Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 ÚTTEKT LÍÐUR BARNINU ÞÍNU ILLA? „Það er í lagi að vera aðeins of þung- ur en þegar offitan er farin að hafa áhrif á heilsuna er það alvarlegt mál,“ segir doktor Ársæll Már Arn- arsson, dósent í sálfræði við Háskól- ann á Akureyri. Ársæll segir offitu barna vaxandi vandamál á Íslandi auk þess sem líkamsmynd þeirra, og sér í lagi íslenskra stúlkna, sé afar brengluð. Léttari stelpur ánægðari Í viðamikilli rannsókn sem gerð var á tæplega 12 þúsund íslensk- um nemendum í 6., 8. og 10. bekk af Rannsóknarsetri forvarna í HA kemur fram að línuleg fylgni er milli lífsánægju stúlkna og þyngd- ar þeirra. „Tvöfalt fleiri stelpur eru óánægðar með sig en strákar. Eftir því sem þær eru léttari því ánægðari eru þær. Ánægðustu stelpurnar eru ekki í kjörþyngd heldur undir kjör- þyngd,“ segir Ársæll Már sem telur þróunina ógnvekjandi. Ársæll segir nýlega bandaríska rannsókn sýna fram á 16% aukn- ingu á meðal of feitra barna. „Ég er viss um að það sama sé uppi á ten- ingnum hér á landi. Börn eru mun feitari í dag en þau voru hér áður fyrr og stórir hópar barna eru að greinast með áunna sykursýki, eitt- hvað sem við héldum að væri sjúk- dómur miðaldra karlmanna,“ segir hann og bætir við að foreldrar, skól- ar, íþróttafélög og löggjafinn þurfi að taka höndum saman gegn þess- ari þróun. „Máltíðir í skólum eru ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir og löggjafinn þarf líka að taka sig á. Hvernig væri til dæmis að taka virð- isaukaskattinn af ávöxtum og græn- meti?“ Samkvæmt viðamikilli íslenskri rannsókn er línuleg fylgni milli lífsá- nægju stúlkna og þyngdar þeirra. Dr. Ársæll Már Arnarsson, dósent í sál- fræði við Háskólann á Akureyri, segir tvöfalt fleiri stelpur óánægð- ar með sig en stráka. Eftir því sem stelpurnar eru léttari því ánægð- ari séu þær og að ánægðustu stúlkurnar séu undir kjörþyngd. „Ógnvekjandi þróun,“ segir Ár- sæll Már. Tapaður slagur „Íslenskar stúlkur eru undir mikilli pressu og í niðurstöðum rannsókn- arinnar kemur fram að 10% stúlkna sem er undir kjörþyngd eru í megrun eða finnst að þær ættu að vera í megr- un og það sama á við um 40% stúlkna sem eru í kjörþyngd. Strákarnir eru aðeins ánægðari með sig en ég er hræddur um að þeirra líkamsmynd verði með tímanum jafnbrengluð og stelpnanna en þó í þá átt sem snýr að meiri vöðvamassa. Það þarf því eng- an snilling að sjá að þessi slagur er tapaður og við erum að beita aðferð- um sem eru einfaldlega ekki að virka. Pressan um ákveðna líkamsþyngd er ekki að skila sér nema í vanlíðan og það er ekki nógu gott.“ indiana@dv.is Átta ráð fyrir foreldra of feitra unglinga: 1. AFLAÐU ÞÉR ÞEKKINGAR OG FÁÐU HJÁLP! Vandamálið mun ekki hverfa af sjálfu sér. Passaðu að falla ekki í gryfju afneitunar. Taktu þau nauðsynlegu skref sem þarf til að takast á við hið undirliggjandi vandamál. Ef hitaveiturör í húsinu þínu spryngi myndirðu strax hringja á pípara og ef barnið þitt handleggsbrýtur sig ferðu með það til læknis. Offita og ofát eru að sama skapi alvarlegt mál. 2. HAFÐU SAMÚÐ! Unglingsárin eru nógu erfið fyrir flesta þótt ekki séu vandamál með þyngd og fitu. Í dag eru unglingar að fást við mun fleiri og erf- iðari verkefni en fyrri kynslóðir gerðu. Í rannsókn sem gerð var 1940 þar sem amerískir kennarar voru spurðir