Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 HELGARBLAÐ
Ragna fæddist að Litlu-Brekku í Mýr-
arsýslu í Borgarfirði og ólst þar upp.
Hún var lengst af húsmóðir í Talla-
hassee í Flórída. Ragna veiktist al-
varlega fyrir fjórum árum er hún fékk
slag með þeim afleiðingum að hún
missti mál og mestalla hreyfigetu.
Fyrir nokkrum dögum fékk hún svo
aftur slag og lést skömmu síðar.
Fjölskylda
Eiginmaður Rögnu var Leonard
Pepper, þekktur lögfræðingur í Talla-
hassee í Flórída. Þau kynntust hér á
landi á árum seinni heimsstyrjald-
arinnar er hann kom til Íslands sem
bandarískur hermaður. Þau giftu
sig á Íslandi áður en Leonard fór af
landi brott, en að stríðinu loknu flutti
Ragna til eiginmanns síns í Flórída,
ásamt dóttur þeirra hjóna og var síð-
an búsett í Flórída.
Börn Rögnu og Leonards eru
Patricia, lögfræðingur í Flórída;
Bertha Lynn, menntaskólakennari
í Flórída; Jeffry lögfræðingur í Flór-
ída; Rita verslunarkona í Flórída;
Micheal, arkitekt í Flórída.
Systkini Rögnu: Jóhannes, f.
28.10. 1916, lengst af bóndi að Ána-
brekku í Borgarhreppi, nú búsettur á
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
en eiginkona hans er Ása Ólafsdóttir
og eignuðust þau eina dóttur; Helga
Guðfríður, f. 28.10. 1916, húsmóðir
í Borgarnesi og síðar í Reykjavík en
eiginmaður hennar var Sigursteinn
Þórðarson sem er látinn og eign-
uðust þau fimm börn; Kristín Fan-
ney Skagfield, f. 22.5. 1919, húsmóð-
ir í Flórída en eiginmaður hennar
er Hilmar Skagfield og eignuðust
þau þrjú börn; Hjördís Þórhildur, f.
20.12. 1922, búsett í Reykjavík og á
hún einn son; Ásta Jóhanna, f. 15.2.
1922, d. 1955 en maður hennar var
Thorolf Smith og eignuðust þau
þrjú börn; Óskar Guðmundur Þor-
valds, f. 23.8. 1925, d. 1989, bóndi
á Tungulæk lengst af en eftirlifandi
kona hans er Ragnhildur a og eign-
uðust þau fjögur börn; Valtýr Hauk-
ur, f. 24.4. 1918, d. 28.10. 1927; Guð-
fríður Ágústa, f. 23.8. 1925, d. 1927;
Valtýr Haukur, f. 3.7. 1928, d. 4.7.
1928.
Foreldrar Rögnu voru Guðmund-
ur Þorvaldsson, f. 4.2. 1886, d. 1974,
bóndi á Litlu-Brekku, og k.h., Guð-
fríður Jóhannesdóttir, f. 10.4. 1884,
d. 1980, húsfreyja og ljósmóðir.
Ætt
Guðmundur var sonur Þorvalds, b. á
Hofsstöðum Erlendssonar, á Álftár-
ósi Sigurðssonar.
Móðir Guðmundar var Helga Sig-
urðardóttir, frá Háhóli Jónssonar.
Guðfríður var dóttir Jóhannesar,
b. á Gufuá Magnússonar, á Gljúfurá
Þorsteinssonar. Móðir Jóhannesar
var Ásta Aðalsteinsdóttir.
Móðir Guðfríðar var Elín Kristín
Jónsdóttir, b. á Saurum í Helgafells-
sveit Guðnasonar, og Steinunnar Sig-
urðardóttur.
Útför Rögnu fór fram frá heimili
hennar í Tallahassee í Flórída að við-
stöddum ættingjum hennar og vin-
um í Flórída.
Páll S. Pálsson
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
f. 29.1. 1916, d. 11.7. 1983
Páll fæddist í Sauðanesi í
Torfalækjarhreppi.Hann var
sonur Páls Jónssonar, bónda
og búfræðings í Sauðanesi,
og Sesselju Þórðardóttur frá
Steindyrum.
Páll eldri
var sonur
Jóns, b. í
Sauða-
nesi
Jóns-
sonar,
og Helgu
Gísla-
dóttur, b. í
Flatatungu
Stefánssonar.
