Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 22
JÓHANNA GEGN
ÁSMUNDI
n Ásmundur Stefánsson, banka-
stjóri Landsbankans, mun hafa sótt
það fast að fá
sæti í bankaráði
Landsbankans
þar sem hann
sat áður en hann
gerði sjálfan sig
að bankastjóra.
Ósk hans um fyrri
stöðu hafði ágæt-
an hljómgrunn
í kerfinu. En svo kom babb í bátinn.
Hermt er að Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra hafi þvertekið fyrir
þau áform hans og sá draumur sé þar
með úti.
ICESAVE-MAÐUR
FÝKUR
n Einn valdamesti maður Íslands er
Steinþór Baldursson, forstjóri Vestia,
eignarhaldsfélags
Landsbankans.
Steinþór ræður
yfir fjölda fyrir-
tækja sem Lands-
bankinn hefur
yfirtekið. Hann
starfaði áður í
Landsbankan-
um sem einn af
lykilmönnum við Icesave. Steinþór er
skjólstæðingur Ásmundar Stefáns-
sonar og fer með vald sitt í umboði
hans. Við brotthvarf bankastjórans er
líklegt að hann verði látinn fjúka.
ÖGMUNDUR INN
n Eins og greint var frá í Sandkorni
fyrir nokkru er allt kapp lagt á að taka
Ögmund Jónasson, alþingismann
VG, aftur inn í
ríkisstjórnina og
tryggja þannig
frið. Hermt er að
hann vilji verða
heilbrigðisráð-
herra aftur. En
kálið er ekki sopið
þó í ausuna sé
komið. Hvorki
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð-
herra né Svandís Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra mega til þess hugsa
að Ögmundur snúi aftur. Þær stöllur
tilheyra Steingrímsarminum. Því er
jafnvel spáð að þær geri uppreisn ef til
þess kæmi.
TEIKNARI DAVÍÐS
n Ekki leið á löngu frá því að Ólaf-
ur Stephensen var ráðinn ritstjóri
Fréttablaðsins og þar til Halldór Bald-
ursson, teiknari Morgunblaðsins,
færði sig um set. Halldór þykir vera
afar snjall teiknari. Strax eftir að Dav-
íð Oddsson varð ritstjóri Moggans
teiknaði Halldór hann með strokleð-
ur. Síðan hefur hann verið stilltur og
haldið sig við að setja Jóhönnu Sig-
urðardóttur og Steingrím J. Sigfús-
son í rétt ljós. Nú má búast við fleiri
teikningum af Davíð.
EKKI KJÓSA UM KVÓTANN!
Þjóðaratkvæðagreiðslan um seinustu helgi var hin ágæt-asta. Svarthöfði fellst á þau sjónarmið Bjarna Benedikts-
sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins,
að nauðsynlegt hafi verið hjá forseta
Íslands að taka af skarið og vísa málinu
til þjóðarinnar. Hvorki Svarthöfði né
Bjarni hafa í dag minnstu efasemdir
við vald forsetans til þess að láta þjóð-
ina úrskurða í mikilvægum málum.
Að vísu horfði öðruvísi við árið 2004 þegar Sjálfstæðisflokk-urinn vildi fá fjölmiðlalög til að tryggja að Jón Ásgeir
Jóhannesson og félagar hans næðu
ekki heljartaki á fjölmiðlum Íslands. Þá
steig forsetinn fram og sagðist myndu
vísa lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta var auðvitað ömurleg framganga
forsetans því í þá daga var alls ekki ljóst
hvort forsetinn hefði vald til þess að
vísa lögum til þjóðarinnar. Þetta benti
Davíð Oddsson, þáverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, ítrekað á. Þetta var
hárrétt hjá Davíð.
En síðan eru liðin mörg ár. Bjarni hefur samþykkt að ís-lenska þjóðin eigi að borga Bretum og Hollendingum
vegna Icesave. En hann er ósáttur
við upphæðina sem ríkisstjórnin vill
borga. Á þeim árum sem eru liðin frá
því forsetinn hafnaði fjölmiðlalögun-
um hefur komið á daginn að hann
hefur fullan rétt á því að vísa lögum í
þjóðaratkvæði. Þetta vita Bjarni og aðr-
ir sjálfstæðismenn. En þeim er jafnljóst
að beint lýðræði verður að hafa sínar
hömlur svo valdahlutföll í samfélaginu
raskist ekki.
