Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 4
GAMALL DRAUMUR
RÆTIST
n Ólafur Stephensen vann nokk-
urt afrek þegar hann réð Halldór
Baldursson skopmyndateiknara af
Morgunblaðinu
yfir á Frétta-
blaðið. Frægt
varð á sínum
tíma þegar hinn
þá nýráðni rit-
stjóri Morgun-
blaðsins réð
Halldór á blaðið
en þá hafði Hall-
dór teiknað í Blaðið/24 stundir og
Viðskiptablaðið um nokkurra ára
skeið. Færri vita hins vegar að áður
hafði Fréttablaðið gert atlögu að
því að fá Halldór til liðs við sig. Þá
fannst honum best að vera áfram
á Blaðinu og það þótt fjárhags-
legur ávinningur hans hefði ef til
vill verið meiri af því að skipta um
vinnustað. En nú verður sem sagt
gamall draumur Fréttablaðsmanna
að veruleika.
KEPPINAUTARNIR
TVEIR
n Vistaskipti Halldórs Baldursson-
ar teiknara vekja athygli enda hafa
myndir hans löngum verið það
besta sem íslenskir fjölmiðlar hafa
upp á að bjóða
þegar kemur að
skop teikningum.
Nú bregður hins
vegar svo við að
fyrir er á fleti á
Fréttablaðinu
Gunnar Karlsson
sem hefur boðið
upp á Skopið,
spurning hvort hann þurfi ekki að
víkja núna. Annars setur þetta til-
nefningar til Blaðamannaverðlauna
Íslands í nýtt samhengi. Þar voru
þeir Halldór og Gunnar nefnilega
tilnefndir saman í flokknum Blaða-
mannaverðlaun ársins, þrátt fyrir að
vera hvor á sínum miðlinum og því í
raun í samkeppni hvor við annan.
GUÐFRÆÐINGAR
SVARA VANTRÚUÐUM
n Reynir Harðarson og fleiri for-
svarsmenn Vantrúar hafa undan-
farnar vikur gagnrýnt kennslu við
guðfræðideild Háskóla Íslands, sér-
staklega þegar kemur að því hvern-
ig fjallað hefur
verið um Vantrú
og forsvarsmenn
félagsins í nám-
skeiði um nýtrú-
arhreyfingar þar
sem hefur verið
fjallað um félag
þeirra Vantrú-
armanna. Hafa
þeir kvartað undan því að ummæli
þeirra hafa verið tekin úr samhengi
og málstaður þeirra afbakaður.
Lengi vel bárust engin viðbrögð frá
guðfræðideild en nú hafa Vantrúar-
menn fengið svar frá Pétri Péturs-
syni, forstöðumanni guðfræðideild-
ar. Lofar hann að mið verði tekið af
athugasemdum félagsins ef nám-
skeiðið verður kennt aftur.
AUGLÝSINGAR
OG FRÉTTIR
n Þátttaka Steingríms Sævars Ól-
afssonar, fréttastjóra Pressunnar, í
gerð myndbanda fyrir iðnþing Sam-
taka iðnaðar-
ins vekur upp
spurningar um
mörk fréttaskrifa
og auglýsinga-
gerðar. Stein-
grímur Sæv-
arr les textann í
myndskeiðun-
um, þar sem er
lýst framtíðarsýn Samtaka iðnaðar-
ins og hvernig forsvarsmenn sam-
takanna vilja sjá þjóðfélagið þróast
og ríkisvaldið beita sér. Samtök
iðnaðarins eru auðvitað hagsmuna-
samtök sem hafa beitt sér til að
móta umræðuna og efla stuðning
við ýmis stefnumál sín. Spurning
hvernig það fer saman að vinna fyrir
hagsmunasamtök og á sama tíma
fyrir óháðan vefmiðil.
SANDKORN
4 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR
Ríkissjóður greiðir nærri hálfa milljón króna í málskostnað:
Meiðyrðamál SS dregið til baka
Þegar mest lætur þiggja um eitt þúsund fjölskyldur mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp
Íslands og Mæðrastyrksnefnd Íslands. Þeim sem þurfa hjálp hefur fjölgað jafnt og þétt
frá hruni að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur, formanns Mæðrastyrksnefndar.
„Við úthlutum mat á miðvikudögum
og hingað koma allt frá 350 til 550
manns á hverjum úthlutunardegi,“
segir Ragnhildur Guðmundsdóttir,
formaður Mæðrastyrksnefndar Ís-
lands. DV heimsótti Fjölskylduhjálp
Íslands og Mæðrastyrksnefnd í vik-
unni og varð vitni að því góða starfi
sem unnið er á þessum stöðum og
þeirri miklu þörf sem er fyrir aðstoð
sem þessa.
Biðröð út á götu
Þegar DV bar að garði að Fjölskyldu-
hjálp Íslands í Eskihlíð var mikið um
að vera. Biðröðin fyrir utan var löng
og náði nánast út á götu eins og sést á
meðfylgjandi mynd. Inni unnu sjálf-
boðaliðar hörðum höndum við að
úthluta mat en áður en afhending fer
fram þarf fólk að sýna fram á þörf fyr-
ir mataraðstoð og gera grein fyrir að-
stæðum sínum.
Það vakti athygli blaðamanns og
ljósmyndara að þrátt fyrir mikið ann-
ríki og langa biðröð lá vel á fólki, bæði
sjálfboðaliðum og þeim sem höfðu
beðið úti í rigningunni jafnvel tím-
unum saman. Afhendingin gekk eins
og vel smurð vél og enginn fór tóm-
hentur heim en til marks um þörfina
fyrir þessa aðstoð má nefna að um
550 þáðu mat síðasta miðvikudaginn
í febrúar. Því má áætla að samtals um
1.000 fjölskyldur þiggi mat þær vikur
sem aðsóknin er hvað mest.
