Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Page 32
32 föstudagur 4. júní 2010 nærmynd Björgólfur Thor Björgólfsson fjár- festir stendur á tímamótum í kjölfar íslenska efnahagshrunsins. Íslenska efnahagsundrið sem hann átti þátt í að hefja með kaupunum á Lands- banka Íslands árið 2002 tók snögg- an enda með hruninu og með því gerbreyttust skoðanir almennings á honum. Björgólfur fór frá því að vera hampað sem viðskiptasnillingi yfir í að vera úthrópaður ásamt hinum auðmönnunum sem kennt hefur ver- ið um að hafa komið Íslandi á hlið- ina. Síðustu mánuðina hefur hann staðið í skuldauppgjöri við lánar- drottna sína sem væntanlega mun skera úr um hvernig framtíð hans í viðskiptalífinu verður háttað. Skuldauppgjör Björgólfs snýst fyrst og fremst um framtíðareignarhald á samheitalyfjafyrirtækinu Actavis sem og um aðrar minni eignir. Eftir að þessu skuldauppgjöri hans lýkur mun fyrst verða hægt að meta stöðu hans í kjölfar hrunsins. Björgólfur dvelur að mestu í London þar sem hann er búsettur og vinnur í sínum málum og nánast ekkert hefur spurst til hans en þó er vitað að hann heldur enn úti einka- bílstjóra hér á landi sem sinnir auk þess ýmsu snatti fyrir hann: „Það er eins og jörðin hafi gleypt hann,“ seg- ir kunningi og fyrrverandi samstarfs- maður Björgólfs Thors en fjárfest- irinn á ennþá umtalsverðar eignir á Íslandi, svo sem eins og stóran hlut í Actavis og tölvuleikjaframleiðand- um CCP, símafyrirtækið Nova og hlut í gagnaveri Verne Holding sem verið er að reisa í Reykjanesbæ. Björgólfur setti reyndar gott for- dæmi með því að senda frá sér afsök- unarbréf til íslensku þjóðarinnar fyrir nokkru sem og bréf um skuldastöðu sína. Enginn annar íslenskur auð- maður hefur verið eins hreinskilinn að þessu leytinu til. Aldarspegill Út úr persónusögu Björgólfs á síðast- liðnum tíu árum má lesa vissan ald- arspegil um ris og fall íslensks efna- hagslífs og um leið samfélagsins. Björgólfur fór til Rússlands og auðg- aðist á bjórverksmiðju en kom svo heim til Íslands og keypti elsta banka landsins, Landsbankann, sem hann stýrði svo í þrot ásamt föður sínum á einungis nokkrum árum. Björgólfur var táknmynd útrásarinnar og þess góðæris sem því fylgdi. Einkavæðingarferli Landsbank- ans hófst með bréfi sem Björgólfur Thor sendi til einkavæðingarnefndar sumarið 2002 og íslenska efnahags- kerfið hrundi eftir að umræður sem hann tók þátt í við ráðherra í ríkis- stjórn Íslands sigldu í strand en líta má á viðræðurnar sem dauðateygj- ur íslenska efnahagskerfisins fyrir hrun. Á milli þessara tveggja atburða, þegar Björgólfur sendi bréfið og við- ræðna Landsbankans, Kaupþings og ráðherranna í ríkisstjórninni, áttu sér stað þeir atburðir sem gert er upp við í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Ljóst er að þáttur Björgólfs Thors í þessari sögu er allnokkur. Frá því skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis kom út hefur hins vegar verið minna rætt um ábyrgð þeirra Björgólfsfeðga á hruninu en stjórn- enda og eigenda hinna tveggja stóru bankanna. Mörgum finnst miður að þrátt fyrir að þeir Björgólfsfeðgar beri á endanum ábyrgð á líklega stærsta klúðrinu í íslenska efnahagshruninu, Icesave-reikningunum, sé minna um þá fjallað en aðra lykilmenn í ís- lensku viðskiptalífi: „Þeir eru nátt- úrulega með stærsta bömmerinn á bakinu sem er Icesave,“ segir einn viðmælenda DV. Ekki er hins veg- ar vitað til þess að eftirlitsaðilar eða ákæruvaldið skoði málefni tengd Ic- esave á þessu stigi. Upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, Páll Benediktsson, sagði hins vegar í viðtali við DV að nú þegar hefði skilanefndin sent nokkur mál tengd Landsbankanum til rann- sóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og sum þeirra hefðu ratað áfram í hendur sér- staks saksóknara. Ekki