Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FERÐALÖG UM PÁSKANA Innanlands n Miðast við að flogið sé frá Reykjavík 1. apríl en til baka 5. apríl. n Verð á flugferðum miðast við ódýrustu ferð sem í boði var. Akureyri 4 M EÐ FL UG I ( 2 BÖ RN ) 2 M EÐ FL UG I Á BÍ L* Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Danmörk London Berlín IC EL AN D EX PR ES S IC EL AN DA IR IC EL AN D EX PR ES S IC EL AN DA IR IC EL AN D EX PR ES S IC EL AN DA IR 4 M EÐ FL UG I ( 2 BÖ RN ) 2 M EÐ FL UG I Á BÍ L* 4 M EÐ FL UG I ( 2 BÖ RN ) 2 M EÐ FL UG I Á BÍ L* 4 M EÐ FL UG I ( 2 BÖ RN ) 2 M EÐ FL UG I Á BÍ L* 54 .1 80 k r. 42 .2 20 k r. 17 .7 0 6 kr . 65 .2 4 0 kr . 49 .7 4 0 kr . 25 .1 60 k r. 59 .8 80 k r. 47 .9 20 k r. 4 0. 0 4 0 kr . 20 .1 63 k r. 28 .0 80 k r. 12 .7 6 4 kr . 10 8 .5 70 k r. 10 8 .2 80 k r. 10 7. 96 0 kr . 16 9. 55 6 kr . Þeir sem ætla að ferðast innanlands um páskana ættu að velja einkabíl-inn frekar en að panta flug. Tvísýnt er hvort er hagstæðara fyrir þann sem ferðast einn síns liðs að fljúga eða keyra, enda er bensínverð í sögulegu hámarki og kostnaðurinn því svipaður. DV tók saman hvað það kostar fyrir Íslendinga að ferðast um Ísland eða til útlanda um páskana. Þeir sem velja einkabílinn um páskana geta gert ráð fyrir ferðakostnaði á bilinu 20 til 25 þúsund, fari þeir frá höfuðborgar- svæðinu, norður eða austur, og til baka. Sá sem ekur á Egilsstaði greðir þannig 25 þús- und krónur í bensín og göng, sá sem fer á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins (báðar leiðir) greiðir um 18 þúsund krón- ur í bensín og sá sem keyrir til Ísafjarðar greiðir um 20 þúsund krónur, eins og sjá má í meðfylgjandi grafi. Athugun DV á helstu flugleiðum inn- anlands, borið saman við bensínkostn- að ef leiðin er ekin, leiðir í ljós að það er álíka dýrt að aka og fljúga ef þú ferðast einn. Flugið er reyndar heldur dýrara en ekki munar miklu. Hafa skal í huga að oft er hægt að kaupa ódýrara flugfargjald með því að bóka með meiri fyrirvara. Þegar kemur að páskaferðum til út- landa hækka þær upphæðir sem um ræð- ir verulega. DV athugaði hvað helgarferðir um páskana kosta til þriggja áfangastaða Icelandair og Iceland Express. Miðað var við að flugið (út á skírdag og heim á öðr- um degi páska) sé pantað í vikunni sem er að líða. Það kostar par 108 til 109 þúsund krón- ur að fljúga til og frá Kaupmannahafn- ar eða London með Icelandair. Ferðirnar eru nokkuð dýrari með lággjaldaflugfé- laginu Iceland Express. Þar kostar um 108 þúsund krónur fyrir par að fljúga til og frá Kaupmannahöfn um páskana. Það kost- ar hins vegar 131 þúsund krónur að fljúga til og frá London, eða 23 þúsund krón- um meira en ef valið er að fljúga með Ice- landair. baldur@dv.is * MIÐAÐ VIÐ AÐ BÍLLINN EYÐI 10L./100KM OG LÍTRINN KOSTI 208,20 KRÓNUR. KOSTNAÐUR VEGNA HVALFJARÐARGANGA OG SIGLINGAR MEÐ HERJÓLFI INNIFALINN. Það er ódýrara að velja bílinn en flugið þegar ferðast er innanlands, jafnvel þegar einn er í bíl. DV reiknaði út hvað það kostar að ferðast innanlands og til útlanda um páskana. Til útlanda n Miðast við að flogið sé frá Íslandi 1. apríl en til baka 5. apríl. n Verð á flugferðum miðast við ódýrustu ferð sem í boði var. 13 1. 