Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR Sægreifynjan Guðbjörg Matthías- dóttir í Vestmannaeyjum virðist hafa farið einna best út úr íslenska banka- hruninu í samanburði við þá sem voru í flokki íslenskra auðmanna fyr- ir haustið 2008. Guðbjörg á fleiri milljarða króna í traustum eignum eins og ríkistryggð- um markaðsbréfum og aflaheimild- um og tap hennar í bankahruninu virðist ekki ætla að verða henni að fjörtjóni. Þvert á móti hefur henni vaxið fiskur um hrygg frá hruninu og hefur hún fjárfest í fyrirtækjum eins og Lýsi, Árvakri og gert tilboð í olíu- félagið Skeljung. Viðskiptaveldi Guð- bjargar hefur því stækkað á meðan aðrir auðmenn hafa þurft að draga saman seglin. Sem dæmi um góða stöðu henn- ar má nefna að félag í hennar eigu, Kristinn, sem heldur utan um eign hennar í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja, á verðbréf upp á 18,3 milljarða króna samkvæmt árs- reikningi ársins 2008. Þar af á félag- ið ríkistryggð markaðsbréf fyrir 12,4 milljarða. Á móti þessu eru skuldir upp á 8,4 milljarða króna og nem- ur eigið fé 11,5 milljörðum króna. Verður þetta að teljast ansi góð staða hjá félagi sem átti í upphafi árs 2008 hlutabréf í Glitni fyrir 6,5 milljarða króna og 4,6 milljarða króna hlut í FL Group. Ísfélagið á sömuleiðis kvóta fyrir rúma 6 milljarða króna. Aðalstyrkur Guðbjargar felst þó í því hvað hún á mikið af peningainni- stæðum sem bundnar eru í traust- um sjóðum. Hún er því í þeirri sjald- gæfu stöðu meðal íslenskra fjárfesta að eiga haldbæra peninga til að fjár- festa fyrir. Allt á útsölu Sömuleiðis spilar inn í að ekki er ver- ið að rannsaka Guðbjörgu hjá ákæru- valdinu – sérstakur saksóknari skoð- ar sölu hennar á hlutabréfum í Glitni skömmu fyrir hrun en sú rannsókn beinist að bankanum en ekki henni - og hefur mannorð hennar ekki beð- ið hnekki í kjölfar hrunsins. Enginn hefur slett málningu á hús Guðbjarg- ar í skjóli nætur, búið til dyramottu eða pissuskál með mynd af henni eða úthrópað hana sem útrásarvík- ing og þjóðníðing. Hún er einn af fáum auðmönnum þjóðarinnar sem enn siglir lygnan sjó í efnahagslegum og persónulegum skilningi. Ekki er sótt að Guðbjörgu og virð- ist hún vera í betri stöðu en flest- ir aðrir auðmenn til að kaupa upp nýja Ísland en markaðurinn á Íslandi í dag er sérlega heppilegur fyrir þá sem enn eiga eitthvert fjármagn líkt og margoft hefur komið fram í op- inberri umræðu fyrir og eftir hrun. „Þetta er frábær staða fyrir fólk sem á aur á Íslandi. Það er allt á útsölu á Íslandi. Allt eignaverð hefur hrunið nema gengis- og verðtryggð skulda- bréf,“ segir einn af viðmælendum DV og er ljóst að Guðbjörg er ein af þeim sem er í þeirri góðu stöðu að geta keypt upp skuldsettar eignir með af- slætti. Flaug ekki eins hátt Íbúar í Vestmannaeyjum sem DV ræddi við eru á einu máli um að þrátt fyrir auðævin sé Guðbjörg alþýðleg kona sem berist lítið á og sé almennt vel liðin í Eyjum. Að þessu leytinu til er hún afar ólík öðrum frægum íbúa Vest- mannaeyja, Magnúsi Kristinssyni auðmanni, en samanburður á þess- um tveimur Eyjamönnum og stöðu þeirra eftir hrun segir meira en mörg orð. „Ég kann bílfarma af sögum um Magnús Kristinsson en Guðbjörg fellur betur inn í umhverfið hérna. Hún er bara allt öðruvísi og er eig- inlega ein af okkur... Maður finnur það ekki fyrir fimm aura að hún sé einu þrepi fyrir ofan mann í samfé- laginu,“ segir einn af viðmælendum DV. Guðbjörg hefur til að mynda ekki gripið til sama ráðs og Magnús, að fá sér þyrlu til að fljúga milli lands og Eyja. Sú ákvörðun Magnúsar var um- deild í Eyjum á sínum tíma, svo ekki sé meira sagt. Þessi eiginleiki Guðbjargar hef- ur hugsanlega átt þátt í því að hún flaug ekki eins hátt í góðærinu og margir aðrir og féll því ekki eins har- kalega og til dæmis Magnús, þó svo að hún hafi tapað á ýmsum viðskipt- um, meðal annars helmingi hluta- bréfa sinna í Glitni sem urðu að engu í hruninu. Fjárfestingar hennar voru oftast nær varfærnari og seldi hún til dæmis þriðjungshlut sinn í Trygg- ingamiðstöðinni til FL-Group fyrir metfé á góðum tíma árið 2007. Áður en lengra er haldið skal þess þó getið að ekki er vitað að hve miklu leyti Guðbjörg kemur að eigin fjár- festingum. Fjárhaldsmaður hennar í gegnum tíðina hefur verið lögmað- urinn Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson og er talið að hann stjórni veldi Guðbjargar að mestu. Gunn- laugur