Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 24
NÚMER EITT AÐ
FYLGJAST MEÐ
Löggur eru gjarnan kallaðar svín þegar einhver vill segja eitthvað niðrandi um verði laganna. Þekktur leikari og leikstjóri hér á landi sagði
að gagnrýnendur væru svín skömmu eftir
að hann tók við verðlaunum úr höndum
leiklistargagnrýnanda DV á afhendingu
Menningarverðlauna blaðsins síðast-
liðinn miðvikudag. Ég hafði aldrei áður
heyrt krítíkerum líkt við þetta um-
deilda dýr en þessi leikhúslistamaður
rökstuddi mál sitt jafnharðan
– gagnrýnendur væru jú ávallt
að leita að einhverju ætilegu í
öllu ruslinu.
Á þeim þremur árum sem ég hef starfað á DV hef ég ekki verið kall-aður mjög ljótum nöfnum svo ég heyrði til en vafalaust hefur mér verið úthúðað herfilega að mér fjarstöddum. Afæta er það versta sem ég man eftir að hafa heyrt. Blaðasnápur er aftur á móti það sem
ég hef oftast heyrt, ekki beint nístandi neikvætt, en það er orðið sem hún
elskuleg móðir mín notar gjarnan um mig.
Ég er þakklátur mömmu fyrir að hafa samt aldrei kallað mig svín þau tvö sumur sem ég starfaði
sem lögga. Ég hefði þó alveg
afborið það því starfið var á
köflum það skemmtilegt að
hvaða uppnefni sem er hefði
ekki eyðilagt fyrir mér þessi
sumur. Fyrra sumarið, 2002,
var reyndar mun meira
gefandi þar sem ég var þá
starfsmaður Lögreglunnar
í Reykjavík eins og embættið hét fyrir sameiningu embætta höfuðborg-
arsvæðisins. Eltingarleikur bæði á bíl og tveimur jafnfljótum, brunaútköll
(þar sem blessunarlega enginn slasaðist) og þátttaka í handtöku manns
sem, á þeim tíma í það minnsta, var talinn á meðal hættulegustu manna
undirheima borgarinnar í skjölum lögreglunnar er eitthvað sem maður
gleymir ekki svo glatt. Á hinn
bóginn sá maður líka átakan-
lega hluti og atburði sem ekki
verður sagt frá hér.
Seinna sumarið var ég starfsmaður landa-mæradeildar lögregl-unnar í Leifsstöð og
var það öllu rólegra líf en í
Reykjavíkurlöggunni. Þar
gekk vaktin að mestu leyti út
á það að gaumgæfa vegabréf
ferðamanna og fá kvittun frá flugmönnum einkaþotnanna
sem hér millilentu um að allt væri í stakasta lagi hjá þeim, bæði hvað varð-
aði fararskjóta og farm. Ég hefði samt ekki fyrir nokkra muni viljað missa
af þessari reynslu. Það var nefnilega ágætis dægradvöl að reyna að spotta
Hells Angels-gaura á farþegalistum og svo var það svolítið undarleg og því
ánægjuleg upplifun að vera allt í einu með óskarsverðlaunahafann Emmu
Thompson, MASH-stjörnuna Alan Alda eða tónlistarparið Elvis Costello
og Diönu Krall fyrir framan sig, bíðandi eftir að maður gengi úr skugga um
að þau væru örugglega ekki með falsað vegabréf og mættu því annaðhvort
koma inn í landið eða yfirgefa það.
Innlit í risaþotu sem millilenti hér á landi á leið til Englands með fótbolta-lið Manchester United innanborðs á leið heim frá Bandaríkjunum var líka
eitthvað sem hægt var að plebbmonta sig
af við þá vini manns og kunningja sem
mætti uppnefna fótboltahausa. Það hefði
samt ekki drepið Roy Keane að lúffa aðeins
í líkamstjáningu þegar ég starði á hann
eins lögguharðhausalegur á svipinn og
ég mögulega gat. Á milli þessara verkefna
dundaði ég mér við að bæta á lista sem ég
hélt yfir skringileg nöfn flugfarþega sem
voru stundum algjörlega lygileg. Ef þetta fólk bara vissi hvað nafn þeirra
„þýðir“ á íslensku. Engin þörf væri að uppnefna það ef það gerði eitthvað á
hlut manns. Nóg væri að kalla það sínu rétta nafni.
Í sannleika sagt er ég svínslega stressaður yfir að segja frá þessum hlut-um hér. Ég undirritaði nefnilega eitthvert plagg bæði sumrin sem ég var laganna vörður um þagmælsku út yfir gröf og dauða um störf lög-reglunnar. En ég vona að þessar „upplýsingar“ teljist ekki það þungar
á metunum að ég verði kallaður í skýrslutöku hjá fyrrverandi samstarfs-
félögum. Því skal reyndar einnig haldið til haga að lögreglan vinnur al-
mennt geysilega gott starf frá mínum bæjardyrum séð. Nýjasta dæmið er
mansalsmálið svokallaða sem dómur féll í á dögunum. Málið kom upp í
október og nú nokkrum mánuðum síðar er búið að dæma sakborningana,
reyndar alla nema einn, í nokkurra ára fangelsi.
Mér koma mörg ljót orð og uppnefni í hug þegar ég hugsa til þeirra sem stunda mansal. Af kjarkleysi sem engin lögga eða krítíker, jafnvel ekki einu sinni svín, myndi sýna af sér læt ég duga hér að kalla slíka einstaklinga svín svínanna. Í ruslahaugum samvisku
þeirra efast ég um að nokkuð „ætilegt“ finnist.
LÍF MITT
SEM SVÍN
„Þetta er stórt svæði
hérna en við erum til-
tölulega heppin með
það að hér verða fá slys
miðað við allan þann
fjölda sem hingað kem-
ur.
