Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR
Björgólfur Guðmundsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður og aðaleig-
andi Landsbankans, er í biðstöðu
um þessar mundir og sleikir enn
sár sín eftir bankahrunið mikla árið
2008. Björgólfur er dapur í bragði yfir
örlögum sínum og yfir bankahrun-
inu. Hann er í biðstöðu og bíður eftir
því að skýrsla rannsóknarnefndar Al-
þingis komi út en ráðgert er að það
verði síðar í þessum mánuði.
Björgólfur ræddi við nefndina
um nokkur mál og er nokkuð ljóst
að framtíð hans veltur um margt á
því að ekki verði felldur áfellisdómur
yfir honum og störfum hans í Lands-
bankanum í skýrslunni. Björgólfi
hefur alltaf verið mikið í mun að vera
með gott orðspor á Íslandi og sanna
sig hér á landi og var það meðal
annars þess vegna sem hann keypti
Landsbankann til að byrja með.
Hann fór frá því að vera umdeild-
ur og dæmdur maður í Hafskipsmál-
inu á níunda áratugnum og til þess
að vera einn dáðasti maður þjóð-
arinnar á dögum íslenska efnahag-
sundursins þegar menn kepptust við
að vera vinir hans. Nú er staða hans
aftur orðin svipuð og hún var á dög-
um Hafskipsmálsins og fyrir upp-
gang þeirra Björgólfsfeðga í gegn-
um eignarhaldsfélagið Samson árið
2002.
Staða Björgólfs í skýrslunni er
hins vegar erfið: Björgólfur tók auð-
vitað þátt í kaupunum á Landsbank-
anum þegar hann var einkavæddur
árið 2002 og stýrði stjórn bankans
fram að hruninu og Icesave-reikn-
ingarnir voru meðal þeirra afurða
sem Landsbankinn bauð upp á fyrir
hrunið. En skýrsla rannsóknarnefnd-
arinnar nær auðvitað frá einkavæð-
ingarferli bankanna sem þeir Björ-
gólfsfeðgar hófu með því að falast
eftir Landsbankanum 2002 og fram
að hruninu.
Hefur nær horfið af vettvangi
Staða Björgólfs í dag er, líkt og staða
margra annarra auð- og áhrifa-
manna í íslensku viðskiptalífi á ár-
unum fyrir hrun, dálítið tragísk og
ýmsar smáfréttir hafa verið sagðar
af persónulegum högum hans síð-
ustu mánuði. Nú síðast kom fram
að meðlimir samtakanna Nýtt Ís-
land hefðu bankað upp á hjá hon-
um í Laugarneshverfinu en að kven-
maður hefði svarað dyrasímanum og
sagt að Björgólfur væri ekki sekur um
glæpi tengda bankahruninu og að
það ætti eftir að koma í ljós á næst-
unni. Þar áður sást Björgólfur í búð-
inni á horninu á fallegum Benz en
við nánari eftirgrennslan kom í ljós
að bíllinn var í eigu konu hans Þóru.
Björgólfur hefur hins vegar nær
horfið úr opinberu lífi á Íslandi eftir
hrunið og lítið hefur verið fjallað um
þá feðga í fjölmiðlum á síðustu mán-
uðum og vikum. Þar er undanskil-
in umfjöllun um málefni Björgólfs
Thors, sonar hans, og Actavis og um-
fjöllun um fjármögnun þeirra feðga
á Landsbankakaupunum árið 2002
sem hangið hefur yfir þeim eins og
mara á liðnum mánuðum.
Hefur DV fengið það staðfest úr
traustri átt að það sé rétt sem fram
kom í fjölmiðlum í vikunni: Að þeir
Björgólfsfeðgar hefðu greitt að fullu
lán upp á rúmlega 50 milljónir doll-
ara sem tekið var í Búnaðarbanka Ís-
lands árið 2002 til að kaupa Lands-
bankann. Lánið greiddu þeir upp
árið 2005 og er því ekki rétt það sem
sagt hefur verið í fjölmiðlum, að lán í
þeirra nafni sem er útistandandi við
Arion banka sé lánið sem þeir fengu
til að kaupa Landsbankann. Þar er
um að ræða annað lán sem þeir tóku
síðar. Sú gagnrýni sem þeir feðgar
hafa orðið fyrir vegna þess að þeir
skuldi enn þá Búnaðarbankalánið
vegna Landsbankakaupanna á því
ekki rétt á sér.
