Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 29
...myndinni Youth In Revolt Klassa gam- anmynd sem allir ættu að hafa gaman af. ...tölvu- leiknum Red Dead Redemtion Frábær og öðruvísi skemmtun. ...bókinni Missi eftir Guðberg Bergsson Sönn, sorgleg og fyndin lýsing á ellinni og áhrifum hennar. ...myndinni Cop Out Vonandi vinna Tracy Morgan og Bruce Willis ekki oftar saman. 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR 29 Skyggir á New York-búann FÖSTUDAGUR n Tattúrokk á Sódómu Um helgina fer hið árlega tattoofestival fram á Sódómu Reykjavík. Fjölmargir listamenn, bæði innlendir og erlendir, sýna listir sínar á daginn meðan á hátíðinni stendur. Í kvöld mun rokkið hins vegar ráða ríkjum þar sem fram koma The 59´ers, Cliff Clavin og Ultra Mega Technobandið Stefán. Tónleikarnir hefjast stundvíslega á miðnætti, 500 krónur inn. n Skosk gleði í Havarí Skoski söngvarinn Alasdair Roberts kemur fram í Havarí við Austurstræti í dag kl. 16.30. Alasdair kynnir nýtt efni af væntanlegri plötu sinni, Too Long In This Condition, sem kemur út hjá Drag City síðar í mánuðinum. Alasdair er hér á landi vegna tónleika hans og Benna Hemm Hemm á Listahátíð og fannst lítið mál að heiðra Havarí með nærveru sinni og tónum. n Ibiza-partí á Rúbín Útvarpsstöðin Flass 104,5 fagnar fimm ára afmæli sínu með Ibiza-ferð í sumar. Stór hópur af dansþyrstum Flass-hlust- endum er á leiðinni út og er ætlunin að hita upp fyrir ferðina með svakalegu Ibiza-partíi á Rúbín í kvöld. Breski plötusnúðurinn Will Atkinson heldur uppi stuðinu á aðalsviðinu ásamt Dj Frigore. Frítt inn fyrir þá sem eru að fara til Ibiza með Flass 104,5, fyrir aðra kostar 1.045 kr í forsölu en 1.450 við hurð. n Stórvirki í Óperunni Íslenski tónlistarhópurinn Njúton og bandaríski strengjakvartettinn The Formalist Quartet frumflytja á Íslandi eitt af stórvirkjum tónlistarsögu 20. aldar, Vortex Temporum eftir franska tónskáld- ið Gérard Grisey, í Íslensku óperunni í kvöld. Á tónleikunum verður jafnframt frumflutt nýtt verk eftir Atla Ingólfsson. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Miðaverð 2.900 kr. LAUGARDAGUR n Greifarnir í Hvíta húsinu Nú er komið sumar samkvæmt almanakinu og því nauðsynlegt að fá svolítið meira sumar í mannskapinn. Greifarnir mæta í Hvíta húsið á Selfossi á laugardagskvöldið og sjá um að halda uppi frábærri sumarstemningu. Lög eins og Útihátíð, Frystikistulagið, Sumarnótt, Þyrnirós, Jóhannes, Draumadrottningin og fleiri og fleiri ættu að duga til þess að kveikja í hverjum sem er. n Atli og Erpur á 800 Bar Atli og Erpur ætla að láta öllum illum látum á 800 Bar á Selfossi í kvöld. Allar stúlkur sem vilja dick og allir strákar sem vilja drykk eiga heimangengt þarna og gestur númer 800 fær frítt að drekka og 800 óskalög í röð. Hvort sem þú ert sjóari, sídrykkjumaður eða sultupardus mátt þú ekki missa af þessu kvöldi. n Myndlistarsýning í Gallerí Tukt Sigrún Erna & Birna Styff opna samsýn- ingu í Gallerí Tukt í Hinu húsinu í dag á eigin verkum sem eru meðal annars málverk og teikningar. Í boði verða veitingar og skemmtilegar uppákomur og verða verkin til sölu. Opnunin verður á milli kl. 16 og 18. n Sálin á NASA Ball af dýrari gerðinni fer fram á Nasa í kvöld þar sem Sálin hyggst troða upp. Húsið opnað kl. 23.59, miðaverð 2000 kr. Forsala á NASA föstudag milli kl. 13 og 17. Aldurstakmark 20 ár. n Lærðu að smíða myndavél Smiðja í tengslum við sýningarverkefnið Ljós&mynd fer fram á Kjarvalsstöðum milli kl. 13 og 