Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 11
FRÉTTIR 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 11
KOMIÐ ÚT
Hátíðardagskrá
í Hátíðarsal Háskóla Íslands
afmælisdaginn 18. mars 2010, kl. 13:00 – 17:30
Fundarstjóri: Örn Bjarnason yfirlæknir
13:00 – 13:30 Setningarathöfn
Ávarp Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra
Afmæliskveðja Margrétar Björnsdóttur, s. forstjóra
Lýðheilsustöðvar
13:30 – 14:00 Fyrsti landlæknirinn og umhverfi hans
Erla Doris Halldórsdóttir, hjúkrunar- og sagnfræðingur
14:00 – 14:30 Tveir landlæknar á 19. öld og ólíkar áherslur þeirra
Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur
14:30 – 15:00 Georg Schierbeck, landlæknir og garðyrkjumaður
Óttar Guðmundsson geðlæknir
15:00 – 15:20 Hlé
Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson, fyrrum landlæknir
15:20 – 15:40 Landlæknisembættið og sóttvarnir
Þórólfur Guðnason yfirlæknir
15:40 – 16:10 Þróun Landlæknisembættisins í 250 ár
Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur
16:10 – 16:15 Afmæliskveðja
Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir
16:15 – 16:30 Lokaorð
Geir Gunnlaugsson landlæknir
16:30 – 17:30 Veitingar
Málþingið er haldið í samvinnu við Félag áhugamanna
um sögu læknisfræðinnar og Lækningaminjasafnið og er opið öllum.
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
Directorate of Health
250 ára afmæliLandlæknisembættisins
A
ug
l.
Þó
rh
. 1
23
6.
70
UPPGJÖR BJÖRGÓLFS
reikni með að þetta uppgjör á fortíð
hans og eignum taki um það bil sex
mánuði til viðbótar.
Björgólfur mun því þurfa að bíða
í einhvern tíma til viðbótar áður en
uppgjörinu lýkur. Hvað tekur við hjá
honum eftir það er óljóst enda mun
hann ekki hafa hugsað mikið um
framtíðina upp á síðkastið: Fókusinn
hefur fyrst og fremst verið á fortíðina
og hrunið.
Stærsta gjaldþrotið
Meðal þess sem verið er að gera upp
í tengslum við Björgólf er þrota-
bú hans sjálfs en kröfulýsingar í
það nema meira en 100 milljörð-
um króna. Langstærsti hluti þess-
ara krafna er vegna persónulegra
ábyrgða sem Björgólfur gekkst í og
er Landsbankinn stærsti kröfuhafinn
með 70 milljarða króna kröfu.
Kröfurnar í þrotabú Samsonar
nema svo um 80 milljörðum króna,
en nokkrar stefnur hafa verið gefnar
út á hendur Björgólfi úr þrotabúinu
og eru þau mál til meðferðar í dóms-
kerfinu. Kröfurnar í önnur tvö félög
sem tengjast Björgólfi, Grettisfélög-
in tvö, nema samtals tæpum 55 millj-
örðum króna.
Björgólfur bíður því meðal ann-
ars eftir uppgjöri þessara þrotabúa
og annarra mála sem honum tengj-
ast á meðan hann veltir fyrir sér for-
tíð sinni á liðnum árum og þeim
mistökum sem hann hefur gert. Nið-
urstaða hans úr þeim bollalegging-
um mun hins vegar vart fyrir koma
fyrir augu almennings í viðtölum í
fjölmiðlum fyrr en eftir að rannsókn-
arskýrslan kemur út. Aðeins þá fyrst
er líklegt að Björgólfur rjúfi þögnina
og tjái sig um stöðu sína og líðan eft-
ir bankahrunið og uppgjörið við það
sem nú er í algleymingi. Á meðan
liggur Björgólfur undir feldi og hugs-
ar sinn gang.
Bíður og bíður Björgólfur Guðmundsson
bíður nú átekta eftir því sem verða vill
þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
kemur út. Hann hefur hægt um sig þessa
dagana, sleikir sárin og reynir að aðstoða
skiptastjóra þeirra fjögurra þrotabúa sem
hann tengist við uppgjör þeirra. Björgólfur
sést hér með Þóru Hallgrímsson konu sinni.
Frá Samson til hruns Björgólfur bíður nú eftir skýrslunni þar
sem fjallað verður um árin frá einkavæðingu Landsbankans og
Búnaðarbankans og fram að hruni þeirra. Björgólfur sést hér
ásamt syni sínum Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni um
það leyti sem þeir keyptu Landsbankann árið 2002.