Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR Arion banki glímir við yfirmanna- vanda því tveir af yfirmönnum bankans hafa fengið sálfræðiráð- gjöf, yfirmenn fjármálasviðs og tölvudeildar. Starfsmenn deildanna hafa einnig sótt viðtöl hjá sálfræð- ingi, ýmist í einstaklings- eða hóp- meðferð, en nú er svo komið að nokkrir af átta starfsmönnum fjár- málasviðsins hafa annaðhvort sagt upp störfum eða óskað eftir flutn- ingi. Mikið hefur gengið á hjá fjár- málasviði Arion banka undanfarið ár. Samkvæmt heimildum DV eru starfsmenn þess óánægðir með yfir- mann deildarinnar en allur hópur- inn, yfirmaður og undirmenn, sótti tvívegis fundi með sálfræðingi sem fór yfir mannleg samskipti á vinnu- stað. Eftir því sem DV kemst næst áttu fundirnir sér stað síðastliðið sumar og um haustið var yfirmað- urinn síðan kallaður sérstaklega til viðtals hjá sálfræðingnum. Falleinkunn í könnun Síðustu mánuði hefur yfirstjórn bankans einnig þurft að glíma við óánægju innan tölvudeildarinnar og hefur utanaðkomandi sálfræð- ingur verið fenginn til að vinna með deildinni. Starfsmenn deildarinn- ar eru, líkt og starfsmenn fjármála- sviðsins, óánægðir með yfirmann sinn en flestir þeirra gáfu honum falleinkunn í nýlegri starfsmanna- könnun innan fyrirtæksins. Starfsmennirnir óánægðu, sem samkvæmt upplýsingum frá bank- anum eru níu talsins, voru sendir í sálfræðiviðtöl, einn og einn í einu, og talsmaður bankans, Berghild- ur Erla Bernharðsdóttir, fullyrðir að yfir maður deildinnar hafi einnig verið tekinn í viðtal hjá sálfræðingn- um. Hún segir að áfram verði unnið að farsælli lausn innan deildarinnar í samstarfi við umræddan yfirmann og undirmenn hans. Nokkrir hættir Aðspurð staðfestir Berghildur Erla að samskiptavandi hafi komið upp á fjármálasviðinu og segir hún að þrír starfsmenn hafi hætt á svið- inu frá því vandinn kom upp. Hún leggur áherslu á að Arion banki sé stór vinnustaður og því séu hin- ir óánægðu starfsmenn deildanna tveggja lítið brot af heildinni. „Það var eitthvað smávægilegt sem kom upp á síðastliðið sumar en í dag gengur þar mjög vel. Deildin var átta manna og það eru tveir farnir og þriðji maðurinn fer í önnur störf innan bankans. Ég get hins vegar ekki tjáð mig um það hverjir fá sál- fræðiráðgjöf eða eitthvað slíkt,“ segir Berghildur Erla. „Við reynum yfir höfuð að taka faglega á þeim málum sem upp koma, það er markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú. Í hverju tilviki fyrir sig er það metið hvort það er starfs- mannaþjónusta okkar sem tekur á málinu eða utanaðkomandi sér- fræðingur. Það er ekkert óeðlilegt á stórum vinnustað að ágreining- ur komi upp, sérstaklega í hinu erf- iða umhverfi sem bankastarfsmenn hafa þurft að starfa í undanfarin misseri.“ Yfirmanni fjármálasviðs Arion banka hefur verið gert að hitta sálfræðing í kjölfar þess að nokkrir undir- menn hans hafa ýmist sagt upp störfum eða óskað eftir flutningi undanfarna mánuði. Hann er annar í röð yfirmanna bankans sem nú fær aðstoð sálfræðings. YFIRMENN TIL SÁLFRÆÐINGS n Hver og einn eyðir miklum tíma í vinnunni og því er mikilvægi starfsánægju augljóst. Oft á tíðum vinnur fólk mjög náið og þarf að eiga góð samskipti. Þá reynir mjög á færni yfirmanna þannig að vinnufélagar geti rætt málin sín á milli og aðstoðað hver annan þegar við á. Oft koma upp erfið mál á vinnustöðum en ákaflega mikilvægt er að stjórnendur taki rétt á málum og grípi tafarlaust inn í. Einelti má skilgreina á þann veg að það sé endurtekin framkoma eða hegðun sem er til þess fallin að særa, niðurlægja, lítilsvirða, móðga, mismuna, ógna eða valda vanlíðan hjá þeim einstaklingi sem fyrir því verður og hann upplifir þessar athafnir þannig. Einelti er ekki bara bundið við skóla heldur finnst það á vinnustöðum líka. Skýringar á einelti eru taldar tengjast stjórnunarháttum í fyrirtækjum, starfsanda sem einkennist af samkeppni, öfund og virðingarleysi. Einelti getur verið tengt sjálfu starfinu í gegnum vinnuálag, takmörkuðu frjálsræði í starfi, eða óvissu um hlutverk. Í rauninni hefur fyrirtækjamenningin mikið um það að segja hvort einelti þrífst eða ekki. EINELTI Í VINNUNI* n 1. Starfstengt einelti Upplýsingum haldið leyndum fyrir starfsmanni, starfsreglum breytt án samráðs n 2. Persónulegar árásir Til þess gerðar að draga úr sjálfstrausti starfsmanns og niðurlægja í viðurvist annarra n 3. Félagsleg einangrun Starfsmaðurinn er skilinn út undan, er ekki boðinn í vinnustaðateiti o.fl. í þessum dúr n 4. Hótanir og andlegt ofbeldi n 5. Stríðni og rógburður n 6. Líkamlegt ofbeldi ÁHRIF EINELTIS – Sálræn líðan þess sem fyrir einelti verður versnar, t.d. með kvíða, þunglyndi, skertu sjálfstrausti eða tilfinningadeyfð – Líkamleg heilsa þolanda skaðast - áhrifin birtast í streitueinkennum svo sem tíðum höfuðverkjum, magaverkjum, lystarleysi o.fl. – Starfsánægja og geta þolanda til þess að sinna starfi sínu minnkar – Eineltið veldur vanlíðan allra á vinnustaðnum, hvort sem þeir eru þolendur, gerendur eða verða einfaldlega varir við það – Afkastageta starfsmanna fer dvínandi sem og almenn starfsánægja *Heimild: velvakandi.is Lærðu að þekkja einelti í vinnunni n Virðing n Traust n Jákvæðni n Heiðarleiki n Kurteisi n Tillitssemi n Hjálpsemi Af vefsvæði velvakanda.is Góð samskipti og tengsl milli starfsmanna nást fram með því að fyrirtæki skapi gott starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á ábyrgð stjórnenda til að móta sam- skipti, sýna fordæmi og viðhalda góðum starfsanda. Góð samskipti starfsmanna eru undirstaða þess að fólk geti unnið saman í hópum og að upplýsingar innan fyrirtækis berist manna í millum. Stuðningur við vinnufélaga, hrós og hvatning til góðra verka eru liðir í jákvæðum samskiptum á vinnustað. Fýluköst, óþarfa reiði, orðbragð, þrúgandi þögn, baktal og einelti eru aftur á móti dæmi um neikvæða þætti sem geta brotið niður starfsanda. Lykilatriði í samskiptum TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það var eitthvað smávægilegt sem kom upp á síðast- liðið sumar en í dag gengur þar mjög vel. Fá hjálp Yfirstjórn Arion banka hefur tvívegis þurft að kalla til sálfræðing vegna óánægju starfsmanna með yfirmenn deilda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.