16 í dag þar sem fólki er kennt að smíða eigin myndavél og framkalla myndir. Ljósmyndarinn Pétur Thomsen aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra við að smíða kassamyndavél (pinhole-myndavél) sem er mjög einföld myndavél án linsu. Allt sem þarf til er kassi með örlitlu gati og ljósnæmur pappír eða filma til að fanga fyrir- myndina, en hið síðarnefnda fá gestir á staðnum sér að kostnaðarlausu. Hvað er að GERAST? Fimmta árið í röð fara Stofutónleikar Gljúfrasteins fram á sunnudögum í sumar: HALDA STOFUTÓNLEIKA „Ég lagðist undir feld og fór að hugsa um einhvern „outstand- ing“ íslenskan blúsleikara sem hefur kannski ekkert mikið verið að koma fram. Þá flaug Jói G. mér í hug, enda er hann einn af okkar allra flottustu blúsleikurum,“ segir Björn Thoroddsen, forsvarsmað- ur Jazz- og blúshátíðar Kópavogs sem fram fer í Salnum um þessa helgi, nánar tiltekið föstudag og laugardag. Hápunktur hátíðar- innar er óneitanlega blústónleik- ar sem fara fram í kvöld þar sem aðalgesturinn er tónlistar- og myndlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson. Jóhann hefur ekki spilað opin- berlega í mjög langan tíma og það var því ekki nóg að nefna þessa hugmynd við hann svo hann slægi til, segir Björn. „Það þurfti að tala hann aðeins til. Hann hefur ekki komið fram í tuttugu ár.“ Jóhann mun taka sérstaklega fyrir tíma- bilið þegar hann var í hljómsveit- inni Óðmenn seint á sjöunda ára- tugnum. Þó mun hann einnig fara að miklu leyti yfir feril sinn, allt frá því hann söng Cream-lögin Suns- hine of Your Love og White Room og þar til hann samdi megahittar- ann Don´t Try to Fool Me. Með Jóhanni kemur fram hljómsveitin Joe´s Band sem ekki hefur verið til lengi; reyndar er hún bara að fæðast í tilefni tónleikanna en hana skipa Björn, sem spilar að vanda á gítar, Gunnar Hrafnsson bassi, Jóhann Hjörleifsson tromm- ur, Dagur Sigurðsson söngur og Ri- chard Gillis trompet. Björn reiknar ekki með að framhald verði á spileríi hjá Joe´s Band. „Það er raunverulega bara tjaldað til einnar nætur í þetta skiptið. En það er gríðarlegur áhugi fyrir tónleikunum, varð uppselt mjög fljótt þannig að við erum búnir að setja á aukatón- leika á laugardaginn.“ Sérstakur heiðursgestur há- tíðarinnar er New York-búinn Miles Griffith. Hann er skattari af guðs náð og hefur sungið með stórstjörnum á borð við Wynton Marsalis. Björn segir hann vera með tónleika á laugardeginum, en reyndin sé sú að seinni tón- leikarnir með Jóhanni G. skyggi eiginlega á skattarann að vestan. „Planið var að Miles yrði aðalgæ- inn á laugardagskvöldinu, en það hallast allt að því að Jói verði aðal- gæinn. Hann er bara stjarna.“ kristjanh@dv.is ...myndinni Snabba Cash Mjög góð glæpamynd með sterka raunveru- leikatengingu ...myndinni Prince of Persia: The Sands of Time Hálfgerður Pappírs-Persi. Jóhann G. Kemur fram í fyrsta sinn í 20 ár. EKKI MEÐ SAMA METNAÐ OG BÓ Eitt af því sem spilað er á á nýju plötunni er fræsari sem starfsmenn Byko tóku að sér að gera, loftskröll sem starfsmenn Toyota-þjónustunn- ar í Kópavogi þeyttu og svo hvorki meira né minna en 30 tonna lestar- hleri af Helgafellinu. Löndunarkrani var notaður til þess arna. „Við viljum alltaf gera eitthvað svona skemmtilegt á hverri plötu. Á síðustu plötu hentu menn sér til að mynda á vegg til að fá það hljóð,“ segir Ármann og hann og blaða- maður hlæja. Metnaðurinn er aug- ljóslega mikill í „spilamennskunni“, eða kannski öllu heldur „hljóðsköp- uninni“. „Þetta heyrðist reyndar ekki mjög greinilega. Fyrir þá sem ekki vissu hvað þarna var að gerast hljóm- aði þetta bara eins og það væri verið að lemja eitthvað stórt.