Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 24
Meðan eldurinn logaði í skemmtistaðnum Prav-da, sem helst var þekktur fyrir blautbolskeppnir og áfengiskynningar, stóð borgarstjór- inn stoltur með hjálm slökkviliðs- manns og sagði að húsið yrði endur- byggt. Á kostnað skattgreiðenda. Þegar borgarstjórinn frétti að selja ætti kaldan bjór í áfengisversluninni í mið-bænum skirrðist hann við og stakk niður penna. Hann náði með styrkri hönd sinni að beygja verslunina undir vald sitt og koma í veg fyrir að bjór yrði seldur kaldari en við stofuhita. Tilgangurinn var að hindra neyslu útigangsmanna á bjór í miðbænum. Rónar eru, eins og þekkt er, mjög kröfuharðir á bjór og drekka hann ekki nema við rétt hitastig og helst úr réttum glösum sem hæfa hverri tegund fyrir sig. Borgarstjórinn trúði því að með því að stýra hitastigi bjórsins mætti um leið stýra neyslu áfengissjúklinga og þar af leiðandi minnka vímu þeirra og bæta hegðun þeirra, sem hefði jákvæð, fagurfræðileg áhrif á ásýnd miðbæjarins. Þessi sami borgar- stjóri hafði ákveðið að gera Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra. Ólafur F. og hinn borgarstjór-inn ákváðu í sameiningu að eyða útsvari þúsund Reykvíkinga á einu ári í að kaupa úr sér gengin kofaræksni við Laugaveg til að koma í veg fyrir upp- byggingu mannsæmandi byggingar sem myndi skila samfélaginu meiri arði en litla skóverslunin sem var þar fyrir. Þeir keyptu sem sagt einn- ar hæðar hús á besta stað í bænum fyrir 580 milljónir króna af skattfé. Skömmu síðar var tilkynnt að borgin myndi leggja niður frístundastarf sumarklúbbs fatlaðra barna, sem kostaði einn þrítugasta af húsunum ljótu við Laugaveg. Það er því ólíklegt að Jón Gnarr verði brjálaðri borgarstjóri en Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son var. BRJÁLÆÐI Í BORGINNI „Huddersfield virkar sem stærri klúbbur en Barnsley þó að þeir séu í deildinni fyrir neðan.“ n Knattspyrnumaðurinn frá Akranesi Jóhannes Karl Guðjónsson samdi við lið í 2. deild frekar en 1. deild á Englandi. - Fótbolti.net „Það þarf pínu kjark í að stökkva svona út og skilja allt stuðningsnetið eftir.“ n Jógakennarinn Guðjón Bergmann flytur til Austin í Texas 1. júlí ásamt fjölskyldu sinni til frambúðar. - Fréttablaðið „Það er ekki vaninn að íbúar í Götu læsi húsun- um sínum en ættingjar Eivarar er nú byrjaðir að gera það út af þessum manni.“ n Jens Guðmundsson sem er að skrifa bók um Eivöru Pálsdóttur lýsir stemningunni í Götu vegna eltihrellisins sem skelfir söngkonuna. - DV „Hann verður hengdur eins og heilög Jóhanna.“ n Jónas Kristjánsson ritstjóri skrifar á bloggsíðu sína að Jóni Gnarr verði kennt um hækkunina á heita vatninu. - jonas.is Jæja, Jón Gnarr Brátt rennur upp stund sannleikans hvað Besta flokkinn varðar. Þegar nýr meirihluti verður að veruleika mun koma í ljós hvort hagsmun- ir eða hugsjónir ráða för. Stóra spurningin er sú hvort upp renni tími breytinga og sið- væðingar. Ætla Jón Gnarr og félagar að hella sér í ormagryfju spillingar og hagsmuna- pots? Borgarfulltrúar undanfarinna áratuga hafa smám saman sogað til sín sporslur og bit linga með því að grafa sig eins og veggja- títlur inn í fyrirtæki sem eru í eigu Reykvík- inga. Með því hafa sumir þeirra náð að kom- ast á ofurlaun. Borgarfulltrúi á með réttu að vera eins og stjórnarmaður í