Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 25
HELGARBLAÐ 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 25 Álit fólksins: ER NIÐUR- SKURÐUR RÚV ÓSANN- GJARN? „Já. Það ætti frekar að segja upp fólki í yfirstjórn.“ Rósa Hauksdóttir, 22 ára sálfræðinemi „Já. Þetta þarf að vera frjáls miðill. Hann virðist ekki vera það.“ Jón Guðjónsson, 46 ára fiskeldisfræðingur „Verðum við ekki öll að spara. Mætti þó líklega lækka aðeins launin hjá þeim háttsettustu.“ Ásta Ástþórsdóttir, 54 ára bókhaldari „Svarið hlýtur að vera já.“ Bjarni F. Einarsson, 54 ára fornleifafræðingur „Ég hef ekki myndað mér skoðun. Finnst þó dæmið aldrei hugsað til enda. Ekki heilstæð stefna. Guðrún Norðdahl, 53 ára sjálfstætt starfandi „Ég held að niðurskurður sé alltaf ósanngjarn.“ Daníel Karl Pétursson, 29 ára sölumaður Nei, mér finnst hann sanngjarn. Útvarpssjórinn kemur mér á óvart að hann skuli taka svona vel á slæmri fjárhagsstöðu RÚV. Mér finnst hann hins vegar vera að nota sér niðruskurðinn á innlendu efni sem ákveðna gulrót til viðbótar.“ Sigurður Sigurðsson, 55 ára blómasali BRENGLAÐ HLUTVERK RÚV um peninginn heldur hvað við viljum fá fyrir aurinn og mér finnst stofnun- in hafa beygt af leið. Útvarpsstjóri ber ábyrgð á stefnu RÚV og þeim dæm- um um bruðl sem þar er að finna. Ég viðurkenni að ég er leið yfir þessari stöðu því stofnunin stendur eftir veik á þeim tímum sem þörf er fyrir hlut- lausan og öflugan fjölmiðli.“ Burt með Pál Ragnar Bragason leikstjóri segir hlut- verk RÚV hafa brenglast algjörlega á undanförnum árum þar sem stjórn- endur hafi farið kæruleysislega með fé. Hann telur skorta menningarlega yfirstjórn hjá stofnuninni. „Stjórn- endur RÚV hafa brotið samning sinn við þjóðina þar sem þeim er gert skylt að kaupa menningartengt efni, eftir að Páll Magnússon og félag- ar tóku við. Það er kominn tími á að skipt verði alfarið um fólk í brúnni. Ég segi einfaldlega; „Burt með Pál og inn með fólk sem hefur vit á íslenskri menningu því komið hefur berlega í ljós að hann er ekki menningarlega sinnaður,“ segir Ragnar. „Mér finnst að nú síðast hafi röngum hópi verið sagt upp því ég hefði frekar viljað skera niður í yfir- stjórninni en ekki hjá fólkinu sem er að vinna við sjálfa dagskrána. Það er farið kæruleysislega með pening- ana hjá RÚV því við landsmenn eig- um heimtingu á því að þeir peningar sem þangað renna skili sér á sjón- varpsskjánum. Þeir hafa hins vegar runnið í einhverja hýt í Efstaleiti því forgangsröðunin er kolröng. Það er verið að setja peningana í ranga hluti og Páll útvarpsstjóri hefur ekki stað- ið sig.“ Ekkert bruðl Sigríður Arnardóttir, dagskrárgerð- armaður á Rás 2, er reið fyrir því hvernig komið er fyrir RÚV en segir reiðina eiga að beinast að raunveru- legum sökudólgum niðurskurðarins. „Auðvitað er ég reið yfir stöðunni. Ég hef áhyggjur af niðurskurði til ís- lenskra menningarmála því við þurf- um ekki alla þessa amerísku plebba- menningu. Reiði mín beinist fyrst og fremst að þessum fjárglæframönn- um sem á einhverju kókaínflippi settu allt á annan endann því ég hef ekki orðið vör við bruðl í mínum störfum hjá RÚV,“ segir Sigríður. „Það er hræðilegt að sjá á eftir öflugu og góðu dagskrárgerðarfólki og fréttamönnum. Fyrir utan erfiðar uppsagnir verð ég ekki vör við ann- að en samhug innan stofnunarinn- ar og ég finn meðbyr hjá þjóðinni í gegnum almenning sem hringir inn í þáttinn minn.“ Við vinnslu fréttarinnar voru gerðar tilraunir til að ná á Pál Magn- ússon útvarpsstjóra en án árangurs. n Ríkisútvarp Íslendinga á að vera í fararbroddi í íslenskri menningu. Það á að vera beinn þátttakandi í gerð leikins efnis og heimildarþátta fyrir útvarp og sjónvarp auk þess að sinna fræðslu, kynningu og skrásetningu á íslenskri menningu og listum. n Er það skoðun hópsins að breytingin á rekstrarforminu hafi ekki gert Ríkisútvarpið að öflugra almannaútvarpi heldur sýni það meira en áður merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla. n Þrátt fyrir þá miklu áherslu sem hlutafélagaformið leggur á rekstur hefur ekki náðst að tryggja fjárhagslega afkomu RÚV. n Miklar skuldir hvíla á Ríkisútvarpinu og hefur fjármagnskostnaður orðið þungur baggi í rekstrinum. n Skuldbindingar hins nýja félags árið 2007 eru því verulega íþyngjandi og hljóta að skerða það fjármagn sem annars færi í dagskrárgerð og endurnýjun tækjabúnaðar. n Eiginfjárhlutfall var orðið neikvætt um 300 milljónir í ársbyrjun 2009. Í apríl síðastliðnum breytti ríkið 560 