Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Qupperneq 66
SONY KYNNIR 3D-GLERAUGU Samhliða mark- aðssetningu á þrívíddarsjónvörpum kynnti Sony á dögunum þrívíddargleraugu sem hægt er að kaupa sér. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu kosta gleraugun 587 dollara eða um 75 þúsund krónur. Þess má geta að með flestum þrívíddarsjónvörpum fylgja tvenn slík gleraugu og búnaður (infrared emitter) til að nota þau með sjónvarpinu. RAFMAGNIÐ SOGIÐ UPP Vísindamenn í Suður-Kóreu kynntu í vikunni fréttamönnum nýjan vistvænan almenningsvagn sem sýgur rafmagn bókstaflega upp úr jörðinni. Hugmyndin byggist á því að sérstökum raflögnum er komið fyrir undir yfirborði þess vegar sem vagninn keyrir um en farartækið „sýgur“ síðan orkuna upp með segultækni. Farartækið verður fyrst um sinn notað í skemmtigarði í Seoul og ef tilraunin tekst vel hafa borgaryfirvöld ákveðið að hefja tilraunir með þessa tækni í almenningsvagnakerfi borgarinnar. Í KJÖLFARIÐ Á IPAD iPad-tölvan frá Apple hefur heldur betur valdið usla hjá öðrum tölvuframleiðendum en talið er að um fimmtíu svipaðar tölvur frá ýmsum framleiðendum verði kynntar á Computex-raftækjasýning- unni í Taipai á Taívan sem er ein stærsta sinnar tegundar í Asíu. Því hefur verið spáð að árið 2010 verði ár töflunnar (tablet) en vitað er að stórir framleiðendur eins og Dell, HP og HTC munu setja svipaðar tölvur á markað á árinu. UPP, UPP MÍN SÁL OG ALLT MITT GEÐ Ef þú hefur séð gamlar James Bond myndir veistu að myndin hér að ofan er engin ný bóla. Þotubelti (Jetpack/ Rocketbelt) voru fyrst þróuð af bandaríska hernum á sjöunda áratug síðustu aldar en náðu aldrei meir en hálfrar mínútu flugtíma auk þess sem þau þóttu of hættuleg. Hugmyndin er hins vegar ekki gleymd og þetta nýja þotubelti sem er hannað af nýsjálenska fyrirtækinu Martin Aircraft gengur á venjulegu bílabensíni og nær 30 mínútna flugtíma. Hægt er að panta eitt stykki á vefsíðu fyrirtækisins seinna á árinu fyrir áætlaðar 10 milljónir króna. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Sigurganga þrívíddarmyndarinnar Avatar, sem frumsýnd var í desem- ber síðastliðnum, markar ákveð- in tímamót í heimi afþreyingar- miðla. Ekki ólíkt því þegar hljóð kom fyrst í kvikmyndir eða litir tóku við af svarthvítu í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Avatar er þó að sjálfsögðu ekki fyrsta þrívíddar- myndin sem kemur fyrir almenn- ingssjónir en hún staðfestir ræki- lega að þrívíddin er loks komin til að vera, markaðurinn hefur fest sig varanlega í sessi og framleiðendur skynja gífurlegan áhuga almenn- ings að upplifa þessa skemmtilegu tækni. Þrívíddarmynd Tim Burton, Alice, sem frumsýnd var um síð- ustu helgi, ætlar að slá Avatar út í aðsókn, en þessa fyrstu sýningar- helgi rakaði myndin samanlagt inn um 210 milljónum Bandaríkjadala víðsvegar um heiminn. Aldargömul tækni Það er farið að nálgast heila öld síðan fyrsta stóra þrívíddarmyndin var gerð, The Power of Love, árið 1922. Kostnaður og erfiðleikar við framleiðslu og sýningar urðu þó til þess að þrívíddarmyndir festu aldrei rætur í kvikmyndaheimin- um næstu áratugina. Það er ekki fyrr en á