Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 2
Gunnar Steinn borGar Ólafi n Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson hefur borgað Ólafi Arnar- syni, hagfræðingi og blaðamanni sem skrifar pistla á vefritið Press- una, fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir ráðgjafarstörf síðustu misserin, samkvæmt heimildum DV. Ekki liggur ljóst fyrir hvers konar ráðgjafar- störf Ólafur hefur unnið fyrir Gunnar Stein. Ólafur er orðinn nokkuð þekktur hér á landi frá bankahruninu fyrir pistla sína á Pressunni þar sem hann tekur oft upp hanskann fyrir ýmsa þekkta auðmenn, sérstaklega fyrrver- andi stjórnendur Kaupþings og eigendur Ex- ista. Gunnar Steinn, eða félag í hans eigu sem heitir GSP samskipti, hefur unnið náið með eigendum Exista og fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni, á liðnum árum. Heimildir DV herma að Gunnar Steinn og félag hans hafi í gegnum tíðina fengið háar greiðslur frá Exista fyrir ýmiss kon- ar þjónustu. Sömu heimildir DV segja að hluti af þeim greiðslum sé til að standa straum af launagreiðslum Gunnars Steins til Ólafs Arnarsonar. SiGraði í koSninGunum n „Ég er anarkisti og trúi í rauninni ekki á stjórnmál. Ekki sem lausn á neinu og ég trúi ekki að hinn almenni stjórnmálamaður skili neinu af viti … Það eru frávik þegar stjórnmálamaður stígur fram og gerir eitthvað af viti,“ með þessum orðum lýsti Jón Gnarr íslenskum stjórnmálum í viðtali í DV um miðjan desember í fyrra, þegar hann steig fram með framboð sitt Besta flokkinn. Framboð sem var einhvers konar óræð blanda af alvöru, ádeilu og gríni, sem Reykvíkingar hafa smám saman verið að meðtaka. Nú hálfu ári síðar er Jón Gnarr líklega valdamesti stjórnmálamaður augnabliksins. Hann gjörsigraði í borgarstjórn- arkosningunum á laugardag og splundraði um leið gamla valdakerfinu í borginni, sem er nokkuð sem engum hefur áður tekist. Hann er maðurinn sem stal borginni frá fjórflokknum. eiGinmaðurinn rannSakaður n Jón Björnsson, eiginmaður Sig- rúnar Bjarkar Jakobsdóttur, seldi sparisjóðnum Byr hlutabréf í jarða- félaginu Lífsvali að upphæð 65 milljónir króna í nóvember 2007, samkvæmt heimildum DV. Jón var framkvæmdastjóri og hluthafi í Lífsvali en meðeigandi hans að félaginu og annar stjórn- arformaður í því var stjórnarformaður Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson. Núverandi stjórn Byrs sendi þetta mál til Fjármálaeftirlitsins og sér- staks saksóknara í mars síðastliðnum vegna gruns um að Byr hefði verið misnotaður í viðskiptunum því kaupin á bréfunum hefðu ekki verið rökrétt. Kaupmáli Jóns og Sigrún- ar Bjarkar, sem er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið en með honum voru eignir færðar frá Jóni og yfir til Sigrúnar. Kaupmálinn var gerður rétt áður en embætti sérstaks saksóknara gerði húsleit í sparisjóðnum Byr. Þau felldu kaupmálann úr gildi eftir að hann komst í hámæli. 2 3 1 4 MÁNUDAGUR 31. maí 2010 FRÉTTIR Ólafur Arnarson fær um 400 hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatenglinum Gunnari Steini Pálssyni fyrir ráðgjafastörf. Gunnar Steinn hefur unnið náið með eig-endum Exista og Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni. Exista hefur greitt fyrirtæki Gunnars, GSP samskiptum, háar fjárhæðir fyrir ráðgjöf á liðnum árum. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson hefur borgað Ólafi Arnar- syni, hagfræðingi og blaðamanni sem skrifar pistla á vefritið Press- una, fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir ráðgjafastörf síðustu misserin, samkvæmt heimildum DV. Ekki liggur ljóst fyrir hvers konar ráð- gjafastörf Ólafur hefur unnið fyrir Gunnar Stein. Ólafur hefur orðið nokkuð þekkt- ur hér á landi frá bankahruninu fyr- ir pistla sína á Pressunni þar sem hann tekur oft upp hanskann fyrir ýmsa þekkta auðmenn, sérstaklega fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og eigendur Existu. Gunnar Steinn, eða félag í hans eigu sem heitir GSP samskipti, hefur unnið náið með eig- endum Existu og fyrrverandi stjórn- endum Kaupþings, Hreiðari Má Sig- urðssyni og Sigurði Einarssyni, á liðnum árum. Heimildir DV herma að Gunnar Steinn og félag hans hafi í gegnum tíðina fengið háar greiðslur frá Existu fyrir ýmiss konar þjónustu. Sömu heimildir DV segja að hluti af þeim greiðslum sé til að standa straum af launagreiðslum Gunnars Steins til Ólafs Arnarsonar. Játar hvorki né neitar Aðspurður hvort hann hafi í gegn- um tíðina fengið greitt mánaðarlega frá Gunnari Steini Pálssyni segir Ól- afur að hann geti ekki svarað því. „Ég fæ greitt mánaðarlega frá hin- um og þessum fyrir ráðgjafastörf. Ég gef ekki upp hverjir greiða mér en ég hef greint frá því að það greiðir mér enginn fyrir greinaskrif annar en Vef- pressan.“ Aðspurður hvort hann neiti því að hann fái greiðslur frá Gunnari Steini eða félagi hans segir Ólafur. „Ég tjái mig ekki um greiðslur frá öðrum en Vefpressunni. Ég get ekki farið að játa eða neita greiðslum frá einhverjum. Ég vinn ráðgjafastörf fyrir hina og þessa viðskiptavini og þeir njóta míns trúnaðar. Ég mun því hvorki játa þessu né neita. Mér dett- ur ekki í hug að greina frá því hverj- ir hafa fengið reikninga frá mér,“ seg- ir Ólafur en DV hefur heimildir fyrir því að samtals nemi laun Ólafs um 900 þúsund krónum á mánuði. Þar meðtalin eru væntanlega laun hans frá Vefpressunni. Ólafur er ekki í fastri vinnu svo vitað sé og fær þessa upphæð, 900 þúsund krónur, fyrir ýmis rit- og ráðgjafastörf sem verk- taki. Eina þekkta starfið sem vitað er að Ólafur gegni eru pistlaskrifin á Pressunni. Sagðist ekki vinna fyrir Existu DV hafði samband við Ólaf fyrir nokkrum vikum til að spyrja hann um hvort hann fengi greitt frá Existu. Hávær orðrómur var þá um að Ólaf- ur hefði unnið fyrir félagið og fengið greitt frá því. Ólafur neitaði því hins vegar með eftirfarandi orðum. „Það hefur aldrei eitt einasta félag á mín- um vegum eða ég sjálfur unnið fyrir Existu eða sent félaginu einn einasta reikning eða fengið greiðslu frá því,“ sagði Ólafur í samtali við DV. Þetta var áður en DV fékk heimildir fyrir því að Ólafur fengi greitt frá Gunnari Steini. Fyrir nokkrum vikum gat Ólafur því neitað því að hann fengi greitt beint frá Existu en í samtali við DV nú vill hann hvorki játa né neita að hann fái greitt frá Gunnari Steini og ber því við að almennt séð játi hann því hvorki né neiti að hann vinni fyrir einhvern. Þarna er því ákveðið misræmi í svörum Ólafs: Annars vegar neitar hann því að hann fái greitt frá Existu en hins vegar segir hann að hann vilji hvorki játa því né neita að hann fái greitt frá Gunn- ari Steini. DV hafði samband við Gunnar Stein Pálsson til að spyrja hann hvort Ólafur fengi greitt frá honum fyrir ráðgjafastörf. Gunnar Steinn vildi hvorki játa þessu né neita. Hann sagði að hann hefði það sem vinnureglu í öllum tilfellum að játa hvorki né neita slíkum fyrir- spurnum. Tengdur Existu og Kaupþingi Fjölskyldutengsl Ólafs Arnarsonar við Existu og Kaupþing eru nokk- ur. Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, er náfrændi Ólafs. Mæður þeirra eru systur. Erlendi var vikið frá störfum hjá Existu 30. apríl síðastliðinn eftir að ný stjórn tók yfir félagið í kjölfarið á yfirtöku kröfu- hafa Existu á félaginu. Auk þess að vera skyldur Erlendi Hjaltasyni er kona Ólafs föðursystir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Líklegt er að Exista muni ekki halda áfram að greiða Gunnari Steini Pálssyni fyrir ráðgjöf þar sem helsta ástæðan fyrir störfum hans fyrir félagið snerist um per- sónuleg tengsl hans við helstu eig- endur þess, Bakkabræður, og lykil- stjórnendur, meðal annars Erlend. Tengsl Gunnars Steins og Hreiðars Más og Sigurðar eru alþekkt og hef- ur Gunnar Steinn unnið mikið fyrir þá í gegnum tíðina og munu tengsl hans við þá vera nokkuð náin. Bakkabræður hafa enn fremur verið nánir viðskiptafélagar Sigurðar og Hreiðars í gegnum tíðina og var Ex- ista stærsti kröfuhafi og lántakandi Kaupþings. Í pistlum sínum á Pressunni hef- ur Ólafur nokkrum sinnum tekið upp hanskann fyrir þá Kaupþings- menn og tengda aðila og verið dug- legur við að reyna að beina sviðs- ljósinu að óvildarmönnum þeirra og andstæðingum. Allmörg dæmi eru um slíkt. Til að mynda gagnrýndi hann nýlega gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má og Magnúsi Guð- mundssyni í pistli á Pressunni eft- ir að þeir höfðu verið handteknir. Jafnframt gagnrýndi hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráð- herra harðlega fyrir að fagna gæslu- varðhaldsúrskurði tvímenninganna. ANNAS SIGMUNDSSON og INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamenn skrifa: annas@dv.is og ingi@dv.is FÆR BORGAÐ FRÁ GUNNARI STEINI Neitar ekki Ólafur Arnarson vill hvorki játa því né neita að hann hafi fengið greitt frá Gunnari Steini Pálssyni al- mannatengli. Gunnar Steinn hefur unnið mikið fyrir Existu sem nú hefur verið tekið yfir af kröfuhöfum sem skipt hafa um æðstu stjórnendur félagsins. Ég fæ greitt mánaðarlega frá hinum og þessum fyrir ráðgjafastörf. Tekur upp hanskann fyrir Kaupþing Ólafur hefur í pistlum sínum á Pressunni gjarnan tekið upp hanskann fyrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, Hreiðar Má Sigurðsson og Sigurð Einarsson. Heimildir DV herma að Ólafur fái greiddar 400 þúsund krónur á mánuði frá almannatengli þeirra Sigurðar og Hreiðars og Existu. Greiðslur frá Existu Gunnar Steinn hefur unnið mikið fyrir Existu í gegnum tíðina og fengið vel greitt frá félaginu. Almannatengillinn hefur aftur greitt Ólafi Arnarsyni fyrir ráðgjafastörf. Ólafur er náfrændi fyrrverandi forstjóra Existu, Erlendar Hjaltasonar. Meirihluti myndað- ur á Akranesi Búið er að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórninni á Akranesi. Þar er um að ræða þriggja flokka stjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og vinstri-grænna. Sjálfstæðisflokkur- inn var áður með hreinan meirihluta á Akranesi eftir að Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins, sagði skilið við flokkinn og gekk til liðs við sjálfstæðismenn árið 2008. Í vikunni munu bæjarfulltrúar flokk- anna stinga saman nefjum til skrafs og ráðagerða. Sjálfstæðisflokkur- inn líklega úti Allt bendir til þess að fjögurra flokka stjórn verði mynduð í Kópavogi milli Samfylkingar, vinstri-grænna, Næst- besta flokksins og Lista Kópavogs- búa. Tvö síðastnefndu framboðin eru ný af nálinni. Þau fengu einn mann kjörinn hvort. Sjálfstæðis- flokkur og Framsókn mynduðu áður meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa í kosningunum á laug- ardag og þar með meirihlutann. Viðræður á Fljótsdalshéraði Fulltrúar Framsóknarflokksins og Héraðslistans á Fljótsdalshéraði hófu í gær meirihlutaviðræður. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn mynd- að meirihluta með Héraðslistanum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hins vegar miklu fylgi í kosningunum og tveimur sveitarstjórnarfulltrúum. Þá er ekki útilokað að annaðhvort Framsóknarflokkurinn eða Héraðs- listinn myndi meirihluta með Á-list- anum. Kæra úrslit til sýslumanns Ákveðið hefur verið að kæra úrslit kosninganna í sameinuðu sveitarfélagi Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps í Eyjafirði til sýslumanns embættisins á Akureyri. Ástæðan er einföld. Þar skildi aðeins eitt atkvæði framboðslistana Samstöðulistann og Lýðræðislistann að. Þar fékk hinn síðarnefndi atkvæði meira og því hreinan meirihluta. Fulltrúar Samstöðulistans segja að merkingar á einum atkvæðaseðli hafi verið mjög óskýrar og að þar sé ekki fullsannað að viðkomandi hafi ætlað að kjósa Lýðræðislistann. miðvikudagur og fimmtudagur 2. – 3. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 62. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 ÁSTÆÐAN FYRIR FALLI SIGRÚNAR BJARKAR: fréttir RANNSAKA EIGINMANN SIGRÚNAR JÓN BJÖRNSSON Seldi bréf í Byr á yfirverði. JÓN ÞORSTEINN Sat beggja vegna borðs. SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Rannsakar mál Jóns. GUÐMUNDUR Á NÚPUM Stóð að Lífsvali með Jónunum. SIGRÚN BJÖRK HefuR Sagt af SéR. n HaNN Er gruNaður um að Hafa HagNaSt ÓEðLiLEga n kauPmÁLi Átti að trYggJa að SigrÚN BJÖrk fENgi EigNirNar Höfundur Money Masters: SPÁIR ALGERU HRUNI atvinnulaus Móðir: „ÉG ÞARF BARA AÐ SITJA ÚTI Í HORNI“ kÚLuLÁN gLitNiSfÓLkS afSkrifuð n „HrEiNSuNarStarf“, SEgir friðrik SoPHuSSoN LANDSINS BESTU SUNDLAUGAR ÚttEkt BESTI KemSt Í feItt n Þau gEta fENgið 900 ÞÚSuNd Í LauN fréttir fréttir fréttir fréttir fréttir n tENgdaPaBBi LéSt Í koSNiNgaBarÁttuNNi ÁfaLL JÓNS ELÍN MEÐ 60 MINUTES fÓLk PERLUR 2 föstudagur 4. júní 2010 fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Verkfræðingnum Ragnari Þórissyni brá held-ur betur í brún á dögunum þegar Arion banki skuldfærði 820 milljóna króna skuldabréf á hann. Slíkar fjárhæðir segist hann aldrei hafa áður séð og vonar að bankinn rukki hann ekki um fit-kostnað. „Kerfisvilla,“ segir talsmaður bankans. hitt málið MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ – 1. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 61. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 n PöNkARINN vARÐ vAlDAMAÐUR n „YNDIsleGUR PAbbI“ n Dó NæstUM úR PIllUÁtI maðurinn sem lagði undir sig reykjavík: bRotleNDING í eURovIsIoN Næ RM YN D Allt UM boRGARfUlltRúA bestA flokksINs lAUN fRÁ RÁÐGJAfA exIstU n ólAfUR ARNARsoN seGIst vINNA fYRIR MARGA fRéttIR fólk útGeRÐARRIsI stefNIR lANDs- bANkANUM n soffANíAs CeCIlssoN hf. vIll ekkI GReIÐA hlUtAbRéfAskUlD fRéttIR snilld jóns gnarr Arion banki skuldfærði átta hundruð og tuttugu milljóna króna skuldabréf á viðskiptavin bankans án þess að hann hefði nokkuð með skuldina að gera. Það var Ragnar Þórisson verk- fræðingur sem komst að skuldinni miklu þegar hann venju samkvæmt var að greiða reikningana sína um mánaðamótin. Í samtali við DV segist