um helstu vandamál tengd kennslu var japl á tyggigúmmíi í tímum efst á baugi. Að auki kvörtuðu kennarar yfir óstundvísi og leti nemenda og að þeir töluðu hver ofan í annan. Í dag snúast vandamálin um áfengis- og fíkniefnanotkun, ofbeldi, nauðganir og sjálfsvíg. Börnin okkar þurfa á stuðingi að halda. Ef barnið þitt á við vandamál með þyngd að stríða eru allar líkur á að eitthvað annað liggi að baki. Hlustaðu og láttu barnið vita að það geti trúað þér fyrir öllu. Það er ekki nóg að segja barninu að fara í megrun. Ef það væri lausnin væri vandamálið leyst. 3. Í HVAÐ HUNGRAR BARNIÐ? Fíkn snýst oftast um að deyfa tilfinningar. Er barnið þitt einmana, leitt eða þunglynt? Syrgir það? Hefur einhver sem barninu þykir vænt um dáið eða flutt í burtu? Á barnið í ofbeldiskenndu sambandi við einhvern? Á það eftir að vinna úr erfiðri reynslu úr æsku? Hafa orðið miklar breytingar á högum barnsins? Saknar barnið þín? 4. GEFÐU BARNINU ÞIG! Börn eru oft hungruð í athygli fólksins sem þau elska. Búðu til tíma fyrir barnið þitt. Slökktu á sjónvarpinu, tölvunni og símanum. Gerið eitthvað líkamlega erfitt saman, farið í göngutúr, í hjólreiðatúr, í sund eða fljúgið flugdreka. Finndu út hvað barninu þykir skemmtilegt og leiktu með því. Ef barnið á engin áhugamál önnur en að sitja og horfa á sjónvarp eða lesa verðið þið að finna eitthvað saman. Prófið ykkur áfram. Farðu með unglingnum til læknis, næringarsérfræðings og/eða í OA-samtökin og sýndu þannig stuðning. 5. HLUSTAÐU! Þekkirðu barnið þitt? Veistu hvernig það eyðir deginum og með hverjum? Hversu vel hlustarðu? Hversu löngum tíma verðu í hverri viku við að horfa í augu barnsins og hlusta á það sem það hefur að segja? Að hlusta almennilega þýðir: Þú ert þolinmóð og afslöppuð. Þú snýrð í áttina að barninu og horfir í augu þess. Þú dæmir ekki – stundum borgar sig að ímynda sér að um annars manns barn væri að ræða. Þú ert forvitin og spyrð: „Hvað meira?“ Þú vilt vita meira þegar barnið hættir að tala. Þú ert ekki að tala. Þú ert ekki að segja til. Þú ert ekki að laga bágtið. Þú ert ekki að bera saman. Þú ert ekki að samsama þig við vandamálið og gera þig þannig að aðal atriðinu. 6. HUGSAÐU VEL UM SJÁLFA ÞIG! Þú sem fyrirmynd ert besta vopnið. Hvernig er þitt mataræði? Ferðu í ræktina? Hvernig ræktarðu andann? Best leiðin til að hjálpa barninu þínu er að hugsa almennilega um þig. Ef þér líður illa finnur barnið það. Ef þú ert í óheilbrigðu sambandi líður barnið fyrir það. Barnið fylgist með því sem þú borðar. Ef þú hreyfir þig aldrei eru líkur á að barnið velji einnig hreyfingaleysi. Ekki fá samviskubit, gerðu frekar eitthvað í málunum. Ef ekki fyrir sjálfa þig þá fyrir barnið þitt. 7. ELSKAÐU SJÁLFA ÞIG! Ekki gera lítið úr sjálfri þér fyrir framan barnið því þá mun það gera það sama. Láttu barnið finna hversu stolt þú ert af þér. Hrósaðu sjálfri þér upphátt fyrir framan barnið. Dæmi: „Vá, hvað ég er ánægð með þetta hjá mér!“ „Ég reyndi eins vel og ég gat og ég er ánægð með útkomuna.“ „Hárið á mér lítur ofsalega vel út í dag.“ „Við erum frábær fjölskylda.“ 8. HRÓSAÐU BARNINU! Veit barnið hversu mikið þú elskar það? Segðu barninu reglulega hvers virði það er þér. Unnið úr gögnum sálfræðinganna og rithöfundanna Rich og Yvonne Dutra-St. John.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.