er þó einungis einn úr þeim trausta hópi sem Guðbjörg hefur í kringum sig, annar er til að mynda lögmaður hennar, Sigurbjörn Magn- ússon, sem fer meðal annars fyrir stjórn Árvakurs í hennar nafni. Hætti þegar Sigurður lést Guðbjörg hefur að mestu einbeitt sér að fjárfestingum eftir að eiginmaður hennar, útgerðarmaðurinn Sigurð- ur Einarsson, lést langt fyrir aldur fram árið 2000. Sigurður var einung- is fimmtugur að aldri þegar hann féll frá. Um Sigurð segir einn viðmæl- andi DV: „Hann var gríðarlega klók- ur í peningamálum. Hann áttaði sig á því löngu á undan öllum öðrum að hann ætti að sanka að sér kvóta og hlutabréfum í tryggingafélagi,“ seg- ir viðmælandinn en hlutabréfaeign Guðbjargar í Tryggingamiðstöðinni átti rætur sínar að rekja til fjárfest- inga Sigurðar. Áður en Sigurður féll frá hafði Guðbjörg unnið sem kennslukona í yngri bekkjum Grunnskólans í Vest- mannaeyjum. Heimildir DV herma að Guðbjörg hafi þótt góður kenn- ari og segir einn viðmælandi DV sem Guðbjörg kenndi að honum hafi hrakað sem nemanda eftir að hún hætti að kenna við grunnskólann. „Hún var bara barnaskólakennari þó að maðurinn hennar væri með allt þetta veldi í kringum sig. Svo bara dó hann og hún tók við.“ Guð- björg tók við fjárfestingum fjölskyld- unnar eftir andlát Sigurðar en Gunn- laugur Sævar hafði einnig unnið með þeim hjónum fyrir það. Reikna má með að synir þeirra fjórir muni svo eitthvað koma að þessum fjár- festingum í framtíðinni og mun sá elsti, Einar Sigurðsson sem er starfs- maður Íslandsbanka, nú þegar vera byrjaður að hafa afskipti af fjárfest- ingum móður sinnar. Guðbjörg hefur því ekki bein- línis bakgrunn í viðskiptum og fjár- festingum og sýnir það enn frekar fram á þörfina sem hún hefur fyr- ir að hafa sterka ráðgjafa og sam- starfsmenn sér við hlið. „Hún hefur í kringum sig sveit manna sem hefur mikil áhrif á hana. Guðbjörg er ekki mikið í umræðunni hér í Eyjum. Þeir sem eru í kringum hana eru eigin- lega miklu meira í umræðunni en hún,“ segir einn viðmælandi DV. Þvoði dúkana sjálf Þrátt fyrir ríkidæmi Guðbjargar og fjölskyldu eru þau þekkt í Eyjum fyr- ir að berast ekki á. Til að mynda segir einn viðmælandi blaðsins að Sigurð- ur hafi verið þekktur fyrir að aka um á litlum bílskrjóð áður en hann lést. „Sigurður ók alltaf um á litlum Volks- wagen. Það var aldrei neinn munaður á þeim. Þau keyptu sér að vísu ágætis hús hérna í Eyjum.“ Af samtölum við fólk sem þekkir til Guðbjargar er ljóst að hún hefur aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið eða að auglýsa sig eða rík- idæmi sitt. Eins segir viðmælandinn að ráð- deildarsemi Guðbjargar sjáist með- al annars á því að eitt árið, eftir að Sjálfstæðisfélagið í Eyjum hafði hald- ið kosningakaffi í samkomuhús- inu Höllinni, hafi Guðbjörg sjálf tek- ið dúkana úr kaffiboðinu með sér heim og þvegið þá - Guðbjörg er dygg sjálfstæðiskona og hefur tekið þátt í flokksstarfinu í bænum. „Hún veltir milljörðum á hverju ári en samt vildi hún spara Sjálfstæðisfélaginu ein- Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona er stórveldi í íslensku viðskiptalífi sem lítið er vitað um. Hún held- ur sig til hlés, berst ekki á og kemur sennilega betur út úr hruninu en nokkur annar auðmaður. Henni er lýst sem alþýðlegri og almennilegri af öðrum Eyjamönnum og virðist orðspor hennar vera gott. Guðbjörg er akkeri ákveðinnar valdaklíku í Sjálfstæðisflokknum sem oft hefur leitað í sjóði hennar. RÍKASTA KONA KREPPUNNAR ANNAS SIGMUNDSSON OG INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamenn skrifa: as@dv.is og ingi@dv.is Fjölskyldan og fiskurinn Hér sést Guðbjörg við höfnina í Vestmannaeyjum ásamt sonum sínum Kristni og Magnúsi árið 2007 þegar togarinn Guðmundur VE kom til landsins frá Póllandi eftir miklar endurbætur. Togarinn er í eigu útgerðarfélags Guðbjargar, Ísfélagsins. Við Birkihlíð Hús Guðbjargar og fjölskyldu stendur við Birkihlíð í Vestmannaeyjum. Húsið er tæpir 350 fermetrar og var keypt árið 2001. Hún hefur í kringum sig sveit manna sem hefur mikil áhrif á hana. Barist um Trygginga- miðstöðina Valdabarátta um Tryggingamiðstöðina átti sér stað á milli Guð- bjargar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar árið 2001. Fjárhaldsmaðurinn Ekki er hægt að ræða um Guðbjörgu Matthí- asdóttur án þess að minnast á fjárhaldsmann hennar, Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.