Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 HELGARBLAÐ Á sama tíma og fjöldauppsagnir eiga sér stað hjá Ríkisútvarpinu, RÚV, og boðaður er stórfelldur niðurskurður á kaupum á innlendu sjónvarpsefni, standa tólf milljón króna háskerpu risasjónvarpsskjáir ónotaðir á göng- um stofnunarinnar. Risaskjáirnir eru enn í kössunum sem þeir voru keyptir í en þá átti að nota í nýtt og stærra fréttasett. Hætt var við settið vegna niðurskurðar en skjáirnir dýru engu að síður keyptir, þrír skjáir sem fullyrt er við DV að kosti fjórar millj- ónir króna stykkið. Þetta þykir þeim álitsgjöfum sem DV leitaði til dæmi um óskynsam- lega ráðstöfun rekstrarfjár RÚV og nefna jeppa Páls Magnússonar út- varpsstjóra sem annað dæmi. Lúx- usjeppinn, af tegundinni AUDI Q-7i, hefur kostað stofnunina 200 þúsund krónur á mánuði, eða því sem nemur afnotagjöldum hátt í hundrað heim- ila, en Páll hefur í ljósi niðurskurðar lofað að skila jeppannum. DV ósk- aði eftir upplýsingum um heildar- kostnað RÚV vegna jeppans en þær fengust ekki uppgefnar. Þá var beð- ið um sundurliðun á fjármunum til dagskrárkaupa en hún fékkst heldur ekki uppgefin. Bitnar á dagskrá Ríkisútvarpið þarf að gæta hófs í fjár- málum. Varðar það bæði almenn- an rekstur, samkeppni og samskipti við keppinauta og launakjör æðstu stjórnenda. Þetta er mat þeirra full- trúa starfshóps menntamálaráð- herra sem fóru ítarlega ofan í rekst- ur og hlutverk RÚV undanfarin ár. Fréttalestur Páls útvarpsstjóra er jafnframt gagnrýndur og völd hans sögð allt of mikil. Landsmenn koma til með að greina niðurskurð RÚV með eig- in augum því fram undan er beinn niðurskurður í dagskrá Sjónvarps- ins. Til dæmis stendur til að fella niður Fréttaaukann, Viðtalið með Boga Ágústssyni ásamt því að veru- legar breytingar verða gerðar á tíu fréttunum og Kastljósið þynnist með fráhvarfi fjögurra dagskrárgerðar- manna þess. Brenglað og útþynnt Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands og einn fulltrúanna í starfs- hópi menntamálaráðherra um RÚV, starfaði eitt sinn hjá RÚV og er leið yfir því hver staða stofnunarinnar er í dag. Hún segir skuldir vera að sliga RÚV. „Með breytingunum á RÚV hefði mátt skipuleggja betur hlut- verk stofnunarinnar. Að ýmsu leyti er illa komið fyrir henni, til dæmis samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir um fjármál en þau virðast vera að sliga stofnunina og það kem- ur vitanlega niður á dagskránni og hlutverkinu,“ segir Laufey. „RÚV hefur farið of geyst í mark- aðsvæðingunni og fjármálunum án þess að ég haldi að það hafi ver- ið misfarið með fé. Dagskrárhugs- un RÚV og hlutverkið virðist hafa brenglast og þynnst út. Vissulega hefur mjög margt verið vel gert þarna og þar starfar fólk sem sinnir störfum sínum af alúð.“ Skrítið rekstrarform Það er ýmislegt sem Þorgrímur Gestsson, blaðamaður og formað- ur Hollvinafélags RÚV, er ósáttur við í rekstri RÚV, til að mynda óráðsía í fjármálum og rangar áherslur í dag- skrármálum. Hann segir stofnun- ina bastarð með of mörg dæmi um bruðl. „Þarna er verið að segja upp þeim eldri og reyndari og fullt af dag- skrárgerðarfólki sem á að vera lyk- illinn í starfseminni á meðan skrif- stofufólkið fær að vera að mestu í friði. Þessi áhersla stofnunarinnar er kolröng því dagskrárin er það sem allt snýst um. Það verður að lækka laun toppanna og það eru auðvitað dæmi um bruðl hjá RÚV,“ segir Þor- grímur. „Ég varaði við öllu því sem nú hef- ur ræst. Nú er búið að segja upp fólki, draga úr dagskránni, hækka laun toppanna og útvarpsstjóri gat feng- ið sér flottan bíl. Gríðarlegar skuldir stofnunarinnar eru að kaffæra hana og ég tel að stofnunin sé bastarður með afskaplega skrítið rekstrarform.