Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 4
4 föstudagur 4. júní 2010 fréttir
afhjúpun Besta
n Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokks-
ins, hefur hvatt menn til þes að horfa
á bandarísku sjónvarpsþættina The
Wire sem sýndir
hafa verið á Stöð
2. Þeir fjalla um
fíkniefnaviðskipti
í Baltimore, fjöl-
miðla, borgarmál-
efni og síðast en
ekki síst en spillta
stjórnsýslu. Nú
reyna ýmsir hugs-
andi menn að ráða í tilgang leiðtogans
með útspilinu um þessa tilteknu sjón-
varpsþætti. Ein tilgátan er sú að Jón
Gnarr hafi með Wire-tilvísuninni gefið
til kynna að hann hygðist ræða við Dag
B. Eggertsson og samfylkingarmenn
en síðar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
og sjálfstæðismenn og taka öll samtöl-
in upp með leyndum upptökubúnaði
líkt og gert er í sumum Wire-þáttanna.
Úr þessu ætli Besti flokkurinn síðan að
gera afhjúpandi dagskrá fyrir fjölmiðla.
náð jóns gnarr
n Kjartan Magnússon borgarfulltrúi
þykir taka starfa sitt einkar alvarlega.
Hann heyrði eins og aðrir lands-
menn að Jón Gnarr, leiðtogi Besta
flokksins, taldi
nauðsynlegt að
samstarfsmenn
Besta hefðu séð
sjónvarpsþættina
Wire. Hermt er að
daginn eftir kjör-
dag hafi Kjartan
leitað logandi ljósi
að umræddum
þáttum í því skyni að komast í náðina
hjá Jóni Gnarr. Sjálfur þvertekur hann
fyrir þetta og telur vera um flökku-
sögu að ræða.
sjallar styrkhæfir
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor fer ótroðnar slóðir í útlistun
á hugmyndafræði sinni. Frasi hans
,,grætt á daginn og grillað á kvöldin” er
fyrir löngu orðið
að einkunnar-
orðum góðær-
isins. Nú hefur
Hannes gert grein
fyrir afstöðu sinni
til styrkja sem
stjórnmálamenn
og flokkar hafa
þegið af fyrir-
tækjum. Boðskapinn birtir hann á
Pressubloggi sínu. Niðurstaða hans er
sú að eðlilegt sé að fyrirtæki styrki þá
stjórnmálamenn sem ,, hlynntir eru
frjálsu atvinnulífi”. Þá útlistar hann
að eðlilegt sé á þessum forsendum að
sjálfstæðismenn fái styrki en vinstri
menn ekki.
ráðgjafi í BoBBa
n Ólafur Arnarson, álitsgjafi og
Presssu bloggari, er í hinum mestu
vandræðum með að upplýsa fyrir
hvað hann fær 400 þúsund krónur á
mánuði. Eins og
DV greindi frá
hefur meistari
spunans, Gunnar
Steinn Pálsson,
milligöngu um
greiðslurnar.
Gunnar er jafn-
framt í nánu sam-
starfi við Exista
og Sigurð Einarsson en Ólafur hefur
í pistlum sínum gjarnan tekið upp
hanskann fyrir þá aðila. Ólafur hefur
forðast að svara því efnislega fyrir hvað
hann fær þessi tvöföldu verkamanna-
laun. Í löngum pistli á Pressunni reif-
aði hann þá skoðun að DV væri í liði
með Davíð Oddssyni og náhirðinni
um að koma á sig höggi. Er svo að skilja
að Davíð hafi sent DV fréttaskot.
sandkorn
Oddviti Framsóknarflokksins sakaður um óábyrga fjármálastjórn:
Oddvitinn borgaði úr eigin vasa
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti
Framsóknarflokksins í Fljótsdals-
héraði og formaður körfuknatt-
leiksdeildar Hattar á Egilsstöðum,
lánaði körfuknattleiksdeildinni
fyrir ferðakostnaði liðsins og fékk
greitt til baka án þess að nótur
lægju fyrir í bókhaldi félagsins.
Ekki náðist að klára ársreikning
félagsins fyrir árið 2009 vegna þess
að skjöl vantaði frá formanninum.
