Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR Óþol ágerist innan þings og með- al kjósenda gagnvart langvinnum töfum við lausn Icesave-deilunn- ar. Forystumenn atvinnurekenda og launafólks telja að í algert óefni stefni vegna látlausra deilna við nágranna- löndin og aðgerðaleysis við að byggja upp lánstraust þjóðarinnar og að- gang hennar að erlendu lánsfé. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir frek- ari tafir válegar í meira lagi. „ Ég var að koma að utan og það verður að viðurkennast að orðspor okkar er á hraðri niðurleið alls staðar í kringum okkur. Það tekur þjóð mjög langan tíma að hreinsa af sér svona stimpil. Þetta ástand verður síðan að áþreif- anlegum vanda fólks vegna auk- ins atvinnuleysis, þverrandi tekna og kaupmáttar og minnkandi þjón- ustu hins opinbera. Þetta birtist sem miklu hærri reikningur en sá skelfi- legi reikningur sem hrun fjármála- kerfisins skilur eftir sig með falli Seðlabankans og Icesave-skuldbind- ingunum.“ Gylfi segir að krafa ASÍ og aðild- arfélaganna sé að þingið taki upp hanskann fyrir þjóðina en láti af hrá- skinnaleik í Icesave-málinu. Þetta háttalag þingmanna hefur falist í því að finna sér stöðu í pólitískum hrá- skinnaleik. Krafan er að langtíma- hagsmunir þjóðarinnar verði teknir fram fyrir í þessari þráskák og mál- inu verði lokið. Því miður hefur þessi hráskinnaleikur, og ég verð að segja lýðskrum sem þrifist hefur í kringum þetta mál, talið hluta þjóðarinnar trú um að það sé hægt að losna und- an þessum skuldbind- ingum al- farið. Því miður er það ekki þannig.“ Stjórnmálin ráða ekki við vandann Viðmælendur DV telja að undan- farna daga hafi afhjúpast djúpstæð pólitísk og stjórnarfarsleg kreppa þar sem hluti stjórnarþingmanna hafi í raun gefið stjórnarandstöðunni sjálf- dæmi í Icesave-málinu og fært henni neitunarvald. Það hafi að sínu leyti orðið til þess að ríkisstjórnin hafi ekki haft umboð til samskipta við erlend- ar þjóðir og samningsaðila erlendis. Þessu hafi stjórnarandstaðan fylgt eftir með því að styrkja sjálfdæmi sitt í málinu með fulla aðild og jafnvel forseta Íslands einnig að samninga- ferlinu. Þannig hafi þjóðin verið að sigla hægt og bítandi inn í pólitíska og stjórnskipunarlega kreppu. Lokaðir lánsfjármarkaðir „Það er brýnt að leysa Icesave-deil- una sem fyrst til þess að tryggja á ný aðgang að erlendu lánsfé. Það er ekki gert eins og hendi sé veifað að opna þann markað. Þetta er ákveðinn fer- ill sem fer í gang. Það er mjög mik- ilvægt að opna þennan aðgang sem fyrst vegna þess að það eru alltaf að koma stærri og stærri reikningar sem þarf að endur- fjármagna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Þetta snertir til dæmis ríkissjóð og orkufyrirtækin. Bankarnir okkar eru ekki komnir í samband við er- lenda fjármagnsmarkaði. Það er enginn á móti því að borga lægri reikninga, það hefur aldrei verið. En á ein- hverjum tímapunkti þarf að ljúka málinu því þetta er farið að valda okkur verulegu tjóni. Við höfum ekki lokið okkar mál- um og höfum því ekki nauðsynlegt lánstraust,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegt tjón vegna tafa Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur í sama streng og Vilhjálmur. „Meðan við eigum í deilu við okkar alþjóðaumhverfi um fyrirkomulag fjármálakerfisins og ábyrgð okkar því tengda, þá eru þessir lánamarkaðir okkar alveg lokaðir. Það hefur ítrekað komið fram að það er ekki hægt að fá fjármagn til þeirra framkvæmda sem við viljum ráðast í með öðrum, nema þetta mál verði leyst. Dráttur á þessu þýðir einfaldlega að við sökkvum dýpra og dýpra í aðgerðaleysi og samdrátt. Skaðinn af þessu er mikill. Ef við segjum til dæmis að hagvöxt- ur verði einu prósenti minni vegna Ice save-deilnanna en hann ella hefði verið og reiknum það fram til ársins 2024 kemur á daginn að mismunur- inn er heil landsframleiðsla á einu ári. Það segir okkur að við erum þeg- ar búin að missa af tækifærum.