Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 20
DRAUMASTARFIÐ AÐ SELJA BÍLA Lengi vel var ég þeirrar skoðunar að tónlist væri ekki þess virði að hlusta á nema hún hefði að geyma grípandi laglínu, engil-saxneskan texta og væri flutt af Bítlun- um. Langt fram eftir unglingsárunum þrjóskaðist ég við að gera undantekn- ingu á þessari skoðun minni, en gaf örlítið eftir svo fremi sem tónlistin væri ekki samin löngu eftir árið 1970. Á menntaskólaárum mínum var ég kynntur fyrir hljómsveit- um á borð við Gentle Giant og Weather Report og gítarleikar- inn Al DiMeola eignaðist enn einn aðdáandann og við tók nýtt tímabil í tónlistarhlust- un minni. Þó skal tekið fram að ég var ekki reiðubúinn að kasta fyrir róða eldri átrún- aðargoðum mínum. En fordómar mínir, eða tónlistarsmekkur minn, einskorðuðust ekki eingöngu við erlenda tónlist því ég var, og er nokkurn veginn enn, þeirrar skoðunar að almennileg tónlist hefði ekki verið samin á landi elds og ísa síðan Langspil Jóhanns G. var og hét. Ég hef alla jafna verið afskaplega stoltur af þeirri staðreynd að afar fáar íslenskar plötur er að finna í safni mínu. Í svipinn man ég eftir nokkrum plötum með Grafík, Transparency með Roof Tops, Langspili með Jóhanni G., Ríó Tríói (já, brosið þið bara í kampinn) og plötunni Strump- arnir bjóða gleðileg jól (og setjið upp hæðnisglott). Það skal reyndar tekið fram að ég keypti ekki Strumpaplötuna og mér er með öllu hulið hvernig hún endaði í safninu – einmitt, það er nefni- lega það! En eftir því sem árin liðu þá dofnaði áhugi minn á tónlist og það var helst að ég setti plötu á fóninn, og síðar disk í spilar-ann, um sama leyti og ég opnaði þriðja baukinn. Rokkarinn vaknaði til lífsins og nágrannar mínir tóku þátt í gleðskapnum nauðugir viljugir. En þess var skammt að bíða að jafnvel með mér vöknuðu efa- semdir um ánægjuna af þeirri hlustun og það var engu líkara en einn bræðra minna læsi hug minn því á afmælisdegi mínum fyrir mörgum árum gaf hann mér disk með tónlist Brahms, Albinoni, Mozarts og annarra löngu genginna meistara í flutningi Fílharmón- íuhljómsveitar Berlínar undir stjórn Herberts von Karajan. Bróð- ir minn bað mig reyndar að leggja út fyrir diskinum – hann myndi gera upp við mig seinna, en það er önnur saga. Klassísk tónlist var mér ekki með öllu ókunnug, en samt – evreka! Nýtt skeið var runnið upp í tónlistarupplifun minni og þrátt fyrir að ég hefði takmarkað vit á þeirri tónlist sem um ræddi, og hún hvorki innihéldi engilsaxneskan texta (reyndar engan texta yfirhöfuð) né væri leikin af Bítlunum, velktist ég ekki í vafa um að mér líkaði það sem ég heyrði. Á miðvikudaginn var mér boðið á tónleika á Kjarvalsstöðum í tilefni 254. ártíðar Mozarts. Þrátt fyrir að ég telji nú allmörg árin hefur mér blygðunarlítið tekist að sniðganga klassíska tónleika, en í ljósi þeirrar stefnubreytingar sem orðið hefur á tónlistaráhuga mínum ákvað ég að slá til og þáði boðið með þökk- um. Síðustu tónleikar sem ég fór á fyrir miðvikudagskvöld voru með gamla CCR-refnum John Fogerty en ég gerði mér grein fyrir því að á Mozart-tónleikunum myndi ég feta nýja og framandi stigu. Fyrsta verkið sem flutt var var dúó fyrir fiðlu og víólu í G-dúr og það var ekki fyrr en ég lokaði augunum að ég skynjaði heildaráhrif tónlist- arinnar. Í dag spyr ungt fólk gjarna hvort einhver hafi „séð“ nýja lagið með Sálinni eða The Farters, eða hvað þessar hljómsveitir heita í dag. Mér er ekki til efs að til sé fólk sem hafi þá náðargáfu að geta séð lög og tónlist, en þegar ég ólst upp var talað um að hlusta á tónlist og heyra hana, en það er af sem áður var því nú virðist ungt fólk og aðeins eldra bara sjá lögin. Á tónleikunum stóð ég mig að því að fylgjast um of með fingr-um hljóðfæraleikaranna og horfa of mikið í stað þess að leggja við hlustir og tónlistin fór eiginlega fyrir ofan garð og neðan. Það var ekki fyrr en ég lygndi augunum aftur og hlustaði að veröld Mozarts laukst upp fyrir mér. Eftir þessa merku uppgötvun urðu tónleikarnir veisla fyrir eyrun og dúó fyrir selló og fagott í B-dúr gældi við hlustir mínar. Slíkt hið sama er að segja um hápunkt tónleikanna, divertimento í B-dúr fyr- ir 2 fiðlur, víólu, selló og 2 horn. Það skal tekið fram að við flutning þess verks leyfði ég mér endr- um og sinnum að rifa augun nánast svo þeim fyndist þau ekki vera hlunnfarin. – Mér er ljóst að þeir dagar þegar