Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 23
M Æ LI R M EÐ ... BRÁÐUM HATA ÉG ÞIG Leikrit útskriftarhóps Nemenda- leikhúss LHÍ Þetta er býsna góður hópur og ættu flestir að eiga möguleika eftir útskrift. FAUST Leikur Vest- urports- manna og Leikfélags Reykjavíkur er vel unninn og ásjálegur á allan hátt. THE ROAD Algjör eymd en ágætis ræma. FLÓTTANUM MIKLA MEÐ MORÐINGJ- UNUM Frábær plata hljómsveitar í framþróun. GÓÐUM ÍSLENDINGUM Það var margt reglulega smell- ið í þessu sem auðheyrilega hitti í mark. TILBRIGÐI VIÐ STEF Ágætis verk í Iðnó. M Æ LI R EK KI M EÐ ... FÓKUS 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 23 Arabar harka FÖSTUDAGUR n Dj Örlygur Smári á Spot Það er enginn annar en Dj Örlygur Smári sem mun þeyta skífum á skemmtistaðnum Spot í kvöld. Örlygur er orðinn vel þekktur í íslenskum tónlistarbransa enda verið að gera gríðarlega góða hluti undanfarin ár. Miðaverð er 1200 krónur og verður húsið opnað klukkan 23. n Dúndurfréttir í Hvíta húsinu Það eru stuðboltarnir í Dúndurfréttum sem spila sína fyrstu tónleika ársins í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Á boð- stólum verður klassískur Dúndurfrétt- apakki sem inniheldur Zep & Floyd & Purple & Heep. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 2500 krónur inn. n Denzel Washington í bíó Spennumyndin The book of Eli verður frumsýnd í kvöld í Sambíóunum en með aðalhlutverk í henni fara Denzel Washington, Gary Oldman og Mila Kunis. Myndin gerist eftir að hræðilegir atburðir eiga sér stað í heiminum. Eli (Denzel) hefur í fórum sínum bók sem hefur að geyma mikilvægar upplýsing- ar sem margir vilja ná og verður hann að beita sínum kröftum til að allt falli í góðan jarðveg. Miða má nálgast á midi.is. n Árlegt Svitaball Röskvu Hið árlega Svitaball Röskvu verður haldið á Batteríinu og er dagskráin troðfull af skemmtilegu efni. Dj Nonni og Manni, hljómsveitin Sykur og töff- ararnir í FM Belfast skemmta gestum. Það er frítt inn og vegleg tilboð á barnum. Húsið er opnað klukkan 19. LAUGARDAGUR n Sixties á Spot Rúnar Örn Friðriksson og félagar í Sixties mæta endurnærðir á Spot á nýju ári enda langt um liðið frá því síðast. Spilað verður eldra efni í bland við það heitasta í dag og má því búast við fjölbreyttu og skemmtilegu kvöldi. Það kostar 1500 krónur inn og hefst miðasalan klukkan 23. n Myrkir músíkdagar á Sódómu Daníel Bjarnason kemur fram á tónleikum á Sódómu í kvöld sem hluti af Myrkum músíkdögum 2010 en hann fagnar einnig útgáfu fyrstu plötu sinnar, Possessions, sem lítur dagsins ljós þann 1. febrúar. Með honum verður valið lið hljóðfæraleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 23. n Skímó í Sjallanum Strákarnir í hljómsveitinni Skítamóral mæta í höfuðstað Norðurlands í kvöld og sýna hvernig Sunnlendingar gera þetta. Það er orðið sjaldgæft að komast á tónleika með þeim svo aðdá- endur ættu að nýta sér það. Miðaverð er 1500 krónur og hefst forsala miða í Imperial. Húsið er opnað kl. 24. n The book of Eli Aðdáendum Denzel Washington gefst færi á að sjá The book of Eli sem nýbúið er að frumsýna. Myndin gerist eftir mikla eyðileggingu á jörðinni. Eli (Washington) býr yfir lausn að uppbyggingu að nýju og langar marga að komast yfir hana. Sýningar eru í Sambíóunum. Miðar fást í miðasölu og á midi.is. Hvað er að GERAST? söguna skammlaust. Þetta er mikið fjör en rosa mikil vinna. Þetta er hugarheimur barns, þetta er dagur í lífi stráks frá morgni til kvölds og það er svo margt sem gerist á leið- inni. Við þurfum að geta farið inn í þær fantasíur og þar kemur tæknin inn,“ segir Felix en stór skjár er á miðju svið- inu sem hjálpar þeim að segja söguna. Rödd Disney Felix Bergsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að gera gott barna- efni. Hann er landskunnur fyrir verk sín með Gunna Helga fyrir börn og þá hefur hann talsett fjölda barnamynda fyrir Disney. Er nánast hin opinbera rödd Disney. „Ég hef runnið í þessa átt. Ég er mjög mikið í talsetningum og mér finnst mjög gaman að vinna fyrir börn – gríðarlega gaman. Maður get- ur nálgast hlutina á einlægari máta og öðruvísi máta en maður gerir í verkum fyrir fullorðna. