Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 34
Menningarhátíð í Iðnó Afhending umfangsmestu menningarverðlauna sem veitt eru á Íslandi, Menningarverðlauna DV, fór fram í Iðnó síðastliðinn miðvikudag. Fjörutíu listamenn, hópar og stofnanir voru tilnefnd í þetta þrítugasta og fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Þakkar- ræður voru bæði þrungnar þakklæti og gagnrýni en allir virtust í það minnsta skemmta sér hið besta. Hér á opnunni gefur að líta myndir sem Sigtryggur Ari tók í Iðnó og á næstu síðum er rætt stuttlega við þá sem hlutu verðlaun. Brosmild Ragnar Kjartansson og Bjargey Ólafsdóttir sýndu sig og sáu aðra. Bjargey var enda í kvikmyndadómnefnd Menning- arverðlaunanna. Á rökstólum Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, Arnar Jónsson leikari og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ræða málin. Vangaveltur Ímynda má sér að þessar ungu konur séu að velta fyrir sér hver hljóti verðlaunin í hinum og þessum flokkum. Reffilegir Hallur Ingólfsson og Bergur Ingólfsson voru báðir tilnefndir í leiklistarflokknum. Bergur fór heim með verðlaun fyrir sýninguna Jesúm litla. 34 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 HELGARBLAÐ Já, forseti Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri hlýðir einbeittur á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem afhenti heiðursverðlaun kvöldsins. Ná í einn fyrir þig? Sumir voru þungt hugsi á hátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.