“ Ögmundur skilinn við stjórnarandstöðuna Að lokinni þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um síðustu helgi hefur þrýst- ingurinn á Alþingi um lausn Ice- save-deilunnar aukist til muna. Sömuleiðis gætir óþols meðal þing- manna sjálfra. Athygli vakti að for- ysta Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks sýndi svart á hvítu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að markmið flokkanna var einnig að fella ríkis- stjórnina án þess endilega að vilja taka ábyrgð á landsstjórninni. Við þessu brást Ögmundur Jónas- son, þingmaður VG, með því að taka sér stöðu með ríkisstjórninni sem hefur undanfarna daga gert liðs- könnun og reynt að þétta raðir sín- ar. Margir telja að vindarnir blási nú með ríkisstjórninni sem vinnur nú að því að setja Icesave-viðræðurnar aftur af stað. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur að enn séu flokkarnir allir með í för þótt marg- ir telji að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, hafi í raun vikið af leið eins og Steingrímur gaf sjálfur til kynna fyrir skemmstu. Ljóst er að Ögmundur og óró- lega deildin svonefnda í VG vinna nú fremur að sameiningu en sundr- ungu stjórnarliða. Sjálfur hefur Ög- mundur engan áhuga á stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar mál tóku að skýrast eft- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna og til- gangur stjórnarandstöðunnar skýrð- ist skýrði Ögmundur málstað sinn í þremur lykilatriðum. Í fysta lagi segist hann ekki vera reiðubúinn til þess að taka Icesave- samningana upp frá grunni í ljósi þjóðaratkvæðagreiðslunnar eins og sumir stjórnarandstæðingar töldu eðlilegt. Þetta merkir að Ögmundur og fleiri í órólegu deildinni halla sér að þeim forsendum sem unnið er eftir nú í samningunum. Í öðru lagi hefur Ögmundur lýst því afdráttarlaust að hann taki ekki þátt í neinu ferðalagi með stjórnar- andstæðingum gegn ríkisstjórninni. Í þriðja lagi hefur hann lýst því í DV fyrr í vikunni að endurskoð- un á samstarfinu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn fari aðeins fram innan stjórnarsamstarfsins. Minni málefnaágreiningur í VG Þessi efnisatriði benda eindreg- ið til þess að efnislegur ágreiningur innan VG um mikilvæg mál fari ört minnkandi. Hvað það merkir fyr- ir stöðu Ögmundar á eftir að koma í ljós. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra er mjög áfram um að skapa sátt og styrkja þingmeirihlut- ann og ríkisstjórnina með því að taka Ögmund á ný inn í hana. Óyggj- andi er, samkvæmt heimildum DV, að skaðinn, sem orðinn er innan VG, er mikill og persónulegur en ekki að- eins málefnalegur en aðalleikararnir á því sviði eru Ögmundur og Stein- grímur, formaður flokksins. Þannig má ætla að málefnaleg sátt nægi ekki heldur þurfi einnig að koma til sýnileg merki um að Ög- mundur og Steingrímur hafi slíðrað sverðin sín í millum. „Við Steingrímur höfum ekki tal- að eins mikið saman upp á síðkast- ið og við höfum lengst af gert. Ekki gleyma því að við erum pólitískir samferðamenn og félagar til langs tíma og höfum átt mjög náið sam- starf í gegnum tíðina. Nú hefur verið vík milli vina. Yfir þá vík er hins veg- ar hægt að róa og ég hef trú á því að menn séu í þann veginn að setjast undir árar,“ sagði Ögmundur í sam- tali við vefmiðilinn Smuguna í vik- unni. Forystumenn vinnumarkaðarins standa agndofa gagnvart slakri frammistöðu þingsins og krefjast þess að Icesave-deilan verði leyst sem fyrst. Fyrr opnist ekki erlendir fjármálamarkaðir fyrir Íslandi og það skapi margvíslegar hættur og tafir á uppbyggingu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir óyggjandi eftir ferð til útlanda í vikunni að orðspor þjóðarinnar og traust til hennar erlendis sé enn á niðurleið. „ORÐSPOR OKKAR Á NIÐURLEIГ En á einhverj- um tímapunkti þarf að ljúka málinu því þetta er farið að valda okkur verulegu tjóni. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Forystumenn vinnumarkaðarins og forsætisráðherra Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson eru sammála um að ljúka verði Iceave-deilunni sem fyrst því annars skapist afar alvarlegt ástand. Tákn óróleikans? Ögmundur Jónasson hefur gefið sterkar efnislegar vísbend- ingar um stuðning við ríkisstjórnina og andstöðu við önnur stjórnarmynstur. Formaðurinn Málefnaágreiningur innan VG fer minnkandi og vonir hafa glæðst um að nauðsynlegar sættir geti tekist innan flokksins sem er lykill að skilvirkni ríkisstjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.