Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 11
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14
Þarftu að losa um verðmæti?
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Ennfremur erum við sífellt að leita að verkum
gömlu meistaranna fyrir viðskiptavini okkar.
Listmunasala hefur gengið vel undanfarið
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
KOMIÐ ÚT
KOMIÐ ÚT
Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir
hefur ekki svarað bréfi sem hon-
um var sent vegna millifærslu á
greiðslu frá Fons inn á banka-
reikning hans í júlí 2008. Það var
þrotabú Fons sem sendi Jóni Ás-
geiri ábyrgðarbréf þess efnis að
rifta ætti millifærslunni.
Í bréfinu var Jóni Ásgeiri til-
kynnt um riftun á greiðslunni,
skorað var á hann að greiða hana
og honum gefið færi á að gera
grein fyrir af hverju greiðslan hefði
átt sér stað. Samkvæmt heimild-
um DV lét Jón Ásgeir hins vegar
ógert að svara kröfunni, hugsan-
lega þá hafna því að honum bæri
að greiða hana og útskýra hvers
vegna. Í stað þess svaraði Jón Ás-
geir bréfinu með þögninni.
Jóni Ásgeiri var svo stefnt í kjöl-
farið þegar fyrir lá að hann myndi
ekki svara. Engin samskipti hafa
því átt á sér stað á milli þrotabús-
ins og Jóns Ásgeirs vegna greiðsl-
unnar.
Engar skýringar
á greiðslunni
Engar útskýringar á milljarðs-
greiðslunni til Jóns Ásgeirs er að
finna í bókhaldi Fons. Þar er ein-
ungis að finna innleggsnótur þar
sem kemur fram að millifæra eigi
upphæðina inn á einka-
reikning hans sam-
kvæmt beiðni. Ekki
hafa fengist upplýs-
ingar um hvar reikn-
ingur Jóns Ásgeirs er
sem lagt var inn á,
hvort hann er hér á
landi eða erlendis.
Pálmi Haralds-
son hefur sent frá
sér tilkynningu þar
sem hann útskýr-
ir greiðsluna með
þeim hætti að um
sé að ræða fjárfesting-
arsamning á milli félags
í eigu Jóns Ásgeirs, Þú
Blásól, og Fons. Þetta
er hins vegar, af
einhverjum
ástæðum, ekki tekið fram í bók-
haldi Fons. Pálmi útskýrði heldur
ekki í yfirlýsingunni af hverju fjár-
festingarsamningurinn hefði ver-
ið gerður.
Vegna fjárfestingar
í Williams
Pálmi segir hins vegar, aðspurður
í samtali við DV, að samningurinn
sem hann ræddi um í yfirlýsing-
unni hafi verið vegna fjárfestingar
sem hann og Jón Ásgeir hafi lagt í
saman í Williams-formúluliðinu
árið 2008. Milljarðurinn hafi verið
lagður inn á reikning Jóns Ásgeirs
vegna þessarar fjárfestingar.
Jón Ásgeir mun hafa
samið við eig-
anda kapp-
akstursliðs-
ins, Frank
Williams, í
byrjun árs
2008 um
að kaupa
10 pró-
senta hlut
í liðinu.
Jón Ásgeir
mun hafa
verið í per-
sónuleg-
um ábyrgðum
gagnvart Willi-
ams-liðinu en
Glitnir ábyrgðist fjárfestinguna.
Fjárfestingin fór út um þúfur og
vegna þessa gerði Williams-lið-
ið tveggja milljarða króna kröfu
í þrotabú Glitnis og hefur komið
fram að líklegt sé að um 30 pró-
sent fáist upp í kröfuna, eða um
600 milljónir. Eftir því sem næst
verður komist gæti Williams-liðið
því krafið Jón Ásgeir persónulega
um eftirstöðvar kröfunnar eða
sem nemur 1,4 milljörðum króna.
Hugsanlegt er því að í þessum
tveimur tengdu málum verði Jón
krafinn um að greiða samtals 2,4
milljarða króna en báðar kröfurn-
ar verður þá hægt að rekja til Willi-
ams-fjárfestingarinnar.
Jón Ásgeir getur svarað
Pálmi segist hins vegar ekki get-
að farið nánar út í samninginn því
hann muni ekki nákvæmlega hvað
átti sér stað og hann vilji að Jón Ás-
geir svari því. „Ég vil bara að hann
svari því. Hann átti hugmyndina
að þessari fjárfestingu. Hann ger-
ir það þá ef hann vill,“ segir Pálmi.
DV hefur ekki náð í Jón Ás-
geir til að spyrja hann út í málið
og hvort hann ætli sér að greiða
milljarðinn sem þrotabúið krefur
hann um. Því hefur DV ekki fengið
nánari svör við því hvernig millj-
arðsgreiðslan út úr Fons til Jóns
Ásgeirs tengist Williams-fjárfest-
ingunni.
Jóni Ásgeiri verður stefnt
persónulega fyrir héraðs-
dómi til að greiða kröf-
una. Stefnan gegn
Jóni Ásgeiri verð-
ur þingfest þann
25. febrúar næst-
komandi ásamt
um tíu öðrum
stefnum frá
þrotabúinu.
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni verður stefnt af
þrotabúi Fons vegna milljarðs króna sem
ekki er gerð grein fyrir í bókhaldi félagsins.
Jón Ásgeir svaraði ekki erindi þrotabús
Fons um að gera grein fyrir greiðslunni.
JÓN FÉKK
MILLJARÐINN
VEGNA
FORMÚLULIÐS
Ég vil bara að hann svari því. Hann átti hugmyndina
að þessari fjárfestingu.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Fjárfestu í Williams Jón Ásgeir og Pálmi fjárfestu í 10 prósenta hlut í Williams-
liðinu árið 2008. Jón Ásgeir er krafinn um greiðslu á einum milljarði króna.
Fjárfesting tengd Williams-liðinu
Pálmi segir að samningurinn við Jón Ásgeir
hafi verið vegna fjárfestingar í Williams-for-
múluliðinu. Hann segist telja að Jón Ásgeir
eigi að svara fyrir greiðsluna.