Einhverjir vitleysingar hafa í framhaldi af þjóðaratkvæða-greiðslunni krafist þess að kosið verði um kvótann. Þetta
er fráleitt og ekki á þekkingarsviði al-
mennings. Fólkið áttar sig ekki á því
að kvótinn hefur fært Íslandi auð og
hagsæld. Bjarni var spurður um þetta
atriði á dögunum. Svar hans var alveg
skýrt: Um hvað ætti svo sem að kjósa?
Svarthöfði fagnar þessu viðhorfi. Við
verðum að velja vandlega þau mál
sem fara í þjóðaratkvæði. Sumt er bara
þannig vaxið að fólkið veit ekki nóg til
þess að kveða upp dóm.
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„… ruddaleg afbökun á því
sem þjóðaratkvæða-
greiðslan snerist um.“
n Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra á vef sænska
blaðsins Svenska Dagbladet um
ummæli fjármálaráðherra
Svíþjóðar sem sagði á þriðjudag
að það gengi ekki að þjóðir
kæmust hjá því að standa við skuldbindingar
sínar með þjóðaratkvæðagreiðslum. - DV.is
„Ég geri þetta stundum,
tek vídeó með
vinum mínum.“
n Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra þegar
blaðamaður spurði hana hvaða
herramaður hefði sést með henni úti á mynd-
bandaleigu í miðbænum um síðustu helgi. - DV
„Bara sólskin og reggae.“
n Markús Máni Michaelson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handbolta, um stemninguna á
Gili-eyjum í Indonesíu þar sem
hann dvelur núna. Markús er
einn fjórmenninganna sem
grunaðir eru um stórfellt
gjaldeyrisbrask. - DV
„Ég vissi að þetta væri
vandamál í samfélaginu
en ég vissi ekki hversu
stórt það raunverulega
er.“
n Ómar Raiss, formaður Tanorexíufélags Íslands,
en fjöldi manns hefur sótt í félagasamtökin eftir
að Stöð 2 fjallaði um þau. Um 400% aukning,
segir Ómar. - Visir
Vonbrigðin með Steingrím
LEIÐARI
Þeir sem kusu Vinstri-græna og Samfylkingu bjuggust ekki við því að ríkisstjórn þessara flokka myndi leggja upp í áróðursher-
ferð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um mál
sem varðar hundruð þúsunda króna hags-
muni fyrir hvern Íslending. Þeir bjuggust
ekki heldur við því að stjórnin myndi setja
í forgang að gæta hagsmuna bankanna á
kostnað almennings. Starfsemi bankanna
nú felst fyrst og fremst í því að taka eign-
ir af almenningi, senda margfaldan reikn-
ing til fólks og selja síðan eignirnar á út-
sölu til hinna ríku. Til marks um umfangið
eiga bankarnir 1.500 fasteignir og lóðir
um þessar mundir, og það eru aðeins þær
sem þeir hafa ekki þegar náð að selja.
Ríkisstjórnin hefur ekki viljað sam-
þykkja frumvarp Lilju Mósesdóttur, þing-
manns VG, um að fólk geti skilað lykl-
unum að fasteignum sínum án þess að
verða elt fyrir hækkun lánsins umfram
virði eignarinnar. Seðlabankinn varar við
frumvarpinu, vegna þess að húsnæðislán
gætu orðið dýrari fyrir fólk og vegna þess
að nauðungarsölum gæti fjölgað. Hins
vegar eru líklegustu afleiðingarnar þær að
bankarnir sjái hag sinn í því að afskrifa þá
skuld sem er umfram eign, til að forðast
að fólk skili yfirveðsettum eignum í stór-
um stíl.
Það er ekkert takmark í sjálfu sér að
fólk geti tekið há lán hjá bönkum. Sérstak-
lega ekki í jafnósanngjörnu kerfi og hér
er við lýði. Að taka fasteignalán á Íslandi
eru ekki góð viðskipti. Því er hagað þannig
af yfirvöldum að ef eitthvað kemur upp á
verður vandanum velt af fullum þunga
yfir á fólkið í landinu með því að hækka
lánin. Almennt hefur reynst betra að hafa
ekki lán, enda eru lánin leiðir bankanna
til að nærast á fólki fjárhagslega.
Hætt er við því að fasteignaverð lækki,
ef það verður dýrara að taka lán. En það
hefur sýnt sig að hagfræðingar Seðla-
bankans geta verið skammsýnir í tilraun-
um sínum til að viðhalda ýmiss konar ból-
um. Á endanum er væntanlega heilbrigt
að fasteignaverð sé lægra, þannig að fólk
geti safnað sér fyrir fasteign án þess að
borga margfalt verð til bankanna. Ástæða
þess að fasteignaverð hækkaði í upphafi
og fólk þarf að borga svo hátt verð fyrir
heimili var að bankarnir byrjuðu að lána
meira.