26 4 kr . 21 9. 02 0 kr . Um páskana gefst fólki kostur á að sjá spennandi sirkussýningu þar sem fjör og dirfska ráða för. Það er Sirkus Sóley sem mun verða með nokkrar sýningar í Salnum í Kópa- vogi yfir páskana og er því tilval- ið fyrir fjölskylduna að skella sér saman á sýningu með páskaegg í poka. Sirkus Sóley samanstendur af fjölbreyttum hópi hæfileikríks fólks sem hvert og eitt hefur ein- staka hæfileika á sviði sirkuslista og leggur metnað sinn í að bjóða upp á samkrull sirkusatriða. Á sýn- ingunni má meðal annars sjá þau leika jafnvægislistir, gripl, á húlla- hringi, sýna loftfimleika og svo auðvitað munu trúðarnir láta sjá sig. Einnig mega gestir eiga von á krassandi sirkusatriðum, áhættu- atriðum og vænum brögðum sem sjaldan hafa sést á Íslandi. Það kostar 1.200 krónur á eina sirkussýningu og er hægt að nálg- ast miða á midi.is. asdisbjorg@dv.is Sirkus Sóley verður með sýningar um páskana: Loftfimleikar og trúðar n Fimmtudaginn 1. apríl klukkan 15. n Fimmtudaginn 1. apríl klukkan 20. n Laugardaginn 3. apríl klukkan 15. n Laugardaginn 3. apríl klukkan 20. Sýningar um páskana Fjör og dirfska Meðlimir Sirkuss Sóleyjar segja fjör og dirfsku ráða för í sýningum sínum. Þeir segjast einnig sýna brögð sem sjaldan sjást á Íslandi. SUNDLAUGAR REYKJAVÍKUR OPNAR UM PÁSKANA Sund er alltaf jafnvinsæl afþreying fyrir fjölskylduna og tilvalið að slaka á í heitum potti yfir páskana. Á skír- dag, laugardaginn 3. apríl og annan í páskum verður hefðbundin helg- aropnun, eða frá 8 til 20, í sundlaug- um Reykjavíkur. Laugardagslaug og Árbæjarlaug bjóða þar að auki upp á opnun á föstudaginn langa og á páskadag frá 8 til 20. GÖNGUFERÐIR UM REYKJAVÍK Verði veður gott ætti fólk að nýta sér frábæru útivistarsvæðin í Reykjavík og nágrenni um páskana. Að fara í langa gönguferð eftir páskaeggjaát er bara hressandi. Sem dæmi um svæði má nefna Ægisíðuna, Gróttu, Elliðaárdalinn, Fossvogsdalinn, Geldinganes og Rauðavatn svo eitt- hvað sé nefnt. Svo má líka keyra upp í Heiðmörk, að Úlfarsfelli, og ganga upp á það og jafnvel að Hafravatni en þar er fallegt svæði sem fáir vita af. BLÁFJÖLL FYRIR HÖFUÐ- BORGARBÚA Páskadagur hefur í gegnum árin verði sá dagur sem fjölskyldur dusta rykið af skíðunum og flykkjast upp í fjöll. Eitthvað hefur vantað upp á snjóinn en það er bara von manna að það snjói örlítið fyrir páskana svo hægt verði að skíða. Bláfjöll eru opin frá klukkan 10 til 17 yfir páskana og er hægt að taka rútuna frá Mjódd klukkan 12.40 og frá Mosfells- bæ klukkan 13.00. Hún fer til baka klukkan 17.00. PÁSKAR í Reykjavík Á BÍLNUM Ódýrast að fara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.