“ Hljóðið sem myndaðist við að hlerinn þungi skall niður var svo spilað aftur á bak því þá hljómaði það eins og brim, segir Ármann. KK til í tuskið Margir gestaspilarar eru á nýju plöt- unni - auk áðurnefndra starfsmanna Byko, Toyota og kranamanns - þar á meðal brasstríó og sjálfur KK sem leggur bandinu lið í tveimur lögum. Ármann segir það einfaldlega hafa komið þannig til að Hálfvitana lang- aði að prófa að láta einhvern annan syngja eitt lagið, lag sem heitir Eftir- mæli, til að fá annan karakter í það. „Og við spurðum KK og hann var al- veg til í það. Það varð svo úr að hann syngur dúett með Oddi Bjarna [Þor- kelssyni] í laginu. Svo úr því að hann var kominn í stúdíóið langaði okkur að fá munnhörpusóló í eitt lagið og hann bara taldi í.“ Ármann skortir nánast orð til að lýsa ljúfmennsku KK, af þessum stuttu kynnum sínum af kappan- um að dæma. „Það er vandfundinn gæðalegri maður held ég. Hann er ekkert nema elskulegheitin og hæfi- leikarnir.“ Ekki með metnað Bjarkar, Bó og Sigur Rósar Eins og flestir vita sem þekkja á ann- að borð eitthvað til Ljótu hálfvitanna eru allir meðlimir bandsins ým- ist fæddir, uppaldir eða ættaðir frá Húsavík og sveitunum þar í kring. Núna búa þeir allir hins vegar í 101 eða 105 Reykjavík. Út frá því er ekki erfitt að fá allan hópinn til að mæta á æfingar, en erfiðara gæti verið að fá það í gegn með hliðsjón af fjöld- anum. „Við erum með fastan æfingatíma tvisvar í viku þannig að menn skipu- leggja sig í kringum það þegar hægt er,“ segir Ármann. „En svo eru menn í öðrum hljómsveitum, í leiklistar- verkefnum í tengslum við áhugaleik- hópa og fleiru þannig að það geng- ur ekki alltaf upp. En það er yfirleitt hægt að gera eitthvað þótt einn eða tvo vanti.“ Ljótu hálfvitarnir eru gjarnan flokkaðir með þeim hljómsveitum landsins sem þykja nokkuð léttar á bárunni, eins og Baggalúti, Hvann- dalsbræðrum og fleirum, og margir kannski telja sig skynja að séu starf- andi innan tónlistarheimsins fyrst og fremst af því að hljómsveitarmeð- limir hafi svo gaman af því. Spurð- ur hvort það sé aðallega gleðin sem fylgir tónlistarsköpuninni sem haldi Hálfvitunum við efnið, frekar en metnaður og löngun til þess að vera farsælir tónlistarmenn, segir Ár- mann gleðina og samkenndina sem þetta veiti þeim vissulega mikilvæg- asta þáttinn. „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst félagsskapurinn og við tökum okkur ekki mjög alvarlega. Um leið og þetta verður leiðinlegt er þetta til- gangslaust. Það held ég að sé alveg samdóma álit allra í hljómsveitinni. Auðvitað höfum við metnað og allt það, og við viljum gera hlutina vel, en við höfum kannski ekki alveg sama metnað og Björk, Sigur Rós eða Bó Halldórs,“ segir Ármann léttur á því. Agalegt stuð Útgáfutónleikar í tilefni nýju plöt- unnar verða tvennir, fyrst í Íslensku óperunni núna á laugardaginn og svo á heimaslóðum, í Ýdölum í Að- aldal, laugardaginn 12. júní. „Það verður agalegt stuð. Brasstríóið sem spilaði með okkur á plötunni verð- ur þarna og fleiri gestaspilarar plöt- unnar,“ segir hann. KK kemst þó því miður á hvoruga tónleikana. Frek- ari spilamennska er svo fyrirhuguð seinna í sumar til að fylgja eftir Ljótu hálfvitunum - Part III. kristjanh@dv.is Ljótu hálfvitarnir Notuðust við lestarhlera á skipi á nýju plötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.