Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 38
Þórarinn Þórarinsson Skólastjóri Alýðuskólans á Eiðum f. 5.6. 1904, d. 2.8. 1985 Þórarinn var sonur Þórarins Þór- arinssonar, prests á Valþjófsstað í Fljótsdal, og k.h., Ragnheiðar Jóns- dóttur húsfreyju. Þórarinn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924, embættisprófi í guðfræði við Háskóla Íslands 1928, stundaði framhaldsnám í uppeldis- fræði, trúarsálfræði og helgisiðafræði við háskólann í Marburg 1929-30 og í kennimannlegri guðfræði í Herborn 1930. Þá kynnti hann sér æskulýðs- og íþróttastarfsemi í Berlín í Þýska- landi árið 1936 og kynnti sér danska lýðháskóla veturinn 1959-60. Þórarinn hóf kennslustörf við Al- þýðuskólann á Eiðum árið1930 og var skólastjóri skólans í tæpa þrjá áratugi á árunum 1938-65. Þá var hann formaður skólanefndarinnar um langt árabil. Hann þótti mikill skólamaður enda vel liðinn af nem- endum sínum og kennurum. Þórarinn var formaður Menningar- samtaka Héraðsbúa frá stofnun sam- takanna og um árabil, var fulltrúi á Kirkjuþingum og í Kirkjuráði, sat í stjórn Skógræktarfélags Austurlands um langt skeið og var lengi formað- ur þess. Fyrri kona Þórarins var Helga Guð- ríður Björgvinsdóttir sem lést árið 1937. Seinni kona hans var Sigrún Ingi- björg Sigþórsdóttir. 38 föStudAgur 4. júní 2010 hElgArblAð Jón fæddist í Vorsabæ og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1939-41 og við bréfaskóla SÍS. Jón og Emelía, kona hans, stofn- uðu nýbýlið Vorsabæ II og stunduðu þar hefðbundinn búskap og græn- metisrækt, s.s hvítkál, rófur og kart- öflur. Þá var Jón mikill áhugamaður um skógrækt og stundaði hana fram í andlátið. Jón var oddviti Skeiðahrepps 1950-90, gjaldkeri Afréttarmálafé- lags Flóa og Skeiða 1963-2006, sat um skeið í stjórn Ungmennafélags Skeiðamanna, sat í oddvitanefnd Laugaráshéraðs frá 1950 og formað- ur nefndarinnar 1958-90 og gjald- keri 1990-2000. Hann var sýslu- nefndarmaður og stjórnarformaður og rekstrarstjóri læknamiðstöðvar í Laugarási frá stofnun 1971 og síðar heilsugæslustöðvar þar, til 1990, ritari í stjórn Samtaka sunnlenzkra sveita- félaga frá stofnun 1969-80, umboðs- maður skattstjóra þar til það embætti var lagt niður, fulltrúi í stjórn Lands- sambands kanínubænda og fulltrúa- ráði Landssambands kartöflubænda og sat í stjórnum Fínullar hf., Ylein- inga hf. og Jarðefnaiðnaðar hf., Jón var frá unga aldri mikill áhuga- maður um ljósmyndun og myndaði sögu Skeiðahrepps frá því fyrir síð- ari heimstyrjöldina. Oddvitanefnd Laugaráshéraðs og Afréttamálafélag Flóa og Skeiða gaf út ljósmyndabók- ina Aldahvörf á Skeiðum á 70 ára af- mæli Jóns. Þá tók hann saman að ósk Ungmennafélagsins bók um örnefni á Skeiðum, Jarðabók Skeiðahrepps, sem gefin var út árið 2008. Ljósmyndir Jóns sem tengjast sögu Skeiðahrepps og atvinnuþró- un í landinu hafa auk þess birst víða og þykir Jón hafa náð að fanga at- burði og atvik sem oft og tíðum þykja hversdagleg, en verða þó merkilegar heimildir um fyrri tíma.. Fjölskylda Jón kvæntist 24.6. 1949, Emelíu Krist- björnsdóttur, f. 13.1. 1926, frá Birnu- stöðum á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Kristbjörn Hafliðason, f. 1888, d. 1968, bóndi á Birnustöðum og k.h., Valgerður Jónsdóttir f. 1892, d. 1957, húsfreyja. Börn Jóns og Emelíu eru Valgerð- ur, f. 8.5. 