Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 34
34 föstudagur 4. júní 2010 viðtal Hér á eftir fara spurn-ingar blaðamanns DV til Björg ólfs Thors og í kjölfarið svör fjárfest- isins. Viðtalið við Björgólf Thor fór fram í gegnum tölvupóst dagana 2. og 3. júní og var fyrirvari Björgólfs því stuttur. Björgólfur Thor er í London þessa dagana þar sem hann er bú- settur og vinnur hann nú að skulda- uppgjöri sínu. DV: Hver var aðkoma þín að stjórn Landsbankans, útlánum til félaga sem voru í þinni eigu, föður þíns eða tengdra aðila? Formleg ábyrgð þín var ekki mikil, þú vannst ekki hjá bankanum eða sast í stjórn hans, en spurningin er sú hvort þú hafir verið það sem kallast „skuggastjórn- andi bankans“. Hvort þú hafir í reynd stýrt bankanum í gegnum stjórnend- ur bankans á sams konar hátt og til dæmis Jón Ásgeir gerði í Glitni en dæmi um slíka stjórnunarhætti Jóns er að finna í stefnum sem skilanefnd og slitastjórn hafa gefið út á hendur Jóni og tengdum aðilum. Ef þú hefur verið slíkur skuggastjórnandi má ætla að skilanefnd Landsbankans muni greina frá því á næstu mánuðum að fundist hafi sannanir um slíkt í at- hugun Deloitte á starfsemi Lands- bankans. Getur þú lýst aðkomu þinni að stjórnun Landsbankans og lán- veitingum til þín og þinna félaga?   BTB: „Aðkoma mín að stjórnun Landsbankans var engin. Ábyrgð mín á rekstri Landsbankans var eng- in, þar sem ég átti aldrei sæti í stjórn hans né starfaði á nokkurn hátt inn- an hans. Lán til fyrirtækja sem tengd- ust mér voru afgreidd af stjórnend- um bankans og voru eftir því sem ég best vissi á sömu forsendum og lán til annarra stórra viðskiptavina bankans. Flest eftirstandandi lán sem tengjast mér í Landsbankanum tengjast yfirtöku félaga minna á Act- avis sumarið 2007 og hlutafjáraukn- ingu í því félagi á vormánuðum 2008. Þau lán eru lítill hluti lána vegna þeirra viðskipta en langstærstur hluti var fjármagnaður af alþjóðlega bank- anum Deutsche Bank. Hafa verður í huga að umrædd viðskipti voru stærstu viðskipti Íslandssögunn- ar og alls ekki óeðlilegt að íslenskir bankar tækju þátt. Einnig er rétt að fram komi að allt fram til ársins 2008 sóttust íslenskir bankar eftir við- skiptum við mig og fyrirtæki sem ég tengdist. Ástæða þess að bankarnir voru oft fúsir að taka þátt í verkefn- um með mér var sú staðreynd, að ég stóð í viðskiptum með raunverulegar eignir, sem oftast nær skiluðu góðum hagnaði og þar með innstreymi fjár- muna til Íslands. Ég seldi ekki vild- arvinum eignir til þess eins að kaupa þær á hærra verði aftur svo eigna- staðan í bókhaldinu liti betur út. Hjá mér eru engin dæmi um slík sýndar- viðskipti og hringekjur. Ég stjórnaði Landsbankanum því hvorki beint né óbeint og var með engum hætti einhverskonar „skugga- stjórnandi“.  