Stærstu svik ríkisstjórnarinnar eru að
velja bankana fram yfir fólk til skemmri og
lengri tíma. Ástæðan kann að vera að það
sé fjárhagslega ábyrgara, eða að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn stýri eða „hafi skoðun
á“ lagasetningum sem snerta efnahags-
mál, eins og Atli Gíslason þingmaður lýs-
ir því. En þeir sem kusu Vinstri-græna og
Samfylkingu bjuggust líklegast síst við því
að ríkisstjórn þeirra myndi nota sjóðinn
sem afsökun í staðinn fyrir að standa uppi
í hárinu á honum.
Hvernig sem á það litið eru það von-
brigði að Steingrímur J. Sigfússon og fé-
lagar skuli ekki ná að gæta hagsmuna
fólksins gagnvart bönkunum eftir allt sem
á hefur gengið.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Stærstu svik ríkisstjórnarinnar eru að velja bankana fram yfir fólk til skemmri og lengri tíma.
BÓKSTAFLEGA
Jæja, nú jæja – látum þá hlæja
Auðvitað er ályktun Ögmund-
ar Jónassonar sú eina rétta, þegar
hann segir sem svo, að niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði
að skoða sem styrk og samstöðu
þjóðarinnar í samningaviðræð-
um um það hvernig við förum að
því að greiða það sem við skuldum
Bretum og Hollendingum.
Nú er það von okkar að sann-
ir sigurvegarar þjóðaratkvæða-
greiðslunnar fái að fara með rödd
þjóðarinnar inn í þingsal. Og þá
er það von okkar að aumingja-
leg, sívælandi stjórnarandstaða fái
hvergi að koma nærri samninga-
viðræðum ef markmið þess ágæta
fólks er einungis að reyna að fegra
ímynd þess þjófafélags sem hér
stjórnaði öllu með frjálshyggju í
Framsóknarfjósi.
Enn einn kjáninn og hann þarna
Sigmundur Davíð Oddsson, eða
hvað hann nú heitir sá ágæti maður,
ásamt örvita listamanni utan flokka
og nafnlausu vitorðsfólki hinnar
svokölluðu Hreyfingar, geta áfram
verið fulltrúar finngálkna og öf-
ugugga í íslenskri pólitík. Þetta fólk
má hlakka og hlæja og áfram mega
huglausir hræsnarar reyna að slá sig
til riddara á kostnað þeirra sem eru
að reyna að hreinsa til eftir helm-
ingaskiptamafíuna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan sann-
ar fyrir okkur, það sem stjórnmála-
menn óttuðust að kæmi í ljós, sem
er það, að hér þarf að umbylta
stjórnsýslunni. Það þarf að gera
byltingu á Íslandi – eyða rotnu kerfi
sem hefur það eitt að markmiði að
reisa skjaldborg um heimili ríkra
en gjaldborg um heimili þeirra sem
minna mega sín. Það er sama hvert
litið er, alstaðar er náhirð helminga-
skipta með kámuga putta – spilling-
aröflin ráða stjórnsýslunni og það
er ekki á færi stjórnmálamanna að
hrófla við því falda valdi sem þar
ræður ríkjum. Undir silkislæðum
hinna fáguðu fulltrúa siðmenning-
arinnar eru falskir lygarar, þjófar,
og gráðugir braskarar – menn sem
komið hafa ár sinni fyrir borð í
stjórnsýslunni, menn sem eru svo
háttskrifaðir í samfélaginu að fagn-
aðarlátum ætlar aldrei að linna
þegar þeir drepast.
Krafa þjóðarinnar er skýr: Semj-
um við Breta og Hollendinga og
semjum þannig að okkur finnist að
verið sé að sýna okkur sanngirni
og réttlæti. Við viljum bæta þann
skaða sem fjárglæframenn helm-
ingaskipta ollu. En við viljum að
okkur sé ekki refsað fyrir heiðarleg-
an ásetning okkar!
Ef af hógværð hittum við
Hollendinga og Breta
að endingu mun okkar lið
eitthvað fá að éta.
KRISTJÁN HREINSSON
skáld skrifar
„Semjum við Breta og
Hollendinga og semj-
um þannig að okkur
finnist að verið sé að
sýna okkur sanngirni
og réttlæti.“
SKÁLDIÐ SKRIFAR
22 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 UMRÆÐA
SANDKORN