1950, textílkennari í Reykja- vík, sonur hennar og Jóhanns G. Jó- hannssonar er Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur f. 12.5. 1972, kvæntur Sigþrúði Gunnarsdóttur rit- stjóra og eru börn þeirra Valgerður, f. 28.9. 1993, nemi við MH, Silja, f. 10.3. 1998, og Steinunn, f. 13.9. 1999. Eiríkur Jónsson, f. 8.10. 1953, stuðlastjóri hjá Íslenskum getraun- um og hestaljósmyndari, maki Hulda Nóadóttir starfsmaður á Læknasetr- inu en börn þeirra eru Emelía Guð- rún efnafræðingur, f. 17.7. 1976, maki hennar er Auður Magnúsdóttir líf- efnafræðingur og eiga þær Önnu Eir Emelíudóttur, f. 2.3. 2006, og Maggý Nóu, Emelíudóttur, f. 13.2. 2009; Haukur Brynjar, f. 22.5. 1980, pípu- lagningamaður. Björn, f. 21.9. 1955, bóndi í Vor- sabæ II, maki Stefanía Sigurðar- dóttir bóndi en þeirra börn eru Margrét, f. 1.5. 1986 og er sonur hennar og Sæþórs Maríusar Sæ- þórssonar Birnir Snær, f. 6.1. 2009; Jón Emil, f. 3.4. 1991, nemi í FSU, og Sigurbjörg Bára, f. 12.5. 1985. Ingveldur, f. 30.10.1962, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ, maki Guðmundur Ásmunds- son skólastjóri en þeirra börn eru Birgir, f. 27.10. 1985, læknisfræði- nemi við HÍ; Berglind, f. 20.11. 1987; Davíð, f. 27.11. 1991, raf- virkjanemi við FSU; Hilmar, f. 23.8. 1999. Systkini Jóns: Ragna, f. 13.8. 1917, d. 3.12. 1998, maki Hermann Bæringsson, látinn; Sigursteinn, f. 14.5. 1919, d. 18.12. 1934; Axel, f. 11.2. 1923, d. 2.4. 2006, rafvélvirki, maki Guðbjörg Eyjólfsdóttir, nú látin; óskírður drengur, f. andvana 12.6. 1925; Helga, f. 17.10. 1928, bóndi í Vorsabæ; Friðsemd, f. 23.4. 1932, maki Þórkell Björgvinsson, nú látinn; Sigríður Þóra, f. 29.8. 1936, maki Ágúst Sigurðsson. Foreldrar Jóns voru Eiríkur Jóns- son, f. 1891, d. 1963, bóndi og odd- viti í Vorsabæ og k.h., Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 1894, d. 1966, hús- freyja. Ætt Eiríkur var sonur Jóns, b. í Vorsabæ Einarssonar, b. á Syðri-Brúnavöllum Eggertssonar. Móðir Eiríks var Helga Ragnhild- ur, systir Vigdísar í Miðdal, ömmu Guðmundar frá Miðdal, föður Errós, en Vigdís var einnig langamma Vig- dísar Finnbogadóttur. Helga Ragn- hildur var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ, bróður Margrétar, langömmu Sigríð- ar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Eiríkur var sonur Hafliða, hins auðga á Birnustöðum Þorkelssonar. Móð- ir Helgu Ragnhildar var Ingveldur, systir Ófeigs á Fjalli, afa Tryggva út- gerðarmanns, afa Trygga Pálsson- ar, fyrrv. bankastjóra. Ingveldur var dóttir Ófeigs, ríka á Fjalli og ættföður Fjallsættar Vigfússonar. Móðir Ing- veldar var Ingunn Eiríksdóttir, dbrm. og ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Kristrún var dóttir Þorsteins, smiðs á Sæbóli Teitssonar, á Ein- arsstöðum á Eyrarbakka Helga- sonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Hrauni í Ölfusi Þorgrímssonar, b. í Ranakoti Bergs- sonar, í Brattsholti og ættföður Berg- sættar Sturlaugssonar. Móðir Krist- rúnar var Sigríður Eyjólfsdóttir, b. í Grímslæk, Eyjólfssonar. minning Jón Eiríksson bóndi í VorSAbæ ii, SkEiðA- og gnúpVErjAhrEppi merkir