Hundruð fjölskyldna þiggja
hjálp
Hjá Mæðrastyrksnefnd Íslands fer
mataraðstoðin fram með svipuð-
um hætti. Þegar DV bar að garði var
engin röð eins og fyrir utan Fjöl-
skylduhjálpina en aðsóknin var
engu að síður mikil á þeim tíma
sem DV ræddi við Ragnhildi.
Hún segir aðspurð að aðsóknin
í mataraðstoð sé mjög misjöfn frá
viku til viku; þörfin sé töluvert meiri
síðla mánaðar. Hún segir að þörfin
hafi aukist jafnt og þétt frá hruni.
„Fyrir hrunið voru þetta allt aðrar
tölur, það er ólíku saman að jafna,“
segir hún.
Spurð hvers kyns bakgrunn fólk
hafi sem þurfi á mataraðstoð að
halda segir Ragnhildur að fólk sé af
öllum stærðum og gerðum. „Bæði
fólk með vinnu og án, láglaunafólk,
fólk sem á í tímabundnum erfið-
leikum eða stríðir við veikindi. Við
sjáum hér margar útgáfur af erf-
iðleikum lífsins,“ segir Ragnhildur
en Mæðrastyrksnefnd Íslands veit-
ir fólki ekki bara mataraðstoð. „Við
erum líka með fataúthlutun sem
fer fram fyrsta þriðjudag í hverjum
mánuði. Það koma mjög margir í
það og ásóknin eykst jafnt og þétt,“
útskýrir Ragnhildur en þeim sem
koma til að þiggja aðstoð er flett
upp í tölvukerfi Mæðrastyrksnefnd-
ar þar sem fjölskyldustærð hvers og
eins er skráð. Þannig fá þeir sem
eiga stórar fjölskyldur meiri mat en
hinir sem búa einir eða eru með lítil
heimili.
Okkar gestir
Ragnhildur segir að virðing og traust
séu þau gildi sem nefndin hefur að
leiðarljósi og því séu til að mynda
allar myndatökur bannaðar í og við
húsnæði Mæðrastyrksnefndar við
Hátún. „Fólk sem kemur hingað er
okkar gestir og við viljum gera vel við
það,“ segir hún.
Aðspurð hvernig nefndin fjár-
magni matarinnkaupin segir hún að
maturinn sé eingöngu keyptur fyr-
ir söfnunarfé en styrkur frá borginni
dugi til að reka húsnæðið. Ragnhild-
ur vill nota tækifærið og koma kær-
um þökkum á framfæri til þeirra
sem styrkt hafa Mæðrastyrksnefnd í
gegnum tíðina.
ÞÚSUND ÞIGGJA MAT
Fólk sem kemur hingað er okkar
gestir og við viljum gera
vel við það.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Margir hjá
Mæðrastyrksnefnd
Ragnhildur Guð-
mundsdóttir formaður
segir þörfina aukast
jafnt og þétt. MYND
RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Biðu eftir mat Margir höfðu beðið lengi þegar þeir fengu
mat hjá Fjölskylduhjálp Íslands í gær. Enginn fór þó tóm-
hentur heim, frekar en vanalega. MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Ríkissaksóknari dró til baka ákæru á
hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni,
fyrrverandi starfsmanni Sláturfélags
Suðurlands, SS. Hann var ákærður
fyrir að halda úti áróðurssíðu gegn
fyrri vinnuveitendum sínum en sak-
sóknari dró málið til baka á fimmtu-
daginn.
Um er að ræða vefsíðuna slat-
urfelagid.com en snemma árs 2008
tóku að birtast þar umdeild ádeilu-
skrif, fyrst á hendur Steinþóri Skúla-
syni, forstjóra SS, og síðar fjöl-
mörgum yfirmönnum fyrirtæksins.
Forstjórinn var þar sagður vera að
slátra fyrirtækinu með stjórnun-
arstíl sínum en á síðunni var hann
niðurlægður á ýmsan hátt og birt-
ar myndir af mörgum yfirmönn-
um sem kallaðir voru rassasleikjur
Steinþórs. Hann fékk nóg og kærði
til lögreglu en rannsókn leiddi síðar
til ákæru.
Sjálfur vísaði Oddur Eysteinn
því á bug í samtali við DV að tengj-
ast síðunni á nokkurn hátt og hef-
ur boðað kæru til Persónuverndar
á hendur Steinþóri forstjóra fyrir að
hafa komist yfir persónuleg gögn sín
í leyfisleysi. Í málsvörninni sakaði
Oddur forstjórann um að hafa beitt
sér fyrir því að sökinni yrði komið á
hann.
Eftir að ljóst varð að ríkissaksókn-
ari dró ákæruna til baka fór lögmað-
ur Odds fram á að allur málskostn-
aður, þar á meðal laun verjandans,
yrði greiddur úr ríkissjóði. Sú beiðni
var samþykkt og greiðir ríkissjóður
því hátt í hálfa milljón króna vegna
málsins.
trausti@dv.is
Fékk nóg Steinþór kærði níðskrif
um sig á vefsvæðinu slaturfelagid.
com sem leiddi til ákæru á hendur
fyrrverandi starfsmanni. Sú ákæra
hefur nú verið dregin til baka.