Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Síða 64
64 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 HELGARBLAÐ Geggjuð blúsdíva sem hreyfir við manni Helgarblað DV leitaði að bestu söngkonu landsins og með hjálp fjölda málsmetandi álitsgjafa stendur blúsdívan Andrea Gylfadóttir uppi sem sigurvegari. Andrea þykir langbesta söngkona landsins og kemur að mati eins álitsgjafa blaðsins í staðinn fyrir klúbbarölt í Harlem. Eurovision- stjörnurnar Jóhanna Guðrún og Hera Björk þykja einnig með þeim bestu á landinu sem og söngfuglarnir Emilíana Torrini og Ragnheiður Gröndal. 4.–6. SÆTI HERA BJÖRK „Teknísk og þekkir röddina sína út og inn, sannast í framlagi okkar til Eurovision.“ „Kraftur og stór rödd.“ „Kemur sterk inn núna, er mikil söngdíva. Dugleg að tileinka sér nýja söngtækni sem hefur þeytt henni upp um hæðstu hæðir. Er á toppnum núna.“ 1. SÆTI 2.–3. SÆTI ANDREA GYLFADÓTTIR „Geggjuð.“ „Góð í blús- og djassstemningu. Kemur í staðinn fyrir klúbbarölt í Harlem. Bara flott.“ „Blúsdíva Íslands. Túlkar best allra tilfinn- ingasveiflur blússins.“ „Frábær söngkona sem hreyfir alltaf við manni.“ „Gleymist oft en er langlangbest.“ JÓHANNA GUÐRÚN „Á heimsmælikvarða.“ „Geggjuð á sinn hátt.“ „Tæknilega fullkomin.“ „Langbesta poppsöngkona landsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.