Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 VIÐTAL Blaðamaður og ljósmyndari þurfa að bíða eftir Baltasar Kormáki í tæplega fimmtíu mínútur á 101 Hótel í miðbæ Reykjavíkur. Stjörnustælar eru þó alls ekki ástæðan, mikill mótvindur hafði verið í flugi frá Noregi sem hann var nýlentur úr. Hann kem- ur hlaupandi inn um dyrnar, biðst afsökunar, brosir og segir: „Maður getur víst ekki stjórnað öllu.“ Baltasar er búinn að vera á ferð og flugi und- anfarnar vikur og blaðamaður rekur augun ofan í leðurtösku sem hann ber með sér. Þar glittir í handrit að Gerplu og Víkingi, væntanlegri mynd frá Baltasar. Hann viðurkennir að þessi taska sé svolítið hans annar handleggur. „Ég fékk þessa tösku á Sundance-kvikmyndahátíðinni fyrir nokkrum árum. Hún hefur einhvern veginn fest við mig,“ segir hann, sýpur af sjóðheitum kaffi- bolla og setur sig í stellingar. SVEITASETRIÐ ENDURNÆRIR Baltasar er á leiðinni í annað flug, norður yfir heiðar í Skagafjörðinn þar sem hann og kona hans, Lilja Pálmadóttir, búa ásamt sonum sín- um. Fátt hefur verið meira áberandi í samtöl- um blaðamanns og Baltasars í aðdraganda við- talsins en þessi staður. Hann er því spurður um þennan stað sem öll vötn virðast liggja til. „Við búum þarna hjónin og konan mín rekur hesta- búgarð þarna. Þetta er gamla ættarsetrið hennar þar sem pabbi hennar var alinn upp. Við erum algerlega flutt þangað og krakkarnir ganga í skóla þarna. Þetta er besti staðurinn á jörðinni til þess að slaka á sem er mjög mikilvægt fyrir mig að gera inn á milli. Auðvitað vinn ég þarna í handritum og svona en það er ákveðið áreiti sem ég losna við. Veran þarna endurnærir mig mikið og heldur oft í mér lífinu,“ segir Baltasar. Eilíft flakk gerir heimkomur hans enn mikil- vægari í hvert skipti. „Þegar ég kem heim er ég bara með sonum mínum allan daginn og það verður okkur mikilvæg stund. Stundum reyni ég að taka syni mína með mér á settið. Ég tók ann- an til dæmis með mér til Bandaríkjanna þegar ég var í tökum þar,“ segir hann. STRÁKARNIR ORÐNIR VARGAR Á búgarði hjónanna er nóg af hestum en Baltas- ar hefur verið hestamaður alla sína tíð. „Pabbi minn var með hesta alveg frá því ég var barn og tveggja ára var ég farinn að príla upp á þá með því að skríða á girðingum. Konan mín, Lilja Pálmadóttir, er líka búin að vera á Hólum að læra að temja hesta en við sjálf erum með um 60-70 hesta fyrir norðan með öllu,“ segir Baltasar. Strákarnir hans taka báðir sveitalífinu vel, eiginlega bara rosalega vel eins og leikstjórinn útskýrir. „Þeir eru orðnir sveitamenn, bara al- gjörir sveitavargar,“ segir hann og hlær. „Einu sinni komum við í bæinn og fórum á Gráa kött- inn. Annar strákanna fór úr skónum í anddyr- inu og pantaði rjómapönnukökur. Þá vissi ég að þeir væru orðnir alvöru sveitamenn, þarna panta menn sér bara amerískar pönnukökur. Svo spurði hann mig einu sinni hvort það væru afleggjarar í Reykjavík. Það var vegna þess að í sveitinni mega þeir bara hjóla á afleggjaranum. Þeir eru orðnir alvöru sveitamenn,“ segir Baltas- ar og brosir breitt. NEIKVÆÐNI HLUTI AF VELGENGNINNI Nánast hver einasti hlutur sem Baltasar hef- ur komið nálægt, bæði sem leikari og leikstjóri, hefur slegið í gegn. Má þar nefna myndir eins og Veggfóður, Djöflaeyjuna, Engla Alheimsins, 