Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 helGARblAð
Hún vill ekki koma fram undir nafni
eða mynd af því að hún verður að
passa upp á mannorðið eins og hún
orðar það. „Auðvitað er ég hrædd
um mannorðið ef fólk fréttir að við
fáum aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd.
Það sýnir bara að við erum ekki með
í þessu samfélagi. Við erum bara
fyrirstaða, við gögnumst ekkert.“
Vilja vinna
Við köllum hana Klöru. Hún er
dökkhærð með hárið tekið aftur í
tagl. Hún er klædd í gráar íþrótta-
buxur, brúna peysu með v-hálsmáli
og strigaskó. Hún brosir en bros-
ið nær ekki til augnanna. Hún er
þreytuleg. Og full af skömm. „At-
vinnan er allt. Ég er í 50% starfi við
ummönnun í vaktavinnu. Ég fæ ekki
meiri vinnu. Maðurinn minn er at-
vinnulaus og hann fær ekki fullar
bætur.
Hann vann sjálfstætt og svo var
bíllinn tekinn af honum, atvinnu-
tækið. Svo var hann með erlent lán
og verkefnum fækkaði. Það var ekki
tekið neitt tillit til þess. Samt vann
hann, fyrirgefðu orðbragðið, af sér
rassgatið, hann vann svo mikið. En
veistu það hefur varla borgað sig
að vera verktaki. Við stóðum eftir í
mínus en ekki hagnaði því það var
svo dýrt að kaupa tækin, olíu, borga
skatta og gjöld. Þetta var orðið mjög
erfitt. Samt var þetta vítahringur
sem hann gat ekki komið sér út úr.
Hann varð að halda áfram, en þegar
bíllinn var tekinn gat hann það ekki
heldur. Mér finnst rosalega órétt-
látt að menn sem vilja vinna fái ekki
hjálp.“
Skólamaturinn í innheimtu
Klara fær 88 þúsund krónur á mán-
uði. Hann fær 80 þúsund á mánuði.
Þau eiga tvær dætur, eina sjö ára og
aðra fjórtán. Þannig að þessi fjög-
urra manna fjölskylda hefur 168
þúsund krónur til þess að lifa mán-
uðinn af.
„Þetta er búið að vera rosalega
erfitt hjá okkur. Þetta fer allt í skuldir
og dugir ekki til. Við eigum ekki einu
sinn fyrir skuldunum. Við reynum
að borga af húsbréfum og reikning-
um og fá þá mat hér. Meira að segja
matarreikningar fyrir skólamáltíð-
um dóttur okkar er að koma til okk-
ar. Þetta er allt komið í innheimtu
eða til lögfræðings. Við getum ekki
staðið í skilum með neitt. Við höfum
ekki einu sinni getað borgað hús-
bréfin. Þetta er allt komið á síðasta
snúning hjá okkur.
Ég hef íhugað að hætta að borga
skuldirnar, en hvað getum við gert ef
við missum húsnæðið? Ekki eigum
við peninga til að borga af leiguhús-
næði.“
Dóttirin nestislaus og svöng
Maturinn frá Mæðrastyrksnefnd
dugir nokkurn veginn út vikuna,
en ekki alltaf. Það fer eftir því hvað
er sett í pokann. „Það er misjafnt
hvað við fáum mikinn mat. Ég verð
stundum svöng. Þá hef ég stundum
beðið systur mína um að lána mér
5.000 kall. Hún hefur líka stundum
beðið mig um lán, enda varla af-
lögufær. Hún kemur líka hingað.
Oftast er samt til grjónagrautur
eða eitthvað uppi í skáp sem við get-
um bjargað okkur á. Þannig að ég er
yfirleitt aldrei svöng lengur en í einn
eða tvo daga.
Í gær var stelpan mín að fara í
próf og var svöng. Hana langaði til
þess að kaupa sér nesti en ég gat
ekki látið hana hafa pening fyr-
ir nesti. Þannig að hún fór svöng í
skólann. Þetta er svo sárt að ég get
ekki tjáð mig um þetta. Sérstaklega
ekki ef ég þarf að kafa dýpra. Það er
sárt að geta ekki látið barnið sitt fá
pening fyrir nesti. Og hún er í próf-
um.“
Bitnar verst á börnunum
„Mér er alveg sama um okkur, en
ekki um börnin mín. Mér finnst það
verst hvað þetta bitnar á þeim. Við
sem erum svona stödd í þjóðfélag-
inu og þurfum að sækja þessa að-
stoð, það er hætt við því að börnin
okkar verði undir. Af því að þau er
ekki í fínustu fötunum. Það sem hef-
ur bjargað eldri dóttur okkar er að
þau eru að lána hvert öðru föt.“
Dóttir hennar er fjórtán ára og
vinnur úti með skólanum. „Hún
þarf að bjarga sér sjálf. Ég bjarga
henni ekki. Svo er hún alltaf búin
með peninginn um mánaðamót. Ég
get samt ekki hjálpað henni. Hún
fær hvorki pening né föt hjá mér.