fyrirtæki. Hann á aðeins að þiggja laun fyrir stjórnarsetuna en ekki að hafa aðra hagsmuni af daglegum rekstri. Dæmi um slíka spillingu var að finna innan ríkisfyrirtækisins Símans. Stjórnar- formaðurinn Friðrik Pálsson tók milljón- ir árlega frá fyrirtækinu umfram stjórnar- laun í gegnum einkahlutafélag sitt, Góðráð. Í Reykjavík hafa mál þróast þannig að ein- stakir borgarfulltrúar hafa raðað sér á jötur fyrirtækja á borð við Orkuveituna, Faxaflóa- hafnir og jafnvel malbikunarstöð borgarinn- ar. Þannig hafa sumir þeirra náð að tvöfalda laun sín og jafnvel þrefalda þau. Þeir hags- munaárekstrar sem verða vegna þessa koma best fram í ruglinu með REI. Eiginhagsmun- ir borgarfulltrúa hafa orðið almannahags- munum ofar. Ekkert bólar á þeirri hugsun að óeðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji jafnframt í stjórnum fyrirtækja. Augljóst er þó að slíkt krossvald leiðir til hnignunar og spillingar. Oflátungsháttur hefur einkennt alla starfs- umgjörð þeirra sem sitja í borgarstjórn. Borgarstjóri er með einkabílstjóra og sömu- leiðis forseti borgarstjórnar. Og þetta lið raðar í kringum sig aðstoðarmönnum sem síðan er potað inn í fyrirtæki í eigu Reykvík- inga. Orkuveitan hefur gjarnan verið rusla- kista fyrir þess háttar fólk. Besti flokkur- inn hefur nú einstakt tækifæri á að siðvæða stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar. Ef þeir taka til hendinni er flokkur- inn kominn til að vera. Geri þeir það ekki bíður þeirra dauði sem tekur aðeins kjör- tímabilið. Jæja, Jón Gnarr. Þú átt leik. Ísköld alvaran hefur tekið við af gríninu. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Eiginhagsmunir borgarfulltrúa hafa orðið almannahugsmunum ofar. 24 FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. VÆNDISKAUP ÓSÖNNUÐ n Helga Sigrún Harðardóttir, vara- þingmaður Framsóknarflokksins, gaf í skyn í vetur að hún þekkti til að minnsta kosti eins þeirra sem ákærð- ir yrðu vegna við- skipta við Cata- linu Mikue Ncogo. Helga Sigrún setti á Facebook-síðu sína ummæli sem skóku stjórnmála- heiminn. ,,Hvað ef maður nú kannaðist við a.m.k. eitt þeirra nafna sem nefnd hafa verið í tengslum við væntanlegar ákærur... í gegnum pólitík?“ spurði hún. Sá aðili sem hún vísaði til var ekki ákærður þrátt fyrir að hafa millifært fé af einkareikningi sínum til Catalinu. Sá grunaði, sem DV veit full deili á, neitar staðfastlega að hafa greitt fyrir vændi. Sannanir skortir og hann sleppur. HRÖKKLAÐIST ÚR FRAMSÓKN n Um svipað leyti og Helga Sigrún Harðardóttir, varaþingmaður Sivjar Friðleifsdóttur, setti inn á Facebook fræga uppljóstrun sína um meint vændiskaup hrökklaðist hún úr Framsóknar- flokknum. Sjálf þvertekur hún fyrir að það snúist um þetta tiltekna mál sem sneri inn á við í flokknum. Hún kveðst hafa farið vegna þess að nýrri forystu hafi ekki tekist að siðvæða flokkinn og snúa af ógæfubrautinni. Eftir sem áður er hún varaþingmaður og mun leysa Siv af ef til kemur. JÓN GNARR HENGDUR n Þótt Jón Gnarr og félagar í Besta flokknum hafi ekki ennþá stofnað formlega til meirihlutasamstarfs með Samfylkingu í Reykjavík eru óveðurs- skýin þegar tekin að hrannast upp. Við blasir risahækkun á heitu vatni hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem líklegt er að sé vegna óráðsíu þar undanfarin ár. Samfélagsrýnirinn Jónas Kristjánsson