Reyndar er ekkert slíkt hugtak til í íslenskum lögum, hvað þá skilgreining á því og enn síður hugs- anleg refsing við þeirri óskilgreindu hegðun. Hins vegar er hugtakið þekkt erlendis og tekur þá almennt til aðila sem taka ákvarðanir um atriði sem falla ættu undir stjórnendur félags, gefa þeim fyrirmæli þar að lútandi og þeir fara kerfisbundið eftir. Ég hef engar slíkar ákvarðanir tekið eða fyr- irmæli gefið til stjórnenda Lands- bankans. Aðkoma mín að stjórnun bankans var því alls engin, hvorki formleg né óformleg og ég kvíði ekki úttekt Deloitte. Rétt er að taka fram að í lok sept- ember og byrjun október 2008 var faðir minn frá störfum sem formað- ur bankaráðs Landsbankans af per- sónulegum ástæðum. Vegna þeirrar óvissu og erfiðleika sem steðjuðu að íslenska bankakerfinu og þar með Landsbankanum á þessum tíma var talið eðlilegt og nauðsynlegt að full- trúi stærsta hluthafans í Landsbank- anum væri til staðar og á vettvangi til að móta ákvarðanir sem stjórn- endur bankans gátu ekki tekið einir. Það skýrir nærveru mína á fundum með stjórnvöldum þessa örlagaríku daga haustið 2008. Ég hef hins vegar séð eftir á að nærvera mín á þessum fundum og ítrekuð umfjöllun fjöl- miðla um þá hefur vakið ranghug- myndir um afskipti mínum af rekstri bankans.“ DV: Hver var til dæmis aðkoma þín að láni Landsbankans til BeeTeeBee um sumarið 2008 sem notað var til að greiða Deutsche Bank upp í skuld vegna fjármögnunarinnar á Acta- vis-kaupunum? Um þetta atriði er til dæmis rætt í kafla 8.8. í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis sem kallast „Lánin flytjast heim“. Þetta lán og viðbótin við það er veitt í aðdraganda hrunsins - viðbótin reyndar í hrun- inu þann 29. september 2008 - og svo virðist sem það hafi alls ekki þjónað hagsmunum Landsbankans þó að það hafi þjónað þínum hagsmunum. Hvernig vildi það til að Landsbank- inn lánaði þessar upphæðir til þín á þessum tíma?   BTB: „Fyrst má leiðrétta þann mis- skilning að lánið hafi verið veitt til að greiða Deutsche Bank afborg- anir vegna yfirtökunnar. Lánið var veitt til hlutafjáraukningar í Actavis, vissulega að kröfu Deutsche Bank, en samhliða jók þýski bankinn lánafyr- irgreiðslu sína til Actavis til að gera félaginu kleift að standa í skilum.  Lánið var ekki veitt 29. september 2008, „í hruninu“. Það var veitt fyrr á árinu og dregið á það í áföngum frá því í apríl, en lokagreiðslan af hálfu bankans var í september. Þetta var vissulega hátt lán, en á það ber að líta að Actavis var stærsta fyrirtæki lands- ins fyrir utan banka og ég var einn stærsti viðskiptavinur Landsbankans. Actavis lenti í vandræðum sem komu lánsfjárvandræðum ekkert við, held- ur stöfuðu af mistökum í framleiðslu í einni af versksmiðjum félagsins í Bandaríkjunum. Þetta rekstrarlega óhapp var algjörlega ótengt fjár- málamörkuðum að öllu leyti. Það dró hinsvegar mikinn dilk á eftir sér og olli samstæðunni miklu tjóni. Það þjónaði að sjálfsögðu hagsmun- um Landsbankans, sem hluthafa og lánveitanda til Actavis, að styðja við bakið á þeim stóra viðskiptavini sem Actavis var og er raunar enn. Ég vil benda á að þær tryggingar sem lagðar voru fram fyrir þessu láni voru mjög traustar. Mér hefur virst að flestir sem býsnast yfir þessu láni geri sér ekki grein fyrir því mikilvæga at- riði að allt bendir til að þetta lán verði gert upp að fullu.