Hún notar sín laun til þess að kaupa
sér nesti og föt.
Sú yngri fær enn að borða í skól-
anum þrátt fyrir vanskil, af því að ég
hef verið að hringja og segja að þetta
sé að koma, svo kemur þetta aldrei.
Ég held að ég sé bara brunnin yfir.
Við förum ekki í Bónus, við kaupum
ekki föt á stelpurnar, við notum ekki
bílinn, við förum ekki neitt, við för-
um ekki í bíó, leyfum okkur ekki að
fá okkur pitsu eða annan skyndibita
eða neitt.“
Átti jeppa
Klara leitaði sér fyrst aðstoðar hjá
Mæðrastyrksnefnd um jólin. „Ég var
svo ánægð. Ég átti ekki fyrir jólaföt-
um á stelpurnar. Hér fékk ég 5.000
króna inneign í Hagkaup til þess að
kaupa á þær jólaföt. Ég man bara
hvað ég var rosalega glöð þegar sú
yngri gat farið á skólaballið í kjól
sem hún valdi sér.
Annars er þetta alveg ótrúlegt.
Við áttum gott líf og höfðum það
alveg ágætt. Ég átti svartan jeppa
sem ég tók á myntkörfulánum. Svo
horfði ég á eftir honum þegar hann
var hirtur af mér. Hægt og rólega
sukkum við niður í skuldafen. Þetta
var sárt fyrst að fara svona niður á
við. Auðvitað fer það illa með sjálfs-
traustið og mannorðið. Ég veit ekki
hvort ég er rétta manneskjan til þess
að lýsa því, ég get ekki hugsað svona
djúpt, þá færi ég bara að gráta.“
Klökk segir hún frá því að ef
maðurinn hennar hefði ekki farið
út í sjálfstæðan rekstur hefði þetta
sennilega ekki farið svona. Það hafi
heldur ekki hjálpað að vera með
persónulegar skuldir á bakinu. „Við
sáum þetta ekki fyrir. Okkur gekk
ágætlega en mér líður eins og við
höfum beðið ósigur. Þá er sjálfsmat-
ið lægra.“
Einangrun og vanlíðan
„Það er líka sárt að horfa upp á
það hvað hann er búinn að vinna
mikið og hvernig sjálfstraustið
hrundi hjá honum. Hann hefur ver-
ið pirraður og við höfum lent í því
að fara að rífast. Ég skil samt alveg
hvað honum hefur liðið illa. Hann
var allt í öllu á heimilinu og aflaði
teknanna. Svo er það allt farið. Það
er mjög erfitt fyrir hann. Hann var
líka svolítið pirraður út í eldri dótt-
ur okkar. En svo tókst okkur að skilja
að þetta er ekki honum að kenna og
þetta er ekki mér að kenna. Ástand-
ið er bara svona. Og þetta er ekki
dóttur okkar að kenna. Okkur hefur
tekist að laga þennan pirring.“
Þau gera samt ekkert fyrir sig sjálf.
„Hvað getum við líka gert? Við get-
um ekki farið í bíó, við getum ekki
farið út að borða og ekki getum við
farið til útlanda. Við erum hvorki
með Stöð 2 né internetið. Við höf-
um einangrast.
Sem betur fer erum við kærleiks-
rík og reynum að skapa okkur góð-
ar stundir saman. Horfum kannski
á mynd í sjónvarpinu eða poppum.
Förum í göngutúr. Okkur leiðist ekk-
ert saman. Alls ekki. Við höfum átt
góðar stundir saman en við gerum
ekki neitt.“
Mæðrastyrksnefnd eina
haldreipið
Maðurinn hennar Klöru kemur
aldrei með henni í Mæðrastyrks-
nefnd. Hún vill það ekki. „Ég læt
hann ekki gera það. Hann veit að ég
kem hingað en ég vil ekki að hann
komi með mér. Mér finnst hann ekki
eiga það skilið að þurfa að koma
hingað, ekki hann.“
Hún tekur það samt fram að hér
sé vel tekið á móti henni. „Ég veit
ekki hvar við værum ef við hefðum
ekki haft Mæðrastyrksnefnd. Ef við
hefðum ekki haft þessa aðstoð vær-
um við fjölskyldan örugglega dáin
úr hungri. Við eigum ekki foreldra
eða ættingja sem hjálpa okkur. Við
stöndum ein í þessari baráttu. Þetta
er allt sem við höfum haft til þess að
geta lifað, allt. Mæðrastyrksnefnd
og Rauði krossinn er líf okkar og
æra. Annars værum við að leita að
mat í ruslatunnunum.“
Myndi fórna öllu fyrir mat
Ef Klara hefði ekki mataraðstoð
þyrfti hún að hætta að borga af
íbúðinni. Þá myndi hún missa íbúð-
ina og þyrfti að fara á leigumarkað.