Kom í ljós að félagið hafði millifært
peninga inn á einkareikning Stef-
áns Boga en engin skjöl lágu fyr-
ir um það hvað félagið hefði greitt
honum fyrir.
Stefán Bogi talaði mikið um
ábyrga fjármálastjórn í kosninga-
baráttunni og benti á að skulda-
staða sveitarfélagsins væri 6,6
milljarðar króna undir stjórn
meirihluta Sjálfstæðisflokksins
og Héraðslistans. Fjármálastjórn
körfuknattleiksdeildar Hattar und-
ir stjórn Stefáns Boga var því sett í
samhengi við það.
Stefán Bogi segir að eitt af því
sem átti eftir að skila til að klára
ársreikning körfuknattleiksdeild-
arinnar hafi verið nótur vegna
ferðalaga. Stefán segist hafa greitt
persónulega ferðakostnað liðsins
þegar félagið vantaði peninga til
að ferðast vegna leikja leiktíma-
bilið 2008–2009. „Ef valkosturinn
er sá að stöðva þurfi starfsemi fé-
lagsins á miðju tímabili ákvað ég
að gera þetta svo að liðið næði að
klára tímabilið,“ segir Stefán Bogi.
Félagið millifærði síðan pen-
inga yfir á Stefán Boga til að borga
fyrir ferðalögin en hann segir að
það hafi vantað nótur fyrir flugfar-
gjöldum. Þær hafi nú verið reiddar
fram eftir að ljóst var á aðalfundi
félagsins að þær vantaði svo hægt
væri að gera upp ársreikning fé-
lagsins. Hann segir þetta mál hafa
komið upp á viðkvæmum tíma
rétt fyrir kosningar. „Aðalfundur-
inn var haldinn rétt fyrir kosning-
ar og þá kom þetta mál upp. Það
fóru þar af leiðandi sögur af stað,“
segir Stefán Bogi sem stendur nú í
meirihlutaviðræðum við sjálfstæð-
ismenn í Fljótsdalshéraði.
birgir@dv.is
Oddvitinn Stefán Bogi Sveinsson,
oddviti Framsóknarflokksins í Fljótsdals-
héraði. Borgaði ferðakostnað körfubolta-
deildar Hattar.
Möguleg málsókn hvílir á herðum
Karls Sigurbjörnssonar, biskups Ís-
lands, en fjöldi presta og sóknarpresta
er ósáttur við yfirmann sinn. Það er
nýlegur úrskurður biskupsins, um að
veita séra Óskari H. Óskarssyni dag-
lega umsjón Selfosskirkju, sem valdið
hefur usla í prestastéttinni.
Deilur presta í Selfosskirkju standa
enn yfir og erfiðlega gengur að koma
þeim tveimur prestum sem þar þjóna
saman. Þeir hafa deilt um skrifstofu
kirkjunnar og nýverið einnig um síma
hennar. Sóknarpresturinn, séra Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson, leitaði á end-
anum liðsinnis biskups til að leysa
deiluna. Karl komst að þeirri niður-
stöðu að séra Óskar sjái um Selfoss-
kirkju og samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DV er sóknarpresturinn
afar ósáttur með þá niðurstöðu.
Prestafélag Íslands hefur nú þeg-
ar fundað með Karli vegna málsins
og krafið hann um skýr svör vegna
úrskurðarins, með skriflegum hætti.
Samkvæmt heimildum DV er lögsókn
á hendur biskupnum líkleg í kjölfarið.
Kurr meðal presta
Aðspurð segir Guðbjörg Jóhann-
esdóttir, formaður Prestafélags Ís-
lands, að ekki sé útilokað að málsað-
ilar höfði málsókn gegn biskupi. Líkt
og venja er geti allir félagsmenn sótt
einhvern fjárstuðning til félagsins.
Hún hefur orðið vör við óvissu með-
al presta vegna ákvörðunar biskups-
ins. „Ég hef orðið vör við vangavelt-
ur og óánægju. Það er alveg á hreinu
að margar spurningar hafa kviknað
vegna þessarar ákvörðunar. Ýmsir
prestar hafa af þessu áhyggjur. Þess
vegna mun félagið óska eftir form-
legum svörum biskups við ákveðnum
spurningum vegna þessa máls,“ segir
Guðbjörg.