sjötta áratug síðustu ald- ar að hálfgert þrívíddaræði skall á í Bandaríkjunum og tugir slíkra kvikmynda litu dagsins ljós, einna frægust var Creature from the Black Lagoon. Á áttunda og níunda áratugnum urðu þrívíddarmyndir vinsælar á nýjan leik með tilkomu sérstakra kvikmyndahúsa á veg- um IMAX og Disney-fyrirtækisins. Síðustu níu árin hafa þrívíddar- myndir stöðugt verið að ryðja sér til rúms og á síðasta ári voru hátt á annan tug slíkra mynda framleidd- ar. Margir spá því að þetta ár verði sögulegt því stærstu og dýrustu myndirnar verði flestar í þrívídd. Þrívídd í sjónvarp Áhugi almennings á að upplifa þrí- vídd heima í stofu hefur heldur ekki farið fram hjá sjónvarpsframleið- endum síðustu árin. Það sem hef- ur hins vegar vantað upp á er nægi- legt úrval myndefnis til að réttlæta kaup hins hefðbundna neytanda á slíku tæki. En mörkunum virðist nú hafa verið náð, bæði hvað varð- ar úrval efnis og fyrirætlanir margra sjónvarpsstöðva á að hefja að ein- hverju leyti útsendingar í þrívídd. Til að byrja með verða það einna helst kvikmyndir og íþróttaviðburðir sem njóta þessarar tækni í sjónvarpi. Opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Vancouver var til dæmis send út í þrívídd en ólíklegt er talið að hefð- bundið sjónvarpsefni njóti þessar tækni fyrr en hægt verður að fram- leiða tæki sem þarfnast ekki sér- stakra gleraugna við áhorf. Slík tæki eru væntanleg á markað innan fimm ára. Stefnt á jólin Allir stærstu sjónvarpstækjaframleið- endur heimsins eru nú í óða önn að koma þrívíddarsjónvörpum á mark- að, Samsung og Panasonic eru leið- andi í markaðssetningunni og koma nokkrum útgáfum slíkra tækja í versl- anir í þessari viku og mánuði. Þrí- víddaræðið verður þó í hámarki fyrir næstu jól, enda flestir framleiðend- ur þá búnir að koma tækjum sínum á markað og úrval myndefnis hefur aukist. Yfir tuttugu þrívíddarmynd- ir verða frumsýndar á þessu ári en einnig verða eldri kvikmyndir end- urgerðar fyrir þrívíddina. Talið er að hálfgerð sprenging verði í gerð þrí- víddarefnis á næstu árum til að metta þann markað sem er að skapast. Verð Sérfræðingar spá því að þrívídd- artæki muni yfirtaka markaðinn á næstu árum því tæknin sem ligg- ur að baki þeim sé ekki kostn- aðarsamari en við framleiðslu hefðbundinna viðtækja. Þrívídd- argleraugun sem fylgja tækjun- um séu helsti kostnaðaraukinn og þegar ný tæki án gleraugna komi á markað innan nokkurra ára komi verð á þessum tækjum til með að lækka. Sem dæmi um verð á þrívídd- arsjónvarpi býður Sony uppá 40“ tæki á 411 þúsund krónur í Japan og Samsung er með fjölda stærða og gerða á bilinu 250 til 500 þús- und krónur í Bandaríkjunum. 66 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 HELGARBLAÐ Þrívíddartæknin hefur aldrei náð að festa virkilegar rætur þrátt fyrir aldargamla sögu í heimi kvikmyndagerðar. En vitjunartími þessarar áhugaverðu tækni er loks kominn ef marka má þær breytingar sem nú eru að verða í heimi kvikmynda og sjónvarps. Avatar Þrívíddarmyndin sem setti allt af stað. 3D-ÆÐIÐ SKELLUR Á Alice Þrívíddarmynd Tim Burton ætlar að slá öll aðsóknarmet.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.