Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 53
8 4. júní 2010 föstudagur 53 Abedi Pele Gana Atvinnumannaferill: 1986-2000. Spilaði með: Chamois Niort FC, Marseille, Lille, Lyon, Torino, 180 Munchen. n Abidi Pele var á sínum tíma kosinn knattspyrnumaður Afríku í þrígang og var á lista Pele yfir 125 bestu leikmenn sögunnar sem opinberaður var árið 2004. Pele var gífurlega öflugur leikmaður og fyrirliði. Hann lék mestmegnis í Frakklandi, þar á meðal með Marseille en hann var mikilvægur hlekkur í Marseille-liðinu sem vann Meistara- deildina árið 1993. Gana var þó ekki með jafnöflugt landslið og við þekkjum í dag og tókst honum því aldrei að leika á HM, ekki frekar en annar Ganamaður á hans tíma, Tony Yeboah. 7 6 543 2 1 iAn Rush Wales Atvinnumannaferill: 1978-2000. Spilaði með: Chester, Liverpool, Juventus, Leeds, Newcastle, Wrexham, Sidney Olympic. n Eins gott og gaman það er fyrir unga fótboltadrengi að fæðast á Bret- landseyjum er það alltaf lotterí hvaða þjóðerni þú berð. Sértu Walesverji eða Norður-Íri ferðu líklega aldrei á HM, sama hversu góður þú ert. Ian Rush er einn af þeim óheppnu. Hann var fæddur markvarðarhrellir eins og sannaðist best á árum hans hjá Liverpool. Fyrst skoraði hann 139 mörk í 224 leikjum með Liverpool frá 1980-87 og svo önnur 90 í 245 leikjum 1988-1996 með stuttu stoppi hjá Juventus á milli. Hann eins og aðrir góðir Walesverjar lék þó aldrei á HM. Til að hugga sig getur hann þó líklega vel við unað fimm enska meistaratitla og sigur í Evrópukeppni Meistaraliða. eRic cAntonA Frakkland Atvinnumannaferill: 1983-1997. Spilaði með: Auxerre, Marseille, Bordeaux, Montpellier, Nimes, Leeds, Manchester United. n Þrátt fyrir að hafa verið potturinn og pannan í sterku liði Manchester United á tíunda áratugnum lék Eric Cantona aldrei á HM. Hann fékk sína fyrstu landsleiki seint á níunda áratugnum en fór í fýlu við franska knattspyrnusambandið rétt fyrir HM 1990 og missti af þeirri keppni. Hann var kominn aftur í franska landsliðið í undankeppninni fyrir HM í Bandaríkj- unum árið 1994 en Frakklandi mistókst að komast inn á mótið. Cantona hætti svo skyndilega í knattspyrnu árið 1997, ári fyrir HM í Frakklandi árið 1998. Cantona var valinn besti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tíunda áratugnum. RyAn GiGGs Wales Atvinnumannaferill: 1987-?. Spilar með: Manchester United. n Ein flottasta fyrirmynd ungra knattspyrnumanna í mörg ár hlýtur að vera Ryan Giggs. Langleikjahæsti leikmaður Manchester United, leikmaður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina ellefu sinnum og Meist- aradeildina tvisvar. Hann hefur verið lykilmaður hjá Manchester United í tæplega tuttugu ár en alltaf þegar kemur að stórkeppnum er hann í fríi. Hann er nefnilega Walesverji. Faðir hans er reyndar Englendingur en Giggs ólst upp með móður sinni og ákvað að hengja sig á velsku grein ættartrésins. Englendingar vilja meina að með hann í liðinu hefði liðið klárlega unnið stórkeppni síðustu 16 árin en það varð og verður aldrei. GeoRGe WeAh líbería Atvinnumannaferill: 1985-2003. Spilaði með: AS Monaco, PSG, AC Milan, Chelsea, Man. City, Marseille, Al-Jazire. (Sex önnur lið í Afríku á fyrstu árum ferilsins.) n Það er ótrúlegt að hugsa til þess að einn besti knattspyrnumaður sögunnar komi frá Líberíu. Land sem ekki er þekktast fyrir glæstan ár- angur á knattspyrnuvellinum. Weah var aldrei nálægt því að leika á HM þrátt fyrir ótrúlegan feril. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 1995 og sama ár fékk hann gullboltann fyrir frábært tímabil sitt með AC Milan á Ítalíu. Almennt er talið að á HM 1994 vantaði einfaldlega einn albesta leikmann heims á mótið. beRnd schusteR Þýskaland Atvinnumannaferill: 1978-1997. Spilaði með: FC Köln, FC Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid, Bayer Leverkusen, Pumas. n Schuster var valinn næstbesti leikmaður Evrópukeppninnar árð 1980 þegar Þjóðverjar tryggðu sér titilinn. Hann hætti þó á dramatískan hátt að leika með landsliðinu aðeins 24 ára gamall eftir að hafa margoft sinnast við þýska knattspyrnusambandið. Hann ákvað eitt sinn að fara heim að sjá son sinn fæðast í stað þess að spila landsleik en það varð að þvílíkum skandal sem var á forsíðum allra blaða. Með þeirri ákvörðun brenndi hann allar brýr að baki sér og átti aldrei afturkvæmt í þýska landsliðið sem átti eftir að vinna HM og EM áður en ferli Schuster lauk. GeoRGe best norður-írland Atvinnumannaferill: 1963-1981. Spilaði með: Manchester United, Stockport, Cork, Fulham, Los Angeles Galaxy, Fort Lauderdale Strikers, Hibernian, San Jose Earthquakes. n Fyrsta alvöru rokkstjarna knattspyrnunnar var George Best. Ekta barn Bítlahreyfing- arnnar sem elskaði að djamma og mælti þau frægu orð: „Ég eyddi mestum peningum mínum í vín, sportbíla og konur, öðru eyddi ég bara í vitleysu.“ Best var þó hæfileikaríkasti leikmaður sinnar kynslóðar og gat gert hluti með boltann sem fékk fullorðna karlmenn til þess að gráta. En að vera fæddur í Norður-Írlandi er fótboltabölvun. Best lék aldrei á HM þrátt fyrir að hafa verið nokkuð nálægt því að koma landi sínu einn síns liðs inn á keppnina á Ítalíu árið 1968. AlfRedo di stefAno arGentína/kólumbía/spánn Atvinnumannaferill: 1943-1966. Spilaði með: River Plate, Millonarios, Real Madrid, Espanyol. n Pele hefur ávallt sagt að Di Stefano hafi verið betri en Maradona. Hvort sem það sé satt hlýtur - miðað við þau orð - að vera skrýtið að hann hafi aldrei leikið á HM. Ástæður þessa magnaða leikmanns sem var einn sá allra besti á sínum tíma eru þó töluvert flóknari en hinna sem taldir hafa verið hér upp. Di Stefano er fæddur Argentínumaður og hefði maður nú haldið að það eitt ætti að tryggja mönnum leik eða leiki á HM. Fyrsta keppnin sem hann hefði getað tekið þátt í var HM í Braslíu 1950 en það ár tók Argentína ekki þátt. Eftir það varð hann kólumbískur ríkisborgari og komst ekki á HM 1954. Árið 1956 varð hann spænskur ríkisborgari en Spáni mistókst að tryggja sér farseðilinn til Svíþjóðar árið 1958. Di Stefano var svo potturinn og pannan í spænska liðinu sem komst á HM 1962 en hann meiddist rétt fyrir mótið, spilaði ekki leik á því og átti aldrei möguleika á því að komast á HM aftur. sumir ÞurFa að hoRfA Að spila á HM er draumur allra knattspyrnumanna. Margir frábærir leikmenn hafa þó aldrei fengið tækifæri til þess að leika á þessum stærsta íþróttaviðburði heims aðeins vegna þess hvar þeir fæddust. DV telur hér upp þá átta bestu sem aldrei léku fyrir þjóð sína á HM. á hm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.