Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR SÉRSVEITARMAÐUR VILL KÆRA FORSETA Embætti forseta Íslands réði mann í embætti umsjónarmanns fasteigna á Bessastöðum á dögunum þrátt fyr- ir að hann uppfyllti ekki allar kröfur sem tilgreindar voru þegar starfið var auglýst. Aðrir umsækjendur uppfylltu hins vegar öll skilyrði. Einn þeirra, fyrrverandi sérsveitarmaður hjá lög- reglunni, hefur ráðið sér lögmann vegna málsins. Auglýst var í stöðuna í september síðastliðnum og nær 200 manns sóttu um. Í auglýsingunni var sagt að umsjónarmaðurinn þyrfti að hafa meirapróf eða aukin ökuréttindi. DV hefur fengið staðfest hjá for- setaembættinu að sá sem fékk starf- ið vinnur nú að því að afla sér meira- prófsréttinda. Gengið var fram hjá fjölda umsækjenda sem uppfylltu öll skilyrði auglýsingarinnar og þar með talið kröfuna um meirapróf. Um ráðninguna sáu Örnólfur Thors- son forsetaritari og Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri. DV hefur rætt við umsækjend- ur sem eru ósáttir við ráðninguna og veit að alla vega einn umsækjenda er kominn með lögmann í málið. Hjá BSRB, regnhlífarstéttarfélagi ríkis- starfsmanna, fengust þær upplýsing- ar að þar telji menn að óeðlilega hafi verið staðið að ráðningunni. Meirapróf skilyrði Í auglýsingunni, sem birtist í dag- blöðum í september kom fram að umsjónarmaður á Bessastöðum ann- ist almenna vörslu, eftirlit og daglega umsjón með húsakosti, lóð og land- areign á Bessastöðum. Hann þurfi einnig að geta sinnt fjölþættum verk- efnum fyrir embætti forseta Íslands, svo sem akstri og að taka þátt í und- irbúningi og framkvæmd viðburða á Bessastöðum. Ekki voru gerðar sérstakar mennt- unarkröfur til umsjónarmannsins, en þess getið að hann þyrfti þó að hafa meiraróf. Fleiri hefðu sótt um Alls sóttu 189 manns um stöðuna. DV hefur rætt við umsækjendur. Þeir furða sig á að sá sem ráðinn var skuli ekki hafa uppfyllt skilyrði auglýsing- arinnar um aukin ökuréttindi um- sjónarmanns. Hæfasti maðurinn hafi því einfaldlega ekki verið ráðinn. Eftir því sem DV kemst næst hefðu fleiri sótt um ef þeir hefðu vitað að meirapróf væri ekki ótvírætt skilyrði, en hættu við þar sem þeir töldu að án meiraprófs hefðu þeir ekki von um að fá starfið. Hefur að minnsta kosti einn af umsækjendunum óskað eftir form- legum rökstuðningi fyrir ráðningunni hjá Örnólfi Thorssyni forsetaritara. Öllum hnútum kunnugur Einn umsækjandanna, sem gengið var fram hjá, hafði verið afleysinga- maður umsjónarmanns á Bessastöð- um frá 1997 og starfandi umsjónar- maður í fullu starfi í veikindaforföllum allt síðastliðið ár. Hann er lögreglu- maður og starfaði meðal annars í 6 ár í sérsveit lögreglunnar. Hann er einn- ig búfræðimenntaður og hefur meira- próf. Hann uppfyllti því öll skilyrði auglýsingarinnar, auk þess sem hann er öllum hnútur kunnugur eftir langt starf í sömu stöðu og auglýst var í. Faglegra vinnubragða krafist Í handbók um ráðningar hjá ríkinu sem fjármálaráðuneytið gaf út til að leiðbeina forsvarsmönnum hjá rík- inu, er undirstrikað að ráðningar hjá hinu opinbera séu ávallt fram- kvæmdar á faglegan hátt. „Faglegt og skipulagt ráðningarferli miðar að því að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn hverju sinni. Með því er jafn- framt betur tryggt að hlutlægt mat sé ávallt viðhaft við hæfnismatið.