milljóna skuld RÚV í hlutafé til að eiginfjárstaða yrði jákvæð að nýju og félaginu þar með forðað frá gjaldþroti. n Eins og áður hefur komið fram hafa borist erindi þar sem koma fram áhyggjur af því að lýðræðisleg umræða og gegnsæi í ákvarðanatöku hafi minnkað mjög eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. n Starfshópurinn ítrekar mikilvægi þess að innan almannaþjónustumiðilsins sé hugað sérstaklega að lýðræðislegum vinnubrögðum er varða innra starf og dagskrárgerð. n Öryggishlutverk RÚV er ekki nægilega tryggt. Dreifikerfi RÚV er orðið gamalt og hið sama má segja um tæknibúnað til dagskrárgerðar. n Gera verður sérstakar kröfur um aðgreiningu dagskrárefnis og auglýsinga og kostunar í Ríkisútvarpinu. Tryggja verður að ákvarðanir um tiltekna dagskrárliði og dagskrárstefnu séu teknar á faglegum forsendum en ekki markaðslegum. n Huga þarf að skýrum skilum milli dagskrárgerðar og frétta annars vegar og fram- kvæmdastjórnar hins vegar. Mismunandi hlutverk mega ekki skarast. Til dæmis getur það haft áhrif á trúverðugleika frétta að æðsti yfirmaður Ríkisútvarpsins lesi fréttir. n Völd útvarpsstjóra eru mjög mikil. Hann hefur nánast alræðisvald varðandi dagskrá, mannaráðningar og stefnumótun. Nefndarmenn telja þetta fyrirkomulag ólýðræðislegt og ógagnsætt og ekki viðeigandi í félagi sem hefur mikilvægt menningar- og lýðræðishlutverk og starfar í almannaþágu. n Ríkisútvarpið þarf að mati hópsins að gæta hófs í fjármálum. Varðar það bæði almennan rekstur, samkeppni og samskipti við keppinauta og launakjör æðstu stjórnenda. Úr skýrslu starfshópsins um RÚV: Fjórðungur flýr RÚV Hlustun á útvarpsstöðvar RÚV, Rás 1 og Rás 2, hefur dregist talsvert saman á síðustu tveimur árum. Þannig mælist meðalhlustun á báðar stöðvarnar nærri 35 prósent- um minni í ár miðað við árið 2008 í aldurshópnum 12 til 49 ára. Ef eldri hlustendur eru teknir með inn í myndina hefur hlustunin engu að síður dregist saman um rúman fjórðung, eða 26 prósent. Í upphafi árs 2008 hlustuðu landsmenn á aldrinum 12-80 ára á Rás 1 og Rás 2 að meðaltali í rúma 8,5 klukkustundir á viku. Í ársbyrjun 2010 er meðaltalshlust- un stöðvanna komin niður í 6,3 klukkustundir á viku. Í yngri ald- ursflokknum, 12-49 ára, var með- altalshlustun á viku tæpar 4,3 klukkustundir en hlustunin er nú komin niður í 2,8 klukkustundir. HLUSTUNIN HRAPAR 12-49 ára 2008 2009 2010 Rás 1 46 75 23 Rás 2 209 162 145 Samtals: 255 237 168 12-80 ára 2008 2009 2010 Rás 1 181 180 119 Rás 2 330 278 261 Samtals: 511 458 380 *Byggt á fjölmiðlakönnun Capacent. Hlustunartölur í mínútum á viku. Jón Gnarr er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt RÚV og starfshætti þess harðlega. Í nýlegu helgarvið- tali við DV sagði hann meðal ann- ars að starfshættir RÚV stríddu gegn allri hans réttlætiskennd og að RÚV hefði ekki lagt „rassgat til“ í innlenda dagskrágerð undanfar- in ár. „Þetta er svo rangt. Sá miðill sem á að standa vörð um menn- ingu okkar sama í hvaða formi hún er og á að vera stökkpallur fyrir ungt og upprennandi fólk og skapandi hugsun. En ekki bara stofnun fyrir sama gamla þreytta liðið sem hangir á sínu og enginn annar fær að komast að. Þannig er öll stemningin í kringum RÚV. Það er eins og allt sem er nýtt og skapandi sé bara eitur þarna inni. Hvað hefur RÚV lagt af mörkum í innlendri dagskrárgerð síðustu ár? Jú, það eru þarna þættirnir Út og suður. Skemmtileg heimild um áhugaverða Íslendinga og Gísli er skemmtilegur náungi. Hvaða er þarna annað? Ekki rassgat. Ekkert vandað, leikið, íslenskt efni. Þegar fólk hugsar til baka eftir 500 ár og ætlar að skoða hvernig sjónvarp var árið 2000 og hvernig tíðarand- inn var þá eiga þættir eins og Fóst- bræður, Sigtið, Silvía Nótt, Vakt- irnar og fleiri þættir frá Stöð 2 og SkjáEinum eftir að standa upp úr,“ segir Jón. Jón grípur til myndlíkingar Hallgríms Helgasonar þegar hann útskýrir hvernig sé að koma með nýtt efni inn til RÚV. „Það er eins og gefa sig á tal við ókunnugan mann á bar og segjast vera með nýja hug- mynd. Hann myndi segja: „Ha. Bíddu, hver ert þú?“ Tíðarandinn ekki á RÚV Erfið staða Páll útvarpsstjóri er gagnrýndur fyrir að hafa vikið af leið með stefnu RÚV og lagt áherslu á samkeppni við einkastöðvar. Reið „Reiði mín beinist fyrst og fremst að þessum fjárglæframönnum sem á einhverju kókaínflippi settu allt á annan endann því ég hef ekki orðið vör við bruðl í mínum störfum hjá RÚV,“ segir Sirrý.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.