Íslendingar Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi 1964, var eitt ár við nám í London School of Foreign Trade og stundaði síðan nám í tölvu- og kerfisfræði. Einar var kerfisfræðingur hjá IBM á árunum 1968-83, þar af þrjú ár í Noregi 1977-78, starfaði síðan við Útvegsbankann í tvö ár, var kerfis- fræðingur hjá Skrifstofuvélum hf. í Reykjavík 1983-84 og kerfisfræðingur hjá Frjálsri fjölmiðlun og DV 1984- 90. Einar gerðist kaupmaður og heildsali, ásamt konu sinni, árið 1990. Þau stofnuðu síðan kvenfata- verslunina Feminin Fashion, árið 2002, en hún er starfrækt í Bæjarlind í Kópavogi. Einar gekk í Frímúrararegluna 1976 og hafði öðlast 10. gráðu. Fjölskylda Einar kvæntist 25.9. 1971, Krist- ínu S. Kvaran, f. 5.1. 1946, d. 28.10. 2007, alþm., dagskrárgerðarmanni og kaupmanni. Foreldrar henn- ar voru Stefán Guðmundsson, 30.7. 1912, d. 27.8. 1975, innheimtumað- ur í Reykjavík, og k.h., Guðrún Bene- diktsdóttir, f. 21.3. 1909, d. 22.5. 1974, húsmóðir. Börn Einars og Kristínar eru Bert- ha Guðrún, f. 21.7. 1964, dóttir Krist- ínar frá fyrra hjónabandi en ættleidd af Einari, en maður hennar er Jón Ólafsson, f. 12.7. 1963 og eru börn þeirra Rakel, f. 23.1. 1990, Karen, f. 29.7. 1991, Aldís, f. 5.4. 1994, og Óð- inn, f. 28.9. 1995 ; Ragna Elíza, f. 29.1. 1974, gift Agli Erlendssyni, f. 12.4. 1971, og eru börn þeirra Eydís, f. 3.12. 1998, Einar, f. 24.6. 2004, og Ey- þór Gísli, f. 1.10. 2008; Thelma Krist- ín, f. 19.9. 1984, gift Ingvari B. Jóns- syni, f. 30.6. 1977, og er sonur þeirra Hafþór Valur, f. 15.11. 2008. Systkini Einars: Dr. Guðrún Kvar- an, f. 21.7. 1943, prófessor við HÍ, gift dr. Jakobi Ingvarssyni, f. 23.11. 1945; Elínborg Valdís Kvaran, f. 5.12. 1944, d. í ágúst 1945; Vilhjálmur B. Kvar- an, f. 18.6. 1946, búsettur í Garða- bæ, kvæntur Helgu Pálu Elíasdótt- ur, f. 24.5. 1948; Böðvar B. Kvaran, f. 27.11. 1949, húsgagnasmiður í Garðabæ, kvæntur Ástu Árnadóttur, f. 16.10. 1949; Hjörleifur B. Kvaran, f. 3.3. 1951, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur, kvæntur Önnu Kristínu Ólafs- dóttur, f. 26.3. 1966; Gísli B. Kvaran, f. 9.12. 1952, múrarameistari á Akra- nesi, kvæntur Önnu Alfreðsdóttur, f. 26.3. 1951. Foreldrar Einars voru Böðvar Kvaran, f. 17.3. 1919, d. 16.9. 2002, og k.h., Guðrún V. Kvaran, f. 15.3. 1921, d. 15.3. 2008, húsmóðir. Ætt Böðvar var sonur Einars E. Kvaran, aðalbókara Útvegsbankans, bróður Ragnars, föður Ævars Kvaran leikara, föður Gunnars sellóleikara. Einar var sonur Einars H. Kvaran, skálds og rit- höfundar, bróður Sigurðar, læknis og ritstjóra, afa Ásdísar Kvaran lögfræð- ings. Móðir Böðvars var Elínborg, systir Haraldar, útgerðarmanns á Akranesi. Elínborg var dóttir Böðvars, kaup- manns á Akranesi Þorvaldssonar, pr. á Stað Böðvarssonar, prófasts í Gufu- dal, bróður Þuríðar, langömmu Vig- dísar Finnbogadóttur. Systir Böðvars var Sigríður, móðir Kristínar, lang- ömmu Matthíasar Johannessen, skálds. Guðrún, móðir Einars, var dóttir Vil- hjálms, sjómanns í Reykjavík Þor- steinssonar. Móðir Guðrúnar var Ólafía Gísladóttir. minning Einar B. Kvaran kErfiSfræðingur og hEildSAli Fæddur. 20.10. 1921 - Dáinn. 28.5. 2010 Fæddur. 9.11. 1947 - Dáinn. 23.5. 2010 komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.