Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 helGARblAð Blaðamenn mæta á svæðið klukkan ellefu. Þá er fjöldi kvenna mættur til starfa, og jú tveir ungir strákar um tvítugt sem eru hér í sjálfboðastarfi. Það eru vinasamtök sem senda þá til að hjálpa til við að bera þunga hluti. Flestar konurnar starfa í kvenfélög- um sem skipa sína fulltrúa í Mæðra- styrksnefnd. Margar þeirra hafa starfað hér í fjölda ára án þess að þiggja nokkur laun fyrir. Einir og einmana Um leið og við göngum inn í portið bera konurnar kennsl á okkur. Hing- að koma fáir sem ekki eiga erindi. Kallað er á Ragnhildi G. Guðmunds- dóttur, formann nefndarinnar, sem tekur á móti okkur með björtu brosi og þéttu handtaki. Hún leiðir okk- ur um starfsemina og sýnir okkur helstu atriði. Við byrjum úti í porti þar sem fólk er yfirleitt farið að tínast í röð um einum og hálfum tíma fyrir opnun. Yfirleitt eru það karlmenn af erlendu bergi brotnir sem mæta fyrstir, allt- af þeir sömu. Hér tekst oft vinskapur með fólki, sem er jafnvel eitt og ein- mana heima hjá sér. Hingað kemur það vikulega og hittir annað fólk, og sumir mæta oft á sama tíma í hverri viku. Mæðrastyrksnefnd gegnir því líka félagslegu hlutverki fyrir þá sem ekkert eiga og eiga enga að. Portið þykir einstaklega hentugt því þar er fólk alveg í hvarfi frá öðrum og getur því staðið frjálst og óhikað í röð án þess að þurfa að óttast um- tal annarra. Áður var Mæðrastyrks- nefnd inni í íbúðarhverfi og það þótti mörgum óþægilegt. Hér má heldur ekki taka myndir á meðan á úthlut- un stendur. Hingað eiga allir að geta komið án þess að eiga það á hættu á að lenda í fjölmiðlum eða á netinu. Fæstir sem hingað koma eru stoltir af því að þurfa aðstoð. Aftur á móti er algengt að fólk upplifi skömm eða sært stolt. Þess vegna er mikilvægt að fólk haldi reisn sinni og ráði ferðinni sjálft. Eiga einbýlishús en ekki mat Tveir Securitas-verðir eru á svæð- inu á meðan úthlutun stendur yfir og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig. Konurnar sem starfa fyrir mæðra- styrksnefnd passa líka upp á að halda ró í húsinu. Til þess nota þær ákveðna tækni, tala lágt og rólega og æsa sig aldrei. Ekki einu sinni þeg- ar aðrir reiðast og láta svívirðingar dynja á þeim. Enda segir Ragnhildur að þó að það komi vissulega stund- um fyrir að fólk láti ljót orð falla séu uppsteyt sjaldgæf. Hingað kemur veikt fólk og stundum andlega veikt. Sumum líður illa og aðrir eru und- ir áhrifum. Þá eru þeir beðnir vin- samlega um að koma ekki aftur í slíku ásigkomulagi. Það er þó enginn sendur burtu matarlaus en hún segir fólkið yfirleitt taka þessum tilmælum vel og mæti ekki aftur í sama ástandi. Flestir sem hingað koma eru þó einstæðar mæður, einstæðingar, öryrkjar og erlendir karlmenn. Frá hausti 2007 hefur fjölgað jafnt og þétt í hópnum og nú er svo komið að allt að 550 einstaklingar koma hing- að til þess að sækja aðstoð í lok hvers mánaðar. Sumir þeirra eru með fjöl- skyldu á framfæri og algengt er að einstæðar mæður sem sækja aðstoð hingað séu með mörg börn á fram- færi. Þannig að það eru mun fleiri einstaklingar sem búa við fátækt en þessar tölur gefa til kynna. Á síðasta mánuði hefur Ragnhild- ur merkt breytingu á hópnum sem hingað kemur því það hefur dregið töluvert úr komum einstæðra karl- manna sem eru af erlendu bergi brotnir. Hún hefur einnig séð