“ Í handbókinni er rætt um reglur um auglýsingar hjá ríkisstofnunum. „Gæta þarf sérstaklega að því hvort kveðið sé á um lágmarks- menntun eða önnur lágmarkshæf- isskilyrði í sérákvæðum laga um við- komandi starfsstétt eða stofnun til viðbótar almennum hæfisskilyrðum 6. gr. stml. Í stöku tilvikum kann að vera rétt samkvæmt eðli máls að gera strangari/sértækari kröfur heldur en koma fram í sérákvæðum laga. Slíkar kröfur þurfa að vera málefnalegar og nauðsyn þeirra ótvíræð.“ Meiraprófið nauðsynlegt Viðmælendur DV segja að túlka beri kröfu um meirapróf í auglýsingu forsetaembættisins sem sértæka hæfniskröfu, eins og rætt var um í fyrrnefndum kafla handbókarinn- ar. Ráðningin hafi því verið óeðlileg því samkvæmt reglum þarf að álíta að krafan um meirapróf sé ótvírætt nauðsynleg. Blaðamaður fékk þær upplýsing- ar hjá BSRB að samkvæmt lögum og reglugerðum séu starfsauglýsingar hjá hinu opinbera ótvíræðar. Ekki sé hægt að segja í auglýsingu að krafa sé gerð um meirapróf án þess að álíta í ráðningu að sú hæfni sé ótvírætt skil- yrði. Auk þess sé ekki nægilegt að bera því við eftir á að sá sem var ráðinn sé, eftir að ráðningin hefur átt sér stað, að sækja sér meiraprófið. Þannig beri að álíta þann sem uppfylli skilyrði um meirapróf, hæf- ari en þann sem sé ekki með meira- próf. Það sé því ljóst að samkvæmt reglugerðum sé ráðning forsetaemb- ættisins í starf umsjónarmanns á Bessastöðum óeðlileg. Samkvæmt lögum getur umsækj- andi sem ósáttur er við ráðningu hjá hinu opinbera, skotið máli sínu til umboðsmanns Alþingis. Viðbúið er að það verði reyndin núna. Örnólfur Thorsson vildi ekk- ert láta hafa eftir sér um málið á fimmtudag en hann er staddur ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni for- seta á Alþjóðlega efnahagsþinginu í Davos í Sviss. Nýráðinn umsjónarmaður fasteigna á Bessastöð- um uppfyllti ekki hæfniskröfur í auglýsingu um starfið. Óánægju gætir meðal umsækjenda þar sem gengið hafi verið fram hjá fólki sem uppfyllti öll skilyrði. Sérsveitarmaður sem sótti um starfið íhugar að kæra forseta til umboðsmanns Alþingis. Kröfur þurfa að vera málefna- legar og nauðsyn þeirra ótvíræð. Í umsjón nýs manns Umsjónarmaður á Bessastöðum býr í forsetabústaðnum. „Stjórnkerfið, ráðuneyti og eftirlitsstofnanir, hafa líka liðið fyrir hið flokkslega mat við ráðningar og slík meinsemd veikti getu stofnana til að veita aðhald. Flokksskír- teinið var í mörgum tilvikum mikilvægara en fagleg hæfni; vinátta eða vensl við ráðherra riðu baggamuninn. Þeirri skyldu að bera sannleikanum ávallt vitni í áheyrn valdhafanna var iðulega vikið til hliðar.“ n Ólafur Ragnar Grímsson forseti í nýársávarpi sínu. Faglegar ráðningar og forsetinn Ræddi faglegar ráðningar í ávarpi Ólafur Ragnar Grímsson ræddi um mikilvægi faglegrar hæfni umsækjanda hjá hinu opinbera. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Óeðlileg ráðning Forsetaembættið er talið hafa beitt óeðlilegum vinnubrögð- um við ráðningu. Örnólfur Thorsson hafði umsjón með ráðningunni. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.