Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 32
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Gunnlaugur Valgarð Ólafsson Briem HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Í REYKJAVÍK Valgarð fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá VÍ 1945, embættisprófi í lögfræði 1950, stundaði fram- haldsnám í sjórétti og sjótrygg- ingum í London 1950-51 og hefur sótt ýmis námskeið í sjórétti. Valgarð var lögfræðingur BÚR 1951-59, jafnframt fram- kvæmdastjóri umferðarnefnd- ar Reykjavíkur 1955-59, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar 1959-66 en starfrækti eig- in lögmannsstofu í Reykjavík frá 1961 og með syni sínum, Garðari Briem, 1991-2005. Valgarð var formaður Mál- fundafélags VÍ 1942, sat í stjórn Heimdallar 1943-49, í stjórn Nemendasambands VÍ 1946- 50 og 1967-73, formaður Vöku 1947-48, í stjórn Byggingasam- vinnufélags starfsmanna Reykja- víkurborgar 1954-67 og formað- ur 1957-67, í Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur 1963-67 og formaður 1966 og 1967, formaður hverfa- félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi 1969-71, formað- ur Varðar 1972-73, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1972, vara- borgarfulltrúi í Reykjavík 1974- 86, formaður umferðarnefnd- ar Reykjavíkur 1974-78, í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavík- urborgar 1974-82 og formaður 1974-78, formaður Umferðarráðs 1986-90 og í stjórn Hins íslenska sjóréttarfélags frá 1986-90. Fjölskylda Valgarð kvæntist 14.3. 1950 Bentu Margréti Jónsdóttur Briem, f. 6.5. 1925, húsmóður. Hún er dótt- ir Jóns Steingrímssonar, sýslu- manns í Borgarnesi, og k.h., Karítasar Guðmundsdóttur hús- móður. Synir Valgarðs og Bentu Mar- grétar eru Ólafur Jón, f. 9.3. 1953, skipaverkfræðingur hjá Siglinga- málastofnun, var kvæntur Sess- elju Margréti Magnúsdóttur sem er látin; Garðar, f. 16.3. 1956, hrl. í Reykjavík, kvæntur Elínu Magnús- dóttur sjúkraþjálfara, en fyrri kona hans var Áslaug Björg Viggós- dóttir; Gunnlaugur, f. 27.8. 1960, viðskiptafræðingur i Reykjavík, kvæntur Hönnu Björgu Marteins- dóttur húsmóður. Systkini Valgarðs: Margrét Þuríður Ólafsdóttir Briem, f. 24.12. 1912, d. 1994, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún Ólafsdóttir Briem Björnsson, f. 9.4. 1915, nú látin, lengst af húsmóðir í Borg- arnesi; Gunnlaugur Friðrik Ólafs- son Briem, f. 27.5. 1918, nú látinn, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Ólafur Briem, f. 25.1. 1933, nú lát- inn, deildarstjóri hjá Flugleiðum í Reykjavík. Foreldrar Valgarðs: Ólafur Jó- hann Gunnlaugsson Briem, f. 14.7. 1884, d. 19.11. 1944, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og k.h., Anna Valgerða Claessen, f. 22.8. 1889, d. 8.5. 1966, húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Gunnlaugs Briem, alþm. og verslunarstjóra í Hafnarfirði, bróðir Páls amt- manns, afa Sigurðar Líndal laga- prófessors. Systir Gunnlaugs var Kristín, amma Gunnars for- sætisráðherra og Jónasar borg- arfógeta og Sigríðar Thorodd- sen, móður Jóns Tómassonar, fyrrv. ríkislögmanns og borgar- lögmanns. Gunnlaugur var son- ur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynisstað, bróður Valdimars sálmaskálds og Ólafs á Grund, langafa Davíðs Stefánsson- ar skálds og Odds læknis, föður Davíðs, ritstjóra Morgunblaðsins. Systir Eggerts var Jóhanna, móðir Tryggva Gunnarssonar og