlegar heimildir. Engar varanlegar heimildir Jón Bjarnason hefur slegist við LÍÚ að undanförnu um skötuselskvóta og gæti lent í útistöðum vegna makríls næst. Stórútgerðir Stór og kraftmikil skip hafa verið notuð til að veiða makríl í miklu magni í troll. Mikið af aflanum hefur farið í bræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.