Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 HELGARBLAÐ HÁTT Í HUNDRAÐ FARNIR Frá því í júní árið 2008 hefur ver- ið fækkað um hátt í hundrað starfs- menn hjá RÚV, að minnsta kosti. Í júní 2008 var fækkað um 20 svoköll- uð stöðugildi. Þá voru átta beinar uppsagnir, ekki var ráðið í aðra átta og einnig var ekki enduráðið í fjórar afleysingastöður. Í nóvember 2008 var svo 21 starfsmanni sagt beint upp og einnig 23 verktakasamningum. Ein af þeim uppsögnum var dregin til baka. Nú síðast í janúar var svo fækk- að um 29 stöðugildi og þar af 16 með beinum uppsögnum 17 starfs- manna og 13 „með öðrum hætti“, eins og það er orðað í fréttatilkynn- ingu frá RÚV. Séu þá þau stöðugildi talin sem fækkað hefur verið um og þeir verk- takasamningar sem sagt hefur ver- ið upp hafa að minnsta kosti 92 starfsmenn verið látnir fara á þessu tímabili. Þeir gætu þó verið töluvert fleiri þar sem fleiri en einn starfs- maður getur skipað eitt stöðugildi. Til dæmis ef starfsmaður er í hluta- starfi. Yfirstjórn RÚV vildi ekki gefa upp nákvæmari upplýsingar um uppsagnirnar sökum trúnaðar við starfsmenn. Af þeim starfsmönnum sem DV ræddi við, núverandi og fyrrverandi, virðist vera almenn óánægja með hversu harkalega niðurskurðurinn hefur lent á frétta- og dagskrárgerð- arfólki í bæði sjón- og útvarpi. Með því sé verið að skerða vöruna til við- skiptavinar RÚV sem er almenn- ingur. Á meðan hefði verið hægt að endurskipuleggja fyrirtækið og minnka yfirstjórn þess í staðinn. Á tæpum tveimur árum hefur verið fækkað um að minnsta kosti 92 starfsmenn hjá RÚV. Fækkað var um 20 stöðugildi í júní 2008, 20 í nóvember 2008 og 23 verktakasamningum sagt upp og svo núna síðast var fækkað um 29 stöðugildi. RÚV vill ekki gefa upp fjölda starfsmanna sem hefur verið sagt upp en fleiri en einn starfsmaður getur skipað í hvert stöðugildi. ÞEIM VAR SAGT UPP STÖRFUM Í JANÚAR Fréttastofa Friðrik Páll Jónsson Guðrún Frímannsdóttir Jóhanna Margrét Einarsdóttir Elín Hirst fréttamaður Borgþór Arngrímsson Kastljós Jóhanna Vilhjálmsdóttir Þóra Tómasdóttir Elsa María Jakobsdóttir Svæðisstöðvar Karl Eskil Pálsson, fréttamaður Akureyri Guðrún Sigurðardóttir, fréttamaður Ísafirði Ásgrímur Ingi Arngrímsson, fréttamaður Egilsstöðum Hafdís Erla Bogadóttir, markaðsfulltrúi Egilsstöðum Heiður Ósk Helgadóttir, tæknimaður Egilsstöðum Gunnlaugur Starri Gylfason, tæknimaður Akureyri Rás 1 Ólöf Sigursveinsdóttir, dagskrárgerðarmaður Þulur Katrín Brynja Hermannsdóttir Matthildur Magnúsdóttir Anna Rún Frímannsdóttir Eva Sólan Margrét Rós Sigurlaug Jónsdóttir UPPSAGNIR ÁRIÐ 2008: Káta maskínan Þorsteinn Joð Vilhjálmsson Íþróttadeild Valtýr Björn Valtýsson Svæðisstöðvar Hildur Jana Gísladóttir, fréttamaður Akureyri Rás 2 Gestur Einar Jónsson Fréttastofa Guðfinnur Sigurvinsson Berghildur Erla Bernharðsdóttir Guðrún Sigurðardóttir, fréttakona á Ísafirði: Líka gáfað fólk úti á landi „Við vissum af uppsögnum en ég hélt nú að svæðisútvörpin myndu fá að lifa,“ segir Guðrún Sigurðar- dóttir, fráfarandi fréttakona á Ísa- firði og umsjónarmaður svæðis- útvarps Vesturlands og Vestfjarða, ásamt Gísla Einarssyni. „Maður hélt að það væri nú ekki hægt að skera meira niður hérna fyrir vest- an.“ Guðrún segist ekki enn vera búin að vinna úr uppsögninni og áhrifum hennar á sig. „Maður kveikir ekki strax á þess- ari peru. Maður er bara ekki búinn að vinna úr þessu öllu saman,“ seg- ir Guðrún sem var í göngutúr þegar blaðamaður DV náði af henni tali. „Fyrst Þóra (Tómasdóttir) er að fara til Noregs ætli ég fari þá ekki bara til Grænlands,“ bætir hún létt við en segist fyrst og fremst ætla nota tím- ann á næstunni til þess að hvíla sig og hugsa málin. Að mati Guðrúnar hefur breyt- ing RÚV í opinbert hlutafélag ekki heppnast vel. „Ég veit ekki hvað er búið að segja upp mörgum síðan að RÚV varð ofh. Síðast var það febrú- arslátrun og núna var það janúar- slátrun.“ Að mati Guðrúnar hefur metnaður innan RÚV farið minnk- andi og það þykir henni miður. „Til dæmis bara að halda uppi þessu málfarsfasisma, að vernda íslenskt mál. Mér finnst það mjög mikilvægt og ekki eitthvað sem ætti að slaka á. Svo er líka til gáfað fólk úti á landi. Fólk sem getur gert góða útvarps- þætti og notað þessi ódýru stúdíó sem eru til staðar. Þó að ég missi vinnuna þá er fjöldinn allur af öðru fólki sem getur gert góða útvarps- þætti.“ Þá segir Guðrún það almennt áhyggjuefni hversu mikið af blaða- og fréttafólki hefur verið sagt upp undanfarin misseri. „Maður ótt- ast bara að það verði ekki nægilega margir eftir á vaktinni til að veita nauðsynlegt aðhald í uppbygging- unni.“ Elín Hirst fréttakona: Taldi sig örugga „Ég fékk uppsagnarbréf eins og all- ir aðrir sem var sagt upp á frétta- stofunni,“ segir Elín Hirst frétta- kona og stjórnandi Fréttaaukans. „Það eru þó ákveðnar viðræður í gangi um dagskrárgerðarverkefni á næstunni þannig að framtíðin er nokkuð óljós eins og er,“ bætir Elín við og því ekki ólíklegt að hún taki aftur til starfa hjá RÚV. Elín, sem er ein þekktasta og reynslumesta fjölmiðlakona landsins, segist hafa búist við niðurskurði hjá RÚV um leið og fjárlögin fyrir árið 2010 voru samþykkt. „Uppsögnin kom samt sem áður mjög flatt upp á mig og maður heldur alltaf að manni sjálf- um verði ekki sagt upp.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.