er ekki í vafa um það hver örlög Jóns Gnarrs verði í þessu máli. „Öllu rugli Flokksins í Orkuveitunni verður dengt á herðar Jóni Gnarr. Hann verður hengdur …“ SEXTUG BARNASTJARNA n Útvarpsmaðurinn og barnastjarn- an fyrrverandi, Þorgeir Ástvaldsson, varð sextugur á miðvikudag- inn. Mikið var um dýrðir í þætti hans, Reykjavík síðdegis, og gekk þátturinn út á afmæli kappans. Spor Þorgeirs á undanförnum áratugum liggja víða. Hann skaust fyrst fram á sjónarsviðið með ung- lingahljómsveitinni Tempó en síðan hefur hann verið áberandi víða. Meðal þeirra sem ávörpuðu þennan ástmög þjóðarinnar í þættinum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem flutti honum lofgjörð. Reikna má með að Þorgeir sé kandídat til fálkaorð- unnar. LEIÐARI SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA Fyndna byltingin Ágætu Íslendingar, við búum á landi þar sem íhaldið hefur ítök þrátt fyrir að þar í flokki megi finna okkar flottustu krimma. Fólk virðist ennþá dýrka gyltur á gullklósettum og enn þykir víst sjálfsagt að litlir, feitir grísir – stríðaldir af fjármagns- eigendum – fari hér um og stjórni í nafni þeirra sem trúa því virkilega að peningar hafi einhvern æðri til- gang en þann að hjálpa fólki við að draga að sér nauðþurftir. Feitir geltir og önnur hofmóðug spilling- arsvínin fá uppreisn æru hjá flokki sem neyðist til að leyna nafni sínu í kosningabaráttu. Á okkar ágæta landi hafa hnus- andi tuddar og hrokabeljur Fram- sóknar fengið að leika lausum hala. Víst hafa þau kykvendi komið sér svo haganlega fyrir á öllu sem lík- ist ríkisspena að þau þurfa vart að sækja mútur til kvótakónga einsog íhaldið hefur haft fyrir sið (auðvitað í skjóli nafnleyndar). Nýafstaðnar kosningar sýna okkur að enn eru til lélegir kjósend- ur hér á landi – fólk sem veit að sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn, sem fara í framboð, eru stjórnmála- menn sem hugsa einungis um eig- in hagsmuni jafnvel þótt þeir lofi að hugsa um hagsmuni fjöldans. Okkur er t.d. opinberuð sú stað- reynd að í Reykjanesbæ vinna sjálf- stæðismenn sigur. En við erum að tala um þá sömu sjálfstæðismenn og hafa lagt samfélag Reyknesinga svo fullkomlega í rúst að búið er að selja allt samfélagið. Það sem ekki hefur verið selt úr landi eða farið í hít einkavinavæðingarinnar hefur verið selt í búntum til kvótakónga, þ.e.a.s. sálir stjórnmálamanna. Víða um land fá framsóknar- menn að hrósa sigri, jafnvel þótt sannast hafi að flokkurinn sá arna hefur meira að gera með skipu- lagða glæpastarfsemi en heiðarlegt stjórnmálavafstur. Ljósglæturnar í okkar samfé- lagi eru hin óhefðbundnu framboð. Sigurvegararnir eru þeir sem gefa trúarhreyfingum og ættarveldum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar langt nef. Fólkið sem trúir á réttlæti og heiðarleika er í dag að virkja sína krafta. Um ókomin ár munu full- trúar fyndnu byltingarinnar ganga brosandi um duftreit spillingarinn- ar og fordæma þá einkavinavæð- ingu sem stjórnmálamenn hafa tekið þátt í með því að þiggja mút- ur, sukk og svínarí. Nú fær þjóðin nýja sýn nú má engu skeika. Meira fjör og meira grín og meira af heiðarleika. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Fólkið sem trúir á réttlæti og heið- arleika er í dag að virkja sína krafta.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.