Kristj- önu, móður Hannesar Hafstein ráðherra. Eggert var sonur Gunn- laugs, ættföður Briemættar Guð- brandssonar. Móðir Gunnlaugs var Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslu- manns í Kollabæ Sverrissonar. Móðir Ólafs framkvæmdastjóra var Frederike C.J. Claessen, dóttir Jean Jacobs Claessen, skrifstofu- stjóra í Kaupmannahöfn, og k.h., Frederike Caroline Louise von Hansen. Anna Valgerða var dóttir Jean Valgard Claessen, kaupmanns á Sauðárkróki og landsféhirð- is í Reykjavík, bróður Frederike Caroline Jakobinu. Móðir Önnu Valgerðu var Anna Margrét Þuríður Kristjáns- dóttir Möller, veitingamanns í Reykjavík. Valgarð heldur upp á daginn með fjölskyldu sinni. 85 ÁRA Á SUNNUDAG 100 ÁRA Á FÖSTUDAG Anna Pálmey Hjartardóttir LENGST AF HÚSMÓÐIR Á STOKKSEYRI Anna fæddist að Vatni í Haukadal í Dalasýslu en ólst upp að Litla-Fjalli í Borgarhreppi þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap. Hún lærði saum er hún var tvítug og stundaði saumaskap á saumaverkstæði Árna og Bjarna við Bankastræti í Reykja- vík. Hún flutti síðan aftur vestur og bjó stuttan tíma á Brennistöðum í Borgarhreppi þar sem hún eignað- ist elstu dóttur sína. Anna flutti á Stokkseyri 1933 og varð ráðskona og síðan húsfreyja á stóru heimli í Brautartungu. Eftir að hún missti fyrri mann sinn bjó hún með seinni manni sinum á Jaðri á Stokkseyri i rúm tuttugu ár, i Eyja- seli og loks í Íragerði. Hún dvelst nú á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Anna var alla tíð húsfreyja á stóru og mjög gestkvæmu heimili. Hún tók fjölda barna í fóstur yfir sum- artímann eða um lengri tíma. Tvö barnabörn hennar eru alin upp hjá henni og seinni manni hennar, dótt- urdóttirin, Margrét Sæunn, sem þau ættleiddu, og sonardóttirin, Anna Pámey Hjartardóttir. Anna var um skeið formaður Kvenfélags Stokkseyrar og tók virk- an þátt í félagsstörfum eiginmanns síns sem sat i sveitarstjórn og var oddviti. Fjölskylda Elsta dóttir Önnu Pálmeyjar var Guðfríður Stefánsdóttir, f. 27.9.1932, d. 7.9. 1998, húsmóðir á Álftanesi, var gift Erlendi Sveinssyni. Anna giftist 23.12. 1935, Sæ- mundi Friðrikssyni, f. 27.6.1884, d. 10.5.1953, formanni Verkalýðsfélags Akraness og siðar kennara og bónda í Brautartungu á Stokkseyri. Börn Önnu og Sæmundar eru Áslaug Sæunn Sæmundsdóttir, f. 22.8. 1936, húsmóðir i Reykjavík, en maður hennar er Guðmundur S. Valgarðsson; Hjörtur P. Sæmunds- son, f. 6.12. 1937, varðstjóri en kona hans er Sigrún Gunnarsdóttir. Anna giftist 6.6. 1954 Frímanni Sigurðssyni, f. 20.10. 1916, d. 5.4. 1992, yfirfangaverði á Litla-Hrauni. Kjördóttir Önnu og Frímanns er Margrét Sæunn Frimannsdóttir, f. 29.5. 1954, forstöðumaður fang- elsisins að Litla-Hrauni., gift Jóni Gunnari Ottóssyni. Fósturdóttir Önnu og Frímanns er Anna Pálmey Hjartardóttir, f. 7.7. 1963, hársnyrtir en maður hennar er Víðir Ragnarsson. Börn Guðfríðar og Erlends eru Þorgerður Erlendsdóttir, f. 16.11. 1954, dómari, gift Kristjáni Sigur- geirssyni og eru synir þeirra Erlend- ur Kári Kristjánsson, f. 19.9. 1982, og Friðrik Gunnar Kristjánsson, f. 15.9. 1989; Júlíana Erlendsdóttir, f. 17.2. 1956, kennari, gift Guðbirni Björns- syni og eru dætur þeirra Þórunn Guðbjörnsdóttir, f. 27.6. 1988, og Júlía Guðbjörnsdóttir, f. 30.11. 1992; Sveinn Erlendsson, f. 18.1. 1960, lögreglumaður, kvæntur Soffíu Sæ- mundsdóttur og er sonur þeirra Er- lendur Sveinsson, f. 6.5. 