Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Blaðsíða 33
nærmynd 4. júní 2010 föstudagur 31 UPPGJÖR BJÖRGÓLFS Ma.kr. Jan. 2007 Okt. 2008 Breyting Breyting í % Landsbankinn 58,2 141,5 83,3 143% Kaupþing 0,0 0,0 0,0 0 Glitnir 0,0 0,0 0,0 0 Straumur 15,2 28,9 13,8 91% Spron 0,0 0,0 0,0 0 Sparisjóðabankinn 0,0 0,0 0,0 0 Samtals í milljörðum 73,4 170,4 97,0 132% áhættuskuldbindingar Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar í íslenska fjármálakerfinu. Af þessum orðum Sigurðar að dæma var jafnframt ljóst að það var Björgólfur sem öllu réð í Landsbank- anum þegar þarna var komið sögu. Björgólfur segist hafa setið þessa fundi vegna þess að faðir hans hafi ekki verið staddur á Íslandi þessa daga. Hann segir að eðlilegt hafi ver- ið að fulltrúi stærsta hluthafa bank- ans tæki þátt í viðræðunum en að eftir á að hyggja sjái hann eftir því að hafa tekið þátt í þessum viðræðum. reynt að fegra stöðu Landsbankans Daginn eftir samtal Sigurðar og Björg ólfs, sunnudaginn 5. október 2008, funduðu Kaupþingsmenn með ráðherrum úr ríkisstjórninni en um þann fund segir Sigurður í skýrsl- unni: „Og við förum að útlista þess- ar hugmyndir um að það væri best að  Landsbankinn  og  Kaupþing  geri þetta í sameiningu, þ.e. taka yfir Glitni og bjarga þessu kerfi. Og við sjáum að það kemur furðusvipur á ráðherrana. Og þá er okkur ljóst að  Landsbank- inn  hefur sagt þeim eitthvað annað, þeir höfðu þá sagt okkur ósatt kvöldið áður. Svo koma þeir inn bankastjór- arnir og  Björg ólfur Thor. Og ég fer eitthvað að spjalla við þá í anddyrinu, á ganginum. Og  Halldór Jón  fer að vera með einhverjar ægilegar vanga- veltur um að þetta sé allt búið o.s.frv. Þá kemur  Björgólfur Thor  og rífur í hann inn í herbergi og vill greinilega ekki að við náum að tala saman. Mér fannst þetta allt mjög undarlegt... Og þá gerum [við] okkur grein fyrir því að Björgólfur Thor hafði verið að segja mér ósatt.“ En svo virðist sem Björgólfur Thor hafi, jafnvel á þess- um tíma, verið með það á prjónunum að reyna að fá Glitni fyrir lítið til að reyna að bjarga Landsbankanum líka og því hafi hann logið og leikið tveim- ur skjöldum. Svo virðist sem Björgólfur hafi viljað haga máli sínu þannig á þess- um fundum að ríkisstjórnin teldi að staða Landsbankans væri ásættanleg og því væri möguleiki fyrir bankann að taka yfir Glitni því hann virðist hafa komið í veg fyrir að báðir banka- stjórar Landsbankans töluðu um skoðanir sínar á stöðu bankans við utanaðkomandi aðila. Skýrsla Össur- ar Skarphéðinssonar hjá rannsókn- arnefnd Alþingis staðfestir hvernig Björgólfur kom í veg fyrir að Sigurjón tjáði sig um stöðu bankans og hvern- ig Björgólfur hugsaði sér gott til glóð- arinnar í því upplausnarástandi sem upp var komið í íslensku viðskiptalífi. Um þetta segir Össur: „[Landsbanka- menn] [k]omu að kynna okkur eitt- hvað, frábært tilboð. Og hann [Björ- gólfur Thor Björgólfsson] sat þarna í sínum flottu fötum, ofsalegur „seller“, að selja eitthvað sem gekk út á það að þeir áttu að fá Glitni ókeypis og fá alla skapaða hluti og síðan allan gjaldeyr- isforðann og eitthvert „guarantee“ til viðbótar. Og Halldór Kristjánsson sat þarna svona eins og laminn hund- ur og tók ekki mikið undir þetta. Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigur- jón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálf- an snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út,“ en Össur var þarna væntanlega að vísa til handar Björgólfs Thors. Hvað það var sem Sigurjón hafði ekki trú á liggur ekki fyllilega ljóst fyr- ir en eitt svar gæti verið að hann hafi ekki haft trú á því að Landsbankinn gæti lifað af og annað að hann hafi ekki haft trú á samstarfinu við Kaup- þing. Hvort svo sem var virðist það ekki hafa þjónað hagsmunum Björ- gólfs Thors að bankastjórarnir lýstu þessum skoðunum yfir og því kom hann í veg fyrir