Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 FRÉTTIR „Við heyrðum það – við vorum í næsta herbergi í Gandolfo-kastala. Þú gast heyrt höggin þegar hann hýddi sig. Hann gerði það með- an hann var enn fær um að hreyfa sig án aðstoðar,“ er haft eftir syst- ur Tobiönu Sobodka í bók Andrea Tornielli „Santo Subito“, Dýrlingur nú. Systir Tobiana bar vitni í nóv- ember á síðastliðnu ári fyrir nefnd sem hafði það verk með höndum að úrskurða hvort Jóhannes Páll páfi væri þess verðugur að komast í dýrlinga tölu. Höggin mátti rekja til húðstrýkingar sem Jóhannes sætti af eigin hendi og hann hugs- aði sem líkamlega yfirbót. Tilgang- ur húðstrýkingarinnar var að kom- ast í snertingu við þjáningar Krists. Orð systur Tobiönu eru staðfest í nýrri bók eftir Slawomir Oder, pólskan preláta sem hafði yfirum- sjón með máli Jóhannesar Páls páfa. „Sem meðlimir í persónu- legu fylgdarliði hans í Póllandi og í Páfagarði gátum við heyrt Jóhann- es Pál hýða sig,“ segir Slawomir í bók sinni. Liðin tíð og Dan Brown Hugmyndin um sjálfspíslir á borð við hýðingar í kaþólskri trú er í huga flestra tengd löngu liðinni tíð eða mögulega skáldsögu Dans Brown, Da Vinci lyklinum. Hýðing af þessu tagi beinist alla jafna að bakinu þannig að úr blæðir og er hugsuð sem líkamleg refsing fyrir syndir. Ástundun slíkrar sjálfspíslar var þó nokkuð algeng víða í samfélög- um kaþólskra fram undir sjöunda áratug síðustu aldar, en mun ekki vera mjög algeng í dag. Sjálfshýð- ing er þó stunduð á táknrænan hátt á páskaföstunni í Miðjarðar- hafslöndunum sem áminnig um að Jesús var hýddur fyrir krossfest- inguna. Í öðrum löndum, til dæmis á Filippseyjum, getur sjálfshýðing tekið á sig aðra öfgafyllri og blóð- ugri mynd. Svaf á gólfinu Samkvæmt bók Slawomirs Oder, „Perché é santo“ (Af hverju dýrl- ingur?), hýddi Jóhannes Páll páfi sig reglulega með það fyrir augum að komast nær guði og skrifaði undir heimullegt skjal þess efnis að hann myndi víkja sæti ef hann fengi ólæknandi sjúkdóm. En meinlæti Jóhannesar Páls einskorðaðist ekki við hýðing- ar því hann átti það til oft og tíð- um að taka hart og kalt gólf fram yfir mjúkt rúm þegar hann gekk til náða. Jóhannes Páll páfi hafði þann hátt á, að sögn Oders, upp úr 1960 þegar hann var Karol Woj- tyla, biskup í Póllandi. Reyndar fylgdi sögunni að páfi hefði þvælt sængurfatnað sinn til að láta líta út fyrir að hann hefði sofið í rúm- inu. Til að snúa þeim syndugu Í ljósi þess sem Jóhannes Páll páfi ll skrifaði í hirðisbréf sitt árið 1986 skal engan undra að hann hafi lagt stund á sjálfspíslir. Í bréfinu sagði páfi: „Það sem við eigum að horfa til í þessari tegund yfirbótar – sem, því miður, er ekki vanaleg á okkar tímum – er tilgangurinn: kærleikur guðs og að snúa hinum syndugu.“ „Í fataskáp hans, innan um embættisklæði hans, hékk á herðatré sérstakt belti sem hann notaði sem svipu,“ segir Slawom- ir Oder í bók sinni. Sem fyrr segir eru sjálfspíslir ekki lengur algeng- ar innan vébanda kaþólsku kirkj- unnar en engu að síður er talið að upplýsingarnar um Jóhannes Pál verði túlkaðar sem frekari staðfest- ing á því að hanni sé þess verðugur að verða tekinn í dýrlingatölu. Vestur-Evrópa miðalda Talið er að sjálfspíslir hafi orðið algengar í Vestur-Evrópu á mið- öldum frá 600 til 800 og þá sem öfgakennd útgáfa líkamlegrar yf- irbótar. Kristnir menn þess tíma trúðu að með þeim hætti öðluðust þeir vald yfir líkama og tilfinning- um og yrðu betur í stakk búnir til að einbeita sér að trúnni á guð. Hýðingar sem sjálfspísl tíðk- uðust fram á tuttugustu öld innan „íhaldssamari kaþólskra reglna“, að sögn Lewis Ayres, prófessors í guðfræði við Durham-háskóla á Englandi. Innan samtakanna Opus Dei, sem sem komust í sviðsljósið vegna bókar Dans Brown, Da Vinci lykillinn, eru stundaðar sjálfspísl- ir, en samkvæmt heimasíðu sam- takanna eru þær hvorki harðar né langvarandi. Sumir meðlimir hýða sjálfa sig í um tvær mínútur á viku og nota til þess ofinn bómullar- streng sem veldur óþægindum en særir ekki til blóðs. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is SJÁLFSPÍSLIR PÁFA Sjálfspíslir kaþólskra má rekja til miðalda. Þær voru hugsaðar sem leið til að hemja holdið og ná stjórn á tilfinningum og með þeim hætti að öðlast meira svigrúm til að trúa á guð. Samkvæmt nýrri bók stundaði Jóhannes Páll páfi ll sjálfspíslir og annað meinlæti. Sjálfur sagði hann að sér þætti miður að líkamleg yfirbót væri ekki stunduð í meiri mæli en raun ber vitni á okkar dögum Það sem við eigum að horfa til í þessari tegund yfirbótar – sem, því miður, er ekki vanaleg á okkar tímum – er til- gangurinn: kærleikur guðs og að snúa hinum syndugu. n Á 13. öld færði róttæk hreyfing kristinna manna, „Flagellants“, hýðingar upp á nýtt og öfgafyllra stig, en hreyfingin var fordæmd af kaþólsku kirkjunni á 14. öld. n Sjálfspísl af þessu tagi er algeng á Filippseyjum og á það til að taka á sig blóðugri mynd en hin táknræna hýðing sem víða er tíðkuð á meðal kaþólikka á páskaföstunni. Einnig er sjálfspísl stunduð á meðal kaþólskra manna í Suður-Am- eríku. n Sumir meðlimir strangra munkareglna, sem og samtakanna Opus Dei, stunda vægar hýðingar með verkfæri sem búið er til úr bómullarstrengjum með hnútum. Þeirri svipu er sveiflað ítrekað yfir axlirnar þegar farið er með bænir í einrúmi. n Á meðal þeirra dýrlinga sem stunduðu sjálfspíslir voru heilagur Frans frá Assisi, heilög Teresa frá Avila, heilagur Ignatíus frá Loyola, stofnandi Jesúítareglunnar, móðir Teresa og heilagur Tómas More. „Flagellants“ Jesús hýddur Málverk e. William Adolphe Bouguereau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.