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég er heppinn að röddin mín ligg- ur hátt og ég get sungið. Þegar talsetn- ingarævintýrið allt byrjaði með Alladín þá voru þeir hjá Disney svo ánægð- ir að ég varð rödd unga mannsins hjá Disney. Svo var það þegar Tarzan kom út að þá var beðið um að ég myndi ekki tala fyrir Tarzan, þá vildu þeir einhvern annan. Skandinavía ákveður þetta oft á tíðum og ég féll alltaf inn í það að vera réttur maður á réttum tíma. Þetta er hrikalega gaman en mikil vinna,“ segir Felix en hann mun næst heyrast sem Viddi í nýjustu Leikfangasögu- myndinni. „Þessar Disney-myndir eru rosalega skemmtilegar og það er mik- ill húmor í þeim,“ segir hann og bætir við að það sé oft erfitt að ná húmornum sem er í myndunum. „Eins og Ísaldar- myndirnar, ég er oft ósáttur við sjálf- an mig í þeim myndum. Ég held mikið upp á þær myndir en það tekur tíma að finna húmorinn.“ Sveppi hefur sjaldgæfa hæfileika Felix veit því hvað þarf til að börn end- ist til að horfa á tveggja tíma sýningu og þegar hann og Sveppi taka hönd- um saman má búast við gríðarlega skemmtilegri sýningu. „Mér finnst Sveppi hafa hæfileika sem er mjög sjaldgæfur. Bæði er hann alveg frábær leikari og svo hefur hann einhverja sér- staka áru sem dregur fólk að honum. Mér finnst það mjög sjarmerandi. Nú er okkar að koma þessu heim og saman þannig að fólk vilji sjá verkið og ég er bjartsýnn á að það verði enginn svikinn af þessari sýningu. Þetta er fjöl- skyldusýning og ég segi stundum að þetta sé kabarett fyrir krakka. Í rauninni er þetta ekki venjulegt leikrit í uppbyggingunni. Það er ekki mjög dramatísk uppbygging í því eins og er oft. Þetta eru frekar litlir bútar sem er skeytt saman og ég er alveg sann- færður að börn muni koma til með að skilja þessar aðstæður sem hann lend- ir í,“ segir Felix en Sveppi lendir í fjöl- mörgum ævintýrum þennan eina dag sem sýningin fylgir honum. „Það er allt frá því að halda upp á afmælið sitt og kvarta yfir því að mamma og pabbi horfi of mikið á sjónvarpið upp í það að vera lyklabarn og þurfa að vera hjá afa og ömmu eftir skóla, fara í strætó, lenda í stóru strákunum og svo fram- vegis. Lykillinn að góðu barnaefni er að fullorðna fólkið getur hugsað sér að taka þátt í einhverju með börnunum sínum og Sveppi höfðar til fullorðna fólksins, við laumum inn húmor sem höfðar til þeirra. Það gefur börnunum meira ef foreldrar eru með að horfa. Það er það sem við sögðum, við Gunni Helga, að allir geti horft á saman og við getum velt upp einhverjum spurning- um í Stundinni okkar sem heldur síðan áfram heima í stofu. Sjónvarpið svarar engum spurningum, sjónvarpið á fyrst og fremst að spyrja og svo á hið raun- verulega uppeldi að fara fram. Það er nákvæmlega það sem við erum að leita eftir. Þetta er gleði, fjör og stuð en það er jafnframt að velta upp ákveðnum hlutum sem er bara hollt fyrir fólk að taka inn.“ Mæti og gef punkta Þrátt fyrir að Sveppi hafi ekki komist inn í Leiklistarskólann á sínum tíma seg- ir Felix hann hafa einstaka hæfileika. „Hann er einstakur. Það segir ekki allt- af allt þótt hann hafi ekki komist inn í Leiklistarskólann, kannski var hann bara ekki í stuði þegar hann fór í próf- ið, ég veit það ekki. Hann hefur allt sem leikari þarf og það er mjög auðvelt að skilja Sveppa á sviði. Hann er með mikla reynslu og er frábær leikari,“ segir Felix en hann lauk leiklistarnámi frá Queen Margaret University College í Edin- borg árið 1991 og fór í framhaldsnám í leiklist í Central School of Speech and Drama í London árin 1997 og 1998. Hann hefur leikstýrt nokkrum sýn- ingum í gegnum tíðina og