Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 35
viðtal 4. júní 2010 föstudagur 35
„ÉG RÉÐ EKKI VIÐ HRAÐANN“
Björgólfur í
áByrgðum Björgólfur
Thor segist vera í per-
sónulegum ábyrgðum
fyrir hluta þeirra skulda
sem hann og félög hans
eiga útistandandi. Hann
segir að þess vegna
verði hann að greiða
þessar skuldir. Björgólfur
var tíundi stærsti
skuldarinn í íslenska
bankakerfinu.
mynd vB
hélt utan í háskólanám fyrir næstum
aldarfjórðungi. Ég hef oft komið um
jólin og verið einn mánuð að sumri
og ég mun áreiðanlega halda slíkum
heimsóknum áfram, enda á ég marga
ættingja og vini á Íslandi.
Ég hef verið mjög metnaðarfullur.
En ég áttaði mig á því, líklega 2007
eða 2008, að mesti óvinur minn væri
hraðinn í lífi mínu. Ég réð ekki við
hraðann og hann var orðinn svo mik-
ill að mig var farið að skorta yfirsýn.
Það fór að hafa áhrif á dómgreind-
ina. Nú er ég búinn að hægja á og ég
stefni ekki á sama stað og ég var á. Ég
ætla mér ekki að verða umsvifamikill
í íslensku atvinnulífi aftur.“
DV: Hvernig hefur þér liðið í kjölfar
hrunsins? Hefur þú verið niðurdreg-
inn? Hefur uppgjörið við hrunið sett
mark sitt á þig og fjölskyldu þína?
Hvað finnst þér um umræðuna um
hrunið heima á Íslandi?
BTB: „Ég eins og margir aðrir hef
þurft að takast á við margskonar
erfiðleika vegna hrunsins sem hefur
haft veruleg áhrif á mig, fjölskylduna
mína, vini og samstarfsfólk. Þetta
hefur tekið á og stundum verið erfitt.
En ég eins og aðrir er að reyna að
læra af þessu. Að svo stöddu tel ég
ekki rétt að alhæfa um umræðuna
um hrunið á Íslandi. Ég get hins veg-
ar sagt það að ég hef saknað þess að
sjá ekki meiri viðleitni til þess að bera
saman Ísland og íslenska banka við
önnur lönd og aðra banka bæði fyrir
og eftir hrun. Mér finnst ég vera að
læra einna mest af því.“
DV: Hvernig líður föður þínum í kjöl-
far hrunsins? Hefur hrikt í ykkar sam-
bandi eftir það?
BTB: „Faðir minn er eins og margir
að glíma við erfið mál. Við höfum
alltaf haldið góðu sambandi jafnt í
blíðu og stríðu og þar hefur ekki orð-
ið breyting á.“
DV: Hvernig verðu deginum um
þessar mundir? Hvað gerir þú? Getur
þú talið upp það helsta sem þú gerir?
BTB: „Ég mæti til vinnu á skrif-
stofuna á morgnana og er þar fram
undir kvöld. Starfsdagurinn fer í að
gera upp mín mál eins og margoft
hefur komið fram. Þar er fjölmarga
hnúta að hnýta - langir fundir með
samstarfsmönnum þar sem leitað er
lausna og leiða og enn lengri fundir
með lögfræðingum og öðrum fulltrú-
um banka. Einstaka sinnum kemst
maður frá til annarra verkefna
eins og að svara þessum
spurningum.“
ingi@dv.is