“ Fólki líður illa Gunnar Magnússon, formaður Starfsmannafélags RÚV, segir ljóst að yfirmenn stofnunarinnar hafi þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Hann seg- ir alltaf tregablandið andrúmsloft til staðar eftir erfiðar uppsagnir. „Það líður öllum illa. Þú getur rétt ímynd- að þér hvernig hugur er í fólki eftir að hafa gengið í gegnum þessar upp- sagnir. Það er alltaf erfitt þegar verið er að segja upp í kringum þig,“ segir Gunnar. Björn Malmquist, formaður Starfs- mannasamtaka RÚV, segir starfsfólk virkilega slegið yfir hópuppsögnun- um. Aðspurður hefur hann áhyggjur af RÚV og framtíðinni. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þróun RÚV. Við erum búin að missa fullt af fólki og mörg- um líður illa. Það eru allir slegnir fyr- ir þessum uppsögnum og það er allt- af erfitt að horfa á eftir góðu fólki sem maður hefur starfað með í langan tíma. Ég held hins vegar að uppsagn- irnar hafi augljóslega verið hugsaðar út frá því hvar var hægt að skera nið- ur,“ segir Björn. Erfitt andrúmsloft „Því miður koma þessar uppsagnir niður á dagskránni og mér finnst það hræðilegt að RÚV sé í þeirri stöðu að þurfa að segja upp öllu þessu fólki á frekar skömmum tíma. Það er vont fyrir stofnunina, fyrir þá starfsmenn sem hafa orðið fyrir niðurskurðinum og þeim sem eftir eru. Eftir stend- ur veikari stofnun, það segir sig bara sjálft,“ bætir Björn við. Aðspurður telur Þorgrímur að Páll útvarpsstjóri hafi ekki staðið sig vel í því að móta og fylgja dagskrárstefnu í þágu almennings. „Það á að stöðva fréttalestur Páls hið snarasta því hann er algjörlega út í hött og það er mjög knýjandi að nýr maður sé ráðinn í stöðu útvarpsstjóra. Páll rekur RÚV eins og einkastöð og það á hann ekki að gera. RÚV á ekki að vera að keppa við einkastöðvar og Páll hefur ekki staðið sig vel,“ segir Þorgrímur. Beygt af leið Laufey telur að á einhverjum tíma- punkti hafi RÚV beygt af þeirri leið sem stofnunni er ætlað að fara. Að- spurð telur hún að hlutverk stofnun- arinnar hafi brenglast og þynnst út á undanförnum árum undir stjórn nú- verandi útvarpsstjóra. „Mér finnst mjög sárt að horfa upp á uppsagn- irnar og hversu mikið þær beinast að reynslumiklu fólki. Ég verð að treysta því að uppsagnirnar séu faglega unn- ar en þær eru mjög sársaukafullar. Áhersla á markaðsvæðingu og rekstr- arformið spilar vissulega inn í hvern- ig komið er fyrir stofnunni í dag,“ segir Laufey. „Þetta snýst hins vegar ekki bara Starfshópur menntamálaráðherra telur að breyting RÚV yfir í opinbert hlutafélag hafi brugðist að flestu leyti og það hafi fært stofnunina frá almannahlutverki sínu. Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvina- félags RÚV, er því sammála og segir mjög knýjandi að skipt verði um útvarpsstjóra. BRENGLAÐ HLUTVERK RÚV TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég varaði við öllu því sem nú hefur ræst. Nú er búið að segja upp fólki, draga úr dagskránni, hækka laun toppanna og útvarps- stjóri gat fengið sér flottan bíl. Margir farnir Hátt í hundrað stöðugildi hafa verið skorin niður hjá RÚV á innan við tveimur árum. Burt með Pál Ragnari líst illa á stjórnunartíð núverandi útvarpsstjóra þar sem greinilegt sé að hann sé ekki menningar- lega sinnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.