segir ferl- ið sem leikstjóri afar skemmtilegt. „Stærsta málið sem leikstjóri eftir að búið er að ákveða að fara af stað er að ákveða hvaða fólk maður vill hafa með sér. Oft á tíðum er kannski stærsta verk leikstjórans að finna gott fólk. Í þessu tilfelli er Jón Ólafsson með tónlistina, við höfum unnið saman í hartnær 20 ár, síðan erum við með Móeiði Helga- dóttur og Egil Ingibergsson sem sjá um leikmynd og ljós. Þau höfðu þessa teiknimyndahugmynd sem ég varð svo hrifinn af. Svo er Margrét Einarsdóttir með búninga – hún er með ofboðslega reynslu þannig það er mjög gott fólk sem kemur að sýningunni.“ Tíu sýningar eru í sölu og verður sýningin sýnd allavega fram á vorið. „Í þessu tilfelli er ég ráðinn til að koma því á koppinn þannig að það má segja að mínu verki ljúki á laugardag. Þá dreg ég mig í hlé en mæti á eina og eina sýn- ingu og gef punkta ef mér finnst þeir vera að slappast í einhverju,“ segir Fel- ix og hlær. Skrifar teiknimynd Felix verður áfram með útvarpsþáttinn sinn á Rás 2 á laugardögum og hann segir engan skort á verkefnum, nú þeg- ar þetta er að renna sitt skeið. „Ég er svona eins og djogglari, er alltaf með nokkra bolta í einu á lofti. Ég hendi boltunum upp og svo sér maður hvað kemur niður og reynir að halda þeim á lofti. Ég er með fjögur til átta verkefni í gangi í einu. Mín tilvera, mín frílans til- vera, hefur verið þannig frá 1991. Ég fer pottþétt að vinna eitthvað með Gunna Helga aftur, við förum mikið á rúntinn á sumrin og erum að skemmta úti um allt land. Svo er ég að skrifa teiknimynd þessa dagana, þannig það er ýmislegt í gangi.“ benni@dv.is Svarthvítur og svalur Felix Bergsson leikstýrir nýjasta verki Sveppa. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Snillingur Sveppi er vin- sæll bæði hjá foreldrum og börnum. Sannur meistari. Zineb Agha er allrahanda hark- ari sem svífst einskis. Hún gengur undir nafninu Maddaman af Alsír eftir landinu sem er starfsvettvang- ur skuggastarfsemi hennar. Í jafn spilltu umhverfi og hér um ræð- ir virkar ekkert sem skyldi og ótrú- legasta fólk snýr sér til hennar eftir aðstoð. Hún leysir oft vandamálin með hjálp sætra stelpna sem hún hefur á sínum snærum. Vændi er bara eitt af störfunum sem þær sinna. Þegar hér kemur við sögu ræður Agha unga, metnaðarfulla stúlku til starfa og gefur henni nafn- ið Paloma. Hún leysir verkin vel úr hendi en svo virðist sem Riyad, sonur maddömunnar, sé hrifinn af Palomu og það skapar vandamál. Gegnum allt þetta leiðindahark er gott að vita af útgönguleið og fyr- irhugað heilsusetur Agha er ljósið við enda þrautagöngunnar. Leiðin þangað er vörðuð svikum og prett- um á öllum stigum stjórnkerfisins, viðkvæmt að byggja á slíku og hætt- an á að spilaborgin hrynji er svo sannarlega til staðar. Biyouna leikur maddömuna listavel enda stjarna á sínu sviði í arabaheiminum. Það er flott hvað frönsk kvikmyndahátíð getur verið alþjóðleg í krafti kvik- mynda sem spanna svæði allt frá Afríku til Norður-Ameríku. Sagan er prýðileg og sögusviðið ekki síðra. Fléttan birtist manni í endurminn- ingum og það er flakkað fram og til baka í tíma. En myndin á það til að silast áfram og er ekki að halda manni í 2 tíma og korter þótt hún sé að öðru leyti vel gerð og frábær- lega leikin. Hún sýnir vel hvað allt er gjörspillt en einnig birtast konur hér sem áhrifavaldar í þungavigt. Við sjáum fegurð Alsírs, fólkið, söguna, trúarbrögðin og ekki síst tónlistina sem er meiri háttar. Delice Paloma er kannski sterkust í mikilvægi sínu sem gluggi inn í arabaheiminn sem gefur engan afslátt og fegrar ekkert. Erpur Eyvindarson DELICE PALOMA Leikstjórn: Nadir Moknéche Aðalhlutverk: Biyouna, Nadia Kaci, Aylin Prandi KVIKMYNDIR Delice Paloma „Delice Paloma er kannski sterkust í mikilvægi sínu sem gluggi inn í arabaheiminn sem gefur engan afslátt og fegrar ekkert.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.