Ekki væri staðan betri þá. „Eftir að
ég væri búin að borga leigu upp á
kannski hundrað þúsund hefði ég
kannski sjötíu þúsund í mesta lagi
til þess að framfleyta fjölskyldunni.
Ég gæti kannski keypt einhvern mat
fyrir það en matur er orðinn mjög
dýr, meira að segja í Bónus. Ég þyrfti
að leggja bílnum og loka símanum.
En það sem ég lærði eftir góðærið,
þegar ég var fín frú á svörtum jeppa,
er að matur er það sem skiptir öllu
máli í lífinu. Ég komst að því hvað
matur hefur mikið að segja. Hann er
númer eitt, tvö og þrjú og ég myndi
fórna símanum, bílnum, öllu fyrir
mat.“
Lifði ljúfu lífi
Klara á lítinn bíl sem er skuldlaus
og eyðir litlu. Hún notar hann samt
eins lítið og hún getur. Bara í það
allra nauðsynlegasta, eins og þegar
hún er að fara til og frá vinnu. Fjór-
tán ára dóttir hennar er að vinna í
Bónus. Hún fær yfirleitt far hjá vin-
konu sinni þegar hún fer að vinna.
„Bíllinn og Ríkissjónvarpið er það
eina sem við leyfum okkur. Okkur
finnst sem betur fer gaman að horfa
á fréttir. Ég get ekki keypt mér föt.
Ég fór til Flórída árið 2006 og keypti
fullt af fötum sem ég nota enn. Ég
nota bara það sem ég á. Maðurinn
minn líka.
En á þessum tíma lifðum við bara
hinu ljúfa lífi. Við keyptum okkur
pitsur, fórum út að borða og fórum í
þessa ferð til Flórída. Við höfðum al-
veg nóg til alls. En það gjörbreyttist
með hruninu, gjörsamlega.“
Ríkir nærast á fátækum
Klara segir að þetta ástand geti ekki
varað lengi, þau geti ekki haldið
svona áfram. Hún sé alltaf að bíða
eftir breytingum. „Ég er alltaf að
reyna að vera bjartsýn og vona að
þetta muni lagast. Ég kaus Jón Gnarr
og vona að hann geri góða hluti. Ég
er ekki að segja að ég hafi það verst,
eflaust hafa einhverjir það verra en
ég, en það þarf að hjálpa þeim sem
eru verst staddir. Það þarf að hjálpa
fólki í okkar stöðu. Þetta er fólk með
heila hugsun, er heilbrigt og vill
vinna. Af hverju á það þetta skilið?
Fyrst þegar ég kom hingað fannst
mér ég komin inn í annan heim. En
öllu má venjast. Kannski er ég búin
að gleyma því hvernig þetta var þeg-
ar ég hafði það gott. Samt ekki, þetta
er alveg að fara með mig, þótt ég vilji
ekki viðurkenna það. Ég vil ekki að
fólk viti að ég komi hingað. Mann-
orðið er það eina sem ég á eftir, það
litla sem ég á eftir. Þú veist ekki hvað
þetta hefur slæm áhrif á mannorð-
ið. Okkur er ekki sýndur skilningur.
Ríka fólkið hugsar bara „gott á hana,
ekki erum við svona fátæk“. Það
nærist á þessu, og því að það sé ekki
í okkar sporum. Ég er viss um það.
Þetta væri ekki svona ef það væri
ekki raunin. Þá væri búið að hjálpa
okkur.“
skjólstæðingnum á sér þjóhnapp-
ana. Svo varð honum tíðrætt um þjó-
hnappa við allt og alla á svæðinu og
þótti svona helst til ákafur. En kon-
urnar hér taka nú fátt nærri sér. Þær
eru orðnar ýmsu vanar og vita líka að
þeir sem svona láta þjást af vanlíðan
og veikindum.
Fjölskyldufólk í meirihluta
Á tímabili er ansi rólegt og konurnar
furða sig á því. Komast svo að þeirri
niðurstöðu að það sé vegna þess að
þetta er fyrsti miðvikudagur mán-
aðarins auk þess sem orlofsuppbót
var borguð út í gær. Kona á miðjum
aldri kemur svo með þær upplýs-
ingar í fórum sínum að það gangi sú
saga að Mæðrastyrksnefnd sé komin
í sumarfrí. Það er líka gott veður og
þá verður fólk oft afslappaðra.
Engu að síður koma 324 í dag.
Hópurinn er fjölbreyttur. Hingað
koma margir sem eru vel klæddir og
snyrtilegir. Ekkert í þeirra fari eða fasi
bendir til þess að þeir búi við fátækt.