Ég er búinn að vera
laugarvörður hér í tvö
ár og einhverja mán-
uði. Ég vann í Árbæjar-
laug áður í sex ár,“ segir
Zdravko Dagur Studic,
laugarvörður í Laugar-
dalslaug, en hann flutti
hingað til lands frá Júgó-
slavíu 1998 og settist að
í Bolungarvík. Flutti svo
til Reykjavíkur um alda-
mótin. „Það verða 12 ár
2. maí síðan ég flutti til
Íslands,“ segir Zdravko
stoltur.
Hann segir að starf-
ið taki stundum á – sér-
staklega þegar slys verða.
Þá þurfi að hafa hraðar
hendur. „Þetta er stórt
svæði hérna en við erum
tiltölulega heppin með
það að hér verða fá slys
miðað við allan þann
fjölda sem hingað kem-
ur. Það kemur samt fyrir,
flest slys gerast þegar fólk
er of lengi í heitupottun-
um og fær þá svima og/
eða verk fyrir hjartað.“
Zdravko segir að laugar-
verðir og Laugardalslaug
séu með mjög gott örygg-
iskerfi sem sé hnitmiðað
og hafi komið sér vel og
sannað virkni sína.
Gert klárt fyrir gesti
Laugarverðir vinna vaktavinnu og var Zdravko á morg-
unvakt þegar DV leit í heimsókn. Þá byrjar hann klukkan
sex að morgni. „Við erum með þrjár fastar vaktir, a-, b-
og c-vaktir, og eina aukavakt. Ég vinn aðra hverja helgi og
aðra hverja helgi er ég í fríi. Í morgun mætti ég sex en ef
það hefur snjóað mikið þá mæti ég aðeins fyrr til að salta
bakkana og svona. Gera allt klárt fyrir komandi gesti.“
Í Laugardalslaug er tekið á móti fjölmörgum krökk-
um úr skólum höfuðborgarsvæðisins enda aðstæður
þar eins og best verður á kosið. „Við tökum á móti skóla-
sundi, flest sundfélög æfa hérna, Fjölnir, Ægir, KR, Ár-
mann og Íþróttafélag fatlaðra. Við vorum með risastórt
mót hérna í nóvember.
Þá kom rosalega mik-
ið af fólki og var hérna
í tvær vikur við æfingar
og keppni.“
Zdravko þarf einn-
ig að setja nuddpotta
í gang og opna á milli
til gesta Lauga í World
Class. „Við tékkum á
klór tvisvar á dag þeg-
ar við erum á vakt-
inni, alls fjórum sinn-
um á dag. Það skiptir
engu máli hvað stend-
ur á dælunni nýju, það
þarf alltaf að hand-
mæla þetta. Við gerum ýmislegt
hérna þótt það virðist stundum líta
þannig út að við sitjum bara og ger-
um ekki neitt. En atriði númer eitt,
tvö og þrjú er að fylgjast með. Fyrst
og fremst þarf að fylgjast með.“
Teiknuð af Einari Sveinssyni
Laugardalslaug var byggð
árið 1968. Sundlaugin var teiknuð
á teiknistofu húsameistara Reykja-
víkuborgar, Einars Sveinssonar. Þar
er að finna þrjár laugar, eina útilaug,
sem er 50 metrar á lengd og 22 metr-
ar á breidd með átta brautum. Við
hlið hennar er 30 metra laug, en
vatnið í henni er hlýrra en vatnið í
50 metra lauginni sem hún liggur
við. Nýja innisvæðið er síðan afar
glæsilegt í alla staði með fullkominni
keppnis- og kennsluaðstöðu.
Aldrei í heitasta pottinn
Zdravko segir að útlendingar njóti
sín vel í heitu pottunum í laugun-
um á Íslandi. „Ég er sjálfur frá gömlu
Júgóslavíu og þar er ekki mikið um
heita potta. Ekki eins og er hérna á Íslandi. Það er ódýr-
ast að fara í sund hérna, það kostar fimm evrur að fara í
sund í Sarajevo þar sem ég bjó – ef maður vill nota gufu
og pott.“ Í Laugardalshöll er sjópottur sem hefur slegið í
gegn og þegar Zdravko dýfir hendinni ofan í til að finna
hitastigið segir hann að vatnið sé í kringum 40 gráðu
heitt. „Hvaða vitleysa, það er 39,5,“ svarar eldri maður
sem er fastagestur.
Zdravko segist fara oft í sund en það eina sem hann
gerir ekki er að fara í heitasta pottinn sem er alltaf yfir 43
gráðu heitur. „Það geri ég aldrei,“ segir þessi hressi laug-
arvörður um leið og hann tekur upp rusl af laugarbakk-
anum. „Þetta þurfum við líka að gera - að halda hreinu
hérna.“
Zdravko Dagur Studic er laugarvörður
í Laugardalslaug. Hann flutti til Íslands
fyrir 12 árum og líkar starfið vel. Segir
það fjölbreytilegt og skemmtilegt. Hann
hefur verið laugarvörður í átta ár, fyrst í Árbæjarlaug þar sem
hann var í sex ár.
24 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 UMRÆÐA
laugarvarðar
Við sandtankana Niðri í kjallara
eru miklir tankar -- svokallaðir
sandtankar. MYNDIR KRISTINN MAGNÚSSON
Mælt tvisvar á vakt Klórinn
í lauginni er mældur fjórum
sinnum á dag. Tvisvar á vakt.
Við sundlaugarbakkann
Zdravko að fylgjast með
leikfimi eldri borgara.
KRISTJÁN HRAFN GUÐMUNDSSON skrifar
HELGARPISTILL