“ DV: Í skýrslunni er fjallað um önnur lán sem teljast óútskýrð samkvæmt nefndinni. Um þetta segir í skýrsl- unni: „Annar hluti af aukinni fyrir- greiðslu Landsbankans til Björgólfs Thors er óskýrður enda var fyrir- greiðslan veitt í gegnum félög í Lúx- emborg og aðgengi að upplýsingum um lán veitt þar er takmarkað. Um er að ræða aukna fyrirgreiðslu til Novator International Holding Ltd., 6 milljarða króna, Novator Asset Management, 5 milljarða króna, og Novator Finland Oy, 7,8 milljarða króna. Einnig eru upplýsingar varð- andi lánveitingar til Novator Pharma Holding takmarkaðar. Það eru því engar upplýsingar um tilgang þessara lánveitinga, tryggingar eða annað.“ Hvaða lán voru þetta og í hvað voru þau notuð?   BTB: „Ég gerði grein fyrir þessum lánum og stöðu þeirra í yfirlýsingu sem ég sendi frá mér 19. apríl sl. og vísa til hennar. Í stuttu máli er staðan þessi: Lán til Novator International Holdings Ltd. var tryggt með hand- veði í peningafjárhæð í eigu félagsins inni á reikningi hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Áhætta bankans vegna útlánsins er því engin. Lán til Novat- or Asset Management er tryggt með handveði í 20% eignarhlut mínum í eignastýringafélagi í London en það félag er ekki tengt mér með öðrum hætti. Unnið er að uppgjöri á láninu.  Varðandi lánið til Novator Fin- land Oy þá var það greitt að stórum hluta í mars 2008 og að fullu þann 2. júlí 2009, þegar undirliggjandi eignir höfðu verið seldar. Í rannsóknarskýrslunni er af einhverjum ástæðum lagt að jöfnu það fé sem Landsbankinn lagði til eigin hlutafjárkaupa í Actavis og það fé sem bankinn lánaði. Nova- tor Pharma félögin voru tvö, annars vegar félag um beina fjárfestingu Straums og Landsbankans í hluta- fé Actavis Group. Þar var því ekki um lán að ræða. Novator Pharma Holdings 2 (sem heitir í raun Actavis Pharma Holdings 2 ehf.) fékk ein- greiðslulán til 11 ára frá Landsbank- anum. Lánið er í evrum og ber 23% vexti. Þess ber að geta að þegar Actavis var tekið af markaði fékk Lands- bankinn endurgreidd lán frá félag- inu og einstaklingum sem voru með hlutabréf í félaginu fjármögnuð hjá bankanum. Landsbankinn ákvað að endurfjárfesta innan við helming af þeirri fjárhæð í Actavis í formi láns og hlutafjár, svo bankinn fékk verulegar upphæðir í sinn hlut í þessum við- skiptum.“ DV: Óttast þú skýrslu Deloitte þar sem fastlega má reikna með að fjallað verði um ofangreind atriði?   BTB: „Nei, ég óttast ekki niðurstöð- ur Deloitte.“ DV: Skilanefnd Landsbankans hefur gefið það út að nokkur mál hafi verið send til Fjármálaeftirlitsins og sér- staks saksóknara efnahagshrunsins. Veistu til þess að einhver þeirra mála sem þar um ræðir tengist þér? Hefur þú verið kallaður til skýrslutöku eða yfirheyrslu út af einhverjum málum, til dæmis Imon-málinu?   BTB: „Ég vil ekki vera með ein- hverjar vangaveltur um hvaða mál er hugsanlega verið að rannsaka og hvort eitthvert þeirra tengist mér á einhvern hátt. Ég tel þó að svo sé ekki. Ég get hins vegar upplýst að ég  hef ekki verið kallaður til neinnar skýrslutöku eða yfirheyrslu. Þá hafa mér heldur ekki borist neinar stefnur vegna einkamála. Ég var einu sinni kallaður til sérstaks saksóknara til að bera vitni í hinu svokallaða Imon- máli. Um það mál vissi ég ekkert annað en það sem fram hafði komið i fjölmiðlum.“ DV: Ertu í persónulegum ábyrgð- um vegna útistandandi lána til þín, til dæmis hjá Landsbankanum og Straumi? Er þar af leiðandi hætta á því að lánardrottnar þínir muni reka þig í þrot persónulega?   