Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 14
14 föstudagur 4. júní 2010 fréttir Ábending þingmannanefndar Alþingis til setts saksóknara um athugun á málum Davíðs Oddssonar, Jónasar Fr. Jónssonar og tveggja annarra fyrrverandi embættismanna, er að mati ríkissaksóknara ígildi kæru. Embættið hefði einnig getað tekið málið upp að eigin frumkvæði á grundvelli skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis sem telur að Davíð, Jónas Fr., Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson hafi sýnt af sér vanrækslu í embættisstörfum sínum fyrir bankahrun. KÆRÐIR Í KJÖLFAR EMBÆTTISMISSIS Þingmannanefnd, sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis og viðbrögð við henni, sendi á dögunum ábendingu til embættis ríkissaksóknara um þá embættismenn sem í skýrslunni eru taldir hafa sýnt af sér van- rækslu. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, segir að þetta hafi verið gert á grundvelli samhljóða ákvörðunar allra nefndarmanna. Málið snertir fyrrverandi seðlabankastjóra, þá Davíð Odds- son, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson, og auk þess Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru þeir taldir hafa sýnt vanrækslu í emb- ættisstörfum sínum. „Við vekjum athygli ríkissak- sóknara á umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um embættismennina en það er vit- anlega hann sem tekur afstöðu til þess hvað gert er með ábendingar okkar,“ segir Atli. Valtýr Sigurðsson ríkissak- sóknari taldi sig vanhæfan varð- andi mál sem snerta bankahrunið og vék sæti. Valtýr segir að venju- lega byggist rannsókn og málatil- búnaður á kærum og líta megi á ábendingu þingmannanefndar- innar til embættisins sem ígildi kæru. Þess má geta að Björn L. Bergs- son, settur saksóknari varðandi bankahrunið, gat tekið málið upp að eigin frumkvæði og án þess að þingmannanefndin hefði nokkuð um það að segja. Hafa má í huga að þingmanna- nefndin fjallar áfram um mál nokkurra ráðherra og telur sig ekki endilega bundna af þeim nöfnum þeirra manna sem rann- sóknarnefndin taldi hafa sýnt vanrækslu í störfum sínum. Vanrækslusyndum mótmælt Áður en skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis kom út hafði notkun nefndarinnar á hugtakinu „van- ræksla“ verið andmælt. Það á með- al annars við um lögfræðing Jónas- ar Fr. Jónssonar. Í andmælaskjali hans er löggjafinn og rannsókn- arnefndin talin túlka orðið „van- ræksla“ á nýjan og rýmri hátt en venja er. „Umbjóðandi minn telur það stangast verulega á við grund- vallarreglur um afturvirkni laga og almennt réttaröryggi ef löggjaf- inn gæti breytt skilgreiningum á þessum hugtökum með afturvirk- um hætti.“ Telur lögfræðingurinn að skilgreiningar laga um rann- sóknarnefndina á orðunum „mis- tök“ og „vanræksla“ skorti laga- stoð og verði ekki beitt um atburði sem urðu áður en lögin tóku gildi. „Önnur nálgun brýtur gegn grund- vallarsjónarmiðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasátt- mála.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar er sérstaklega fjallað um hug- tökin mistök og vanrækslu. Tekið er fram að nefndin lúti þeirri laga- skyldu að taka afstöðu til þess hvort einstakir menn verði taldir ábyrg- ir fyrir mistökum eða vanrækslu „þar sem fyrirliggjandi upplýsing- ar hafi ekki verið metnar með rétt- um hætti, ákvarðanir teknar á ófull- nægjandi forsendum eða þar sem látið hafi verið hjá líða að bregðast við upplýsingum um yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt. Nefndin verður, hvað sem framangreindum óvissuþáttum líður, að taka afstöðu til þess hvernig stjórnvöld höguðu viðbúnaði sínum í ljósi fyrirliggj- andi upplýsinga og aðstæðna á hverjum tíma.“ Lint eftirlit? Rannsóknarnefnd Alþingis tel- ur að stjórn Seðlabanka Íslands og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft- irlitsins hafi sýnt vanrækslu í starfi samkvæmt lögunum um rannsókn- arnefndina frá árinu 2008. Til álita koma einnig möguleg brot gegn lögum um Seðlabanka Íslands og brot gegn stjórnsýslulögum. Í tilviki forstjóra FME er talið mögulegt að hann hafi brotið lög frá 1998 um eft- irlit með fjármálastarfsemi. Niðurstaða rannsóknarnefnd- ar Alþingis um Jónas Fr. fyrrver- andi forstjóra FME er nokkuð af- dráttarlaus. Eftirlit með stórfelldum áhættuskuldbindingum bankanna hafi verið mætt með fortölum, bréfaskriftum og linkind þegar efni voru