101 Reykjavík, Mýrina og Brúðgumann. Velgengn- inni fylgir mikil athygli sem Baltasar finnst fín þó hann sé mun rólegri í tíðinni en á árum áður. „Þegar ég var að slá í gegn fyrst sem leikari var mikil kvensemi og svona. Maður tók fylliríið svo- lítið bratt. Ég var náttúrlega næturlífskóngur hér á tímabili en ég er það ekkert lengur. Maður lærði á erfiða mátann en svo er athygli eitthvað sem maður lifir með og venst. Velgengninni fylgja líka góðir hluti. Það opnast fyrir manni dyr og það er ýmislegt sem maður getur nýtt sér,“ seg- ir Baltasar en það er neikvæð hlið á henni líka. „Auðvitað er mikið af neikvæðum hlutum líka. Það er afbrýðisemi og svona. Ég einbeiti mér samt bara að vinnunni. Ég hef gaman af því sem ég er að gera og reyni að hugsa ekki um annað,“ segir hann og bætir við: „Á tímabili fannst mér óþægilegt að vera í margmenni, það var of mik- ið bögg og svona. En ef manni líður ekki vel ein- hvers staðar fer maður bara. Þegar ókunnugt fólk kemur að mér er ég yfirleitt almennilegur og kurteis við það, nema auðvitað það sé dóna- legt og leiðinlegt. Þetta er samt svolítið þannig að þegar maður stendur uppi á stól og kallar eftir athygli getur maður ekki beðið fólk um að láta sig í friði á sama tíma. Mér finnst okkar stétt vera svolítið í því. Að kalla á athygli en vilja svo fá að vera í friði þegar þeim hentar,“ segir Baltasar. MAN EKKI HVERNIG ÞAÐ VAR AÐ DREKKA Eins og Baltasar viðurkennir var hann dugleg- ur á næturlífinu þegar hann var ungur og heitur leikari. Í dag hefur hann þó sagt skilið við áfengi og hefur ekki drukkið í átta ár. Aðspurður hvort drykkjan hafi verið orðin vandamál svarar hann: „Hún var orðin vandamál fyrir aðra í kringum mig. Ég sinnti ekki fjölskyldunni eins og ég hefði viljað. Þetta er samt ekkert mál, ég man ekki einu sinni eftir því hvernig það var að drekka, það er orðið svo langt síðan. Ég bara hætti, fór ekki í meðferð. Þetta er gott eins og það er.“ Baltasar biðst undan því að ræða mikið um einkalíf hjónanna. Hann viðurkennir þó, að- spurður, að heimshornaflakk hans sé álag á hjónabandið. „Það fylgja þessu eðlilega ýmis vandamál. Blessaður, þetta er svona hjá öllum. Þetta hafa íslenskir sjómenn lifað við alla tíð. Það er alveg ljóst að svona líf er álag en við erum búin að vera gift í fjórtán ár og það er ekkert ann- að í spilunum en að halda áfram að vera gift,“ segir Baltasar brosmildur. RÆÐUR EKKI STÓRLEIKARA Í PARTÍUM Baltasar lék í fyrsta skiptið í mörg ár þegar hann tók aðalhlutverk í myndinni Reykjavík-Rotter- dam eftir Óskar Jónasson nýverið. Nú er hann sjálfur að fara með myndina lengra. Eins og oft hefur verið greint frá hefur Baltasar verið að vinna að bandarískri endurgerð af myndinni sem bíður framleiðslu hjá fyrirtækinu Work- ing Title í Hollywood, risafyrirtæki sem vinnur allt sitt með Universal-risanum. „Working Title hefur alltaf verið fyrirmynd fyrir mér. Þannig vil ég að Blueeyes [Fyrirtæki Baltasars innsk. blm] sé. Ég vil gera vandaðar myndir sem ná til fólks, ég er ekki gæinn sem vill gera myndir sem eru svo skrítnar að enginn kemur að sjá. Ég vil gera áhugaverðar myndir sem fólk vill sjá, ef hún er líka listaverk er það bónus,“ segir hann. Myndin er í forgangi í vinnslu hjá Work- ing Title, segir Baltasar, en