BTB: „Ég er í miklum persónuleg- um ábyrgðum, ólíkt öðrum stærstu viðskiptavinum gömlu íslensku bankanna, nema ef vera skyldi föð- ur mínum. Ég hef alltaf lagt sjálfan mig að veði í viðskiptum og þótt það sjálfsagt. Núna vinn ég að uppgjöri skulda minna og mun gera betri grein fyrir því síðar þegar þau mál hafa skýrst. Ég hef áður sagt að þótt ljóst sé að mikill hluti eigna minna renni strax til lánardrottna muni ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég ætla að borga upp allt sem ég skulda. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að ná að semja við lánardrottna. Þeir gætu vissulega gengið að mér og gert mig þar með gjaldþrota núna, en með því móti myndu þeir aðeins fá hluta af kröfum sínum greiddan. Ég vil semja um að borga allt.“ DV: Hversu mikið skuldar þú og félag í þinni eigu að öllu leyti eða að hluta til í erlendum bönkum? Þá á ég sér- staklega við Deutsche Bank og Stand- ard í Suður-Afríku, sem ég reikna með að séu þínir helstu viðskiptabankar? BTB: „Liður í uppgjöri mínu við lánardrottna felst að sjálfsögðu í að skrá nákvæmlega núverandi skulda- og eignastöðu. Þeirri vinnu er ekki lokið og því get ég ekki tjáð mig um þetta að svo stöddu. Staða mín mun hins vegar skýrast innan skamms.“ DV: Áttar þú þig á því hvað þú átt mikla peninga? Hver er lausafjár- staða þín?   BTB: „Nei, ég átta mig ekki full- komlega á því. Staðan er óljós. Ég veit að ég á aðeins brotabrot af því sem ég átti áður. Ég á hins vegar möguleika á að komast aftur á gott skrið í viðskipt- um. En það verða nokkuð mörg ár þar til það gerist og mikið af skuldum sem þarf að borga upp fyrst.“ DV: Sérðu fram á að missa eitthvað af innlendum eða erlendum eignum þínum eða félaga þinna í hendur lán- ardrottna þinna í veðköllum? BTB: „Allt frá hruninu hef ég unnið hörðum höndum að því að gera upp við lánardrottna og nú hillir undir að því uppgjöri ljúki. Mikill hluti eigna minna rennur til lánardrottna og ég mun jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég ítreka að ég ætla að borga upp allt sem ég skulda.“ DV: Áttu einhverja fjármuni á reikn- ingum í útlöndum? Ef já, þá hvar? Ef já við fyrstu tveimur liðum spurning- arinnar áttu þá einhverja fjármuni á aflandseyjum eins og á Kýpur eða á Tortóla?   BTB: „Ég á enga peninga á Kýpur eða á Tortóla. Í tengslum við yfir- standandi samninga við lánardrottna mína hef ég gert þeim grein fyrir öll- um mínum eignum, þar með talið eigum og fjármunum félaga sem hafa lögfesti á svokölluðum aflandseyj- um. Ég á félög sem skráð eru á Kýpur og Tortóla. Það hefur aldrei verið neitt launungarmál. Flestir þeir sem stunda alþjóðlegar fjárfestingar hafa átt félög á aflandseyjum, en það helgast fyrst og fremst af hagkvæmni við uppsetningu og rekstur slíkra fé- laga. Rétt er að benda á að banka- reikningar aflandsfélaga, a.m.k. þeirra sem notuð eru í lögmætum tilgangi, eru nær alltaf í löndum sem eru ekki aflandseyjar. Hvað mig varð- ar þá voru viðskipti minna félaga nær eingöngu í Evrópu. Það eru því engir fjármunir á aflandseyjum. Hversu miklar eignir þessi félög eiga, þ.m.t. innistæður á bankareikningum í Evr- ópu, skýrist við skuldauppgjör mitt. Ég ítreka að lánardrottnar hafa að sjálfsögðu allan aðgang að þeim