Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR
Skilningur í samfélaginu á alþjóð-
legri glæpastarfsemi hefur aukist
síðustu misseri. Lögregluyfirvöld
sækja sér þekkingu um glæpahóp-
ana og starfsaðferðir þeirra með
samvinnu við erlend lögregluyfir-
völd. Dómurinn í mansalsmálinu í
byrjun vikunnar opnaði enn frek-
ar augu almennings fyrir þessum
heimi sem glæpahópar starfa í.
Saga fórnarlambsins í mansals-
málinu er sambærileg sögu þús-
unda stúlkna úti um allan heim á
hverju ári. Alþjóðlegir glæpahóp-
ar hafa á síðustu árum lagt mikla
áherslu á að neyða ungar stúlkur
út í vændi og í langflestum tilfell-
um eru stúlkurnar lokkaðar burt frá
heimilum sínum með gylliboðum.
Sumum er hreinlega rænt. Grein-
ingardeildir lögreglu um allan
heim hafa gefið það út að mansals-
málum eigi eftir að fjölga í framtíð-
inni, enda eru tekjurnar af þessari
starfsemi glæpahópanna gífurlega
miklar. Kókaíngrammið er selt einu
sinni á götunni og byssan einu
sinni. Fórnarlömb mansals er hins
vegar hægt að selja mörgum sinn-
um á dag til karlmanna, alla daga
ársins. Mansal er í öðru sæti hvað
varðar tekjulindir glæpasamtaka í
heiminum í dag. Efst trónir vopna-
sala, þá kemur mansal og í þriðja
sætinu er smygl á fíkniefnum.
Mikill vilji til aðgerða
Helstu niðurstöður úttektar DV á
alþjóðlegri glæpastarfsemi á Ís-
landi eru þær að lögreglan hef-
ur mikinn vilja til að berjast af
alefli gegn þessari ógn við sam-
félagið. Stofnanir sem koma að
þessum málum hafa verið virkj-
aðar til að grípa til aðgerða og má
þar nefna Útlendingastofnun sem
hefur hraðað vinnu við brottvís-
un erlendra glæpamanna. Dóms-
málaráðherra hefur einnig mikinn
skilning á þessum málum og seg-
ir íslensk lögregluyfirvöld standa
sig vel í baráttunni gegn alþjóð-
legri glæpastarfsemi. Dómsmála-
ráðherra hefur hafið vinnu við gerð
aðgerðaáætlunar sem hefur það
að markmiði að koma með lausn-
ir sem á að nýta í baráttunni gegn
glæpahópum. „Í framhaldinu verði
skoðað hvort það þurfi frekara fjár-
magn. Það getur verið að nóg sé fyr-
ir lögregluna að forgangsraða,“ seg-
ir dómsmálaráðherra.
Deilt um heimildir
Samkvæmt orðum þingmanna sem
DV hefur leitað til virðast ekki mikl-
ar líkur á því að aukið fjármagn fáist
til löggæslumála á þessu ári. Róbert
Marshall, þingmaður Samfylking-
arinnar, segir nauðsynlegt að skoða
hlutverk stofnana sem hafa með
höndum eftirlit og löggæslumál.
Það hljóti að vera hægt að sameina
embætti og stofnanir og gera kerfið
með því bæði skilvirkara og ódýrara.
„Við erum að skera niður á öllum
sviðum. Gerðum það fyrir áramót
um tugi milljarða og það munum
við gera aftur í haust. Þess vegna er
svo mikilvægt að þeir fjármunir sem
fara í löggæslumál séu notaðir eins
skynsamlega og kostur er. Núna er
tækifæri til að fara í gegnum alla
þessa hluti og sjá hvernig fjármun-
um sé best varið og til hvaða að-
Mansal er í öðru sæti hvað varðar
tekjulindir glæpasam-
taka í heiminum í dag.
Efst trónir vopnasala,
þá kemur mansal og í
þriðja sætinu er smygl á
fíkniefnum.
TREYSTA Á ALÞINGI
Sæmileg sátt virðist ríkja um tillögur lög-
reglunnar um auknar hlerunarheimildir.
Þrátt fyrir það má búast við mikilli um-
ræðu um mannréttindi þegar málið verður tekið fyrir á Alþingi.
Eftirlitsnefnd sé nauðsynleg.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
4. hluti
Róbert Marshall, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, situr í allsherjar-
nefnd alþingis, en sú nefnd fer
meðal annars með lögreglu- og
dómsmál. Róbert segir að ef lit-
ið sé til reynslu Norðurlandanna
hvað varðar skipulagða og alþjóð-
lega glæpastarfsemi sé mikilvægt
að Íslendingar bregðist við með al-
mennilegum hætti.