Eftir að Kristinn Ágúst tók við
sóknarprestsembættinu í nýsamein-
uðu Selfossprestakalli um áramót-
in síðustu hafa komið upp árekstr-
ar milli hans og séra Óskars. Þannig
hafnaði sá síðarnefndi til dæmis því
að hleypa sóknarprestinum inn á
skrifstofu kirkjunnar og sat þar sjálfur
sem fastast. Nú er verið að útbúa nýtt
skrifstofurými fyrir sóknarprestinn í
kirkjunni í staðinn. Þá hafa þeir deilt
vegna síma kirkjunnar og náðu sín á
milli ekki að komast að samkomu-
lagi um verkaskiptingu sína á milli.
Vandinn hefur snúið að því að Ósk-
ar hefur viljað hafa vald yfir Selfoss-
kirkju en við það hefur sóknarprest-
urinn ekki getað unað. Fram til þessa
hafa þeir ekki getað komið sér saman
um verkaskiptingu sín á milli en Karl
biskup gaf nýverið út þá tilskipun að
Óskar sjái um kirkjuna.
Afar óvenjulegt
Guðbjörg segir að úrskurður bisk-
upsins sé óvanalegur en minnir á að
aðstæður séu líka afar óvanalegar í
þessu tilviki. Aðspurð segir hún það
mjög mikilvægt fyrir prestastéttina að
fá svör frá biskupi um þessa ákvörð-
un hans. „Prestar eru að velta fyrir sér
hvaða merkingu þessi úrskurður hef-
ur. Sannarlega eru margar spurningar
sem vakna og þetta því mikilvægt mál
fyrir stéttina. Prestar hafa svo auðvit-
að áhyggjur af stöðu mála á Selfossi,”
segir Guðbjörg.
„Ég treysti mér ekki til að full-
yrða hvort þetta stríði gegn lögum og
starfsreglum en því veltum við fyr-
ir okkur hjá félaginu. Við þurfum því
að leita svara hjá biskupi. Ef málsað-
ilar vilja ekki una þessari ákvörðun
er eina leiðin að leita til dómstóla.
Ósk allra hlýtur þó að vera að þetta
mál leysist farsællega sem allra fyrst
þannig að sátt og friður geti fengist.“
Við vinnslu fréttarinnar var leit-
að viðbragða hjá Kristni Ágústi Frið-
finnssyni, sóknarpresti í Selfosssókn,
en hann vildi ekki tjá sig um málið. Þá
fengust heldur ekki viðbrögð frá Karli
biskupi.
Úrskurður Karls Sigurbjörnssonar biskups í málefnum Selfosssóknar hefur skapað
óánægju og óvissu innan prestastéttarinnar. Prestafélag Íslands hefur krafið biskup
um skýran rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun að svipta sóknarprest umsjón Selfoss-
kirkju. Samkvæmt heimildum DV er líklegt að ákvörðun Karls endi hjá dómstólum.
PRESTAR KREFJA
BISKUP SKÝRINGA
trAuSti HAfStEinSSOn
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Svona lagað höfum við
ekki séð áður.
fyrir dóm? Biskup Íslands
hefur skapað óvissu meðal presta
með nýlegri ákvörðun sinni og
hugsanlegt er að hann þurfi að
svara fyrir hana hjá dómstólum.
Leitaði til biskups Kristinn Ágúst Friðfinnsson sóknarprestur leitaði liðsinnis bisk-
ups, sem komst að þeirri niðurstöðu að annar prestur sæi um Selfosskirkju en hann.
Skýr svör Guðbjörg telur að biskup
þurfi að rökstyðja ákvörðun sína í
Selfosssókn þar sem mikil óánægja og
óvissa sé innan prestastéttarinnar.
AthugAsemd
Í grein í mánudagsblaði DV var
fjallað um nýjar tegundir skor-
dýra sem numið hafa land á Ís-
landi undanfarin ár. Rétt er að
árétta að greinin var unnin upp
eftir heimildum af vefsíðu Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands, auk
þess sem rætt var við Erling Ól-
afsson skordýrafræðing.