Sesselja var dóttir Þórð-
ar Jónssonar, b. í Steindyr-
um í Svarfaðardal, ættföður
Steindyraættar, og Guðrúnar
Björnsdóttur frá Syðra-Garðs-
horni.
Páll átti ellefu systkini en
meðal þeirra má nefna dr.
Hermann, fyrrv. prófessor
við Edinborgarháskóla, Gísla,
fyrrv. oddvita, rithöfund og
ættfræðing að Hofi í Vatnsdal,
Þórunni menntaskólakennara
og Ríkharð tannlækni.
Eiginkona Páls var Guð-
rún Stephensen en þau voru
lengst af búsett í Skerjafirðin-
um í Reykjavík. Meðal barna
Páls og Guðrúnar eru hæsta-
réttarlögmennirnir Stefán og
Páll Arnór, Signý, menningar-
málastjóri Reykjavíkurborgar,
og Ívar forstjóri.
Páll lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Íslands
árið 1937, stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1940, stundaði nám í lögfræði
við Háskóla Íslands og lauk
þaðan embættisprófi í lög-
fræði árið1945.
Páll stundaði kennslu á
árum áður, var barnaskóla-
kennari við Barnaskólann í
Mýrarhúsum, við Barnaskól-
ann í Keflavík og Innri-Njarð-
víkum og við Miðbæjarskól-
ann í Reykjavík á árunum
1937-1942 og kenndi við
Kvennaskólann í Reykjavík í
tíu ár. Hann var framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra iðnrek-
enda 1947-1956 en stundaði
jafnframt málflutning með
öðrum störfum og starfrækti
siðan eigin málflutnings-
stofu í Reykjavík frá 1956 og til
æviloka.
Páll var um langt skeið í
hópi virtustu málflutnings-
manna, gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum, s.s. formaður
Húseigendafélags Íslands,
Lögmannafélags Íslands og
The World Peace Through
Law Center, og sat í fjölda op-
inberra nefnda, einkum um
margvíslegar lagabreytingar.
MINNING
Ragnheiður Guðmundsdóttir Pepper
HÚSMÓÐIR Í TALLAHASSEE Í FLÓRÍDA
MERKIR
ÍSLENDINGAR
„Það var sólríkur sumardagur í
Borgarfirði, þann 21. júlí 1920,
nánar tiltekið á Litlu-Brekku í
Mýrarsýslu, þar sem lítið stúlku-
barn var að sjá dagsins ljós. Hann
Ingólfur læknir var þar til að taka á
móti barninu, en hann hafði unn-
ið með móðurinni í mörg ár. Hún
var aðalljósmóðir héraðsins, hún
Guðfríður Jóhannesdóttir, en mað-
urinn hennar, sem beið í eftirvænt-
ingu, var stórbóndinn Guðmundur
Þorvaldsson, annar fjárflesti bóndi
landsins.
Fæðingin gekk að óskum og á
sínum tíma var barnið skírt Ragn-
heiður. Hún var sú fimmta í röðinni
af tíu börnum. Ragna, eins og hún
var alltaf kölluð, ólst upp hjá ástrík-
um foreldrum og var svo heppin að
njóta aðgæslu elskulegrar ömmu í
mörg ár.
Ragna kynntist manni sínum,
Leonard Pepper, í byrjun stríðsins
en hann var sendur hingað á her-
námsárunum þegar Bandaríkja-
menn leystu Breta af hólmi. Þau
giftu sig á Íslandi og eignuðust eina
dóttur, Patriciu, lögfræðing, sem
fór með móður sinni til föður síns,
Leonards, í Flórída, að stríði loknu.
Ragna var sérlega vel liðin og
eignaðist fjölda vina, bæði vegna
gestrisni þeirra hjóna, svo og fyrir
hennar létta skap og samlyndi við
borgarana í hinu nýja landi.“
Hilmar Skagfield og Kristín Fanney Guðmundsdóttur Skagfield
Fædd 21.7. 1920 - Dáin 20.1. 2010
Jón Gísli Þórarinsson fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp. Hann lauk söng-
kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands 1953, stundaði nám í orgelleik
við Söngskóla Þjóðkirkjunnar 1952-
54 og við Tónlistarskólann í Reykja-
vík 1954-57, stundaði nám í kennslu-
fræðum í Denver í Colorado 1957-58,
stundaði nám í kennslu á blásturs- og
slagverkshljóðfæri við University of
Toronto 1959-60, stundaði nám í org-
elleik við Staatliche Hochschule fur
Musik Hamburg 1965 og 1967.