Ragn- ar eiga tvo reikninga í Arion banka og þegar hann var búinn að greiða reikningana áttu þeir að standa í tæpum þúsund krónum í plús. Þess í stað var þar komið inn skuldabréf upp á 820 milljónir í mínus. Ragnar setti sig þegar í samband við bank- ann og fékk þau svör að líklega væri hér um að ræða mistök hjá bankan- um. Hann væntir þess að þetta verði lagað um hæl og vonast til þess að bera af því engan kostnað. Úr plús í mikinn mínus „Mér finnst þetta eiginlega bara fyndið en í leiðinni alveg ótrúlegt að þetta geti gerst. Í fyrstu var það ekki góð tilfinning að sjá svona mikla skuld. Ég trúði þessu eiginlega ekki þegar ég sá þetta og viðurkenni að mér brá dálítið. Það var konan mín sem hringdi og sagði mér frá þessu. Ég fór þá strax inn í heimabankann og þá blasti við mér 820 milljóna króna skuldabréf sem bankinn hafði skuldfært á mig,“ segir Ragnar. „Það var rosalegt að sjá þetta. Ég hef aldrei tekið svona lán og aldrei sýslað með svona bréf, sjálfur hef ég aldrei séð svona háar fjárhæðir áður og í þessu tilviki voru þær merktar sem skuldir hjá mér. Það munar dá- lítið á því sem ég hélt að væri inni á reikningnum og þessari skuld sem þarna birtist. Það munaði eiginlega alveg þessum 820 milljónum sem voru í mínus því inni á reikningnum átti bara að vera eitthvert smotterí í plús.“ Algjör tilviljun Aðspurður segist Ragnar ekki hafa orðið fyrir teljandi óþægindum út af skuldinni en svo hefði auðveld- lega getað farið. „Á einu augabragði var ég þarna kominn í hóp helstu út- rásarvíkinganna. Í fljótu bragði var mér sagt að þetta væri kerfisvilla en ég vona að bankinn rukki mig ekki um fit-kostnað. Ég lék mér að því að reikna út vaxtakostnaðinn af því og ef útreikningar mínir eru réttir mið- að við yfirdráttarvexti þá eru þetta 450 þúsund krónur á dag. Kannski þarf ég að fara til vinnuveitanda míns og biðja strax um launahækkun til að geta dekkað þetta,“ segir Ragn- ar í léttum dúr. „Það var í raun tilviljun að við rák- um augun í þetta því maður er ekki alltaf inni í heimabankanum. Síð- an var það nú heppni að ég þurfti ekki nauðsynlega að nota debetkort- ið þennan dag, til dæmis ef ég hefði verið í fríi erlendis með fjölskylduna. Þannig hefði þetta mjög auðveldlega getað komið sér mjög illa fyrir mig.“ Ekki gerst áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir, talsmaður Arion banka, staðfestir að netbankinn hafi sýnt ranga upphæð á skuldfærslu og segir kerfisvillu hafa orðið til þess. Hún segir að mistökin hafi verið leiðrétt hið snarasta. „Mér skilst að svona hafi aldrei komið fyrir áður og því um algjört jaðartilfelli að ræða. Þetta er einhvers konar kerfis- villa sem kom upp og við létum við- komandi vita af því strax þegar hann hafði samband. Þá létum við líka vita að þetta yrði lagað og þetta var leið- rétt einhverjum mínútum síðar,“ seg- ir Berghildur Erla.  „Þessi villa mun ekki hafa neinar afleiðingar fyrir hann og svona lítum við mjög alvarlegum augum enda þetta lagað þá þegar. Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þeim óþæg- indum sem þetta atvik kann að hafa valdið viðskiptavini okkar.“ trausti@dv.is Óvart með 820 milljÓna mínus TRAusTi hAfsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Á einu auga-bragði var ég þarna kominn í hóp helstu útrásarvíking- anna. Brá aðeins Ragnar viðurken nir að honum hafi brugðið dálítið þegar skuldin mikla birtist í heimabankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.