Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 62
Myndbandið um Ísland á ins- piredbyiceland.com hefur farið eins og eldur í sinu um verald- arvefinn. Á síðunni sjálfri má sjá frásagnir erlendra gesta sem hafa komið hingað til lands en einn þeirra er danska kvik- myndastjarnan Viggo Mortensen sem lék meðal annars í mynd- unum um Hringadróttinssögu. Viggo sparar ekkert til í einlægu myndbandi þar sem hann lofar Ísland í hástert. „Mest keyrði ég um allt og gekk í alls konar veðri. Ég finn fyrir sterkri tengingu við Ísland, ekki bara vegna þess hversu fallegt það er. Mér leið vel á Íslandi og leið eins og ég hefði komið þangað áður. Það var ekki einn staður á öllu landinu sem mér leið ekki vel á,“ segir Viggo meðal annars. bomba með byssuleyfi Bátaáhugamaður frá Flateyri, Úlfar Önundarson, hefur smíðað skemmti- ferðaskipið Titanic í hlutföllunum 1:100 en hvert einasta smáatriði er á skipinu sem er smíðað eftir alvöru teikningum skipsins. „Þetta er bara skipið sem sást í bíómyndinni,“ seg- ir Úlfar léttur. Líkanið er rétt tæpir 270 cm að lengd en Úlfar byrjaði að smíða það í nóvember 2008 og lauk því fyrir um mánuði. Úlfar vann hörðum höndum að því að búa til mold fyrir Flateyringa þegar DV sló á þráðinn vestur. Hann var eðlilega krafinn um útskýringar á þessu þrekvirki. „Þetta byrjaði á því að Jón Samberg vinur minn hér las grein um Finna sem ætlaði að smíða skipið í fullri stærð og reka sem hótel. Hann sagði þá að ég ætti bara að vera á und- an.“ Úlfar fór þá að safna efniviði en skipið er að mestu gert úr timbri og kopar. „Eftir að ég fékk teikningarnar hófst ég handa og það gekk rosalega vel. Þetta var smíðað nokkuð samfleytt allan tímann. Einu vandræðin var að fá fólkið um borð í réttum hlutföllum en það tókst,“ segir Úlfar en skipið verður sett á flot í Lóninu á Flateyri á sunnu- daginn ásamt fleiri bátum sem hann og félagar hans hafa smíðað. Aðspurður hvort annað verk sé í bí- gerð svarar Úlfar: „Ég er að smíða Hval 9 núna í hlutföllunum 1:42. Ég er síð- an að spá síðan í að smíða tvö fræg- ustu orustuskip sögunnar, Bizmarck og Hood, ef ég fæ einhvern með mér. Það er samt tveggja ára plan.“ tomas@dv.is Viggo lof- ar Ísland Kræfur bátaáhugamaður á flateyri: AlexAndrA HelgA: PopUp-markaðirnir hafa verið að slá í gegn en markaðurinn breyt- ist í útimarkað á laugardaginn. Þá ætla íslenskir hönnuðir að sýna og selja sumarlegar vörur og þannig skapa pláss fyrir nýjar og spennandi línur. Á meðal hönn- uða sem taka þátt að þessu sinni eru Ása Ninna sem hannar undir merkinu Pardus, Inga Björk með merkið IBA, Þórey Björk með Eight of Hearts, Aaron sem hann- ar undir merkinu A.C. Bullion og Silja Hrund sem hannar undir merkinu sínu She. Markaður- inn verður haldinn í portinu hjá Hemma og Valda. Íslenskir hönnuðir með úti- markað 62 föstudagur 4. júní 2010 fólkið s Íðaði titanic Átján mánaða vinna Úlfar Önundar- son byrjaði að smíða Titanic í nóvember 2008. mynd PÁll Önundarson alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland árið 2008, er komin með byssu- leyfi. alexandra helga segist alltaf hafa haft áhuga á byssum og veiðum og stefnir í veiðitúr með pabba sínum um leið og hún hefur lokið veiðileyfinu. „Ég hef haft áhuga á skotveiði frá því ég var lítil stelpa en pabbi minn hefur alltaf verið mik- ill veiðimaður,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir sem var kjör- in fegurðardrottning Íslands árið 2008. Alexandra Helga hefur náð sér í byssuleyfi og stefnir á að taka veiðileyfið í sumar svo hún geti farið með pabba sínum á veiðar. „Þangað til ætla ég bara að leika mér uppi á skotveiðisvæðinu. Þeg- ar ég verð komin með veiðileyf- ið fer ég svo á veiðar með pabba,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki stefna á byssukaup á næstunni. Pabbi hennar eigi nóg af byssum svo hún fái bara lánað hjá honum. Hún segist enn fremur borða bráð- ina svo það sé aldrei að vita nema það verði hún sem veiði gæs og rjúpu í jólamatinn í ár. Alexandra segist ekki hingað til hafa farið á veiðar með pabba sínum en að hann veiði allar leyfi- legar tegundir og hafi einnig veitt bæði á Grænlandi og í Afríku. „Ég hef ekki farið í veiðitúr ennþá því ég hef ekki verið með leyfi en ég hef alveg skotið úr byssu,“ segir hún og bætir aðspurð við að högg- ið sem fylgi sé alveg þolanlegt. Hún viðurkennir að vinkonurn- ar og vinahópurinn hafi átt erfitt með að trúa þessu uppátæki henn- ar. „Það eru allir voða hissa á þessu og finnst ég ekki alveg týpíska stelpan í þetta. En ég held að ég sé það einmitt. Allavega hef ég alltaf haft áhugann,“ segir hún og jánkar því að hún sé líklega eina íslenska fegurðardrottningin sem hafi leyfi til að skjóta úr byssu. „Ég giska á að ég sé sú eina. Allavega hef ég ekki heyrt af neinni annarri,“ segir hún brosandi. indiana@dv.is Það eru allir voða hissa á þessu og finnst ég ekki alveg týpíska stelpan í þetta. En ég held að ég sé það einmitt. Glæsileg Alexandra Helga er mjög líklega fallegasti Íslend- ingurinn með byssuleyfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.