er hins veg- ar vitað hvaða mál um ræðir, ef und- an er skilið Imon-málið svokallaða, og hvort eða hvernig Björgólfur Thor tengist þeim málum sem send hafa verið áfram. Björgólfur Thor segir í svari við fyrirspurn DV um þetta atriði að hann viti ekki hvaða mál þetta séu. „Nákvæm“ skoðun á Björgólfi Thor Ýmsar ástæður eru fyrir því að minna hefur verið rætt um þátt þeirra feðga en annarra. Meðal annars má þar nefna að skilanefnd Landsbank- ans hefur ekki notað gögn úr endur- skoðendarannsóknum á bankanum í dómsmálum líkt og í tilfelli tveggja stefna sem Glitnir hefur sent frá sér gegn eigendum og stjórnendum bankans. Björgólfsfeðgar eru held- ur ekki til rannsóknar hjá ákæru- valdi svo vitað sé, líkt og stjórnendur Kaupþings. Minna er auk þess vitað um aðkomu þeirra feðga að stjórn Landsbankans en til dæmis um að- komu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að Glitni. Upplýsingarnar sem fram koma í skýrslu alþjóðlega rannsókn- arfyrirtækisins Kroll benda ótvírætt til að Jón Ásgeir hafi verið skugga- stjórnandi í Glitni á árunum 2007 og 2008 og í reynd stýrt bankanum í gegnum forstjóra hans, Lárus Weld- ing. Jón Ásgeir var, þrátt fyrir þetta, ekki skilgreindur sem tengdur aðili hjá Glitni þrátt fyrir að vera aðaleig- andi bankans. Sömu sögu er að segja um Björgólf Thor sem ekki sat í stjórn bankans, líkt og faðir hans sem var með skrifstofu í höfuðstöðvum bank- ans í Austurstræti, og var ekki starfs- maður bankans. Björgólfur Thor var hins vegar skilgreindur sem tengdur aðili hjá Straumi þar sem hann var stjórnarformaður. Skilanefnd Landsbankans er hins vegar með slíka skýrslu um starfsemi Landsbankans í vinnslu og er það endurskoðendafyrirtækið Deloitte í London sem vinnur hana. Skýrslan mun ná til nokkurra mánaða tíma- bils fyrir íslenska efnahagshrunið og mun meðal annars verða reynt að svara þeirri spurningu með hvaða hætti eigendur bankans, meðal ann- ars Björgólfur Thor, komu að starf- semi Landsbankans, lánveitingum út úr honum til félaga sem hann átti og öðru slíku. Heimildir DV herma að meðal annars sé um að ræða „ná- kvæma skoðun á málefnum Björgólfs Thors“ hjá Landsbankanum. Uppgjöri Björgólfs er því hvergi nærri lokið í neinum skilningi þess orðs þó að málefni hans hafi ekki far- ið hátt í umræðunni upp á síðkast- ið. Kannski er þessi þögn því lognið á undan storminum sem koma skal. Fordæmdur í skýrslunni Björgólfur Thor er fordæmdur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is ásamt föður hans, Björgólfi Guð- mundssyni, vegna þess hvernig þeir stýrðu Landsbankanum á meðan þeir áttu hann og hvernig þeir létu bankann lána sér og sínum miklu meira en þeir máttu lögum sam- kvæmt. Í niðurstöðukafla skýrslunn- ar kemur fram að við fall Landsbank- ans hafi Björgólfur Thor Björgólfsson og tengd félög verið stærstu skuldarar bankans og Björgólfur faðir hans ver- ið sá þriðji stærsti en samtals námu skuldbindingar þeirra við bankann meira en 200 milljörðum króna. Þetta var meira en nam öllu eigin fé Lands- bankasamstæðunnar. Eins er Björgólfur Thor gagn- rýndur harkalega í skýrslunni vegna aðkomu hans að þeim björgunar- aðgerðum sem fóru í gang hjá hinu opinbera og helstu framámönnum íslensks viðskiptalífs eftir að fyrir lá að Glitnir væri fallinn í lok septemb- er 2008. Í skýrslunni er til dæmis vitnað í skýrslutöku af Árna Mathiesen, fyrr- verandi fjármálaráðherra, þar sem hann ræðir um samskipti ríkisstjórn- arinnar við eigendur og stjórnend- ur bankanna í aðdraganda hruns- ins haustið 2008. Upp höfðu komið hugmyndir um að Landsbankinn og Kaupþing tækju Glitni yfir til að reyna að bjarga íslenska fjármálakerfinu. Árni fór ekki fögrum orðum um Björgólf í skýrslunni þar sem ver- ið var að ræða um aðkomu hans að þessum sameiningartilraunum sem meðal annars fóru fram