Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 40
NÝ STÖÐ Á AKUREYRI Mörg okkar eru staðráðin í að komast í form í janúar og í dag virðist allt tengt heilbrigðum lífsstíl vera í tísku. Nú hefur ný og stór líkamsræktarstöð verið opnuð á Ak- ureyri. Stöðin heitir Þrekhöllin og er staðsett alveg við Sundlaug Akureyrar svo stæltir kroppar geta stungið sér út í og kælt sig í lauginni eftir erfiðar æfingar. Flott viðbót við líkamsræktarflór- una fyrir norðan. Samkvæmt rannsókn virðast karl- menn þurfa að vera sérlega aðlaðandi til að eiga möguleika á einnar nætur gamni á meðan þeir setja ekki háar kröfur á útlit bólfélaga sinna. Vísinda- menn sálfræðideildar Brunel-háskól- ans í Bretlandi segja karlmenn líklegri til að stunda einnar nætur gaman og að konur setji kröfurnar hátt þegar kemur að útliti hjásvæfna sinna. Rætt var við 427 karlmenn og 433 konur í þremur löndum, Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Ítalíu. Fólkið var beðið um að ímynda sér aðstæður þar sem einstaklingur af gagnstæðu kyni myndi stíga í vænginn við það og hvort útlit viðkomandi hefði áhrif á útkom- una. Í ljós kom að þýskir karlmenn fara síður í rúmið með ókunnugum en amerískir og ítalskir karlmenn og Ameríkanar enn síður en Ítalir. Karl- menn landanna þriggja voru líklegri til að fara heim með huggulegum eða ágætlega útlítandi konum en ómynd- arlegum. Þá skiptir hins vegar ekki máli hvort konan er afar aðlaðandi eða sæmilega útlítandi. Hjá konunum skiptir útlitið meira máli. Konur allra landa myndu mun frekar fara í rúmið með fjallmyndarlegum karlmönnum en öðrum. Afar fáar vildu fara heim með þeim sæmilegu eða ómyndar- legu en enginn munur mældist þar á milli. Karlmenn gera minni útlitskröfur til hjásvæfna sinna en konur: FALLEGIR KARLAR SOFA HJÁ UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is 4 RÁÐ TIL AÐ SOFA BETUR Undirbúðu líkamann Krepptu tærnar og teldu upp að sjö. Taktu hvern vöðvahóp fyrir, frá tám upp að hálsi og sjáðu hvort þú náir ekki að slaka á. Taktu glósur Dagleg rútína hefur áhrif á svefn. Haltu skrá yfir fjölda kaffibolla, hvort þú hafir verið dugleg í ræktinni og hvað þú borðaðir. Reyndu að komast að því hvaða athafnir koma í veg fyrir góðan nætursvefn. Kældu herbergið Flestir eiga auðveldara með að sofna og sofa betur ef loftið í her- berginu er í kaldara lagi. Opnaðu glugga og hleyptu ferska loftinu inn. Tæmdu hugann Ekki velta þér upp úr öllum vandræðum heimsins einmitt þegar þú leggst á koddann. Reyndu frekar að sjá fyrir þér einhverja paradís, líkt og sólríka strönd með hvítum sandi. FALLEGT FÓLK BÝR Í BORGUM Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að fallegt fólk er líklegra til að eiga fleiri vini og hafa betri félagslega stöðu. Það, segja þeir, útskýrir af hverju við eyðum milljónum í snyrtivör- ur á hverju ári til að reyna gera okkur meira aðlaðandi. Það sem kemur líklega meira á óvart er að búseta virðist einnig hafa áhrif á útlit. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar skipti meira máli fyrir konur í þéttbýli að líta vel út en konur í dreifbýli. Í borgum sé litið á heilbrigt og aðlaðandi útlit sem merki um góða and- lega heilsu og æskilegt jafnvægi. Í sveitum fari vinasambönd minna eftir vali og meira eftir því hverjir séu á staðnum. Ingibjörg Egilsdóttir, fegurðardrottning og fyrirsæta, hefur nælt í flottan samning á módel- skrifstofu í New York. Ingibjörg heldur sér í formi með hollu mataræði og reglulegri hreyf- ingu en er á móti öllum öfgum. Ingibjörg segir leyndarmálið að vera aktíf í daglegu lífi en sjálf er hún ekki feimin við að bresta í söng og dans á almannafæri ef hún heyrir flott lag. 40 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 LÍFSSTÍLL Einnar nætur gaman Í rannsókninni kom í ljós að ítalskir karlmenn eru þeir lausgirtustu. „Sem fyrirsæta verð ég að halda mér í góðu formi. Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á hreyfingu og var alltaf í íþróttum sem barn og unglingur og er svo heppin að þurfa aldrei að spá í hvað ég set ofan í mig. Ég ólst upp við hollan mat og var alltaf látin taka víta mín og það hefur fylgt mér út lífið,“ segir Ingibjörg Egilsdóttir, fegurðardrottning og fyrirsæta, sem hefur dvalið í New York upp á síð- kastið þar sem hún er komin með samning á módelskrifstofu. Ingibjörg fór upphaflega til Amer- íku eftir keppnina Ungfrú alheimur í boði Donalds Trump og hans fólks og leist vel á. „Ég kynntist mörgu fólki og þannig opnuðust möguleik- ar svo ég ákvað að prófa. Ég hef ver- ið að fljúga heimshorna á milli til að vinna að hinum ýmsu verkefnum og flaug til að mynda til Nýju-Dehli á Indlandi í byrjun síðasta mánað- ar til að taka þátt í alþjóðlegri tísku- viku. Prufurnar fyrir það fóru fram í New York og tóku marga daga. Mjög margar stelpur vildu næla í verkefn- ið og ég var ein af fáum fyrirsætum sem komust í gegn,“ segir Ingibjörg sem heimsótti ungfrú Indland eftir tískuvikuna og dvaldi hjá henni og fjölskyldu hennar í nær tvær vikur. „Þannig upplifði ég allt aðra hlið á hinu daglega lífi á Indlandi sem var yndilegt en skrítið um leið.“ Ingibjörg segist ávallt huga að mataræðinu en að hún sé laus við allar öfgar. „Ég borða alltaf morgun- mat og þá er það hafragrautur sem verður fyrir valinu. Svo er ég bara að borða eins og aðrir. Ég er mikill sæl- keri og forðast hvorki sykur né hvítt hveiti en borða mikið af ávöxtum og grænmeti og passa mig á að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Við þurfum að fá ákveðna næringu úr öllum fæðuflokkum og mitt besta ráð er að borða fjölbreytta fæðu en gæta hófs. Það verður enginn feitur af einu súkkulaði eða af því að fá sér pítsu við og við. Það er heildin sem skiptir máli,“ segir Ingibjörg sem þykir mikilvægt að vera heilbrigð og góð fyrirmynd. Ingibjörg stundar reglulega lík- amsrækt og reynir að fara þrisvar í viku í ræktina. „Í ræktinni nota ég mest lóð til að tóna líkamann og fer líka út að hlaupa eða synda. Marg- ar konur eru hræddar við að lyfta en sá ótti er byggður á misskilningi því lóðin hjálpa þér að byggja upp flott- an líkama. Svo á ég líka leyndarmál sem er að taka dansspor þegar ég heyri uppáhaldslagið mitt þegar ég er heima að þrífa. Ég er ekkert feim- in við að bresta í söng og dans á al- mannafæri ef tónlistin er flott. Þetta er ekki spurning um að púla í leið- indum heldur að vera bara aktífur í hinu daglega lífi.“ indiana@dv.is TÓNAR LÍKAMANN MEÐ LÓÐUM Skiptu mjólkursúkklaðinu út fyrir dökkt Leitaðu að minnsta kosti að 60% súkkulaði sem er fullt af andoxunarefnum sem hjálpar frumunum að haldast unglegum. Dökkt súkkulaði hækkar ekki kólesterólið. Skenktu þér rautt í stað hvíts Rauðvín, líkt og dökkt súkkulaði, er ríkt af andoxunar- efnum frá húð vínberjanna. Hófsemi er lykilorðið. Skiptu diet-gosinu út fyrir vatnið Enginn drykkur í heimi er jafnmikilvægur og vatnið. Sumir óttast gerviefnin í léttgosinu og til hvers að vera að taka sénsinn? Vatnið er líka ókeypis. Veldu fitulausa jógúrt Mjólkurvörur eru ríkar af kalki og D-vítamíni sem held- ur beinunum heilbrigðum. Passaðu bara sykurmagnið. Fiskur í stað kjöts Skiptu kjötmáltíðinni einstöku sinnum út fyrir fiskinn. Fiskur er ríkur af prótíni og fullur af hollri fitu og omega-3 fitusýrum. VELDU HOLLARI KOSTINN: Fitt og flott Ingibjörg er stórglæsileg, enda vinsæl fyrirsæta, en hún tók meðal annars þátt í tískuviku á Indlandi í síðasta mánuði. MYND ARNOLD BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.