„Nú er sá tímapunktur í okkar
stjórnmálasögu að við förum í al-
menna endurskoðun á stofnana-
kerfi þjóðarinnar því allt snýst þetta
um meðferð fjármuna. Stofnana-
strúktúr löggæslu-, fangelsis og ör-
yggismála á Íslandi er víðfeðmur og
flækjustigið mjög hátt. Þessu hef ég
kynnst í gegnum nefnd sem ég sit
í og fjallar um framtíð Landhelgis-
gæslunnar, hvernig ólíkir þættir eft-
irlitsmála blandast inn í starfsemi
gæslunnar.“
Vill leggja niður
ríkislögreglustjóra
Róbert hefur mjög ákveðnar skoð-
anir á sameiningu embætta. „Við
erum komin með of mikla yfirbygg-
ingu og við þurfum að setja meiri
peninga í rannsóknir og forvarnir
og minni peninga í skrifstofuhald.
Ég vil fækka yfirmönnum og leggja
niður Ríkislögreglustjóraembættið.
Við erum með tvær stofnanir þarna
þar sem hlutverkaskörunin er mikil
og það er einfaldlega hægt að nýta
fjármunina mun betur með því að
hafa þá alla á einum stað. Hvort
sem sá staður er ríkislögreglustjór-
inn með ákveðnum greini eða lög-
reglustjórinn í Reykjavík er það
lögreglan á Íslandi sem á að vera
framúrskarandi og með það að
markmiði að tryggja öryggi borgar-
anna. Ég held að það sjái hver mað-
ur sem hefur eitthvað komið nálægt
rekstri að þetta er óskynsamlegt fyr-
irkomulag og það er hægt að gera
það betur. Ég vil taka þessa pen-
inga eins mikið og hægt er úr þess-
um yfirmannastabba og setja á göt-
una – í rannsóknir. Ég held að þetta
sé sjónarmið sem margir deila með
mér á þingi,“ segir Róbert.
Vill forvirkar heimildir
Dómsmálaráðherra hefur sagt að
hún vilji að sérstakur aðgerðapakki
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
verði settur saman. Róbert seg-
ist spenntur fyrir þeirri vinnu og
styður tillögur lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
nesjum um heimildir til forvirkra
rannsóknaraðgerða. „Mansalsmál-
ið í síðustu viku á að vekja okkur
til umhugsunar um þá ótrúlegu
hörku sem einkennir þennan neð-
anjarðarheim. Við eigum að vera
harðari í okkar landamæravörslu
en við höfum verið og við eigum
að nýta okkur forvirkar rannsókn-
arheimildir eins og lögreglustjórar
stærstu embættanna hafa bent á.
Eins og þetta er sett fram þarf allt-
af að sækja um heimild til rann-
sóknar hjá dómara og síðan er það
eftirlitsnefndar að fara yfir málið.
Markmiðið hlýtur alltaf að vera það
að tryggja öryggi borgaranna,“ seg-
ir Róbert.
Eftirlitsnefnd til staðar
Þegar Róbert er spurður hvort hann
sé ekki hræddur um að með þess-
um heimildum sé gengið á rétt
borgaranna svarar hann. „Við erum
að tala um kerfi sem lýtur ákveðnu
eftirliti, auk þess sem sótt er um
heimild til að hefja rannsókn og ef
að þetta er vel úr garði gert koma
þessar auknu heimildir til með að
gagnast borgurunum og eykur ör-
yggi þeirra. Það eru öll kerfi þannig
að það er hægt að misnota þau með
einhverjum hætti og þess vegna er
mikilvægt að einhvers konar eftir-
litsnefnd fari yfir öll mál.“
Komi betri út
Róbert segir mikilvægt að erlend-
um glæpamönnum sem sitji í fang-
elsi á Íslandi og tengist alþjóðlegri
og skipulagðri glæpastarfsemi sé
vísað frá landinu og telur að hlúa
eigi að þeim sem eru hluti af ís-
lensku samfélagi. „Við eigum að
vera að fókusera á það að betra þá
sem verða aftur hluti af okkur. Við
eigum ekki að vera að setja þá inn
í fangelsi með forhertum glæpa-
mönnum frá öðrum löndum sem
kenna þeim öll trixin í bókinni og
hefja kannski samstarf við þá. Þetta
skilar fólki enn verra á götuna aft-
ur. Við höfum í gegnum tíðina
sýnt glæpamönnum of mikla lin-
kind. Sú tíð er bara liðin að hægt sé
að segja að þeir sem fremji glæpi
séu fyrst og fremst fórnarlömb fé-
lagslegra aðstæðna. Við gerum þá
kröfu til fullburða einstaklinga að
þeir þekki muninn á réttu og röngu
og hvað felist í því að vera hluti af
mannlegu samfélagi. En leggjum
áherslu á að þeir sem fari „inn“
komi betri út“.
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
VERÐI LAGÐUR NIÐUR
Róbert Marshall alþingismaður vill að skoðað verði hvort hægt sé að sameina stofnanir samfélagsins:
Ég held að það sjái hver mað-
ur sem hefur eitthvað
komið nálægt rekstri
að þetta er óskynsam-
legt fyrirkomulag og
það er hægt að gera
það betur.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Vill sameiningar Róbert Marshall vill
fækka yfirmönnum lögreglu og leggja
niður embætti ríkislögeglustjóra. Hann
segist halda að margir þingmenn séu
sammála honum í þessu efni.