Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 DV-zlatanbarca2.jpg DV12225041007_riorobin_1.jpg DV15657020108_fla_0_dúlla.jpg RIO FERDINAND - MANCHESTER UNITED Treystir um of á félaga sína. Fær yfirleitt gagnrýni á sig þegar hann er án Nem- anjas Vidic eða Johns Terry í landslið- inu og þarf að vinna vinnuna einn. MATHIEU FLAMINI - AC MILAN Hann átti eitt gott tímabil með Arsenal. Það síðasta. Þangað til var hann farþegi. Komst á samn- ing hjá AC Milan þar sem hann hefur verið enn meiri farþegi. Til eru frábærir leikmenn í fótbolta, en það eru líka til ömurlegir leikmenn. Sumir eru taldir góðir, jafnvel frábærir. Það getur verið fyrir eitt tímabil sem þeir stóðu sig vel með einhverju liði einhvers staðar. Það þýðir ekki að þeir séu góðir í dag. Sumir leikmenn standa því miður ekki undir umsögnum og athyglinni sem þeir fá. MIGUEL VELOSO - SPORTING LISSABON Frábær í Football Manager og eru fjölmiðlar að litast af því. Sagður frábær, nánast stórkostleg- ur og alltaf orðaður við stóru liðin - samt 24 ára er hann enn bara hjá Sporting. SERGIO BUSQUETS - BARCELONA Virðist komast langt á því að pabbi hans var einhver goðsögn hjá Barcelona og í spænska landsliðinu. Klárlega veikasti hlekkur Barce- lona og var oft valinn fram yfir Eið Smára. SHAUN WRIGHT PHILLIPS - MANCHESTER CITY Er að berjast fyrir því að fá 100 þúsund pund á viku og hann hefur ekkert sýnt í nokkur ár. Reyndar skorar hann reglulega með enska landsliðinu en hann er ekki þess virði. GAEL CLICHY - ARSENAL Gríðarlega fljótur en er með slakar fyrirgjafir, er lengi að snúa úr sókn í vörn og er ekki nógu sterkur varnarlega. Hefur staðnað í sín- um þroska. JAVIER MAS- CHERANO - LIVERPOOL Merkilegt nokk er hann yfirleitt rót vandans í mörkum sem Liver- pool fær á sig. Eltir illa mennina sína inn í teig en hleypur mikið. Kúd- os fyrir það. JOHN OBI MIKEL - CHELSEA Enginn sérstakur tæk- lari, gefur alltaf til baka og virðist ekki passa inn í glamúrlið Chelsea. ROBINHO - MANCHESTER CITY Að borga 32 milljón- ir punda fyrir hann er náttúrlega bara geðveiki. Ekki fljót- ur, ekki með góðar fyrirgjafir en getur tekið sjö skæri á sex sekúndum. LUCAS - LIVERPOOL Það hlýtur að vera að Liverpool hafi keypt vit- lausan Brassa. Einhvers staðar er annar miðju- maður að brillera sem heitir Lucas. Hefur pott- þétt ekki fengið að vera með þegar allir voru að leika sér í strandboltanum. LASSANA DIARRA - REAL MADRID Hann hefur besta umboðsmann í heimi sem hefur komið hon- um til Chelsea, Arsenal og Real Madrid. Virðist ekki hafa neitt - hvað þá að vera númer 10 í Real Madrid. NANI - MANCHESTER UNITED Ekki alveg nógu góður. Með slakar fyrirgjafir, ekki góður að taka menn á og hefur ekki enn lært á hraðann í Englandi. Er kannski óhepp- inn að vera Portúgali og eiga að taka við af Ron- aldo. Spilar samt í gulum skóm. OFMETNIR LEIKMENN ZLATAN IBRAHIMOVIC - BARCELONA Hann er kannski ekki ofmetinn í þeim skilningi að hann er frábær í fótbolta en í stórleikjum þegar hann á að skila einhverju floppar hann alltaf. Tölfræð- in í stóru leikjunum talar sínu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.