að þeir gætu tjáð sig um þær við ráðherrana eða þá Kaup- þingsmenn. DV spurði Björgólf Thor um þessa atburði í bankahruninu en hann sagð- ist þurfa lengri tíma til að greina þessa atburði til hlítar en jafnframt að til stæði að fara yfir þau atriði í skýrsl- unni þar sem rætt er um hann. Hvað gerði Björgólfur thor? Frásögnin af aðkomu Björgólfs Thors að viðræðunum um framtíð íslenska bankakerfisins getur hugsanlega sýnt fram á að hluta til hver aðkoma hans var að stjórn Landsbankans á þeim árum sem hann átti bankann því svo virðist sem hann hafi bókstaflega handstýrt bankastjórunum tveimur á fundunum í kringum fall bankakerf- isins. Einn heimildarmanna DV segir um þetta: „Ég held að Björgólfur Thor hafi verið skuggastjórnandi í Straumi og Landsbankanum. Endurheimtur kröfuhafa Straums eru hins vegar það háar [um 50 prósent, innsk. blaða- manns] og því eru þeir ekkert mikið að rugga þeim báti,“ en með Straums- umræðunni á hann við að það þjóni ekki hagsmunum kröfuhafa fjárfest- ingabankans að eyða peningum í dýra rannsókn á starfsemi hans líkt og skilanefnd Landsbankans og Glitnis gera. En um þetta atriði ber heimildum DV reyndar ekki fyllilega saman. Björ- gólfur Thor segir í svari sínu við fyr- irspurn DV um þetta atriði að hann hafi ekki haft afskipti af lánveitingum til hans frá Landsbankanum og að lánveitingar til hans hafi hlotið sömu meðferð og lán til annarra stórra við- skiptavina bankans. Hann hafi því ekki verið skuggastjórnandi bankans. Þrátt fyrir þetta var Björgólfur stærsti skuldari bankans en virðist samkvæmt þessu svari ekki hafa fengið þessa fyr- irgreiðslu vegna þess að hann hafi átt bankann heldur hafi aðrar og mál- efnalegri ástæður legið þar að baki. Tekið skal fram að í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis er fjallað um að lánveitingar til Björgólfs frá Lands- bankanum hafi ekki þurft umfjöllun í stjórn bankans þar sem hann hafi ekki verið skilgreindur sem tengdur aðili í Landsbankanum. Því var hægt að af- greiða lán til Björgólfs Thors án þess að fara í gegnum stjórn bankans sem Björgólfur faðir hans stýrði. Þetta at- riði getur hugsanlega styrkt þann möguleika að Björgólfur hafi látið af- greiða lán til sín með viðræðum beint við starfsmenn bankans. Hvort svo sem Björgólfur Thor var skuggastjórnandi bankans eða ekki liggur alveg ljóst fyrir að hann kom ekki oft í höfuðstöðvar Landsbanka Íslands. Starfsmaður bankans sem vann þar í nokkur ár segist aðeins hafa séð Björgólf einu sinni í bankan- um en það var í kringum bankahrun- ið. „Vikuna fyrir hrun var Björgólfur Thor í bankanum. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sást í bankanum. Ég sá hann nokkrum sinnum á banka- stjóraganginum þar sem hann var að tala í símann,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi en eins og gefur að skilja þarf þetta ekki að þýða að Björgólfur hafi ekki sagt stjórnendum bankans hvað þeir ættu að gera, meðal annars hvernig þeir ættu að ráðstafa fjármun- um bankans. Þetta er ein af spurningunum sem Deloitte mun svara í skýrslu sinni um starfsemi Landsbankans en sam- kvæmt heimildum DV liggur það þó fyrir að ekki hafa fundist tölvupóst- ar með beinum skipunum frá Björ- gólfi til bankastjóranna líkt og í tilfelli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, skugga- stjórnanda Glitnis. Ef Björgólfur hefur handstýrt Landsbankanum í gegnum leppa er því líklegt að hann hafi gert það með öðrum hætti og eftir öðrum leiðum. Ég held að Björg- ólfur Thor Björg- ólfsson hafi verið skuggastjórnandi í Lands- bankanum og Straumi. eignir í eigu aflandsfélaga Björgólfur segist eiga félög á aflandseyjum sem aftur eigi bankareikninga með innistæðum í öðrum löndum. Hann segist ekki reyna að leyna neinu með aflandsfélögunum og segir það viðurkennt viðskiptaform. MynD vB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.