upp- lýsingum. Ég minni á að Landsbanki Íslands og raunar einnig Búnaðarbanki Ís- lands hófu að veita íslenskum við- skiptavinum sínum aflandsþjón- ustu árið 1999, á meðan bankarnir voru enn í eigu ríkisins. Og þótti sjálfsagt, enda hvorki var né er neitt ólöglegt við slíkt. Núna er hins vegar gengið út frá því á Íslandi að notkun aflandsfélaga jafngildi lögbrotum. Þótt einhverjir hafi nýtt sér félög á aflandseyjum til verka sem ekki þola dagsljósið þá er ekki þar með sagt að allir séu því marki brenndir.“ DV: Heldur þú að þú munir ná að halda Actavis? Af hverju taka kröfu- hafar þínir, eins og Deutsche Bank, félagið ekki af þér?   BTB: „Já, ég reikna með að vera leiðandi hluthafi í Actavis áfram. Við síðari spurningunni er það einfalda svar að Deutsche Bank telur félaginu best borgið með mig við stjórnvöl- inn. Bankinn, sem tekur ákvarðanir sínar að sjálfsögðu aðeins út frá við- skiptalegum forsendum en ekki eftir því hvernig umræðan þróast á Ís- landi, styður mig áfram til uppbygg- ingar á þessu öfluga fyrirtæki.“ DV: Hversu mikil eru viðskiptaum- svif þín í dag? Hefur þú farið út í ein- hverjar nýjar fjárfestingar upp á síð- kastið? Ég heyrði ávæning af því að þú stæðir í fjárfestingum í einhverj- um Afríkuríkjum sem eru sunnan Sahara? Er það rétt? BTB: „Viðskiptaumsvif mín í dag snúast um að hámarka eign lán- ardrottna minna og félaga sem ég stjórna. Umsvif mín hafa alltaf verið miklu meiri í útlöndum en heima. Ég auðgaðist á sölu drykkjarfyrir- tækis í Rússlandi og síðar á miklum viðskiptum innan fjarskiptageir- ans, t.d. í Búlgaríu og Tékklandi, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef alltaf verið alþjóðlegur fjárfestir og hef skoð- að fjárfestingatækifæri í nær öllum heimsálfum og mun halda því áfram. Ég tel ekki rétt að fjalla sérstaklega um einstök verkefni af því tagi, en get þó upplýst að ég er ekki að skoða nein verkefni sunnan Sahara. Ávæn- ingur sá sem þú nefnir er gott dæmi um þær fjölmörgu flökkusögur sem ganga manna á milli og nákvæmlega enginn fótur er fyrir.“ DV: Ein mannleg spurning líka. Hvað viltu fá út úr framtíðinni? Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?   BTB: „Eitt af því sem atburðir síð- ustu ára hafa kennt mér er að ganga ekki að neinu vísu með framtíðina. Ég ætla að endurheimta mannorð- ið, það er fyrir öllu. Hvort mér lánast það getur tíminn einn leitt í ljós. Ég er mannlegur og mér skjátlast, eins og öðrum. En flestir eiga rétt á tækifæri til að bæta sig. Ég vil ekki að ættingjar mínir, fjölskylda og vinir verði fyrir ónotum mín vegna eða finnist slæmt að tengjast mér. Ég flutti ungur til útlanda og hef í raun ekki búið á Íslandi frá því að ég „ÉG RÉÐ EKKI VIÐ HRAÐANN“ Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir segir að hann hafi ekki ráðið við hraðann sem einkenndi líf hans fyrir efnahagshrunið og að hann hafi skort yfirsýn. Hann segist ætla að greiða skuldir sínar til fulls og vera í persónulegum ábyrgðum við íslensk og erlend fjármálafyrirtæki. Björgólfur segist eiga aflands- félög sem eigi fjármuni og eignir. Björgólfur vinnur að skuldaupp- gjöri sínu og er staðráðinn í að endurheimta mannorð sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.