til að fylgja málum fast eftir og beita þá hörðu. „Þetta hefur haft í för með sér að eftirlitsskyldir að- ilar hafa í sumum tilvikum komist upp með það í framkvæmd að stór- ar áhættuskuldbindingar hafa ver- ið færðar í bækur þeirra í andstöðu við lög að mati Fjármálaeftirlitsins, ýmist til lengri eða skemmri tíma [...] Sýndi Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, þannig af sér athafnaleysi gagnvart því verkefni að koma nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinn- ar. Verður þetta athafnaleysi hans talið honum til vanrækslu [...] Með því verklagi sem viðhaft var í starf- semi Fjármálaeftirlitsins gagnvart fjármálafyrirtækjunum og lýst er hér að framan, skorti nauðsynlegan slagkraft í störf stofnunarinnar við að halda fjármálafyrirtækjunum að lögum á markvissan og fyrirsjáan- legan hátt...,“ eins og segir í skýrsl- unni. Um þetta eru svo tekin dæmi meðal annars af því hvort skuld- bindingar Actavis hefði átt að telja til áhættuskuldbindinga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Seðlabankastjórarnir Rannsóknarnefnd Alþingis fer ít- arlega yfir athafnir og athafnaleysi fyrrverandi bankastjórnar Seðla- banka Íslands. Þau tengjast einkum viðbrögðum Seðlabankans við al- varlegri stöðu Landsbankans sem upp var komin síðustu vikurnar og mánuðina fyrir fall hans. „Rann- sóknarnefnd Alþingis telur að í ljósi þeirra upplýsinga sem samkvæmt framangreindu voru komnar fram innan Seðlabanka Íslands í ágúst 2008 um alvarlega stöðu Lands- banka Íslands hf. og um afstöðu breska fjármálaeftirlitsins í málefn- um bankans hafi verið nauðsynlegt að gerðar yrðu viðhlítandi ráðstaf- anir af hálfu bankastjórnar Seðla- bankans til að ganga úr skugga um hver væri í reynd staða Landsbank- ans á þeim tíma með tilliti til áhrifa hennar á fjármálastöðugleika í land- inu. Það er niðurstaða rannsókn- arnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregð- ast við yfirvofandi hættu á viðeig- andi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu,“ segir í skýrslunni. Stjórn Seðlabankans sinnti að mati nefndarinnar ekki rannsókn- arskyldum sínum varðandi stöðu Glitnis áður en bankinn var yfirtek- inn af ríkinu. Þá var bankakstjórn- inni skylt að tilkynna ráðamönnum Glitnis að Seðlabankinn ætlaði ekki að verða við erindi bankans um um- beðna aðstoð. Andmæli Davíðs Snemma á þessu ári sendi rann- sóknarnefndin Davíð Oddssyni spurningar og gaf honum, líkt og öðrum embættismönnum og ráðherrum, kost á að andmæla. Davíð svaraði á nærri 50 blaðsíð- um. Hann gaf lítið fyrir málatil- búnað rannsóknarnefndarinnar og taldi að allmörg „athugunar- efni“ nefndarinnar væru byggð á að hægt væri að teygja verkefni Seðlabankans um fjármálastöðug- leika langt út yfir lögbundið hlut- verk hans. Í lok greinargerðar sinnar seg- ir Davíð: „Þegar þetta tvennt er skoðað saman, að ekkert „athug- unarefnanna“ er tilkomið vegna brota á hinum tilgreindu lögum, sem Alþingi hefur falið nefndinni að huga sérstaklega að og hitt sem nefndin gefur sér sem forsendu, að þau skuli „öðru fremur“ hafa haft þýðingu fyrir fall bankanna, getur niðurstaðan aðeins orðið ein. Eina málefnalega og sann- gjarna niðurstaðan sem hægt er að komast að er að bankastjórnin þáverandi hafi hvergi gerst sek um mistök eða vanrækslu sem hægt er að fella undir þessi skilyrði. Reyn- ir nú aðeins á manndóm nefnd- armanna og að þeir séu ráðnir í að láta ekki annað en málefnaleg sjónarmið hafa áhrif á orð sín og gerðir.“ JóhAnn hAukSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Verður þetta at-hafnaleysi hans talið honum til van- rækslu... Ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins. Þeirri spurningu er ósvarað hvort hann stígi til hliðar meðan mál hans er til meðferðar hjá ríkissaksóknara. undanlátssemi við bankana? Rannsóknarnefndinni þótti slagkrafturinn lítill í eftirliti Jónasar Fr. Jónssonar og FME með bönkunum. Ábending Atli Gíslason og aðrir þingmenn í nefndinni voru sammála um að senda ábendingu til ríkissak- sóknara um meintar vanrækslusyndir fjórmenninganna. Ígildi kæru Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari telur að ábending þingmannanefndarinnar sé ígildi kæru. hæstiréttur Mál Davíðs Oddssonar gæti endað fyrir Hæstarétti þar sem einn vinur hans og annar frændi eru dómarar. MynD kARL PEtERSSOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.