Jón var til sjós á sínum yngri árum,
sinnti sölumennsku og ýmsum öðr-
um almennum störfum. Hann var
söngkennari við Miðbæjarskólann
1953-69, kenndi við Álftamýrar-
skóla og Laugarnesskóla 1969-71, við
Kvennaskólann í Reykjavík 1958-65
og 1969-83, við Barnamúsíkskólann
1958-61 og var skólastjóri hans 1961-
62, og kenndi við Kennaraháskóla Ís-
lands 1971-87.
Jón var organisti Bústaðasóknar
1952-73 og organisti Grensássóknar
1973-82, auk þess sem hann starfaði
við Kirkju Óháða safnaðarins og víðar.
Jón var félagi í Karlakórnum Fóst-
bræðrum og í Útvarpskórnum. Þá var
hann stjórnandi Lúðrasveitarinnar
Svans um langt árabil.
Fjölskylda
Jón kvæntist 18.12. 1943 Helgu Jóns-
dóttur, f. 5.2. 1916, húsmóður. Foreldr-
ar hennar voru Jón Sigurðsson, skip-
stjóri og hafnarvörður á Akranesi, og
Ragnheiður Þórðardóttir húsmóðir.
Börn Jóns og Helgu eru Sigrún
Stella, f. 7.4. 1940, húsmóðir; Þórar-
inn, f. 5.8. 1955, tannlæknir; Magnús
Þór, f. 24.11. 1961, grafískur hönnuður.
Jón átti fjögur systkini sem eru öll
látin. Þau voru Sigþór Karl; Gyða Þór-
dís; Kristbjörn Borgþór og Hrefna
Bryndís.
Foreldrar Jóns voru Þórarinn Jóns-
son, f. 24.5. 1894, d. 13.4. 1937, skip-
stjóri og Sigríður Gísladóttir, f. 14.4.
1892, d. 10.8. 1980, húsmóðir.
Ætt
Bróðir Jóns var Sigþór Karl, hrepp-
stjóri í Einarsnesi, faðir Þórarins,
tannlæknis og laxveiðimanns, og Jó-
hönnu, blaðamanns og fyrrv. frétta-
stjóra á DV. Þórarinn var sonur Jóns,
b. á Svarfhóli í Hraungerðishreppi og
síðar ökumanns í Reykjavík Sigurðs-
sonar, b. á Brekkum í Holtum Run-
ólfssonar.
Móðir Þórarins var Gyðríður
Steinsdóttir, b. og skipasmiðs í Einars-
höfn á Eyrarbakka Guðmundssonar,
og Sólveigar Árnadóttur.
Sigríður var dóttir Gísla, hús-
manns á Flateyri Björnssonar, b.
og búfræðings í Hlíð í Kollafirði á
Ströndum Jónssonar. Móðir Gísla var
Þórdís Guðmundsdóttir, b. á Kleifum
á Selströnd, bróður Ásgeirs, alþm.
og stórb. á Þingeyrum, föður Jóns,
skálds á Þingeyrum. Annar bróð-
ir Guðmundar var Magnús á Hvilft,
langafi Hjálmars, forstjóra Áburð-
arverksmiðjunnar, og Gunnlaugs
alþm. Finnssona. Systir Guðmundar
á Kleifum var Ragnheiður, langamma
Snorra Hjartarsonar skálds og Torfa
Hjartarsonar, ríkissáttasemjara og
skattstjóra, föður Hjartar hæstaréttar-
dómara og Ragnheiðar, fyrrv. rektors
MR. Guðmundur var sonur Einars,
dbrm. í Kollafjarðarnesi Jónssonar, b.
í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði Brynj-
ólfssonar, á Heydalsá Guðmunds-
sonar, af ætt Einars, prófasts og skálds
í Heydölum.
Móðir Sigríðar var Þórdís Jónsdótt-
ir, b. í Álfadal á Ingjaldssandi Bjarna-
sonar, og Guðrúnar Skæringsdóttur.
Jón var jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju í gær.
MINNING
Jón G. Þórarinsson
ORGANISTI OG TÓNMENNTAKENNARI
Fæddur 16.8. 1920 - Dáinn 17.1. 2010
Eftirmæli
Smáauglýsingasíminn er
smaar@dv.is
515
55
50