Æðrulaus Björgólfur
Björgólfur eldri mun hafa dvalið
mikið heima hjá sér síðustu mánuði
og unnið mikið í sjálfum sér og mál-
um tengdum því uppgjöri sem hann
stendur nú frammi fyrir. Margir fjöl-
miðlar hafa reynt að ná tali af Björ-
gólfi á síðastliðnu ári en hann hefur
ekki veitt þeim viðtöl frá því hann
ræddi við Kastljós Ríkissjónvarpsins
og Morgunblaðið í hruninu haustið
2008. Hann hefur nánast lokað sig
af samkvæmt því sem heimildir DV
herma. Þetta kann þó að breytast eft-
ir að skýrsla rannsóknarnefndarinn-
ar kemur út á næstunni en rætt hefur
verið um að flóðgáttirnar muni opn-
ast þá þegar þeir sem fjallað verður
um á neikvæðan hátt í skýrslunni
vilja tjá sig.
Björgólfur mun gera mikið af því
að hitta fjölskyldu, vini og kunningja
sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni
og ræða við þá um daginn og veginn
og stöðuna í samfélaginu og útskýra
sína hlið á þeim málum í hruninu
sem tengjast honum. Björgólfur mun
vera nokkuð eftir sig vegna hrunsins
og má ætla að hann sé smeykari við
skýrslu rannsóknarnefndarinnar en
margir aðrir auðmenn um þessar
mundir. Þetta ræðst af því að hann
var bæði eigandi og stjórnarformað-
ur Landsbankans og ber því meiri
formlegri ábyrgð en til dæmis Björ-
gólfur sonur hans. Hann mun hins
vegar vera nokkuð æðrulaus þrátt
fyrir þau vandamál sem að honum
steðja og líf hans er í nokkuð föstum
skorðum.
Björgólfur hefur ekki verið í laun-
aðri vinnu frá hruninu og er ólíklegt
að hann ætli sér að rísa upp aftur
til að taka þátt í viðskiptalífinu aftur
enda er hann orðinn 69 ára.
Framtíðin óviss eftir uppgjörið
Mikið af tíma Björgólfs fer í að vinna
að og fylgjast með málum tengd-
um því uppgjöri við fortíðina sem
hann stendur nú frammi fyrir, með-
al annars í rannsóknarskýrslunni og
þrotabúum þeirra félaga sem hann
átti fyrir hrunið: Samson, Gretti og
svo eigin þrotabúi - Björgólfur er
einungis annar af tveimur þekktum
auðmönnum sem orðið hafa per-
sónulega gjaldþrota eftir hrunið.
Heimildir DV herma að Björgólfur
Björgólfur Guðmundsson er einn þeirra
auðmanna sem bíða í ofvæni eftir skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis. Hann fer sér
hægt þessa dagana, dvelur mikið heima
við, vinnur í sjálfum sér og hefur nánast
horfið úr opinberri umræðu upp á síðkast-
ið. Á meðan er verið að gera upp fortíð hans
í skýrslunni og í þrotabúum þeirra félaga
hans sem farið hafa á hausinn.
UPPGJÖR BJÖRGÓLFS
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
n Samson 112 milljarðar
n Grettir eignarhaldsfélag 31 milljarður
n Grettir fjárfestingafélag 23,5 milljarðar
n Þrotabú Björgólfs 101 milljarður
Kröfur í þrotabú tengd Björgólfi:
Björgólfur eldri mun hafa dvalið
mikið heima hjá sér á síð-
ustu mánuðum og unnið
mikið í sjálfum sér ...
Fallið var hátt
Fall Björgólfs er þeim mun tragískara vegna þess hversu hátt það var. Hann fór frá því að vera dáður fyrir hrun og yfir í
að vera einn af óvinsælustu sonum landsins eftir hrun. Björgólfur sést hér með konu sinni og aðstoðarmanni, Ásgeiri
Friðgeirssyni, á leik með West Ham og með Sigurjóni Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.