1988; Hug- borg Pálmína Erlendsdóttir, f. 11.4. 1968, leikskólasérkennari og eru börn hennar Agnes Friða Gunn- laugsdóttir, f. 28.11. 1986, Ásthild- ur Gunnlaugsdóttir, f. 8.10. 1993, og Guðfríður Selma Einarsdóttir, f. 4.1. 2000. Börn Áslaugar Sæunnar frá fyrra hjónabandi eru Margrét Sæunn, f. 29.5. 1954, kjördóttir Önnu Pálmeyj- ar og Frímanns; Helga Anna Hann- esdóttir, f. 7.12. 1955, en maður hennar er Sævar Erlendsson; Inga Hanna Hannesdóttir, f. 16.6. 1958, ritari en maður hennar er Ómar Jó- hannesson og eru börn þeirra Gréta Björk Ómarsdóttir, f. 20.10.1976, en maður hennar er Hermann Mark- ús Svendsen og eru börn þeirra Elísa Björt Bjarnadóttir, f. 14.4. 1997, Alexander Ágúst, f. 15.6. 2000 og Alma Hinrikka, f. 26.11. 2009, Ómar Andri Ómarsson, f. 16.6. 1987; Haf- dís Hannesdóttir, f. 4.4. 1963, verka- kona og eru börn hennar Hann- es Smárason, f. 21.5. 1985, Hákon Traustason, f. 15.1. 1988, Óðinn Jó- hannsson, f. 28.10. 2000, og Karen Jóhannsdóttir, f. 8.1. 2003. Dóttir Áslaugar Sæunnar og Guðmundar Valgarðssonar er Íris Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1975, kennari en maður hennar er Gestur Sigurðsson og eru börn þeirra Sig- urður Arthur Gestsson, f. 5.4. 1994, og Telma Björk Gestsdóttir, f. 6.12. 2006. Börn Hjartar eru Anna Pálmey, f. 7.7. 1963, fósturdóttir Önnu Pálm- eyjar og Frímanns; Helgi Hjartar- son, f. 15.6. 1968, sálfræðingur en kona hans er Helga Kristinsdótt- ir og eru börn þeirra Sigrún Helga- dóttir, f. 19.12. 1996; Kristinn, f. 8.3. 2001 og Valgerður, f. 2.8. 2003; Margrét Hjartardóttir, f. 4.3. 1970, sjúkraliði en sambýlismaður henn- ar er Rúnar Þór Gunnarsson og eru börn Margrétar Hjörtur Viðar, f. 3.1. 1990, María Ósk, f. 10.2. 1992, Ágúst Aron, f. 3.12. 1999, Birgir Örn, f. 30.8. 2005,og Hugrún Lind, f. 15.3. 2007. Börn Margrétar og Jóns Gunnars eru Áslaug Hanna Margrétardóttir, f. 30.11. 1972, nemi en maður henn- ar er Jónas Sigurðsson og eru börn þeirra Margrét Sól Jónasdóttir, f. 5.2. 1995, og Matthías Máni Jónasson, f. 5.7.1999; Frimann Birgir Baldurs- son, f. 24.6. 1974, lögreglumaður en eiginkona hans er Arndís Tóm- asdóttir; Auður Jónsdóttir, f. 30.3. 1973, rithöfundur en eiginmaður hennar er Þórarinn Leifsson; Rann- veig Jónsdóttir, f. 11.9.1978, kvik- myndagerðarmaður en eiginmað- ur hennar er Þorsteinn Backmann en dóttir þeirra er Auður Drauma, f. 16.11. 2008; Ari Klængur Jónsson, f. 11.12. 1980, stjórnmálafræðingur en eiginkona hans er Svanlaug Más- dóttir. Börn Önnu Pálmeyjar eru Sunna Lind Svavarsdóttir, f. 20.2. 1987, sjúkraliði og Sindri Svavarsson, f. 20.1. 1987, nemi. Systkini Önnu Pálmeyjar: Þur- íður Hugborg Hjartardóttir, f. 20.9. 1911, d. 10.5. 2000, verslunarmað- ur; Guðmundur Hjartarson, f. 11.6. 1913, dó í bernsku; Guðmundur Tómas Hjartarson, f. 1.11. 1914, d. 6.4. 2007, seðlabankastjóri; Guðrún Hjartardóttir, f. 6.1. 1917, d. 22.3. 1999, matráðskona; Margrét Hjart- ardóttir, f. 4.11. 1919, dó í bernsku; Emil Hjartarson, f. 25.5. 1921, hús- gagnasmiður. Foreldrar Önnu voru Hjört- ur Þorvarðarson, f. 22.11. 1876, d. 4.6. 1937, bóndi og Pálmína Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 26.3. 1890, d. 6.5. 1976, bóndi. Anna Pálmey tekur á móti gest- um í safnaðarheimili Kópavogs- kirkju, laugardaginn 30.1. frá kl. 16.00. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 32 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.