fjölgun í hópi þeirra sem höfðu það gott fyrir hrun en búa núna við mikla fátækt. Hingað kemur jafnvel fólk sem býr í fínum einbýlishúsum og ekur um á flottum bílum en á ekki fyrir mat. Maturinn mismikill Strangar reglur gilda um úthlutun- ina. Fólk verður að sýna skilríki og það verður að vera á þjóðskrá. Ein- stæðir karlar mega bara fá úthlut- að einu sinni í mánuði en einstæðir foreldrar og fjölskyldur mega koma vikulega. Ástæðan fyrir að einstæðir karlar fá bara mánaðarlega úthlutun er sú að þær telja þá eiga auðveldara um vik með að fá aðstoð. Þeir geti fengið mat hjá kaffistofu Samhjálpar og Hjálpræðishernum. Konur með börn fara ekki þangað til að fá mat. Einstæðingar fá einn poka, fjöl- skyldur annan og þyngri. Það er meira í honum. Og ef fólk hefur mörg börn á framfæri er bætt enn meira í hann. Ekki er reiknað með því að matur- inn dugi alla vikuna en hann ætti að duga til þess að drýgja vikuskammt- inn verulega. Misjafnt er hvað er í pokunum. Fer það eftir því hverju Mæðrastyrksnefnd hefur áskotnast í það skiptið og hvað þær hafa keypt, en megnið af matnum þarf nefndin að kaupa. Áhersla er lögð á að það sé allavega ein grunnmáltíð, kjötbúð- ingur í dag, mjólk og brauð. Stund- um fylgir kaffi og kex er alltaf vinsælt. Inni á lager eru svo til aukabirgðir af allskonar mat sem er sett í poka ef hinir klárast allir áður en röðin er búin. Gjafir fyrir nýbura Konurnar eru allar í óðaönn við að setja í poka þegar við göngum um svæðið. Ein er að sópa, önnur að þrífa lagerinn. Húsnæðið er allt fullt af vörum, aðallega matvöru en blaðamenn reka augun líka í nokkr- ar skólatöskur og dót. Þær eru ætl- aðar barnmörgum fjölskyldum sem standa illa, þær vita núna af einni einstæðri sex barna móður sem á að fá þessar skólatöskur. Inni af lagernum er líka leyni- herbergi sem ein konan sýnir okkur stolt. Hún er yfir barnadeildinni og þarna er heilt herbergi fullt af barna- fötum. Búið er að pakka í nokkra poka sem innihalda þrjú sett fyrir ný- fædd börn, galla, samfellur og annað slíkt. Þetta eiga nýbakaðar mæður að fá. Vandinn er bara sá að allar sam- fellurnar sem Mæðrastyrksnefnd á eru í sama númeri og það hefði verið Á hverjum miðvikudegi er matarúthlutun í Mæðrastyrksnefnd. Í blíðskaparverði á fyrsta miðvikudegi mán- aðarins fengu blaðamenn DV að fylgjast með starfi Mæðrastyrksnefndar, ræða við konurnar sem þar starfa, Elínu Hirst og fólkið sem þangað leitar. Aðsóknin er misjöfn og fer eftir því hversu langt er liðið frá mánaða- mótum, en yfirleitt mæta aldrei færri en 330 í upphafi mánaðar og allt að 550 í lok hans. Margir þeirra höfðu það ágætt fyrir hrun. Velkomin í fátækt Mæðrastyrksnefnd úthlutaði mat til: 100 einstaklinga á viku árið 2005. 125-150 einstaklinga á viku árin 2006 og 2007. 250-300 einstaklinga á viku árið 2008. 350-400 einstaklinga á viku árið 2009. 350-550 einstaklinga á viku árið 2010. Elín Hirst setur í poka. Síðustu vikur hefur Elín mætt alla miðvikudaga og fyrir vikið hefur hún eignast fjölda Facebook-vina. Hún fékk líka koss frá skjólstæðingi Mæðrastyrksnefndar. Mjólk og brauð Maturinn er aðeins hugs- aður til þess að drýgja vikuskammtinn en ekki til þess að framfleyta fólki alla vikuna. InGIbjörG DöGG KjartansDóttIr og VIKtoría HErMannsDóttIr blaðamenn skrifa: ingibjorg@dv.is og viktoria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.