stórleikarinn Mark Wahlberg, leikur hlutverk hans í endurgerðinni. „Ég er búinn að hitta hann. Hann er heitur og til í slaginn. Eina sem hann hefur áhyggjur af er að reyna að toppa leikinn hjá mér,“ segir Baltasar kíminn. Það þarf að pína upp úr Baltasar nöfnin á stjörnum sem hann hefur hitt. „Ég er voða lít- ið fyrir svona „name dropping“ en ég hef alveg hitt menn eins og George Clooney, Will Smith og alla þessa kalla. Þeir eru samt ekkert vinir mínir. Maður er kynntur fyrir þeim og þeir taka í spað- ann á manni í mesta bróðerni. Auðvitað þeg- ar maður fer að umgangast sumt af þessu fólki finnur maður fyrir að maður er svolítið í auka- hlutverki í lífi þess,“ segir hann og hlær. Baltasar segist ekkert vera að leita að vinskap, hann vill bara vinna með góðu fólki en útskýrir að eitthvað vinastand og að reyna ráða leikara í partíum sé algjör tímasóun. „Ef þú ætlar þá leið geturðu gleymt því. Ef þú ferð ekki réttu leiðirn- ar geturðu gleymt þessu. Í partíinu gæti einhver alveg sagt allt í lagi, ekkert mál, talaðu við um- boðsmanninn minn, en þar lendirðu síðan bara á vegg.“ 60 MILLJÓNA DOLLARA MYND EKKI GERÐ MEÐ VINSTRI Ásamt því að vera að vinna að nýju handriti að Reykjavík-Rotterdam undirbýr Baltasar sig fyrir að leikstýra risastórri víkingamynd en allt síð- asta sumar var verið að byggja risasviðsmynd fyrir hana á Suðurlandi. Orðrómur hefur gengið um að ekkert verði af þeirri mynd en það segir Baltasar af og frá. „Ég var að ganga frá góðum samningi með hana sem ég get reyndar ekki alveg greint frá. Það er svolítið viðkvæmt vegna þess að Mel Gibson ákvað að gera víkingamynd líka. En það er allt klárt. Það er fyrirtæki sem er stúdíótengt sem er búið að tryggja sér Víking og ætlar að fjár- magna myndina. Ég var nú reyndar líka búinn að heyra þetta frá einhverjum blaðamanni að myndin væri í vondum málum Það virðist alla- vega einhver vinur sem er mjög umhugað um að ég geri ekki myndina vera að hringja inn á blöðin og veita þessar upplýsingar,“ segir hann. „Þetta er 60 milljóna dollara mynd. Ef menn halda að það sé gert með vinstri er það ekki þannig. Það hefur engin mynd eftir íslenska handritshöfunda af þessari stærðargráðu verið í betri málum. Þetta er dæmi um þessa neikvæðni sem getur verið í minn garð, það eru alls konar raddir og kjaftæði sem geta verið í þessu,“ seg- ir hann en ítrekar þó: „Það er nú samt þannig með Hollywood að það getur allt brugðist. Hætt hefur verið við myndir í miðjum tökum, þannig Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur í nógu að snúast. Hann er að leikstýra Gerplu á sviði Þjóðleikhúss- ins og er með tvær bíómyndir í pípunum. Þegar hann á stund milli stríða slappar hann af á heimili sínu í Skagafirðinum sem hann segir endurnæra sig. Hann segir athyglina og frægðina hafa sína kosti en henni fylgir oft neikvæðni. Tómas Þór settist niður með Baltasar á milli fluga hjá honum og ræddi við leikstjór- ann um heimilislífið, frægðina, Hollywood og gagnrýni leiklistarspekúlants DV sem jarðaði Gerplu. FRÆGÐI „Þetta er 60 milljóna dollara mynd. Ef menn halda að það sé gert með vinstri er það ekki þannig.“ Hugsuður Baltasar nýtir tímann í Skagafirði meðal annars til þess að skrifa handrit. MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.