Hingað kemur fólk sem var eitt sinn
þekkt í þjóðfélaginu. Hingað koma
gamlir skólafélagar og kunningjar El-
ínar. Hingað koma konur sem hylja
hár sitt með slæðu. Ungar konur
með börn. Mæður þeirra líka. Hing-
að kemur bara allskonar fólk. Hing-
að kemur meira að segja fólk sem
stenst ekki þá mælikvarða sem Fé-
lagsþjónustan setur til þess að veita
fólki aðstoð, er ekki nógu illa statt til
þess að fá bætur, en er engu að síður
sent hingað af Félagsþjónustunni til
þess að þiggja matarpoka vegna þess
að það þarf á honum að halda. Enda
sagði Ragnhildur frá því að í rann-
sókn Hörpu Njálsdóttur árið 2003 á
einkennum og aðstæðum fátækra
á Íslandi, var ein helsta niðurstaða
hennar sú, að upphæðir almanna-
trygginga og framfærslustyrkja fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga nægðu
ekki til grunnframfærslu. Harpa
sagði meira að segja í kvöldfréttum
Sjónvarps 7. apríl 2010 að stjórnvöld
forðuðust að láta reikna út neyslu-
viðmið því þau hafi alla tíð vitað að
framfærslulífeyrir er of lágur fyrir
lágmarksframfærslu.Enda vill Ragn-
hildur líka hætta að tala alltaf um
lægstu laun og tala um framfærslu-
laun eða eitthvað annað álíka.
Rúmlega helmingur þeirra sem
hingað koma í dag er fjölskyldufólk,
eða um 170 einstaklingar.
Gettó í Reykjavík
Rétt fyrir klukkan fimm koma nokkr-
ar ungar en barnlausar konur um
tvítugt í röðum. Sumar þeirra eru að
koma í fyrsta skipti. Ragnhildur seg-
ir að stundum komi fólk reglulega í
ákveðinn tíma en hætti því svo þeg-
ar þeim tekst að ráða fram úr sínum
málum eða fá vinnu. Það er alltaf
gleðilegt.
Það er ekki eins gleðilegt þegar
þær sjá fjölskyldur splundrast vegna
fátæktar, en slíkt gerist allt of oft og er
ein afleiðing álagsins. Heimili leys-
ast upp, eins og uppboð á húseign-
um undanfarið ber vott um. Glæp-
um fjölgar, ólæsi eykst, þunglyndi
ágerist sem og aðrir geðsjúkdómar
og félagsleg einangrun minnihluta-
hópa eykast sem getur leitt til þess
að fátækrahverfi eða gettó myndast.
Ragnhildur segir að ef það sé ekki
þegar búið að gerast, muni það ger-
ast bráðum. Erlendir karlmenn séu
þegar farnir að krunka sig saman í
hópum í ákveðnum hverfum.
Elín kysst
Þegar Elín er að ganga út úr dyr-
unum spyr einn skjólstæðingurinn
eftir henni og þegar hún sér hana
hleypur hún að henni, tekur hana í
fangið og smellir á hana rembings-
kossi. Þær þekkjast ekki fyrir en skjól-
stæðingurinn, kona um 35 ára gömul
hefur hitt Elínu hér undanfarna mið-
vikudaga og er henni þakklát.
Djúsinn er búinn og deginum er
lokið. Við höldum út í lífið, meðvit-
aðar um að Mæðrastyrksnefnd þarf á
aðstoð okkar allra að halda. Nú hefur
dregið úr rausnarlegum fjárframlög-
um fyrirtækja, því mörg þeirra sem
gáfu reglulega styrki eru farin á haus-
inn og þau sem eftir standa hafa ekki
lengur burði til þess að vera svo ör-
lát. Það sem nú heldur Mæðrastyrks-
nefnd eru smáupphæðir frá einstakl-
ingum, sem eru allar stórar sama hve
háar þær eru.
Sendi dóttur sína svanga í skólann
Hún er 42 ára, eiginkona og tveggja barna móðir. Hann er atvinnulaus en hún er í
hálfu starfi, láglaunastarfi. Fyrir hrun rak hann fyrirtæki og hún keyrði um á jeppa.
Nú þjást þau stundum af hungri og síðast í gær sendi hún dóttir sína svanga og nest-
islausa í skólann. Vegna álags og vanlíðunar einangruðust þau og rifrildum fjölgaði.
Sett í poka Fyrir úthlutun voru nýbakaðar og volgar flatkökur settar í pokana.
En það sem ég lærði eftir góð-
ærið, þegar ég var fín
frú á svörtum jeppa, er
að matur er það sem
skiptir öllu máli í líf-
inu. ... Ég myndi fórna
símanum, bílnum, öllu
fyrir mat.