í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. „Og verstur var Björgólfur [Thor Björ- gólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu: Það er ekkert að marka það sem þessi maður seg- ir. Þeir voru að reyna að finna leið til að sameina Kaupþing og Landsbank- ann til þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur sagði bara: Við reddum þessu og við reddum þessu,“ sagði Árni en af þessum orðum ráðherrans fyrrverandi má draga þá ályktun að Björgólfur hafi ekki verið heiðarlegur þessa örlagaríku daga. DV hafði samband við Árna Mathiesen til að fá hann til að fjalla nánar um þessi samskipti sín við Björgólf Thor en hann vildi ekki fara nánar út í þau. Lygarnar staðfestar Lygar Björgólfs í aðdraganda banka- hrunsins eru staðfestar af öðrum sem tóku þátt í viðræðunum í aðdraganda bankahrunsins þann 4. og 5. október 2008, meðal annars Hreiðari Má Sig- urðssyni, forstjóra Kaupþings á Ís- landi, og Sigurði Einarssyni, stjórnar- formanni bankans. Um lygar Björgólfs segir Hreiðar í skýrslunni, og vísar til þess að Björ- gólfur Thor laug því að þeim Kaup- þingsmönnum að búið væri að ganga frá því við ríkisstjórnina að Lands- bankinn og Kaupþing tækju hönd- um saman við að reyna að bjarga íslenska fjármálakerfinu: „[...] það var logið að okkur. Og við hringjum í hann [Björgólf Thor Björgólfsson] fyrir fundinn á sunnudeginum, hvort það sé búið að leysa þessi mál, aug- ljóslega því vorum að keyra þessa UPPGJÖR BJÖRGÓLFS Ma.kr. Jan. 2007 Okt. 2008 BreyTiNg BreyTiNg í % Landsbankinn 58,2 141,5 83,3 143% Kaupþing 0,0 0,0 0,0 0 Glitnir 0,0 0,0 0,0 0 Straumur 15,2 28,9 13,8 91% Spron 0,0 0,0 0,0 0 Sparisjóðabankinn 0,0 0,0 0,0 0 Samtals í milljörðum 73,4 170,4 97,0 132% áhættuskuldbindingar Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar í íslenska fjármálakerfinu. Björgólfur Thor Björgólfsson á í allsherjaruppgjöri í lífi sínu þess dagana. Hann hef- ur beðið mikinn álitshnekki eftir hrunið og stendur í skuldauppgjöri við lánardrottna sína. Endurskoðendaskýrsla Deloitte mun væntanlega svara því hver aðkoma Björgólfs var að lánveitingum frá Landsbankanum til hans og félaga hans en sjálfur segist hann ekki hafa verið skuggastjórnandi í bankanum. Ýmislegt bendir þó til að hann hafi stýrt bankastjórum Landsbankans. hugmynd að bjarga bæði Lands- bankanum  og okkur, og hann stað- festi það við Sigurð og ég hlusta á það símtal: Það er í lagi, við erum búnir að redda þessu,“ sagði Hreiðar Már í skýrslunni og vitnaði þar til samtals við Björgólf sem átti sér stað laugar- daginn 4. október. Sigurður staðfesti við skýrslutök- ur að símtalið við Björgólf hefði átt sér stað og að Björgólfur hefði sann- fært þá um að búið væri að finna lausn sem bjargað gæti báðum bönkunum. „Svo náði ég nú í  Björgólf Thor, sem greinilega – þótt hann þykist ekki með markaskrána að gera var nú greini- lega allt í öllu – og hann sannfærir mig um það að Landsbankinn sé bú- inn að leysa úr sínum verstu málum. Og ég verð náttúrulega mjög glaður við og við förum um morguninn og hittum ráðherrana og allan þennan flokk þarna í  Ráðherrabústaðnum,“ sagði Sigurður en í lok tilvitnunarinn- ar er hann að vísa til fundar sem þeir áttu með ríkisstjórninni þar sem rætt var um hvernig hægt væri að bjarga Landsbankanum og Kaupþingi frá sömu örlögum og Glitnir hlaut. Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson]. Þeir eru náttúr-lega með stærsta bömmerinn á bakinu sem er Icesave. Lygar Björgólfs Í aðdraganda hrunsins gerðist Björgólfur Thor sekur um lygar í viðræð- um um hvort og hvernig væri hægt að bjarga Landsbankanum og Kaupþingi. Þetta kom bæði fram í máli Árna Mathiesen og Kaupþingsmannanna Sigurðar og Hreiðars Más við skýrslutökur hjá rannsóknarnefndinni. iNgi F. viLhJáLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.