ég sit með Uriah Heep, Deep Purple eða Bítlana í botni á þriðja eða fjórða bauk eru sennilega liðnir og því vaknar hjá mér spurningin: Hvernig ætli það sé að vera kominn á fimmta bauk með Mozart í botni? MEÐ MOZART Í BOTNI „Ég er búinn að vera bíla- sali í þrjú og hálft ár. Ég var áður framkvæmdar- stjóri Hróa Hattar lengi og svo bauðst mér að kaupa Höfðabíla og ég ákvað að skella mér á það – af hverju ekki, hugsaði ég,“ segir Högni Jökull Gunn- arsson, eigandi Höfða- bíla og bílasali. Högni hef- ur alltaf haft gríðarlegan áhuga á bílum, alveg frá því að pabbi hans var að selja og kaupa bíla í gamla daga. „Áhuginn á bílum kemur frá pabba. Það er líka gott að hafa vit á bíl- um þegar maður er að selja slíka,“ segir hann og hlær. Hummerinn fer ekki um þröngar götur Fyrir utan að vera bíla- sali er Högni einnig með fyrirtækið limo.is þar sem hann býður fólki að eiga notalega stund um borð í stærstu límósínu lands- ins, hvítum Hummer sem tekur sautján farþega og hefur mikið loftpláss. „Hann er alveg merkilega góður í umferðinni,“ segir Högni aðspurður hvernig sé að keyra Hummerinn. „Það er ekkert hægt að fara inn um þröngar hliðargöt- ur niður í miðbæ en hann fer ljúflega um hér í borg- inni.“ Límósínan er ein- stök að því leyti að hún er hærri enn aðrar límósínur að innan og þar af leiðandi fer betur um mann. Í lím- ósínunni má meðal annars finna sex sjónvarpskjái og arin svo fátt eitt sé nefnt. Á sjálfur 10 bíla Högni er mikill bílaáhugamaður eins og áður segir. Bíla- salan hans, Höfðabílar, eiga flesta bílana sem eru á þeirra plani og segir Högni að það sé í flestum tilfellum betra. „Ég sjálfur á 10 bíla. Hér gerum við eins og í Bandarikjunum, það tekur ekkert marga daga að kaupa bíl hérna eins og á svo mörgum stöðum. Hér er allt klárað.“ Högni segir að desember og janúar séu yfirleitt róleg- ir í bílasölu en samt hefur verið nóg að gera. „Það er allt- af einhver traffík hérna. Það passar einhvern veg- inn ekki saman að kaupa bíl með jólapökkunum en samt er alltaf selt eitt- hvað. Janúar hefur síðan alltaf verið rólegur, alveg frá því ég byrjaði í þessum bransa. Samt byrjaði jan- úar með miklum hvelli hjá okkur og við seldum grimmt, en það hefur að- eins farið niður núna.“ Með bíladellu á háu stigi Högni segir að starf bílasala sé afar skemmtilegt og oft mikið um að vera. Þó það hafi róast eftir hrunið. „Fólk er náttúrulega að borga fyrir þjónustu. Ég held að flestir bílasalar í dag séu strangheiðarlegir. Það voru ótrúlegustu bílasölur sem poppuðu upp í góðærinu sem minntu helst á Remax. Þar var einn löggiltur bíla- sali og svo voru sölufulltrú- ar sem voru bara að reyna að selja. Það er að mestu liðið undir lok að ég held.“ Hann segir að hann sjálfur hafi verið allt- af mikið í að kaupa og selja bíla, alveg frá blautu barnsbeini. „Þetta er pínu della, ég hef yfirleitt ekki verið á sama bílnum í langan tíma. Þegar ég var 15 ára eignaðist ég minn fyrsta bíl og ári síðar var ég búinn að eiga tvo og svo framvegis.“ Hvers vegna ekki Högni segir að starfið sé draumastarf – allavega fyrir sig sjálfan. „Það er mjög gaman að vinna við áhugamálið, það er ekki alltaf sem það er þannig. Peningarnir heilla ekkert alltaf en það er gaman að vinna við áhugamálið. Ég var í veitingageiranum og maður er kominn með fjögur börn, þá var oft erfitt að vinna allar helgar, alla frídaga og öll kvöld. Þannig ég var farinn að hugsa mér til hreyfings og leyta að fjölskyldu vænni starfi. Svo þegar þetta datt upp í hendurnar á mér, þá hugsaði ég hvers vegna ekki. Þetta er áhugamálið mitt númer eitt tvö og þrjú.“ benni@dv.is Högni Jökull Gunnarsson hefur verið bíla- sali í þrjú ár. Þar áður var hann í veitinga- geiranum en þegar fjölskyldan stækkaði vildi hann komast í fjölskylduvænna starf. Hann hefur gríðarlegan áhuga á bílum og hefur fyrir löngu misst tölu á þeim bílum sem hann hefur átt. 20 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 UMRÆÐA KOLBEINN ÞORSTEINSSON skrifar HELGARPISTILL bílasala Á skrifstof- unni Högni á heimavelli, seljandi bíla á skrifstofunni. Mótorhjól, dekk og bón Bílasalan Höfðabílar selur ekki bara bíla. Þar eru einnig mótorhjól, dekk og svo er Högni með umboð fyrir Mothers-bílavörur. Bullandi gangur Högni segir að janúar sé rólegur mánuður í bílasölu, samt er alltaf nóg að gera. MYNDIR RAKEL ÓSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.